Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1990, Blaðsíða 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Átakaþing
Alþingi var sett í gær. Þingsetningin var með hefð-
bundnum hætti og þingmenn heilsuðust með virktum
eftir sumarleyfið. Þetta er lognið á undan storminum.
Nokkur óvissa ríkir um líf ríkisstjórnarinnar og svo
getur farið að kosningar verði fyrr en ella. Þá jafnvel
fyrir áramót. Raunar ætti það að liggja fyrir strax í
þessum mánuði hvort stjórnin lafir saman en fyrir þann
tíma kemur væntanlega í ljós hvort samstaða tekst um
heimild til handa iðnaðarráðherra um samninga um
álmálið.
Þau málalok standa og falla með Alþýðubandalaginu.
Iðnaðarráðherra hefur lagt línurnar og Alþýðuflokkur-
inn hefur greinilega sett stefnuna á að keyra á álsamn-
inga samkvæmt forskrift Jóns Sigurðssonar. Alþýðu-
flokkurinn telur það sterkt vopn í kosningabaráttu og
hefur sennilega síst á móti kosningum fyrir áramót.
Alþýðubandalagið verður hins vegar að gera það upp
við sig hvort staða flokksins leyfi andstöðu við álsamn-
inga Jóns. Flokkurinn getur ugglaust höfðað til byggða-
röskunar og vafasamra orkusölusamninga en í heild
sinni verður afstaða Alþýðubandalagsins túlkuð sem
andstaða gegn álveri og þá ríður Alþýðubandalagið ekki
feitum hesti frá kosningum í tveim stærstu kjördæmun-
um þar sem flokkurinn hefur hingað til átt sæmilega
sterk ítök.
Það ræður sömuleiðis miklu í uppgjörinu innan Al-
þýðubandalagsins að þar loga illvígar deilur milli for-
mannsins, Ólafs Ragnars, annars vegar og gamla flokks-
eigendafélagsins hins vegar. Með því að sprengja ríkis-
stjórnina, setja sig upp á móti álverssamningunum og
koma í veg fyrir að Ólafur Ragnar fái tryggt sæti á list-
um flokksins eru örlög hans ráðin innan Alþýðubanda-
lagsins. En það uppgjör mun verða greitt dýru verði
þegar atkvæðin verða talin upp úr kössunum. Spurning-
in er sú hvorn kostinn Alþýðubandalagið velur.
Að mörgu leyti er staða ríkisstjórnarinnar góð, ef frá
er talinn ágreiningurinn um álverið. Atvinnuástand er
viðunandi, verðbólga er í lágmarki og staða undirstöðu-
atvinnuveganna er með skásta móti. Allt þetta færist
tekjumegin á reikning stjórnarinnar, þótt utanaðkom-
andi öfl og áhrif hafi þar haft sitt að segja. Ef stjórnar-
flokkarnir komast í gegnum afgreiðslu fjárlaga stór-
slysalaust á ríkisstjórnin að geta lifað góðu lífi fram á
vor. Jafnvel bætt stöðu sína. Sannleikurinn er sá að
versti óvinur ríkisstjórnarinnar er hún sjálf.
Kvennalistanum liggur ekki á kosningum. Kvenna-
listinn þarf tíma til að rétta sinn hlut, ef það er á annað
borð mögulegt. Sjálfstæðisflokknum liggur heldur ekki
hfið á. Hann fær góða kosningu, hvort heldur í vetur
eða vor. Það er þá helst að þjóðinni og kjósendum liggi
á að koma nýrri ríkisstjórn til valda. En það er þá eink-
um vegna sundurlyndis ráðherra og óeðlilegra valda
smáflokka á borð við Alþýðubandalag og Borgaraflokk
sem valda pirringi almennings. En íslendingar eru
ýmsu vanir ,af stjórnarheimilum fyrri ríkisstjórna og
meðan vextir fara lækkandi, atvinna er í boði og verð-
bólga 1 böndum kærir meðaljóninn sig kollóttan um það
hverjir sitja í ráðherrastólum.
Fólkið hefur vaxið frá stjórnmálaflokkunum og þakk-
ar fyrir meðan það fær að vera í friði fyrir ofstjórn og
óstjórn. Það lætur sig einu gilda hvort kosið er árinu
fyrr eða seinna eða hvað rifist er um á alþingi. Þingið
er heimur út af fyrir sig.
Ellert B. Schram
FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1990.
„Landbúnaður lúti almennum markaðslögmálum," er eitt af þvi sem greinarhöfundur leggur áherslu á
baráttu sinni í komandi prófkjöri.
Próf kjör sjálf
stæðismanna
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík vegna næstu alþingis-
kosninga verður eftir rúman mán-
uð, dagana 26. og 27. október næst-
komandi. Þar velja sjálfstæðis-
menn í höfuðborginni fulltrúa sína
til að skipa efstu sætin á framboðs-
lista flokksins í þingkosningunum
í vor.
Eins og fram hefur komið í íjöl-
miðlum eru frambjóðendur í próf-
kjörinu 17 að tölu en flokkurinn,
sem nú hefur 6 þingmenn í Reykja-
vík, gæti fengið allt að 9 menn
kjörna í kosningum. Þrátt fyrir
hagstæð skilyrði gildir því hér sem
oft áður að margir góðir menn,
karlar og konur, eru kallaðir en
fáir útvaldir.
Höfundur þessarar greinar er í
framboði í prófkjörinu og stefnir á
6. sætið á framboðslistanum. Þær
hugleiöingar um prófkjörið, sem
hér fara á eftir, geta því eðli máls-
ins samkvæmt tæpast talist fylli-
lega óhlutdrægar. Ég vil þó ekki
ganga svo langt að líkja þeim við
stjórnmálafræði Ólafs Ragnars
Grímssonar!
Trúveröugir framboðslistar
í alþingiskosningunum í vor
verða ungir kjósendur, þ.e. kjós-
endur á aldrinum 18-35 ára, um 77
þúsund að tölu á landinu öllu. Það
er nærri helmingur kjósenda. Eng-
inn á þeim aldri er í núverandi
þingflokki sjálfstæðismanna sem
raunar er elsti þingflokkurinn á
Alþingi.
Það getur ekki talist nema eðli-
legt að mikill áhugi sé á því að hinn
fjölmenni hópur ungra kjósenda
eignist fulltrúa í þingflokki sjálf-
stæðismanna. Færa má rök fyrir
því að Sjálfstæðisflokkurinn, sem
telur það aðalsmerki sitt að vera
flokkur þjóðfélagslegrar breiddar
og víðsýni, verður ekki trúverðug-
ur kostur fyrir unga kjósendur ef
ungt fólk skipar ekki örugg sæti
eða baráttusæti á framboðslista
flokksins.
Sama má raunar segja um mikil-
vægi þess að konur fái örugga
kosningu í prófkjörinu. Konur eru
nú einu sinni helmingur þjóðarinn-
ar!
Baráttumál
Hvers vegna gefa menn kost á sér
í framboð? Ætli svörin séu ekki
jafnmörg og svarendur. Margir
gera það vegna þess að þeir eru eða
ætla sér að verða atvinnumenn í
Kja]]arinn
Guðmundur Magnússon
sagnfræðingur
stjómmálum. Við þurfum sannar-
lega á slíkum mönnum að halda.
En við þurfum ekki síður á því að
halda að menn komi inn á þing til
að vinna að ákveðnum málum eða
vekja athygli á málum sem þarfn-
ast úrlausnar og hverfa síðan til
fyrri starfa eða annarra.
Þátttaka mín í prófkjörinu - og
framboð síðar ef vel gengur - felur
ekki í sér neina ákvörðun (eða hót-
un!) af minni hálfu um að ég ætli
að hasla mér völl á vettvangi
stjórnmála um aldur og ævi. Ég hef
öðra fremur áhuga á því um þessar
mundir aö beita mér í stjórnmála-
starfi til að vinna ákveðnum skoð-
unum og hugmyndum brautar-
gengi. Það veltur síðan á árangrin-
um hvert framhaldið á stjórn-
málavafstri mínu verður.
í prófkjörsbaráttunni, sem nú fer
í hönd, legg ég áherslu á eftirfar-
andi:
í fyrsta lagi að dregið verði veru-
lega úr umsvifum ríkisins með sölu
ríkisfyrirtækja og hagræðingu í
ríkisrekstrinum.
í öðru lagi að skattar á einstakl-
inga og atvinnufyrirtæki verði
lækkaðir. Það er raunar rökrétt
afleiðing af minni umsvifum ríkis-
ins.
í þriðja lagi aö afnumin verði
hvers kyns óeðlileg höft á atvinnu-
lífið og hætt að greiða styrki til
óarðbærra atvinnugreina og fyrir-
tækja. Landbúnaður lúti almenn-
um markaðslögmálum.
í fjórða lagi að tryggður verði jafn
atkvæðisréttur allra landsmanna.
í fimmta lagi að skólakerfið verði
eflt og kostir einkaframtaka nýttir
á þeim vettvangi þar sem því verð-
ur við komið.
í sjötta lagi að skilningur aukist
á þýðingu lista og mennta annars
vegar og rannsókna hins vegar fyr-
ir framtíð sjálfstæðrar þjóðmenn-
ingar á íslandi.
Fyrirferð stjórnmála
Ég er annars þeirrar skoðunar
að stjórnmál séu orðin allt of fyrir-
ferðarmikil í þjóölífi okkar. Þau
eru að sönnu mikilvæg og þurfa
að njóta virðingar í samræmi við
það. En þau mega ekki skyggja á
aðra mikilvæga hluti eða brengla
starfsemi annarrar tegundar.
Ég hef þá t.d. í huga óviðeigandi
afskipti stjórnmálamanna af at-
vinnulífinu og einstökum atvinnu-
fyrirtækjum. Slik afskipti hafa
aukist mjög eftir að núverandi
vinstri stjórn komst til valda. Þeim
fylgir sem kunnugt er hætta á spill-
ingu - svo ekki sé fastar að orði
kveðið. í mínum huga er það eitt
af brýnustu verkefnum okkar sjálf-
stæðismanna, þegar við höfum
myndað nýja ríkisstjórn á næsta
ári, að binda enda á þessa íhlutun.
Viðreisn stjórnmála og takmörk-
un á valdi stjórnmálamanna er
m.ö.o. eitt af brýnustu verkefnum
stjórnmálabaráttunnar um þessar
mundir.
Guðmundur Magnússon
„Sjálfstæðisflokkurinn, sem telur það
aðalsmerki sitt að vera flokkur þjóð-
félagslegrar br'eiddar og víðsýni, verð-
ur ekki trúverðugur kostur fyrir unga
kjósendur ef ungt fólk skipar ekki ör-
ugg sæti eða baráttusæti á framboðs-
lista flokksins.“