Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1990, Blaðsíða 6
22 - FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 1990. Jack Cates (Nick Nolte) og Reggie Hammond (Eddie Murphy) eru nú aftur komnir á kreik. Hás^ólabíó: Aðrar 48 stundir Háskólabíó frumsýndi í gær mynd númer tvö um þá félaga Reggie Hammond og Jack Cates. Myndin ber nafnið Aðrar 48 stund- ir (Another 48 hrs.) og sem fyrr eru Eddie Murphy og Nick Nolte í aðal- stundir. Nú er það Cates sem er á leiðinni i steininn. hlutverkum. Leikstjóri, líkt og í fyrri myndinni, er Walter Hill. Starfsaðferðir Cates eru nú til endurskoðunar og hann á yfir höfði sér fangelsisvist fyrir samskipti sín við krimma nokkum að nafni The Iceman, með heldur vafasömum hætti. Við blasir að Cates verður settur í steinninn ef honum tekst ekki að hafa uppi á krimmanum innan 48 stunda. Eina vísbendingin til að fara eftir er sú að krimminn hefur ásett sér að ná sér niðri á Reggie Hammond sem er u.þ.b. að sleppa úr fangelsi eftir sjö ára vist. Hammond hafði áður hjálpað Cates við að leysa mál og nú liggur fyrir að sá fyrrnefndi er eina vonin til að ná í krimmann. Cates gerir sér þetta ljóst og jafnframt það aö þeir myndu þá gera hvor öðrum stóran greiða í leiðinni. Ýmislegt hefur breyst frá því síö- ast. Hammond fékk fimm ár til við- bótar í steininum fyrir aðild að ráni en nú er hann frjáls maöur og tilbú- inn að skemmta sér ærlega. Cates er maðurinn með vandamálin. Hann er nærri því aö vera rekinn úr lögreglustarfmu í kjölfar þess að hafa fengið umræddan glæpa- mann á heilann. Eitt leiddi af öðru og í einni af ferðum sínum urðu honum á mistök og hann drap mann. En hvað um það. Nú er Hammond laus allra mála og er til- búinn að sækja peningana sína og sþortbíhnn sem Cates hefur passað fyrir hann í allan þennan tíma en einhveijum vandkvæðum virðist það bundið að sækja eignirnar. Eins og við er að búast verða næstu 48 stundir ansi villtar þegar þessir ólíku kappar hittast á ný og spenn- an og hættan á götum San Fran- cisco verður mikil. Fyrri myndin um þá félaga var gerð árið 1982 og hún kom fótunum undir Eddie Murphy í kvikmynda- heiminum svo um munaði. A eftir fylgdu myndir eins og Trading Places, Beverley Hills Cop (tvær myndir), The Golden Child og Raw. Síðar kom Coming to America og Harlem Nights. Nick Nolte hefur komið víða við. Hann lék t.d. í The Deep, Down and Out in Beverley Hills og Three Fugitives. Sjálfsagt eru líka margir sem muna eftir honum úr framhaldsþáttunum Rich Man, Poor Man sem sýndir voru í ríkissjónvarpinu fyrir nokkrum árum. -GRS Kvikmyndahúsin - Kvikmyndahúsin „Gremlins 2 The New Batch“ er nafn framhaldsmyndarinnar um þessar furðuskepnur sem verður sýnd hérlendis fljótlega. Á meðfylgjandi mynd sést þegar dýrin heimsækja Fred, hryllingsmyndakappa, en myndin gengur út á heimsókn dýranna í risastóra skrifstofubyggingu og ekki eru allir jafnhrifnir af þeirri heimsókn. Laugarásbíó frumsýnir í dag mynd um lan Flemming en hann skrifaði einmitt sögurnar um James Bond. Myndin heitir Upphaf 007 og aðal- hlutverkið er í höndum Jasons Connery en faðir hans, Sean, lék í nokkr- um myndum um breska njósnarann 007. BÍÓBORGIN Á tæpasta vaði 2 ★★★ Meira, stærra, fleiri, hærri og oft- ar, en ekki betra en samt meira en nógu gott. Einnig sýnd í Bíóhöll- inni. GE. Þrumgnýr ★★ 'A Ágæt skemmtun en nokkuð brokk- gengt handrit Theresa RusseU góð sem stressuð lögga. HK. Fullkominn hugur ★★★ Framtíðarmynd sera gerist á Mars. Háspenna frá upphafi til enda. Schwarzenegger í sínu besta hlut- verki. Einnig sýnd í Bíóhöllinni. HK Stórkostleg stúlka ★★ 'h Létt og skemmtileg mynd þrátt fyr- ir ólrumlegt handrit. Julia Roberts er frábær. Einnig sýnd í Bíóhöll- inni. HK Handrit í molum, leikstjórn í kaos. Að öllu leyti misheppnuö. GE Þrír bræður og bill Yfirlætislaus og bræðralagssaga. ★★ góðhjörtuö GE HÁSKÓLABÍÓ Aðrar 48 stundir ★'/ Handritið er aðalgalli myndarinn- ar. Ófyndinn Eddie Murphy getur litlu bjargað. ; GE. Cadillac maðurinn ★ Robin Williams er ófyndinn í hlut- verki bilasala sem veröur fýrir baröinu á hryðjuverkmanni. Am- erískur hávaði og gauragangur. PÁ. BÍÓHÖLLIN Fimmhyrningurinn Leiöinleg, heimskuleg % mistök. Sá hlær best ★★'/ Svört og siðferðislaus irónía sem ristir ekki alveg nógu djúpt en Mic- hael Caine er gallalaus aö vanda. GE Leitin að rauða október ★★★ Róleg uppbygging með hörku- spennandi síðari hluta. Sean Conn- ery gnæflr yfir aðra leikara í mynd- inni. HK Shirley Valentine ★★ Losnar ekki alveg við leikritskeim- inn og nær ekki að hafa full áhrif. GE Vinstri fóturinn Ótrúlega góður leikur Daniels Day s Lewis í hlutverki fjölfatlaðs manns gleymist engum sem myndina sér. HK Paradísarbióið ★★★ Það líður öllum vel eftir að hafa séð þessa einlægu og skemmtilegu mynd. HK LAUGARÁSBÍÓ Aftur til framtíðar III ★★★ Krafturinn í tímaflakkssögunni er búinn en frígírinn eftir. Rennur áfram á fornri frægð, einfold og auömelt en mjög skemmtileg. Sjáiö endilega hinar tvær á undan. GE Cry Baby *★ 'A John Waters afgreiöir unglinga- myndir svo um munar. Full af skrýtnum persónum og uppátækj- um. GE REGNBOGINN Refsarinn ★*!/ Ofbeldisgnótt á yfirborðinu en meira býr undir sem nær ekki al- veg að skina í gegn. GE í slæmum félagsskap ★★★ Sálfræöiþriller i anda Hitchcocks. James Spader frábær í hlutverki bráðarinnar. HK Nunnur á flótta ★★ Ágætis afþreying þrátt fyrir lítinn innblástur handrits. Eric Idle held- ur velli. GE. Braskarar ★ Drepleiðinlegir uppar vekja enga samúð innan starfs eða utan. GE Hjólabrettagengið ★★ Ágæt saga, frábært brettaflug. GE STJÖRNUBlÓ Fram i rauðan dauðann ★★'/; Lawrence Kasdan hefur áður gert betur en góður sprettir inn á milli gera myndina vel þess virði að sjá hana. HK. Með lausa skrúfu ★'/i Óþör f löggu viðbót, flókin til einskis og fiflaleg. Aykroyd heldur henni á floti. GE Stálblóm ★★ Áhrifamikill leikur, sérstaklega hjá Roberts og Fields. Gott drama en á köflum átakanlega væmið. PÁ Pottormur i pabbaleit ★★ Hin fúllkomna fjölskyldumynd sem er frumleg fyrstu mínútumar en veröur svo ósköp venjuleg. HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.