Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1990, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 1990. Afmæli Halldór Kristjánsson Halldór Kristjánsson, Leifsgötu 6, Reykjavík er áttræöur í dag. Halldór erfæddur á Kirkjubóli í Bjarnadal í Önundarfirði og ólst þar upp. Starf Hann var viö nám í Héraðsskólan- um í Núpi í Dýrafirði 1928-1930 og var við búskap á Kirkjubóli til 1973. Halldór var blaðamaður á Tímanum í Rvík 1946-1951 en þó alltaf heima á Kirkjubóli. Hann var í sýslunefnd 1938-1946 og í stjórnarskrárnefnd 1945-1951. Halldór var formaður skólanefndar Mosvallaskólahverfis 1958-1966 og í úthlutunarnefnd lista- mannalauna 1961-1979. Hann var formaður Héraðssambands ung- mennafélaga í Vestur-ísafjarðar- sýslu 1938-1945 og formaður Fram- sóknarfélaga V-ísaljarðarsýslu nokkur ár til 1974. Halldór var í miðstjórn Framsóknarflokksins 1956-1980 og varaþingmaður Vest- fjarðarkjördæmis 1959-1976. Hann sat á þingi mars-apríl 1964, nóvem- ber og desember 1971, mars-apríl ognóv.-desember 1972, mars-apríl 1973 og febrúar-mars og mars-maí 1974. Hann var yfirskoðunarmaður ríkisreikninga 1971-1978 og hefur verið í Hrafnseyrarnefnd frá 1973. Hall- dór var starfsmaður Alþingis 1974- 1989. Hann var erindreki Ungmenna- félags íslands 1938-1940 og erindreki Góðtemplarareglunnar 1952 og oft- ar. Halldór var æðstitemplar stúk- unnar Einingarinnar nr. 14,1949- 1950 og þingtemplar Reykjavíkur lengst af frá 1975. Hann hefur veriö ritari Umdæmisstúkunnar nr. 1 frá 1977 og var stórritari Stórstúku ís- lands 1978-1980. Halldór hefur samið: Sigtryggur Guðlaugsson á Núpi; ævisaga 1964; Halldórskver, sálmar og ljóð, 1980 og í Dvalarheimi, úrval úr ritgerð- um, 1990. Hann hefur samið fjölda greina í blöð, ort ljóð og flutt mörg útvarpserindi. Halldór þýddi: Sven Hedin: Nordenskjöld, 1947; Jo Ten- fjord: Vinir um veröld alla, lesin í útvarpi árið 1952 og Hans Olav Fekj- ær: Áfengi þitt eigið val', 1989. Hall- dór var meðritstjóri: Dagskrár, 2. árg. 1947; ísflrðings, 11. árg. ísaf. 1961-1983; ritstjóri Tímans, sunnu- dagsblað 12.-13. árg. 1973-1974 (nóv.-mars) og meðritstjóri Regins frá 1978. Fjölskylda Halldór kvæntist 17. júní 1941 Re- bekku Eiríksdóttur, f. 10. ágúst 1912. Foreldrar Rebekku voru: Eiríkur Sigurðsson, b. á Sandhaugum í Bárðardal og kona hans Guðrún Jónsdóttir. Fósturbörn Halldórs og Rebekku eru: Ósk Elín Jóhannes- dóttir, f. 21. febrúar 1941 gift Ólafi Sverrissyni, verkamanni í Rvík; Sigríður Eyrún Guðjónsdóttir, f. 20. maí 1948 gift Sævari Sigurðssyni, vélamanni og minnkaveiðimanni í Grindavík og Sævar Björn Gunn- arsson, f. 15. febrúar 1948, múrari í Rvík. Systkini Halldórs eru: Ólafur Þórður, f. 26. ágúst 1903 d. 1981, skólástjóri í Hafnarfirði, kvæntur Ragnhildi Gisladóttur; Guðmundur Ingi, f. 15. janúar 1907 skáld á Kirkjubóli, kvæntur Þuríði Gísla- dóttur frá Mýrum og Jóhanna, f. 7. maí 1908 fyrrv. húsfreyja á Kirkju- bóh. Ætt Foreldrar Halldórs voru: Kristján Guðmundsson, f. 1. febrúar 1869, d. 31. október 1920 b. á Kirkjubóli og kona hans Bessabe Halldórsdóttir, 4. desember 1877, d. 26. júní 1962. Föðursystir Halldórs var Guðrún, ammaKristínarÁ. Ólafsdóttur borgarfulltrúa, Gests arkitekts og Valdimars, yfirflugumferðarstjóra Ólafssonar. Kristján var sonur Guð- mundar b. á Kirkjubóli Pálssonar, bróður Hákonar, langafa Sigurjóns Péturssonar borgarfulltrúa. Systir Guðmundar var Solveig, amma Gils Guðmundssonarrithöfundar. Móð- ir Guðmundar var Kristín Hákonar- dóttir b. á Grafargili Hákonarsonar, bróður Brynjólfs, tvo vegu langafa Guðnýjar, móður Guðmundar G. Hagalíns, rithöfundar. Brynjólfur var einnig langafi Gísla, fóður Guð- mundar G. Hagalíns. Móðursystir Halldórs var Frið- Halldór Kristjánsson. rikka, amma Einars Odds Kristjáns- sonar, formanns VSÍ. Bessabe var dóttir Halldórs, b. á Hóli í Önundar- firði, bróður Ragnheiðar, langömmu Elsu Guðjohnsen safn- varðar, Gunnars Ásgeirssonar for- stjóra og Ragnars læknis, Haraldar verkfræðings og Önundar forstjóra Ásgeirssona. Halldór var sonur Halldórs, b. á Grafargili, Eiríksson- ar, prests á Stað í Súgandafirði, Vig- fússonar, fóður Elínar, langömmu Ólafs, fóður Gests og Valdimars Ól- afssona. Halldór tekur á móti gest- um í Templarahöllinni Eiríksgötu 5 eftir kl. 17 á afmælisdaginn. Sigurbjörn Magnússon hárskeri, Borgarási 10, Garðabæ, er áttræöur ídag. Sigurbjöm fæddist í Borgarnesi og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann starfaði við bifreiðaakstur sem ungur maður auk þess sem hann spilaði fyrir dansi í Borgar- nesi á píanó, orgel og fiðlu. Fjölskylda Sigurbjörn kvæntist 18.5.1933, GunnþórunniEgilsdóttur, f. 10.6. 1911, húsmóður, en hún er dóttir Egils Guðmundssonar, sjómanns frá Hellu í Hafnarfirði, og konu hans, Þórunnar Einarsdóttur. Sigurbjörn og Gunnþórunn bjugg- u í Hafnarflrði til ársins 1955 en fluttu þá í Garðabæ þar sem þau hafa búið síðan. Rak Sigurbjörn lengst af eigin rakarastofu í Hafnar- firði. Sigurbjöm og Gunnþórunn eiga tvö börn. Dóttir þeirra er Sigríður Laufey Sigurbjörnsdóttir, f. 28.8. 1934, tollfulltrúi, búsett í Garðabæ, gift Geir Magnússyni vélstjóra og eiga"þau fimm börn. Sonur Sigur- bjöms og Gunnþórunnar er Örlygur Sigurbjörnsson, f. 29.6.1945, prent- ari, búsettur í Garðabæ, kvæntur Lilju Óskarsdóttur húsmóður og eigafimmbörn. Sigurbjörn átti eina systur sem lést í frumbernsku, Sigríði Laufey, f.26.9.1914, d. 9.5.1915. Foreldra Sigurbjörns voru Magn- ús Þorbjarnarson, f. 4.10.1873, d. 5.5.1942, söðlasmiðurogskókaup- maður í Borgarnesi, og kona hans, Ingibjörg Einarsdóttir, f. 8.6.1878, d. 20.2.1953, húsmóðir. Ætt og frændgarður Bróðir Magnúsar var Gísli, faðir Óskars ljósmyndara og Sigrúnar, móður Ævars Kvaran. Annar sonur Gísla var, Alfreð bæjarfógeti og al- þingismaður í Keflavík, faðir Gísla þjóðleikhússtjóra. Magnús var son- ur Þorbjarnar Gíslasonar, b. á Eini- felli, og konu hans, Sigríðar Þor- steinsdóttur. Ingibjörg var dóttir Einars, járn- smiðs í Borgarnesi, Bergþórssonar, b. á Kolbeinsstöðum, Einarsson, b. á Snældubeinsstöðum, Bergþórs- sonar, b. á Snældubeinsstöðum, Pálssonar, b. í Deildartungu, Sig- urðssonar. Móðir Einars á Snældu- beinsstöðum var Helga Einarsdótt- ir, systir Halldóru, móður Péturs Björnssonar, prests á Tjörn, afa Pét- urs biskups, Jóns dómstjóra og Brynjólfs Fjölnismanns Péturssona. Sigurbjörn Magnússon. Móðir Bergþórs á Kolbeinsstöðum var Guðríður Helgadóttir, b. á Kára- stöðum í Borgarhreppi, Guðmunds- sonar, og konu hans, Valgerðar Sveinsdóttur. Móðir Einars járn- smiðs var Halldóra Sigurðardóttir, b. á Hplsum, Gíslasonar, og konu hans, Kristínar Gamahelsdóttur. Móðir Ingibjargar var Guðrún Árnadóttur, b. í Hvammi í Hvítár- síðu, Einarssonar, og konu hans, Ingibjargar Ólafsdóttur. Sigurbjörn tekur á móti gestum að heimili sínu á afmælisdaginn. Gunnar Þórðarson, Skólavegi 64, Fáskrúösfirði. Ingibjörg Hrólfsdóttir, Lýtingsstöðum, Lýtingsstaða- hreppi. 75ára Albert Þorvaldsson, Holtagötu 12, Akureyri. Ólöf Bjarnadóttir, Selalæk, Rangárvahahreppi. Guðrún Eiríksdóttir, Villinganesi, Lýtingsstaðahreppi. 60ára Markús Kristinsson, Miðvangi 108, Hafnarfirði. Bára Sigurðardóttir, Furulundi 6, Garðabæ. Jóhann Jón Jónsson, Grundarbraut 32, Ólafsvík. Guðmundur Eiríksson, Keilufehi4, Reykjavík. 50 ára Hanney Árnadóttir, Ásvegi 11, Dalvík. Hjördís Hjörleifsdóttir, Stafnaseli 4, Reykjavík. Stefán Leifsson, Austurhlíð, Skútustaðahreppi. Guðrún J. Guðlaugsdóttir, Grænukinn 6, Hafnarfirði. 40ara Helga Agnars Jónsdóttir, Svarthömrum 6, Reykjavík, Heba K. Hallsdóttir, Ejörugranda 4, Reykjavík. Þórlaug Arnsteinsdóttir, Norðurvegi 9, Hrísey. Hafdís Hákonardóttir, Jaðarshraut 13, Akranesi. Ásta Andrésdóttir, Skipholti 60, Reykjavík. Jón Haukur Guðlaugsson, Ystaseh 3, Reykjavík. Sveinn Austmann, Barmahhð 41, Reykjavík. Edda Helga Agnarsdóttir, Barónsstíg 24, Reykjavík. Jón Erlingur Jakobsson, Þrúðvangi 31N, Hehu. Stefán Benediktsson, Hiíðarvegi35, Siglufirði. Sigurður Jóhannsson, Grenimel 9, Reykjavík. Gunnhildur Sigurðardóttir, Grashaga 18, Selfossi. Sveínn L. Austmann Sveinn L. Austmann, Barmahlíð 41, Reykjavík, er fertugur í dag. Sveinn starfar hjá Hreinsunar- deild Reykjavíkurborgar. Hann tekur á móti gestum að heimili frænku sinnar að Mosabarði 6, Hafnarfirði, efri hæð, eftir klukk- an 20.00 íkvöld. Þór Gunnarsson Þór Gunnarsson sparisjóösstjóri, Lindarhvammi 8, Hafnarfirði, er fimmtugurídag. Starfsferill Þór fæddist í Reykjavík en ólst upp í vesturbænum í Hafnarfiröi. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Flensborg í Hafnarfirði 1957 og prófi frá Loft- skeytaskólanum 1961. Þór hefur starfað hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar frá 1961 og er þar sparisjóðsstjóri frá 1980. Þór var gjaldkeri Hafnarfjarðar- kirkju í ellefu ár. Frásextán ára aldri hefur hann verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins. Hann var for- maður Stefnis, félags ungra sjálf- stæðismanna í Hafnarfirði, og hefur verið formaður fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Hafnarfirði. Þór var á tímabili fyrsti starfsmaöur Sambands íslenskra sparisjóða og er nú formaður stjórnar Trygging- arsjóðs sparisjóða. Þór kvæntist 15.10.1966, Ásdísi Valdimarsdóttur, f. 12.5.1942 en hún er dóttir Valdimars Guðmundsson- ar, trésmiðs frá Hólmavík, og Ey- bjargar Áskelsdóttur. Börn Þórs og Ásdísar eru Anna Margrét Þórsdóttir, f. 9.4.1966, við- skiptafræðingur en sambýlismaður hennar er Óli Gauti Hilmarsson; Þórdís Þórsdóttir, f. 29.3.1967, kerf- isfræðingur en sambýlismaður hennar er Dagur Hilmarsson, og Davíð Arnar Þórsson, f. 1.6.1971, nemi við VÍ. Bræður Þórs eru Siguijón Gunn- arsson, f. 11.2.1944, matsveinn í Hafnarfirði, og Ludwig Heinrich Gunnarsson, f. 10.9.1945, trésmiður á Höfn í Hornafirði. Foreldrar Þórs voru Gunnar Halldór Siguijónsson, f. 29.11.1909, d. 23.2.1985, loftskeytamaður og list- málari í Hafnarfirði, og kona hans, Gertrud Sigurjónsson Abelmann, f. 20.10.1917, húsmóðir. Ætt og frændgarður Gunnar Halldór var sonur Sigur- jóns, fiskmatsmanns og verkstjóra og síðar bhstjóra í Hafnarfiröi, Gunnarssonar, sjómanns og fisk- matsmanns í Hafnarfirði, frá Ölv- alsholti í Flóa, Gunnarssonar. Móð- ir Sigurjóns var Margrét Sigurðar- dóttir. Móðir Gunnars Halldórs var Jón- fríður Halldórsdóttir, b. í Grundum, Ólafssonar, b. í Hænuvík, Halldórs- sonar. Móðir Halldórs á Grundum var Guðbjörg Brandsdóttir frá Hlíð í Þorskafirði. Móðir Jónfríðar var Halldóra Mikalína Hahdórsdóttir, skipherra í Stykkishólmi og víðar, Kolvig Einarssonar, b. í Kohsvík, ættföður Kollsvíkurættarinnar, Jónssonar. Móðir Halldóru Mikal- ínu var Halldóra Tómasdóttir, b. í Hrauni á Ingjaldssandi, Eiríksson- ar, og konu hans, Þuríðar Pálsdótt- ur, b. í Álfadal, Hákonarsonar, af Mála-Snæbjarnarætt. Gertrud var dóttir Heirich Abel- mann og Katarinu Abelmann, f. Döscher. Þór og Ásdís kona hans taka á móti gestum í félagsheimih Hauka ÞórGunnarsson. við Flatahraun í Hafnarfirði fóstu- daginn 5.10. nk. milli klukkan 17 og 19.00. Bjóða þau aha ættingja, vini og kunningja velkomna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.