Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1990, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 1990.
25
Lúövtk Geirsson, formaðor Blaðamannafélags íslands, nællr siHormerk-
Inu í Hall. DV-mynd Hanna
Hallur Sím heiðradur
Á haustfagnaði Blaðamannafé- 40 ára farsælt starf. Hallur, sem
lags íslands var Hallur Símonarson staiíar á DV, er einn af elstu starf-
sæmdur silfurmerki félagsins fyrir andi meðlimum félagsins.
Helgi Pétursson, Aðalstöðinni, og Bolli Héðinsson efnahagsráðgjafi messa
yfir samkomunni. í bakgrunni má þekkja Jónas Haraldsson, fréttastjóra
DV, Birnu Pálsdóttur, eiginkonu Helga P., Aðalstein Ingólfsson listfræðing
og Jón Birgi Pétursson, fréttastjóra Alþýðublaðsins.
DB fimmtán ára
Kynjakettir
8. september sl. voru liðin 15 ár frá
því að Dagblaðið hóf að koma út. í
tilefni þess komu fyrrum starfsmenn
þess saman á Hótel íslandi um helg-
ina og minntust gömlu, góðu dag-
anna. Fjöldi blaðamanna starfaði á
DB um lengri eða skemmri tíma og
var margs að minnast.
Fyrsta kattasýningin á Islandi var
haldin um helgina í Gerðubergi. Það
var félagið Kynjakettir, kattaræktar-
félag íslands sem gekkst fyrir sýn-
ingunni en þar var 51 köttur til sýn-
is. Markmið félagsins, sem er nýlega
stofnað, er að kynna kattaræktun
með fundum félagsmanna, kattasýn-
ingum, útgáfu fréttabréfs o.fl. Fjöldi
fólks sótti sýninguna og dáðist að
þeim vel tilhöfðu kynjaköttum sem
þar spókuðu sig í umsjá eigendanna.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Richard
Chamberlain
var einu sinni fræg sjónvarps-
stjarna og einna helst fyrir túlk-
un sína á doktor Kildare en þætt-
ir um þann hvítklædda skurð-
stofusjarmör voru um árabil
sýndir í íslenska sjónvarpinu.
Chamberlain hefur síðan látið
fara lítið fyrir sér og hefur ekki
fylgst mjög mikið með í kvik-
myndaheiminum. Á blaða-
mannafundi, sem haldinn var í
tengslum við kvikmyndahátíðina
í Deauville í Frakklandi, var
hann spurður hvaða leikstjóra
hann vildi helst fá að vinna með.
Chamberlain svaraði að helst
vildi hann fá að vinna undir
stjórn Francois Truffaut hins
franska. Þetta varð mjög vand-
ræðalegt því rúm sex ár eru hðin
frá dauða Truffaut svo leiðir
þeirra liggja ekki saman fyrr en
í hinu eilífa kvikmyndaveri á
himnum.
Clint Eastwood
hefur hlotið mikið lof fyrir kvik-
mynd sína White Hunter Black
Heart þar sem hann leikur htt
dulbúið hlutverk John Hustons
heitins. Cliff skammaði kollega
sinn, Spike Lee, opinberlega á
dögunum fyrir hvatvíslega gagn-
rýni hins síðarnefnda á kvik-
mynd Clints um jasströlhð
Charlie Parker. Eastwood sagði
það ómerkilega aðferð til að aug-
lýsa eigin verk að ráðast á afrek
annarra. Hann taldi að Spike Lee
ætti frekar að láta verkin tala en
að upphefja sig á kostnaö ann-
arra.
Kim Basinger
stóð fyrrum í eldheitu ástarsam-
bandi við poppgoðið Prince og
gekk ekki hnífurinn á milli þeirra
skötuhjúa. Það er liðin tíð og
segja Ular tungur að Basinger
hafl aðeins verið að nota sér sam-
bönd Prince innan hljómplötu-
iðnaðarins og kynnast þeim
bransa innan frá en hún er nú
að taka upp fyrstu plötu sína.
Sögur herma að söngkunnátta
Basingers hafl komið kunnáttu-
mönnum í faginu í opna skjöldu.
Þess má geta að hún er orðuð við
leikaranna Alex Baldwin og full-
yrt að ekki komist gaffah á milh
þeirra.
Ásgeir Tómasson á Aöalstöðinni, Hilmar Karlsson, DV, og Atli Rúnar Hall-
dórsson, RÚV, ritja upp dvölina í Síðumúlanum. DV-myndir Hanna
Þórður Þórisson, formaður Kynjakatta, með Pjakk, sem er perskneskt fress,
fætt 12. febrúar 1989, af erlendu bergi brotinn. DV-mynd Hanna