Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1990, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1990, Side 25
ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990. 25 Svidsljós Hljómsveitin Islandica hélt útgáfutónleika á Hótel Borg á sunnudag. Þar var kynnt ný plata sveitarinnar sem ber nafniö Rammíslensk. Islandica er skipuö Hérdísi Hallvarðsdóttur, Gisla Helgasyni, Inga Gunnari Jóhanns- syni og Guðmundi Benediktssyni. Aöstoðarmenn hljómsveitarinnar á þessum tónleikum voru Sigurður Rúnar Jónsson og Ásgeir Tómasson sem reyndar glittir í á bak við trommusettið á þessari mynd. DV-mynd RaSi Heiti potturinn hélt sitt siðasta djasskvöld i Duushúsi á sunnudagskvöld en framvegis verður leikið á nýjum veitingastað hljómlistarmanna við Vitastíg. Á sunnudaginn komu fram ýmsir hljómlistarmenn, meðal þeirra voru harmóníkuleikararnir Ólafur Stephensen og Guðmundur Ingólfsson. DV-mynd RaSi Ted Danson fékk Emmy-verðlaunin eftir langa bið. Ted Danson fékk Emmy-verðlaunin í áttundu tilraun - Candice Bergen vann annað árið í röð Emmy-verðlaunin voru afhent í Pasadena í Kaliforníu á sunnudag. Eins og við var að búast mætti fjöldi fólks til athafnarinnar en miðinn á dýrðina kostaði litla 500 dollara stykkið. AUir mættu auðvitað í sínu fegursta pússi og verðlaunahafar þökkuðu vel og lengi fyrir sig, eins og reyndar þykir orðið hefð á slíkum samkundum. Hæst bar að Ted Danson hlaut Emmy-verðlaun fyrir hlutverk sitt sem barþjónninn Sam Malone í gam- anþáttunum Cheers. Þetta var í átt- unda skipti sem Ted var útnefndur en ekkert hefur gengið fyrr en nú. Candice Bergen fékk hliðstæða við- urkenningu fyrir hlutverk Murphy Brown og er þetta annað árið í röð sem hún fær sæmdarheitið. Að baki þessari verðlaunaafhend- ingu standa samtök sem heita The Academy of Television Arts and Sci- ences en félagar eru u.þ.b. 4500 og starfa allir í sjónvarpsiðnaðinum með einum eða öðrum hætti. Candice Bergen hampar hér Emmy-styttunni góðu. Bergen vann annað árið sem besti kvenleikari í gamanþætti. Gamla brýnið Peter Falk þótt standa sig vel í hlutverki Columbo og fyrir vikið var gaukað að honum þessari Emmy-styttu. Falk þótt besti karlleik- ari í dramaseriu. Söngkonan Paula Abdul virðist harla ánægð með Emmy-verðlaunin. Abd- ul fékk viðurkenningu fyrir fótfimi sína og sumir segja raunar að hún sé miklu betri dansari en söngvari. Barbara Hershey þótti sýna snilldar-. takta i mini-seriunni „A Killing in a Smail Town“ og frammistaða þar kom henni á verðlaunapall. Leikkon- an brosti auðvitað sina breiðasta við afhendinguna en ekki fylgdi sögunni hvort einhver tár hefðu fallið, það þykir þó ekki fjarri lagi. Spænsk snót fegurst í Japan Ungfrú Spánn, Silvia De Esteban, sést hér veifa til mannfjöldans eftir að hafa verið kosin Miss Internatio- nal 1990. Fegurðarsamkeppnin var haldin í bænum Osaka sem er í vesturhluta Japans. Það er greinilegt að ekki er öllum Spánverjum í blóð borið að vera nauta- bani. A.m.k. virðast þessir herramenn ekki líklegir til að leggja þá atvinnu- grein fyrir sig, enda stukku þeir allir upp í næsta staur þegar þessi ungi tarfur fór á bæjarröltið í Segovia á Spáni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.