Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1990, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 1990.
Lesendur
13
Fargjöld til útlanda
Sveinn Torfi Sveinsson skrifar:
Ég rakst á auglýsingu í New York
Times nýlega frá flugfélagi því sem
hefur einokun á samgöngum við
Bandaríkin og Lúxemborg. - í aug-
lýsingunni er boðinn 6/30 daga miði
ásamt ókeypis bíl í eina viku í Lúx-
emborg á 564 dollara, sem á venju-
legu gengi er jafnvirði 32.922 ísl. kr.
- Tekið er sérstaklega fram að mið-
ann þurfi ekki að kaupa fyrirfram.
Rétt er að benda á að fargjaldið
gildir fyrir hvort sem er svarta menn
eða hvíta, þótt það sé ekki tekið fram.
- Hinn almenni Jón þarf hins vegar
að greiða fyrir farmiða frá Reykjavík
til Lúxemborgar, sem er um 60%
styttri ferð en New York-maðurinn
fær fyrir sína peninga, kr. 40.380 að
viðbættum sérstökum flugvallar-
skatti!
Mikið hefur verið ruglað í þessu
landi um kynþáttamisrétti og alhr
tahð það helga skyldu að svertingjar
megi éta hver annan í Suður-Afríku
eins og annars staðar þar í álfu.
íslenska flugfélagið beitir hér hins
vegar sérstöku misrétti gegn íslend-
ingum og blöð almennt steinþegja
um mismununina. - Kannski vegna
þess að flugrekstraraðilinn er stærsti
auglýsandi á landinu og er frekar
greiðvikinn á afslátt á flugmiða fyir
blaðamenn?
T h e
next
timeyoutlyto Europe,
dont settle tor just any low
fare: Treat yourselt to turope's
0RIGINAL low-tare airiine, lcelandair.
Fly in a new Boeina 757-200 to our new'
lceland hub, where you'll be welcomed
with some of the easiest single-ter-
minal connec- tions anywhere as
well as some of the finest duty-
free shopping. (Vbu can even opt
for a stopover or a
full-fledged vaca-
tion in lceland thars
as adventurous as It
is affordable.) En
route, choose our
comfortable Econ-
omy Class or luxuri- ous Saga Business
Class And in Eu-
tage of a conges-
Luxembourg, the
ern Europe, plus
service from Lux-
ected cities in West
rope, take advan-
tion-free arrival in
very heart of West-
free motorcoach
embourg to sel-
Germany and spe-
cial reduced train fares from Luxem-
bourg to Paris and Ewteerland. For
reservations, call your travel
agent or lcelandaír at
1-800-
2 2 3 -
5500
279
EACH MMY BASED 0N
R0UND THIP PURCHASE
NY-LUXEMBOURa
9/1/90 THRU 8/30/90
PLUS A FREE HEMHfEL RENTRL
CAR F0R 0NE WEEKIINCLUOES
UNLIMITED MILEAQE AND VATT
FARE FACTS' Eurobartíwn~-#M FTT fare is a 7
óay min/30 day max stay No advance pnrchdSe
required Reservation, ticketing and payment
iimöI U> iA orte trsnsaetion £ub|oot to chanQfl.
Plu5‘$16 tees and taxes Weekend surcharges
apply. Limitod avaiiabikty. Other restrictions may
apply. 'For free car, you must tlyRTon lcetandalr
with companion and share car.
ICELANDAIR
THE ORIGINAL LOW-FARE AIRLINE TO EUROPE.
REVKJMIK • LQKD0K • GLASGOW • PAHIS • FRANKFURT • COPENHAGEH • STOCKHOLM • COTHEKBUftG • 0SL0
Ivitnuð auglýsing i New York Times. - „Islenska flugfélagið beitir sérstöku
misrétti gegn íslendingum", segir bréfritari m.a.
Ógn af völdum upphækkaðra jeppa:
NYKOMIÐ
Kjólar, þýskír og enskír.
Peysur, míkið úrval.
Pils, eínlít og rósótt.
Jakkar, margír lítír.
Elísubúdin,
Skipholti 5, s. 26250.
c
LANDSVIRKJ UN
Útboð
Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í fram-
leiðslu og afhendingu á einangrum fyrir háspennulín-
ur samkvæmt útboðsgögnum BLL-15, „Transmissi-
on Line Insulators".
Aðeins ágiskun
Breyttur jeppi í ökuferð í Bandaríkjunum. - „Höfundi er ókunnugt um hvort
hann hafi verið fullkomnlega löglegur en hann var greinilega látinn afskipta-
laus af lögreglu," segir í texta sem fylgir frá bréfritara.
Snorri Ingimarsson skrifar: '
Oft vill brenna við að blaðamenn
leggi allt kapp á að afla æsifrétta og
framsetning þeirra miðuð við að
valda fjaðrafoki meðal lesenda frem-
ur en leiða sannleikann í ljós. í blaða-
greinum merktum ÓTT, sem birtust
á blaðsíðu 2 í DV þann 19. sept. sl.,
gerir blaðamaður sig sekan um ótrú-
lega óvönduð vinnubrögð og greini-
legt að ætlun hans hefur verið að
fjalla á neikvæðan hátt um jeppa-
breytingar og Bifreiðaskoðun ís-
lands.
Neikvæð umfjöllun um jeppabreyt-
ingar hefur jafnan einkennst af for-
dómafullri afstöðu þar sem vanþekk-
ing skín í gegn. í greinunum koma
fram órökstuddar fullyrðingar beint
frá blaðamanni og vitnað er í menn
sem greinilega, ef rétt er eftir þeim
haft, hafa ekki nærri næga þekkingu
til að fjalla um þessi mál. Nefni ég
nokkur atriði þessu til sönnunar.
í fyrirsögninni segir: „Hámarks-
stærð ekki miðuð við stuðara heldur
ljóskastara". Þetta er ekki rétt. Hám-
arksstærð breyttra bíla er ekki mið-
uð við ljóskastara og ekki heldur
aðalljós. Hins vegar er hæð aðalljósa
takmörkuð en heimilt er að færa ljós
niður ef hækkun veldur því að hæð
þeirra fer yfir leyfileg mörk. Mesta
leyfilega hækkun er 25 sentímetrar
auk hækkunar vegna hjólastærðar
og ákveðin efri hæðarmörk eru á
hjólbörðum fyrir hverja bíltegund
fyrir sig.
í greininni er sagt með beinum orð-
um að stuðarar séu í glæfralegri
hæð. Það er ályktun blaðamanns og
ekki rökstudd á neinn hátt, enda er-
fitt. Rangt er aö stuðarinn sé sterk-
byggðasti hluti jeppa, almennt er það
grindin og oftast er hún talsvert neð-
ar en stuðarinn. ÓTT bendir á máh
sínu til stuðnings annað slys af völd-
um ölvaðs ökumanns þar sem breytt-
ur jeppi ýtti bíl 45 metra á undan
sér. Þetta er furðulegur og ósmekk-
legur málflutningur. Sami jeppi,
óbreyttur og ekiö af sama ölvaða
ökumanninum, hefði að sjálfsögðu
valdið sama slysi. Hér er mikilvægt
að blaðamaður geri sér grein fyrir
því að orsök slyssins hggur ekki í
breytingum á bílnum heldur hegðun
ökumannsins.
Gefið er í skyn að jeppabreytingar
og hækkanir séu eingöngu fram-
kvæmdar af áhugamönnum. Það er
alrangt, þessi tækni er sífellt meira
notuð í atvinnuskyni af brýnni nauð-
syn. Upphækkaðir jeppar eru ekki
bannaðir í Svíþjóð eins og fullyrt er
í greininni. Bifreiöaskoðunarmaður-
inn reifar sína persónulegu skoðun
og telur fram þau rök að það liggi
við að lyftu þurfi til að komast upp
í þá. Veik eru þau rök. Furðulegt er
að blaðamaður skuli tala við yflr-
mann yfir skoðun en ekki yfirverk-
fræðing tæknideildar. Hann hefði
vafalaust leiðrétt mikið af villum og
beinum ósannindum sem koma fram
1 greininni.
Ef til vill finnst einhverjum háir
jeppar á stórum hjólum ógnvekjandi.
En hvað með t.d. vöruflutningabíla
og strætisvagna? Á að leggjast gegn
notkun þeirra vegna ógnvekjandi
stærðar?
Hvað meinar blaðamaður með því
að blanda Bifreiðaskoðun inn í slys
af völdum ölvunaraksturs? Hægt er
að gagnrýna Bifreiðaskoðun fyrir
margt, t.d. hefur nú komið í ljós að
gjaldskrá hefur hækkað langt um-
fram verðlag þrátt fyrir fullyrðingar
yfirmanna þess fyrirtækis um ann-
að. En hér er vegiö að Bifreiðaskoðun
á ómaklegan og ósmekklegan hátt
með dylgjum um að slysið sé að ein-
hverju leyti af þeirra völdum. Eða
er þetta kannski ný stefna hjá DV
að tilgreina í hvert skipti eftir að öl-
vaður ökumaður veldur slysi hvort
ökutækið hafi komist í gegnum skoð-
un hjá Bifreiðaskoðun íslands?
Hefði blaðamaður reynt að bera sig
eftir staðreyndum málsins hefði
fréttin fjallað um þaö að ekkert sam-
band væri milli þess að ölvaður öku-
maður ylli slysum og jeppabreytinga.
Ekkert hefði komið fram sem sann-
aði að slys hefði orðið meira eða
minna ef óbreyttir bílar hefðu átt í
hlut. í þekkingarleit sinni hefði
blaðamaður komist að ótal mörgu
jákvæðu sem fylgir jeppabreyting-
um. fyrir utan þjóðhagslega nauðsyn
í okkar harðbýla landi má nefna þá
staðreynd að tækifæri ungra manna
til að fást við vélar og bíla forðar
vafalaust mörgum frá iðjuleysi og
óreglu. En hefði slík frétt verið birt?
Útboðsgögn verða afhent frá og með þriðjudeginum
2. október 1990 á skrifstofu Landsvirkjunar að Háa-
leitisbraut 68, Reykjavík, gegn óafturkræfu gjaldi að
upphæð kr. 2.000,-.
Helstu magntölur eru:
390 stk. U120 BS einangrar
5300 stk. U160 BS einangrar
2900 stk. U210 BS einangrar
Afhendingardagur efnis er 1. apríl 1991.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háa-
leitisbraut 68, 103 Reykjavík, fyrir kl. 12.00 þriðju-
daginn 6. nóvember 1990 en þau verða opnuð þar
sama dag kl. 13.30 að viðstöddum þeim bjóðendum
sem þess óska.
Reykjavík, 26. september 1990
c
LANDSVIRKJIIN
Blönduvirkjun
Útboð
Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í rafbúnað í stíflu-
húsum við Blönduvirkjun, samkvæmt útboðsgögn-
um 9538.
Verkið felur í sér hönnun, smíði, útvegun, uppsetn-
ingu, prófun og gangsetningu á rafbúnaði í og við
stífluhús.
Helstu verkþættir eru: 11 kV rofabúnaður, 11/0,4
og 11 /0,14 kV spennar, vararafstöð, 400 V rofabún-
aður, 110 V og 24 V jafnspennubúnaður, brunavið-
vörunarkerfi, slökkvikerfi, Ijós, ofnar og strenglagnir.
Skila skal rafbúnaðinum fullfrágengnum. Verkinu
skal lokið að fullu seinni hluta næsta árs.
Útboðsgögn, sem eru á ensku, verða afhent á skrif-
stofu Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68, Reykjavík,
frá og með mánudeginum 1. október 1990 gegn
óafturkræfu gjaldi að upphæð 3000 krónur hvert
eintak.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar í
Reykjavík fyrir kl. 12.00 fimmtudaginn 15. nóvember
1990 en þau verða opnuð þar sama dag kl. 14.00
að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Reykjavík, 29. september 1990
Landsvirkjun