Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1990, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1990, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990. Merming Mel Gibson og Goldie Hawn eru hér á flótta í gamalli rellu sem endar sitt skeið í skóglendi. Laugarásbíó - Á bláþræði: ★★ Stórstjörnur í vandræðum Á bláþræði (Bird on a Wire) hefur allt sem aðsóknarmynd á bandarísk- an mælikvarða þarf að hafa, stórstjörnurnar Mel Gibson og Goldie Hawn, söguþráð þar sem spennu, húmor og rómantík er blandað saman og hvorki meira né minna en fimm eltingaleiki. Hvers vegna skyldi myndin þá ekki vera nema rétt í meðallagi? Það eru sjálfsagt margar skýringar en fyrst og fremst hlýtur það að vera sú hættu- lega stefna sem þróast eingöngu í Hollywood, þar sem aliir ætla sér að gera metaösóknarmynd samkvæmt einhverri formúlu. Þegar hugsaö er á þennan hátt og farið eftir forskrift sem á að duga, þá er spumingin hvort leikstjórinn hafi metnað til að gera góða kvikmynd eða verksmiðjuframleiðslu. Leikstjóri Á bláþræði er John Badham. Hann Kvikmyndir Hilmar Karlsson hefur áður sýnt að hann getur gert ágætar hasarmyndir og er honum sérlega tamt að leikstýra þyrlum, eins og þeir sem séð hafa Blue Thund- er minnast. Þá tókst honum ágætlega upp í Stakeout þar sem húmorinn var í fyrirrúmi. í Á bláþræöi er þessu blandað saman en allt kemur fyr- ir ekki, meðalmennskan er allsráðandi. Nú er það svo að Á bláþræði byijar nokkuð þokkalega af gamanmynd að vera. Goldie Hawn leikur lögfræðing nokkum sem sér gamlan elsk- huga, Mel Gibson, sem löngu á aö vera dauður. Hann er við afgreiðslu á bensínstöð. Það kemur í ljós að gamli kærastinn hafði vitnað gegn glæpa- mönnum sem nú em lausir úr fangelsi og hafa fullan hug á hefndum. Eftir að myndin nær þessu stigi hverfur húmorinn smátt og smátt og myndin snýst upp í eltingaleiki. Endar myndin í dýragarði einum þar sem Gibson átti aö hafa unnið í. Þar fer söguþráðurinn svo kirfilega yfir strik- iö í vitleysunni að maður er þeirri stundu fegnastur þegar myndinni lýkur. Það er lítið hægt að segja um stjömumar tvær, Mel Gibson og Goldie Hawn. Bird on a Wire er engin skrautfjöður í hatt þeirra. Virðast sjálf vera hálfrugluð á öllum hamaganginum og vita varla í hvom fótinn á að stíga. Þeim verður samt ekki kennt um útkomuna. Það er frekar að jafnfær leikstjóri og John Badham ætti að skammast sín því stærsti gall- inn er hversu yfirhlaðin myndin er. Á BLÁÞRÆÐI (BIRD ON A WIRE) Leikstjóri: John Badham. Handrit: David Seltzer, Louis Venosta og Eic Lerner. Aðalhlutverk: Mel Gibson, Goldie Hawn, David Carradine og Joan Severance. Nauðungaruppboð Annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Miðbraut 11, Búðardal, á neðangreindum tíma. Búðarbraut 3, Búðardal, þingl. eigandi Kristjana Guðmundsdóttir. Uppboðsbeiðandi er Sparisjóður Hafnarfjarðar, fimmtud. 20. sept. kl. 11.00. Sýslumaður Dalasýslu. Nauðungaruppboð Annað og síðara á eftirtöldum fer fram í dómsal embættisins, Miðbraut 11, Búðardal, á neðangreindum tíma, Hóll, Hvammshreppi, Dalasýslu, þingl. eigandi Júlíus Baldursson og fl. Uppboðsbeiðandi Landsbanki Is- lands, veðdeild, Tryggvi Bjarnason hdl., fimmtud. 20. sept. kl. 13.30. Sýslumaður Dalasýslu. Nauðungaruppboð Annað og síðara á eftirtöldum fer fram í dómsal embættisins, Miðbraut 11, Búðardal, á neðangreindum tíma. Sunnubraut 11, Búðardal, þingl. eig- andi Svavar Garðarsson. Uppþoðsbeiðandi er Gísli Kjartansson hdl., fimmtud. 20. sept. kl. 10.30. Sýslumaður Dalasýslu. Nauðungaruppboð Annað og síðara á eftirtöldum fer fram í dómsal embættisins, Miðbraut 11, Búðardal, á neðangreindum tíma. Skarðsá, Skarðshreppi, þingl. eig- andi Unnsteinn B. Eggertsson. Uppboðsbeiðandi er Samvinnubanki Is- lands og innheimta ríkissjóðs í Dalasýslu, fimmtud. 20. sept. kl. 10.30. Sýslumaður Dalasýslu. Frjosemi fjorunnar Sæmundur Valdimarsson sýnir á Kjarvalsstöðum Sæmundur Valdimarsson hefur á liðnum árum ver- ið iðinn við að nýta þau kynstur af reka sem berst hér á fjörur. Rekaviðinn sækir Sæmundur að mestu á Strandir, enda Vestfirðingur að uppruna. Eins og þeir vita, sem séð hafa til Sæmundar, er hann laginn við að laða fram persónuleika í sjórekið og ormstungið hráviðið og ber auk þess gæfu til að fá núttúruna þar sér til fulltingis. Það má ef til vill segja að list Sæmund- ar sé eins raunsæ og frekast er hægt að hugsa sér frá landfræðilegu sjónarmiði; það virðist liggja beint við að ævintýragjam eyjarskeggi sjái helst sköpunarþörf sinni fullnægt í rannsókn á því sem rekur á fjörur hans og er ef til vill komið frá annarri álfu þar sem vel er hægt að ímynda sér að ævintýr gerist... Fjaran hefur jafnan verið okkur Frónbúum uppspretta ímyndunaraflinu, enda hún í sífelldu þrátafli við óút- reiknanleg máttarvöld hafsins. Fíaran hefur í aldanna rás gegnt hlutverki fréttastofu, myndhstarsalar, kjör- búðar og kirkju - allt í senn. Frá örófi hefur hún ver- ið bæði tengiliður okar við umheiminn og björg í harð- indum. Alþjóðlegir minnisvarðar Sty ttur Sæmundar Valdimarssonar geta skoðast sem minnisvarðar um fjöruna, nægtabrunn eyþjóðar við norðurheimsskautsbaug. Samkvæmt framansögðu ætti hér að vera um að ræða svo þjólegan listamann sem frekast mætti hugsa sé. En Sæmundur velur sér ekki svo auövelda undankomuleið. Hér er ekki um að ræða tilvísanir í útskurðarhefð okkar eða fomar súlur sem flutu á land. „Fólkið“ hans Sæmundar á nefnilega enga sína líka og það meira að segja virðist vita full- vel af því. Jafnvel sjálf „Mona Lísa“ kímir hér á áður óþekktan máta. Reyndar virðist svo sem Sæmundur sé sífellt að auka á heimsborgaralegt yfirbragð þessa fjörumannkyns. Á sýningu hans á Kjarvalsstöðum Myndlist Ólafur Engilbertsson fyrir tveimur og hálfu ári mátti sjá nokkur heiti úr ásatrúnni á styttum. Nú fyrirfinnst ekkert slíkt, en hins vegar eru þama þeir kumpánar Abbullah og Mustafa auk sjálfrar drottingarinnar af Saba. Hennar konunglega tign mun reyndar vera fyrrum bryggju- stólpi hjá Áburðarverksmiðjunni. Þama lætur Sæ- mundur dökka tjömsoðninguna gefa tóninn og útkom- an er austrænn þokki. Frjósemistákn á nærklæðum Annað nýnæmi hjá Sæmundi er að hann virðist nú óhræddari en áður við að mála á viðinn. Málningin gegnir þó sem fyrr einungis samskonar hlutverki og annar aukabúnaður, s.s. ýsuorðs- eða þangnærklæðn- aður. Það sem einna síst gengur upp hiá Sæmundi er þegar aukahlutirnir verða of veigamiklir, en það ger- ist örsjaldan. Að venju vandar Sæmundur hvað mest til höfuðbúnaðar. Hvað hann varðar er skemmtilegur „Geimfari" á sýningunni, sem og „Þijár systur". Síðar- nefnda verkið er að mínu viti eins konar hátindur þessarar sýningar, ekki hvað síst vegna verðlauna- paflsuppstilhngarinnar. Kyntöfrar styttunnar „Fyrsta ballið" fara heldur ekkert á milli mála fyrir mifligöngu spegils sem leynist að óvömm undir pilsum þessarar þrýstnu heimasætu. Fijósemin er sem rauður þráður í list Sæmundar Valdimarssonar og hvet ég alla sem sjóvettlingi valda að líta inn á Kjarvalsstöðum fyrir mánaðamót og fá sér snúning. Sæmundur Valdimarsson við eitt verka sinna. Fréttir Pósthús á Austurlandi: Greiðari aðgangur fatlaðra Sgrím Björgvmsdóttir, DV, Egilsstöðum: Hjá Pósti og síma á Austurlandi eru nú hafnar framkvæmdir til að auð- velda fólki í hjólastólum aðgang að húsum fyrirtækisins. Þór Reynisson, stöðvarstjóri á Egilsstöðum, sagði aö þetta væri gert til samræmis við lög og reglugeröir. Steyptar verða halla- brautir með snjóbræðslukerfi við fjögur hús og vonir standa til að hægt verði að ljúka framkvæmdum að ári. Á Egilsstööum standa hús Pósts og síma og Búnaðarbankans hlið við hliö. Samkomulag hefur tekist á mifli þessara stofnana um að leggja hita- lögn í gangstéttina milli húsanna. Verður það til mikilla bóta fyrir afla þá er þar eiga leið um og hafa undan- fama vetur þurft að kafa snjó og tipla. Allir þeir sem fara um I hjólastól eiga með góðu móti að komast I pósthúsið á Egilsstöðum eftir aö framkvæmdum lýkur. DV-mynd Sigrún Björgvinsd. áklakabunkummánuðeftirmánuð. og sími á Egilsstöðum viðurkenn- Þess má geta aö í fyrra fékk Póstur ingu fyrir snyrtilega lóð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.