Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1990, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1990, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990. Fréttir DV Félagsmálaráðherra með róttæka breytingu á Húsnæðisstofnun: Fólk úti á landi á ekki að þurfa að leita þangað „Ég hef gert tíllögur um breytingar vegna þess að ég vil færa þjónustuna út tíl fólksins og auðvelda þessi sam- skiptí til þess að fólk úti á landi þurfi ekki að leita til Húsnæðisstofnunar með sína þjónustu og viðskipti,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra þegar hún var spurð hvort hún væri ánægö með það hvemig Húsnæðisstofnun ríkisins hefur staðið sig að undanfórnu. Sem kunnugt er hefur komið fram mikil gagnrýni á stofnunina vegna hús- bréfadeildarinnar. Félagsmálaráðherra sagði að hún hefði gert tillögu um að þessi þjón- usta færi inn í bankana, til dæmis segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra mat á lánshæfni og þjónusta með húsbréfaviðskipti. í öðru lagi hefur hún sett fram tillögur í fnnnvarps- fonni um umdæmisskrifstofur en þar er lagt til að öli þjónusta, upplýs- ingaþjónusta og ráögjöf verði færð út á landsbyggðina. „Það sýnir sig þegar ég er með slíkar tillögur að ég vil þreyta þama um,“ sagði Jóhanna. Að sögn ráðherra er verið að vinna að samningi við bankana og skýrist væntanlega um mánaðamótin hvernig gangurinn verður í því og hve langan tíma tekur að koma þessu inn í bankana. Breytingin sem varð- ar umdæmisskrifstofurnar varðar stjómsýslulega stöðu Húsnæðis- stofnunar og er nú verið að senda það mál til þingflokkanna en Jó- hanna segist vera búin að fá sam- þykki ríkisstjórnarinnar fyrir því. - En er með þessu verið að gefast upp á Húsnæðisstofnun og láta bara aðra sjá um hiutverk hennar? „Ég vil ekki fallast á að menn hafi gefist upp á Húsnæðisstofnun, ég vil ekki orða það svo. Menn vilja færa þjónustuna út á landsbyggðina. Þetta er auðvitað eitt skref í valddreifingu og byggðastefnu. Það er auðvitað það mikið mnfangið í sambandi við hús- næðismál aö það hefur sýnt sig að ein stofnun á höfuðborgarsvæðinu annar þessu ekki. Það er ekki eöli- legt að fólk á landsbyggðinni þurfi að leita á einn stað á höfuðborgar- svæðinu,“ sagði félagsmálaráðherra. Fasteignasalarnir liggja með tilboðin Jóhanna sagði að starfsfólk Hús- næðisstofnunar hefði verið undir „ómanneskjulegu“ álagi undanfarið og sagði að ekki væri hægt aö kenna því um biðina sem hefði myndast. Hún vildi reyndar kenna fasteigna- sölum að nokkru um'. „Það er þannig að kauptilboð eru eklti alltaf send á sama tima og frá þeim er gengið. Það er þá einhver töf sem verður hjá fasteignasölum. Það er látinn líða töluverður tími þangað til Húsnæðisstofnun fær þessi kaup- tilboð. Það var til dæmis gerð stikk- prufa nú í ágúst á því hvað liði lang- ur tími frá því að kauptilboð væru undirrituð þar til Húsnæðisstofnun fengi þau í hendurnar frá fasteigha- sölunum. Meðaltíminn í ágúst var 11 dagar,“ sagði Jóhanna. Ráðherra sagöi einnig að fólk stæði rangt að mati á kaupgetu sinni. Það er að segja það veldi sér fyrst íbúð áður en það léti meta sig. Þetta gæti stuðlað að óþolinmæði hjá fólki sem væri þá stundum farið að bíða eftir einhverri ákveðinni íbúð á meðan matiðfærifram. -SMJ MCO*B. Vlre.y, íf l|j/ wí.'m AcOOZiNG -iári.-rt (ourlíi h» b«n li oui ln llu; oojd .,■ MMBÍtt'SlSSÍ... M >n hií rtKnp, Jtu„gCr, W;y hot*!, d^‘r > wd W»* SAfíhra."”1 “"■r"'"1' ! WANBÍR í ‘hiuJdn't h.v, .M camt on ft ■m Viðtalið sem birtist í skoska blaðinu Daily Record í gær og lýsir raunum ungs islendings i Glasgow. f*M: Tmmm ‘>IS htiry Iii.t.l M Uti nntiðti ■ mtt iino&w wfuuua y J; wtt»n MJ tii Ungur íslendlngur: Úti í kuldan- um í Glasgow Ungur Islendingur, sem skrapp til Glasgow síðastliðinn laugardag, lenti í vandræðum eftir að hann fór út að skemmta sér og gleymdi á hvaða hóteli hann bjó. í blaðinu Daily Record birtist í gær viðtal við hann þar sem hann lýsir hremmingum sínum í borginni. í viðtahnu segist íslendingurinn hafa skilið farangur sinn og vegabréf eftir á hótelherberginu á laugardags- kvöldið. Þegar hann ætlaði að snúa til baka um nóttina mundi hann ekki nafnið á hótelinu né hvemig það leit út. Sunnudeginum kveðst hann svo hafa eytt á göngu milli hótela í borg- inni til að spyrjast fyrir um hvort haim byggi á viðkomandi hóteli. Eftir komuna til Glasgow seint á laugardag fór hann á hótel sem leigu- bílstjóri mælti með. Eftir að hann hafði fengið herbergi á leigu fór hann út til að kanna næturlífið. í greininni í Daily Record er svo haft eftir honum: „Ég veit að ég hefði ekki átt að gera þetta en mig langaði bara svo til að skemmta mér. Það er svo dýrt aö drekka á íslandi en ódýrt að drekka hér. Ég varð svo drukkinn að ég gat ekki munað hvar hótelið mitt var.“ í viðtahnu kemur fram að lykhhnn sé ómerktur og síðan er haft eftir íslendingnum: „Nóttinni eyddi ég svo í að leita að hótehnu. Ég þarf að fá farangurinn minn til baka og vega- bréfið mitt svo að ég komist aftur úr landi.“ Með viðtahnu við manninn fylgir og mynd af honum þar sem hann veifar lykhnum að hótelherbergi sínu og í lok þess segist hann vonast til að einhver þekki lykihnn því að það sé eina leiðin til að hann geti haft uppi á hótehnu aftur. Svo er gefið upp símanúmer sem hótelhald- arinn eða einhver sá sem veit hvar hann bjó getur haft samband við. -J.Mar KriEtján Bennburg, DV, Belgíu; í frétt belgíska dagblaðsins, Het Niewsblad, í morgun segir að ís- lenski landshðsmaöurinn Arnór Guðjohnsen sé á förum til franska 1. deildar hðsins Tou- louse. Verschuren, framkvæmda- stjórí Anderlecht, staðfestir þessa frétt blaðsins í morgun og segir að Anderlecht muni ekki standa í veginum fyrir að samningar takist á allra næstu dögum. Verschuren segir ennfremur að útilokað sé að Amór komi aftur til félagsins, hann geri of miklar kaupkröfur. Áhugi franska liðsins Toulouse er til kominn vegna ábendinga Stefan De Mol en hann leikur með franska liðinu en var seldur til þess fyrir þetta keppnistímabil frá Anderlecht Argentínskur leikmaöur að nafni Marrico leik- ur einnig meö íranska hðinu en öðlast franskan ríkisborgarétt í þessari viku og af þeim sökum opnast leið fyrir Amór að gera samning við félagið en aðeins mega tveir útlendingar leika hverju sinni með frönskum fé- lagshðum, Verschuren segir að lokum í frétt belgiska blaðisns að Tou- Iouse eigi næsta skref í þessu máh og muni hefja samningaviö- ræöur strax viö Arnór Guðjo- hnsen. Þess má geta aö Toulouse er um miðja 1. deild, hefur hlotið átta stig en Marseille er efst með 16. 747 milUónir Tap Álafoss hf. var 747 milljónir króna á síðasta ári. Þetta kom fram á aðalfundi fyrirtækisins sem haldinn var í gær. Á fundin- um var jafnframt sagt frá 165 milljóna króna tapi félagsins á fyrstu sex mánuöum þessa árs. Að sögn Ólafs Ólafssonar, for- stjóra Álafoss, í samtali við DV i morgun má rekja 314 milljónir af 747 milljóna króna tapi síðasta árs beint til afskrifta, niður- færslna vörubirgða og viðskipta- krafna. Þá voru nettóvaxtagjöld félagsins um 150 mihjómr króna. Sovétmenn skulda Álafossi á annað hundrað mihjónir króna. Ekki hafa komið þaöan greiðslur fráþvíímaí. -JGH 136 tóku þátt í Esjuþolgöngu: Sigurvegarinn upp á tæpum hálftíma - fimm ara stúlka rúman klukkutíma upp „Eg tok a öhu sem eg atti á leið- inni upp. Þetta var svohtið erfitt en ég er í mjög góðri æfingu og því gekk þetta vel. Eg vona bara að það verði betra veður næsta ár því ég ætla að reyna að ná betri tíma,“ sagði Sigur- geir Svavarsson, 23 ár Siglfirðingur, sem sigraöi í Esjuþolgöngu Flug- björgunarsveitar Reykjavíkur, Rad- íóbúðarinnar og Apple-umboösins á sunnudag. Sigurgeir er í landshði íslands í skíðagöngu. Æfir hann stíft með göngum og hlaupum í fjöUum á sumrin og er því í mjög góðri þjálf- un. Hafði hann skíðastafi sér til hjálpar og komu þeir að góðum not- um þar sem snjó hafði náð að festa efst í Esjunni. 136 manns á aldrinum 5-55 ára tóku þátt í Esjuþolgöngunni og komust langflestir upp. 267 manns skráöu sig reyndar til þátttöku en þar sem Esjan var orðin gráleit aö ofanverðu virð- ast margir hafa hætt við. Lagt var af stað frá landi MógUsár. Lá leið göngumanna um Kerhóla- kamb og upp á ÞverfeUshom í 760 meta hæð yfir sjávarmáh. Fyrstur var Sigurgeir á 28 mínút- um og 51 sekúndu og hlaut hann Macintosh tölvu í verðlaun. Næstur var Jóhann Ingibergsson úr Garðabæ á 29,23 og þriðji Halldór Matthíasson, Reykjavík á 30,07. Sigurður Kristjánsson var elstur göngumanna, 55 ára og fór upp Esj- una á 65 mínútum og 24 sekúndum. Ekki langt á eftir honum kom yngsti Sigurgeir Svavarsson hleypur upp Esjuna með skíðastafina góöu sér til aðstoðar. keppandinn. Það var Helga Sjöfn Jóhannesdóttir, 5 ára, sem fór upp á 73 mínútum og 20 sekúndum. Hún fær sérstaka viðurkenningu fyrir árangur sinn í dag. Aðstandendur Esjuþolgöngunnar era mjög ánægðir en að fenginni reynslu segjast þeir ætia að hafa hana fyrr næsta sumar. Voru þeir hissa á hve fljótir keppendur voru upp fjallið en með rösklegri göngu er björgunarsveitarmaður um klukkutíma að fara þessa leið. -hlh Vantaði 60 milljóna veð - segirlngólíurVestmann „Eg er ekkert bitur þó að þetta hafi farið svona. Við ætiuðum að gera þessa hluti frá hreinu viðskipta- legu sjónarmiði og ætluðum ekki aö leita neinnar póhtískrar fyrir- greiðslu. Okkur var hins vegar ekki treyst fyrir þessu og við féhum á tíma,“ sagði Ingólfur Vestmann Ing- ólfsson, tæknifræðingur í Hafnar- firði, en hann sendi sjávarútvegs- ráðuneytinu tilkynningu í gær um að hann gæti ekki uppfyht tilboð sitt í ríkistogarann Hafþór fyrir tilsettan tíma. Ingólfur sagði að fyrst og fremst hefði brugðist að afla veðs upp á 60 mUljónir en ráðuneytið vildi ekki heinúla hærra veð en 100 miUjónir í togaranum sjálfum. Ingólfur sagöist ekki geta upplýst hverjir hefðu staðið að tilboðinu með honum. „Það eru þó engir stórlaxar né póhtíkusar,“ sagði Ingólfur. Hann bætti því við að ekki væri frekar á döfinni að leita fyrir sér í útgerö heldur væri hann nú búinn að sækja um vinnu. Næsthæsta tilboðið í togarann er frá Ujósavík í Þorlákshöfn en það er upp á 233 miUjónir króna. Útborgun þar er 40 miUjónir eða helmingi lægri en í tilboði Ingólfs. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.