Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1990, Blaðsíða 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 1990.
Útlönd
DV
Yflrvöld í Júgóslavíu halda í dag
skyndifund til aö ræða hvernig
bregðast skuli við þjóðemisróstun-
um og aðskilnaðarkröfunum í
Króatíu og Slóveníu. Kreppan í
Júgóslavíu, sem er lún alvarlegasta
frá seinni heimsstyrjöldinni, hefur
leítt til þess að menn óttast nú borg-
arastríð eða jafnvel upplausn sam-
bandsríkisins.
Borisav Jovic, forseti Júgóslavíu,
flýtti sér heim frá þingi Sameinuöu
þjóðanna i gær. Hefur hann boðaö
skyndifúnd stjómarinnar í dag.
Þúsundir Serba í Króatíu, næst- Frá mótmælum Serba.
Stærsta lýðveldinu í JÚgÓSlavíU, Stmamynd Reuter
hafa undanfama íjóra daga mótmælt því aö sérstök lögregia Króata hafi
tekiö vopn af varamðnnum i lögregluliði á svæðum þar sem Serbar eru
i meirihluta. Kvörtuðu Serbamir undan hörku lögreglunnar þegar hún
leitaöi á heimilum þeirra að vopnum sem tekin höföu verið af lögregiu-
stöðvunum áður en sérsveit lögreglunnar kom.
Um þrjú þúsund mótmælendur sööiuðust saman fyrir framan þing-
húsið í Belgrad í gærkvöldi og kröföust þess að stjómin vemdaöi Serba
eða segöi af sér. Forsætisráð Serbíu, stærsta lýöveldis Júgóslavíu, bar
fram svipaöar kröfur.
Grænfriðungar vilja til Novaja Semlja
Grænfriðungar hafa hótað sovéskum yfirvöldum því að senda hóp
manna til Novaja Seralja innan nokkurra daga. Skip Grænfriðunga held-
ur frá Arkhangelsk í dag í áttina að Novaja Semlja þar sem fara fram
tilraunir meö kjamorkuvopn.
Hafa Grænfriðungar fengið leyfi tíl að sigla í sovéskri landhelgi en þeim
hefur verið bannað að ganga í land á Novaja Semlja til að gera vísindaleg-
ar kannanir.
Sovéskir stjómmálamenn, fréttamenn og kvikmyndatökumenn eru um
borð í skipi Grænfriðunga. Auk þess er þar fulltrúi þjóðarbrots sem var
flutt nauðungarflutningum frá Novaia Semlja á sjötta áratugnum.
MótmæliíÚkraínu
Tugþusundir tóku þátt i útifundum í Ukrainu i Sovétríkjunum i gær.
Kröfóust fundarmenn meiri sjálfstjörnar. Simamynd Reuter
Tugþúsundir Úkrainumanna kröföust í gær meiri sjálfstjórnar frá
yflrvöldum í Moskvu. Dræm þátttaka var hins vegar í alisherjarverkfalli
sem samtök þjóðernissinna og andstæðinga sovéska kommúnistaflokks-
ins höföu hvatt tii.
í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, gengu mótmælendur að þinghúsinu
en innan þess ríkti öngþveiti þegar stjómarandstæöingar hvöttu til af-
sagnar forsetans, Leonid Kravchuk, og forsætisráöherrans, Vitaly Masol.
Róttækir stj ómarandstæðingar, sem eru um einn þriöji þingmanna, þustu
reiðir út þegar meirihluti þingmanna samþykkti ályktun stjómarinnar
um bann við mótmælaðgeröum fyrir framan þinghúsið.
Verða að bíða eftir EB-aðild
Francois Mitterrand Frakklandsforsetí fjáði Franz Vranifzky, kanslara
Austurríkis, það í gær að ekki væri hægt að taka ákvörðun um aðild
Austurríkis að Evrópubandalaginu, EB, fyrr en í fyrsta lagi árið 1993.
Mitterrand sagði við kanslarann að nú þyrftí fyrst og fremst að beina
kröftunum að pólitískri og efnahagslegri einingu.
Austurríkismenn hafa lengi íhugað aðild að Evrópubandalaginu.
Bond og Rambo í Moskvu
Moskvubúar gátu í gær í fyrsta.
sinn séð á hvíta fjaldinu Sean
Connery 1 hlutverki hetjunnar
James Bond. Þeir hafa hins vegar
i nokkrar vikur getað skemmt sér
við aö horfa á Sylvester Stallone í
hlutverki Rambos.
Þrátt fyrir að Sovétmenn hafi
aldrei séð Bond að störfum litu
milljónir þeirra á hann sem óvin á
dögum kalda stríðsins. Bond eða
007 tilheyrði áróðri vestursins í
þeirra augum. Nú hafa þeir tæki-
færi til að dæma sjálfir.
Sean Connery í hlutverki James
Bond.
Yflrlýsingar frá George Bush og Eduard Sévardnadze:
Möguleikar á víðtækri
afvopnun fyrir árslok
- saihkomulagið gæti náð til kjamorkuvopna
Eduard Sévardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, hefur trú á víðtækri
afvopnun fyrir áramót. Simamynd Reuter
Bæði George Bush Bandaríkjafor-
seti og Eduard Sévardnadze, utanrík-
isráðhera Sovétríkjanna, hafa lýst
bjartsýni sinni á að risaveldin nái
samkomulagi um afvopn í Evrópu.
Segja þeir að samkomulagið gæti
bæði náð til hefðbundins herafla og
kjarnorkuvopna.
Þeir Bush og Sévardnadze sögðust
vongóðir um að samkomulag verði í
höfn fyrir leiðtogafundinn í París nú
í nóvember. Bush sagöi hins vegar
að stórveldin ættu lengra í land meö
að ná samkomulagi um samdrátt í
langdrægum vopnabúnaði. Slíkt
samkomulag gæti vart orðið að veru-
leika fyrr en á næsta ári. Sévardnad-
ze taldi þó að stórveldin gætu einnig
náö samkomulagi á því sviði fyrir
áramót.
Sévardnadze sagöi að það væri
raunhæft að gera ráð fyrir sam-
komulagi um hefðbundinn herafla á
næstu dögum á ráðstefnu Nato og
Varsjárbandalagsins um afvopnun í
Vínarborg. í ræöu, sem ráöherrann
flutti á fundi utanríkisráðherra Evr-
ópu síöar í gær, sagði að hann að
tafir á samkomulagi um afvopnun
hefðu valdið vonbrigðun. „Nú er
búið á ákveða áætlun fyrir lestina
og hún leggur af stað á réttum tíma,“
sagði Sévardnadze og greip til lík-
ingamáls.
Sévardnadze sagðist einnig hafa
það á tilfinningunni að árangur
næðist í samningum um langdræg
vopn í þessari ferð hans til Banda-
ríkjanna og hann yrði þar aftur í
nóvember og þá yrði samningavið-
ræðum fram haldiö. Hann spáði því
að Bush gæti komið til Moskvu í
desember og undirritað samkomulag
í þessa veru.
Bush svaraði þessari hugmynd
þegar í stað þannig að hann heföi
ekki trú á að samningur um lang-
dræg vopn yröi undirritaður á þessu
ári en taldi góðar líkur á að hann
gæti hitt Mikhail Gorbatsjov á leið-
togafundi snemma á næsta ári og þá
gæti samkomulag um langdrægu
vopnin allt eins verið tilbúiö.
Taliö er að ef samkomulag næst
endanlega um fækkun í hefðbundn-
um herafla muni það leiða til þess
að stór hluti sovéska hersins hverfi
heim en hann er mun fjölmennari
en herir Nato í Evrópu. Lengi er
búið að ræða þessa hlið afvopnunar-
mála en árangur hefur ekki náðst
fyrr en ljóst varð að þýsku ríkin yrðu
sameinuð.
Sovétmenn hafa þegar haflð heim-
flutning á herliði sínu frá ýmsum
ríkjum Austur-Evrópu. Herir þeirra
í Austur-Þýskalandi verða á braut
innan skamms og í Ungverjalandi og
Tékkóslóvakíu hefur heimflutningur
þegar verið ák.veðinn.
Reuter
Síðasti dagur tveggja þýskra ríkja:
Ekki sameining heldur yfirtaka
- hlutur Austur-Þjóðverja þykir rýr eftir sameininguna
Það er ekki annað að sjá en allt leiki í lyndi hjá leiðtogum þýsku rikjanna
tveggja síðustu klukkutímana sem þau verða til sitt í hvoru lagi. Hér eru
Helmut Kohl og Lothar de Maiziere við sameiningu stjórnarflokkanna i gær.
Símamynd Reuter
í Þýskalandi gerast þær raddir
háværari aö þýsku ríkin sameinist
ekki á morgun heldur gleypi þá Vest-
ur-Þýskaland austurhéruðin með
manni og mús. Það er leitun að atrið-
um þar sem hægt er að segja að
Austur-Þjóðveijar haldi sínum hlut
á meðan Vestur-Þjóðverjar yfirtaka
allar stofnanir og hafa þegar gleypt
dijúgan hluta af flokkakerfinu.
I gær voru stjórnarflokkamir í
Austur- og Vestur-Þýskalandi sam-
einaðir á þann veg að kristilegir
demókratar í Vestur-Þýskalandi,
með Helmut Kohl kanslara í farar-
broddi, hafa þar öll völd ef frá er tal-
ið að Lothar de Maiziere, forsætis-
ráðherra Austur-Þýskalands, fær að
vera varaformaður.
Austur-Þjóðveijar fá að halda
nafnskírteinum sínum fram til árs-
ins 1995 ef þeir vilja og hætt verður
aö gefa út sérstök vegabréf fyrir íbúa
Vestur-Berlinar. Með tíð og tíma
veröa allir íbúar landsins komnir
með vestur-þýsk nafnskírteini.
Umferöarreglurnar verða vestur-
þýskar þótt Austur-Þjóðverjar fái aö
halda sínum fram til áramóta og æfa
sig 1 að aka eins og Vestur-Þjóðveij-
ar. Bílstjórar úr austrinu verða að-
koma með bíla sína til sérstakrar
skoðunar. Margir eiga von á aö þá
úreldist stór hluti af bílaflota þeirra
því að hann stenst ekki vestur-
þýskar kröfur. Bílarnir mega hafa
austur-þýsk númer fyrst um sinn en
síðan hverfa þau líka.
Frímerki Austur-Þjóðverja verða
líka látin hverfa af markaönum og
öfl póstþjónusta verður skipulögð af
Vestur-Þjóðveijum. Þannig má nán-
ast endalaust halda áfram aö telja
upp stór og smá atriði þar sem Aust-
ur-Þjóðverjar verða að fóma sínu og
taka upp það sem Vestur-Þjóðverjar
hafa búiö við árum saman.
Margir eiga von á aö með tíð og
tíma valdi þetta óánægju í austrinu.
Landið hafi í raun verið frjálst og
fullvalda í 40 ár en hætti nú að vera
til og verði eins konar hjálenda frá,
Vestur-Þýskalandi. Óttast menn að
þetta muni valda óánægju þegar frá
líður og sameiningarvíman rennur
af mönnum.
Reuter