Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1990, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1990.
Fréttir
DV
Fjörugur fundur um flárdrátt starfsmanns hjá Framtíðinni:
Dró sér 8 milljónir króna
og vann 3,5 í Lottóinu
- allareigurkonunnarteknartilaðgreiðafélaginutilbaka
Guörún Guðmundsdóttir ritari, Þorbjörg Kristinsdóttir varaformaður og
Guðríður Elíasdóttir, formaður Framtíðarinnar, glugga í skjöl aö loknum
átakafundi um fjárdrátt fyrrum starfsmanns félagsins. DV-mynd GVA
Félagsfundur var hjá Verka-
kvennafélaginu Framtíöinni í Hafn-
arfiröi í gærkvöldi. Þar var eitt mál
til umræðu, fjárdráttur fyrrum
starfsmanns. Eins og komið hefur
fram í DV tók starfsmaður félagsins
rúmar 8 milljónir frá félaginu. Pen-
ingarnir voru teknir af öllum sjóðum
félagsins og auk þess tók starfsmað-
urinn fyrrverandi eina milljón að
láni hjá Kaupþingi. Fyrir láninu veð-
setti hún bamaheimih félagsins að
Höröuvöllum. Á skuldabréfið falsaöi
hún nöfn og þar á meðal nafn Guðríö-
ar Elíasdóttir, formanns Framtíðar-
innar. Guðríður og starfsmaðurinn
eru náskyldar.
„Allt sem til var - þaö var tekið,“
sagði lögmaður félagsins í ræðustól.
Konan hafði, sem framkvæmdastjóri
félagsins, aðgang að öllum íjórum
sjóðum þess. Sjóðirnir eru félags-
sjóður, bamaheimilissjóður, orlofs-
sjóður og sjúkrasjóður. „Hún kann
talsvert fyrir sér í bókhaldi og nýtti
kunnáttu sína til að gera þetta. Þaö
komst ekkert upp fyrr en endurskoð-
andinn rak augun í aö ekki væri allt
með felldu. Þetta er sorglegt," sagði
ein konanna sem er í stjóm félagsins.
Fundurinn var íjörugur og mikið
um framíköll. Stjóm félagsins sat
undir um ámæh fyrir að hafa ekki
kært konuna. Stjórnin sagðist ekki
hafa kært heldur lagt áherslu á að
ná peningunum aftur. Það segist
stjómin hafa gert og aö félagið fari
skaðlaust frá þessu máli. Fundar-
konum var gefmn kostur á að leggja
fram kæru, ef ein þeirra vildi kæra
þá yrði kært. Engin sagöist vilja
kæra meðan á fundinum stóð. Ein
félagskona tilkynnti stjóm félagsins
eftir fundinn að hún ætlaði að kæra
starfsmanninn fyrrverandi.
Til að ná peningunum aftur hefur
Framtíðin nú eignast íbúð konunnar.
BíUinn hefur verið seldur, þá fékk
félagið skuldabréf upp á 800 þúsund
krónur, húsgögn og annað lausafé.
Þar á meðal minkapels sem metinn
er á 300 þúsund krónur.
Starfsmaðurinn hafði unnið hjá
félaginu í tvö ár. Fjárdrátturinn stóð
yfir í á annað ár. Á sama tíma fékk
konan tvisvar stóra vinninga í Lottó-
inu, 2,5 miUjónir og 950 þúsund krón-
ur. Hún er farin tU Danmerkur ásamt
fjölskyldu sinni.
Aðalfundur Framtiðarinnar verð-
ur eftir tvær vikur. Stjórnin ætlar
ekki að segja af sér vegna málsins.
Þær félagskonur, sem eru ósáttar við
gerðir stjórnarinnar, hafa tvær vikur
til að koma með framboð gegn stjórn-
inni. -sme
2. einvígisskákin í New York:
Kasparov vann ef tir
f allega sóknarskák
Garrí Kasparov náði forystu í
heimsmeistaraeinvíginu viö Anatoly
Karpov í nótt með sigri í 2. skákinni
sem var frábærlega vel tefld af hans
hálfu.
Vandaður undirbúningur lagöi
grunninn að sigri Kasparovs sem
þurfti að kljást við eftirlætisafbrigði
Karpovs af spænskum leik sem
Karpov setti traust sitt á í einvígjun-
um gegn Jóhanni í Seattle í fyrra og
Timman í Kuala Lumpur. Þeir tefldu
fyrstu leikina með eldingarhraða og
það var ekki fyrr en í 19. leik sem
Kasparov fór út af troðnum slóðum.
Karpov kunni ekki svar við nýrri
hugmynd hans.
Hvítt: Garrí Kasparov
Svart: Anatoly Karpov
Spænskur leikur
1. e4 e5 2. R£3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6
5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9.
h3 Bb7 10. d4 He8 11. Rbd2 Bf8 12. a4 h6
13. Bc2 exd4 14. cxd4 Rb4 15. Bbl bxa4
Karpov beitir eftirlætisafbrigði
sínu, sem kennt er við aðstoðarmann
hans, Igor Zaitsév, og hefst með 9.
leik. Síöasti leikur er nýr í vopna-
skiptum þeirra félaga en vel þekktur
úr öðrum skákum Karpovs.
16. Hxa4 a5 17. Ha3 Ha6 18. Rh2
Timman var seinheppinn í fyrstu
skákinni við Karpov. Undirbúnings-
vinna hans fyrir einvígið skilaði 18.
Rh4? sem Karpov svaraði með 18. -
Rxe4! 19. Rxe4 Bxe4 20. Bxe4 d5! og
vann. í fimmtu skákinni tefldi Tim-
man betur með 18. Hae3 en Kasparov
hefur annað í huga.
18. g6 19. f3!
Það er með ólíkindum að engum
skyldi hafa komið þessi einfaldi og
rökrétti leikur í hug fyrr. Hvítur
treystir kóngspeðið í sessi, „stingur
upp í“ biskupinn á b7 og losar um
riddara sinn á d2. Jóhann lék 19. Rg4
gegn Karpov enn komst ekkert áleið-
is.
19. - Dd7 20. Rc4 Db5 21. Hc3!
Um leið og a-peð svarts er orðið vel
varið, leitar Kasparov aö nýju skot-
marki. Nú er það bakstætt peð svarts
á c7 sem spjótin beinast að.
21. - Bc8 22. Be3 Kh7 23. Dcl c6?
Ekki 23. - He7? vegna 24. Rxd6! en
23. - Db8 er betra. Leikur Karpovs
býður hættunni heim.
24. Rg4! Rg8
Eftir 24. - Rxg4 25. hxg4 er stutt í
26. Kf2 og 27. Hhl með óbærilegum
þrýstingi á h-peðið.
8 -É. 7 Ii4 k #
6 I ki 5Íf i k k
4 L \ A &
3 32 É* A A
2 A A -
1 a *
ABCDE FGH
Skák
Jón L. Árnason
25. Bxh6!!
Þetta er „alvöru" fórn, byggð á inn-
sæi fremur en nákvæmum útreikn-
ingum og innsæi heimsmeistarans
bregst honum ekki. Ljóst er aö nú
strandar 25. - Rxh6? á 26. Rf6+ og
hrókurinn á e8 fellur en Karpov legg-
ur traust sitt á aðra leið.
25. - Bxh6 26. Rxh6 Rxh6 27. Rxd6 Db6
28. Rxe8 Dxd4+ 29. Khl Dd8
Vörn Karpovs byggist á þessu.
Riddari hvíts á sér ekki undankomu
auðið og svartur fær því tvo létta
menn gegn hróki og peði sem þykja
að öðru jöfnu góð skipti. Takið einn-
ig eftir því að allir menn svarts eru
valdaðir sem er dæmigert fyrir
Karpov. Hins vegar er svarta staðan
óvirk og menn hans eiga enga góða
reiti.
30. Hdl Dxe8 31. Dg5
Hindrar eðlilega liðsskipun svarts
með 31. - Be6, sem að sjálfsögðu yröi
svarað með 32. Hd8 og drottningin
fellur. Svartur er í hvínandi vand-
ræöum. Ef t.d. 31. - Bd7, þá er 32.
Hc5 einn möguleikinn, með hótun-
unum 33. He5 og 33. Hxa5.
31. - Ha7 32. Hd8 De6 33. f4! Ba6 34. £5 De7
Eða 34. - gxf5 35. exf5 Del + 36. Kh2
Dxbl 37. Hh8+ Kxh8 38. Dxh6+ Kg8
39. Hg3 mát.
35. Dd2 De5
Ráðleysislegt, en svartur fær ekki
varist til lengdar.
36. Df2 De7 37. Dd4 Rg8 38. e5 Rd5 39.
fxg6 fxg6 40. Hxc6! Dxd8 41. Dxa7 + Rde7
42. Hxa6 Ddl+ 43. Dgl Dd2 44. Dfl
Og Karpov gafst upp.
Lögregla lagöi hald á tvær póstsendingar:
Tveir handteknir vegna
innf lutnings á hassi
- annarúrskurðaðurísjödagagæsluvarðhald
Tvennt slasaðist þegar bifreið var
ekið i veg fyrir vélhjól í gærkvöldi.
Tvenntslasaðist
Tvennt slasaðist þegar bifreið var
ekið í veg fyrir vélhjól á mótum Álf-
heima og Suðurlandsbrautar á tólfta
tímanum í gærkvöldi. Kona sem sat
fyrir aftan ökumann vélhjólsins slas-
aöist töluvert á handlegg og fæti.
Ökumaðurinn slapp með minni hátt-
ar meiðsl. Engan sakaði í bflnum.
Vélhjólinu var ekiö vestur Suður-
landsbraut en híllinn kom úr hinni
áttinni og var honum beygt til vinstri
að Álfheimum þegar vélhjólið kom á
móti. -ÓTT
Sakadómari í ávana- og fíkniefna-
málum hefur fallist á kröfu lögregl-
unnar á úrskurði um sjö daga gæslu-
varðhald yfir rúmlega þrítugum
manni vegna gruns um innflutning
á töluverðu magni af hassi. Maður-
inn er talinn hafa staðið að því að
senda tvö hundruð grömm af hassi í
pósti tfl landsins frá Hollandi. Annar
maður hefur vegna sama máls játað
á sig innflutning á níutíu grömmum
af hassi. Fíkniefnin, sem hér um
ræðir, tæplega 300 grömm, komu til
landsins í bögglapósti um síðustu
helgi.
Fíkniefnalögreglan handtók annan
mannanna á mánudaginn en hann
var þá grunaður um að hafa verið
að sækja fíkniefni í hús í Reykjavík.
Þegar hann ók í burtu veitti lögregl-
an manninum eftirfór. Hinn grunaði
reyndi að flýja til að koma efninu
undan. Maðurinn náðist og við leit í
bíl hans fundust níutíu grömm af
hassi. Við yflrheyrslur játaði maöur-
inn að hafa flutt hassið inn til lands-
ins frá Hollandi. Honum var sleppt
eftir að játning lá fyrir.
Lögreglan hafði um síðustu helgi
lagt hald á tvö hundruð grömm af
hassi vegna sama máls. Aö sögn
Björns Halldórssonar, yfirmanns
fíkniefnadeildar lögreglunnar, voru
það glöggir tollverðir á tollpóststof-
unni sem komu upp um þá sendingu.
Það magn var einnig sent til íslands
með pósti frá Hollandi og var það
stflað á lítið fyrirtæki í Reykjavík.
Maðurinn, sem var úrskurðaður í
varðhald í gær, er grunaður um að
hafa staöið að þeim innflutningi.
Báðir mennimir hafa áður komist
í kast við lögreglu vegna fíkniefna-
mála. Mennirnir eru rúmlega þrítug-
ir. Rannsókn málsins veröur haldið
áfram. -ÓTT
Boðin þátttaka 1 alþjoðlegri samkeppni:
Ég er stoltur og mjög ánægður
- segir SigurðurHeiðarLúðvígssonmyndlistarmaður
„Eg er stoltur og mjög ánægður
með að fá þetta boð og tek því fegins
hendi,“ sagði Sigurður Heiðar Lúð-
vigsson myndlistarmaður þegar
hann skýrði DV frá því að honum
hefði veriö boðin þátttaka á Grand
prix Intemational myndlistarsam-
keppninni sem haldin verður í Nice
í Suður-Frakklandi um miðjan næsta
mánuð. Alls var Sigurði Heiöari boö-
ið að sýna þrjár myndir eftir sig,
Konsert, Saltfisk og Jökulinn.
Að sögn Sigurðar Heiðars má rekja
tildrög boðsins til myndlistarsýning-
ar í virtu gallepi í Nice sem hann
skoöaði í sumar ásamt konu sinni,
Rögnu Blandon.
„Við tókum tal saman, ég og eig-
andinn, og þegar hann komst að því
að ég væri íslenskur málari lýsti
hann yfir áhuga sínum á að skoða
verk eftir mig. Ég sýndi honum
nokkrar litskyggnur nokkru seinna
og þá hvatti hann mig til að senda
myndir til dómnefndar sýningarinn-
Sigurður Heiðar Lúðvígsson mynd-
listarmaður með eitt verka sinna.
ar. Ég gerði það án þess þó að gera
mér miklar væntingar um þetta.“
í lok síðasta mánaðar fékk Sigurð-
ur Heiðar hins vegar bréf frá for-
manni dómnefndarinnar sem gladdi
hann mikið. I bréfinu er honum ósk-
að til hamingju „með að hafa verið
valinn til þátttöku í keppninni nú
þegar borgaryfirvöld í Nice efna í
annað skiptið til veitingar alþjóð-
legra stórverðlauna á sviði myndlist-
ar,1990.“
Sigurður Heiðar, sem er fæddur
1921, lærði sem ungur maður á fjórða
áratugnum myndhst í skóla Finns
Jónssonar og Jóhanns Briem og var
samtíða þeim Kristjáni Davíðssyni,
Karli Kvaran og Einari G. Baldvins-
syni í náminu. „Ég fór hins vegar
ekki aö leggja fyrir mig myndlistina
fyrr en á miðjum áttunda áratugnum
en hef síðan þá einungis gefið mig
að henni,“ segir Sigurður Heiðar.
Sigurður Heiðar heldur utan ásamt
konu sinni í næstu viku. Hann hefur
áður haldið fjölda sýninga á verkum
sýnum, meðal annars í Danmörku,
Mokka, Háholti í Hafnarfirði, Vest-
manneyjum og Eden í Hveragerði.
-kaa
r