Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1990, Blaðsíða 18
26
FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1990.
fþróttir
Stúfarfrá
Englandi
John Gayle, leikmaður
Wimbledon, þykir
mikill harðjaxl og er
Vinny Jones hjá
Sheffield United nánast eins og
skátadrengur við hliðina á Gayle.
Samskiptum þeirra um helgina
lauk með því aö Gayle var sendur
í bað en fyrr í vikunni hafði áður-
nefndur Gayle komist í fréttirnar
fyrir aö slást við félaga sinn og
fyrirliða Wimbledon, Terry Phel-
an, á æfmgu. Þau slagsmál end-
uðu með því að Phelan þurfti að
bregða sér á slysavarðstofu með
gat á höfðinu.
Barnes til meginlandsins?
John Bames hefur ákveðið að
skrifa ekki undir nýjan samning
við Liverpool þrátt fyrir að boð
meistaranna hljóði ekki upp á
nein sultarlaun. Barnes stóð sig
hörmulega á HM i sumar en hef-
ur samt ekki gefið upp von um
að komast i knattspyrnuna á
meginlandinu. John Holmes, ráð-
gjafl leikmannsins, segir aö Bar-
nes vilji spila á meginlandinu og
sé að líta í kringum sig. „Það
hefur ekkert tilboð komið fram
en ég hef samt sagt Barnes að
skrifa ekki undir nýjan samning
við Liverpool,“ segir Holmes.
Anderson fær frjálsa sölu
Viv Anderson, leikmaður
Man.Utd, hefur fengið frjálsa
sölu. Leicester hefur þegar boðið
Anderson samning en honum var
hafnað. Leicester hefur þó ekki
geflð upp alla von og ætlar aö
gera aöra tilraun til að krækja í
leikmanninn.
Walker fær 25 milljónir
Des Walker, varnarmaðurinn
knái hjá Nottingham Forest, er
einn hæst launaði leikmaðurinn
i ensku knattspyrnunni. Árslaun
Walkers er talin vera nálægt 25
milljón íslenskra króna ogþað er
um helmingi meira en Brian Clo-
ugh, stjórinn, fær í sinn hlut.
Hughton til West Ham?
Chris Hughton, sem fékk frjálsa
sölu frá Tottenham í sumar, leit-
ar nú logandi pósi að nýju félagi.
Hougton þykir líklegur til að
halda sig í London og er West
Ham sterklega nefnt í því sam-
bandi sem næsti viðkomustaður
fyrrum írska landsliðsmannsins.
Leeds leítar að framherjun
Hann stækkar óðum listinn með
þeim framheijum sem Leeds Un-
ited sækist eftir. Nýjustu nöfnin
eru Dean Saunders, Derby, og
Gary Penrice hjá Watford. How-
ard Wilkinson, stjóri Leeds, er
ekki ánægður með markaskorun
liðsins og vill bæta um betur.
Russo til Leeds?
Alex Russo frá Argentínu hefur
æft með Manchester United að
undanförnu en er floginn heim
til að taka þátt í landsliðsæfing-
um. United ætlar ekki að kaupa
hann en Howard Wilkinson hefur
boðið Russo að æfa með Leeds til
reynslu í einn mánuð.
Clough margt til lista lagt
Brian Clough gerir ýmislegt
fleira en að stjórna knattspyrnu-
liöi. Hann hefur nú nýlokið við
smáhlutverk hjá ITV sjónvarps-
stöðinni í þætti um einkaspæj-
arann Ken Boom. Textinn sem
Clough fer með hljóðar upp á
heilar þrjár línur.
Cooper á leið frá Rangers
Neale Cooper, varnarmaður
Glasgow Rangers, er á sölulista
hjá félaginu og er að öllum líkind-
um á leið til meginlandsins. Coo-
per fæst fyrir 20 miHjónir en leik-
mannsins er einna helst minnst
fyrir frammistöðu sína meö
Aberdeen áriö 1983 þegar félagið
varð Evrópumeístari bikarhafa.
Ottarsvaf
róttínótt
- eftir fyrsta sigur FH, 29-21, gegn KA
„Ég sef rótt í nótt og get vaknaö
hress á morgun,“ sagði Þorgils Óttar
Mathiesen, þjálfari og leikmaður FH,
eftir aö lið hans hafði unnið fyrsta
leik sinn á keppnistímabilinu í gær-
kvöldi. FH-ingar tóku á móti KA-
mönnum og unnu Hafnfirðingar ör-
uggan sigur, 29-21. Meistaranir
höföu aðeins fengið eitt stig úr 4
fyrstu leikjum sínum á mótinu
Pressan var því óneitanlega mikO á
Hafnfirðingum fyrir leikinn í gær-
kvöldi.
FH-ingar voru mun sterkari í leikn-
um og það var aðeins fyrstu mínút-
urnar sem jafnræði var með liðun-
um. FH hafði yfir, 15-9, í leikhléi og
í síðari hálfleik héldu FH-ingar ör-
uggri forystu og spurningin var ein-
ungis hve stór sigurinn yrði.
„Liöið sýndi í kvöld hvers það er
megnugt. Varnarleikurinn var miklu
sterkari en í undanförnum leikjum
og liðsheildin öflugri. Þaö er mikið
eftir af mótinu og stefnan er að ná
einhverju af 6 efstu sætunum í deild-
inni,“ sagði Þorgils Óttar í spjalli við
DV.
Bergsveinn Bergsveinsson mark-
vöröur og Stefán Kristjánsson voru
bestu menn FH-liðsins í gærkvöldi
en aðrir leikmenn komust einnig vel
frá sínu.
Hjá KA var Erlingur Kristjánsson
bestur og þá átti Axel Bjömsson
einnig ágætan leik í markinu.
Mörk FH: Stefán Kristjánsson 9,
Gunnar Beinteinsson 5, Pétur Pet-
ersen 4, Guðjón Árnason 3, Þorgils
Óttar Mathiesen 3, Halfdán Þórðar-
son 2, Óskar Ármannsson 1, Óskar
Helgason 1 og Magnús Einarsson 1.
Mörk KA: Erlingur- Kristjánsson
5, Jóhannes Bjarnason 5, Hans Guð-
mundsson 4, Sigurpáll Aaðalsteins-
son 3, Pétur Bjarnason 2 og Guð-
mundur Guðmundsson 2.
Dómarar voru Egill Már Markús-
son og Kristján Sveinsson og dæmdu
þeir félagar prýðilega.
-RR
FH og Stjarnan
lentu í basli
- en eru efst í 1. deild kvenna
FH og Stjarnan eru í tveimur efstu
sætum 1. deildar kvenna í hand-
knattleik eftir tvo leiki sem fram fóru
í gærkvöldi. Bæði liðin komust þó í
hann krappan, FH vann Selfoss eftir
mikla baráttu, 24-19, í Kaplakrika og
Stjarnan lagði Gróttu í jöfnum leik á
Seltjarnarnesi, 16-18.
Selfossstúlkurnar voru yflr í hálf-
leik gegn FH, 9-11, og það var ekki
fyrr en undir lokin sem FH náði að
tryggja sér sigurinn. Þá kom
reynsluleysi nýliðanna í ljós.
• Mörk FH: Arndís Aradóttir 7,
Rut Baldursdóttir 6, Björg Gilsdóttir
5, Kristín Pétursdóttir 2, Hildur
Harðardóttir 2, María Sigurðardóttir
1, Helga Gilsdóttir 1.
• Mörk Selfoss: Auður Hermanns-
dóttir 8, Hulda Bjarnadóttir 5, Guð-
björg Bjarnadóttir 4, Guörún Her-
geirsdóttir 2.
Á Seltjarnarnesinu var mikið um
mistök af hálfu beggja liða en
Stjörnustúlkurnar gerðu færri mis-
tök en heimaliðiö, og það réð úrslit-
um. Sólveig Steinþórsdóttir átti mjög
góðan leik í marki Gróttu.
Mörk Gróttu: Sigríður Snorradóttir
5, Laufey Sigvaldadóttir 3, Sara Har-
aldsdóttir 3, Brynhildur Þorgeirs-
dóttir 3, Helga Sigmundsdóttir 1, El-
ísabet Þorgeirsdóttir 1.
Mörk Stjörnunnar: Erla Rafnsdótt-
ir 8, Guðný Gunnsteinsdóttir 4, Her-
dís Sigurbergsdóttir 3, Ragnheiður
Stephensen 2, Margrét Theodórs-
dóttir 1.
-ÁBS
Markahæstir í 1. deild karla í
handknattleik
Valdimar Grímsson
----------------- Val - 47/9
Siguröur Bjarnason
-------------- Stjörnunni - 38/4
Gústaf Bjarnason
------------- Selfossi - 36/4
Hans Guömundsson
KA - 35/5
Stefán Kristjánsson
KR - 33/6
Handbolti
l.deild karla
FH-KA 29-21
Víkingur.. ...5 5 0 0 132-107 10
Valur ...5 5 0 0 123-103 10
Stjarnan... ...5 5 0 0 119-98 10
Haukar.... ...4 3 0 1 93-96 6
KR ...5 2 2 1 117-115 6
ÍBV ...4 2 0 2 96-92 4
KA ...5 2 0 3 117-108 4
FH ...5 1 1 3 115-118 3
ÍR ...5 1 0 4 117-127 2
Fram ...5 0 1 4 98-119 1
Selfoss ...5 0 1 4 92-117 1
Grótta ...5 0 1 4 102-121 1
2. deild karla
Völsungur-Þór Ak.........25-29
HK.........3 3 0 0 78-44 6
Njarðvík...3 2 1 0 75-61 5
ÞórAk......3 2 1 0 73-66 5
UBK........2 2 0 0 50-28 4
Ármann.....3 2 0 1 51-50 4
Aftureld...2 1 0 1 33-38 2
Völsungur..3 1 0 2 61-78 2
Keflavík...3 0 0 3 62-73 0
ÍH.........3 0 0 3 59-73 0
ÍS.........3 0 0 2 42-73 0
1. deild kvenna
FH-Selfoss................24-19
Grótta-Stjarnan...........16-18
FH...........7 6 0 1 138-117 12
Stjarnan....7 5 0 2 151—119 10
Fram.........5 4 0 1 116-90 8
Víkingur.....5 4 0 1 106-92 8
Valur........7 3 0 4 132-144 6
Grótta......5 1 0 4 79-92 2
ÍBV.........6 1 0 5 110-130 2
Selfoss.....6 0 0 6 98-146 0
Víðavangshlaupið:
Sigurður
og Martha
Sigurður P. Sigmundsson, UFA, og
Martha Ernstdóttir, ÍR, urðu sigur-
vegarar í karla- og kvennaflokki í
víðavangshlaupi íslands sem haldið
var í Keflavík á sunnudag á vegum
Ungmennafélags Keflavíkur. Keppt
var í átta flokkum og urðu helstu
úrslit þessi:
Piltar, 12 ára og yngri
1. Magnús Guðmundss., Gróttu .5:33,50
2. Smári Stefánsson, UFA.5:43,70
3. Kristm. Sumarliðas., HSH.5:56,80
Stúlkur, 12 ára og yngri
1. Edda Mary Óttarsdóttir, KR ...6:20,90
2. Unnur Bergsveinsd., UMSB....6:32,40
3. Hulda Geirsdóttir, UMSB....6:34,80
13-14 ára piltar
1. Aron T. Haraldsson, UBK....5:20,20
2. Jóhann Jónasson, ÍR........5:33,60
3. Jóhann Ilannesson, ÍR......5:34,80
13-14 stúlkur
1. Laufey Stefánsdóttir, Fjölni... .5:53,90
2. Hólmfr. Guðmundsd., UMSB..6:06,20
3. Anna Lovísa Þórsdóttir, KR....6:17,90
Drengjaflokkur
1. Gunnar Guðmundsson, FH...10:33,50
2. Hákon Sigurðsson, HSÞ......10:40,60
3. Starkaður Barkars., UMFK ..10:53,10
Karlaflokkur
1. Sigurður P. Sigmundss., UFA
............................29:06,90
2. Jóhann Ingibergsson, FH...29:23,60
3. Daníel Guðmundss., USAH...29:30,30
4. Þorsteinn Jónsson, FH.....29:30,40
5. Kristján Ásgeirsson, ÍR...30:31,00
Kvennaflokkur
1. Martha Ernstdóttir, ÍR...11:30,90
2. 'Hulda Pálsdóttir, ÍR....12:26,40
3. Þorbjörg Jensdóttir, ÍR..13:42,30
Öldungaflokkur
1. Sighvatur Guðmundss.,ÍR... .30:38,00
2. Ágúst Ásgeirsson, ÍR......34:44,00
3. Vöggur Magnússon, ÍR......35:28,00
-GH
Úrslitin eru sigur fyrir
færeyska knattspyrnu
- sagði Páll Guðlaugsson, þjálfari Færeyja, eftir 4-1 tap gegn Dönum
„Þrátt fyrir að leikurinn hafl tap-
ast lít ég á úrslitin sem sigur fyrir
færeyska knattspyrnu og er stoltur
af frammistöðu leikmannanna. Dan-
ir reiknuðu með markaregni en okk-
ur tókst að brjóta niður sóknarleik
danska liðsins og sköpuðum okkur
mörg góð marktækifæri í leiknum,“
sagði Páll Guðlaugsson, hinn íslenski
landsliðsþjálfari Færeyinga, eftir 4-1
ósigur þeirra gegn Dönum á Idræts-
parken í Kaupmannahöfn í gær-
kvöldi. Þetta var annar leikur Fær-
eyinga í Evrópukeppni landsliða en
þeir slógu í gegn með 1-0 sigri á
Austurríki í fyrsta leiknum, eins og
heimsfrægt er orðið.
Michael Laudrup skoraði fyrir
Dani strax á 9. mínútu en á 22. mín-
útu fengu Danir mikið kjaftshögg
þegar Allan Mörköre, 18 ára Klakks-
vikingur, sem var að leika sinn þriðja
landsleik, jafnaði, 1-1, eftir fyrirgjöf
frá Torkil Nielsen. Lars Elstrup náði
að koma Dönum í 2-1 rétt fyrir hlé,
Michael Laudrup skoraði aftur á 49.
mínútu og Flemming Povlsen inn-
siglaði sigur Dana með marki á loka-
mínútunni.
„Það var stórkostlegt að skora
þetta mark og þegar ég sá Torkil
komast að endalínunni með boltann
vissi ég að nú var tækifærið komið.
Ég er ánægður með okkar frammi-
stöðu, við höfum sýnt að viö verðum
ekki leiddir til slátrunar í þessari
keppni. Leikirnir við Austurríki og
Danmörku hafa fært okkur sjálfs-
traust sem kemur okkur að notum í
næstu leikjum,“ sagöi Allan Mörköre
sem bætti því viö að Michael Lau-
drup hefði leikið stórkostlega og ver-
ið besti maöur vallarins.
„Sumir töluöu um að vinna 6-0 en
fyrir mig skipti mestu máli að fá
bæði stigin. Færeyingarnir reyndust
jafnerfiðir og ég átti von á. En danska
liðið lék ekki eins vel og ég vonaðist
eftir og náði ekki að brjótast upp
kantana eins og ég hafði lagt fyrir,“
sagði Richard Möller Nielsen, lands-
liðsþjálfari Dana.
Michael Laudrup var ekki ánægð-
ur með leikinn en hann hafði spáð
6-0 sigri Dana. „Ég á erfltt með að
gleðjast yfir sigrinum. Færeyingarn-
ir voru hvorki betri né verri en ég
bjóst við, það vorum við sem vorum
ekki nógu góðir. Það var erfitt að
brjótast í gegnum tíu manna varn-
armúr Færeyinga og þegar þeir jöfn-
uðu leikinn fóru sumir okkar á taug-
um,“ sagði Michael Laudrup.
Guðmundur Haraldsson dæmdi
leikinn og var frammistöðu hans
ekki sérstaklega getið í fréttaskeyt-
um. Áhorfendur voru 38.500 en mest
höföu áður 4500 manns séð færeyska
liöið leika þegar það mætti íslending-
um í Þórshöfn í sumar.
-VS
Noregur:
Elverum
efstí
2. deild
Hermundur Sigmundsson, DV, Noregt
Elverum, liðiö sem Þórir Her-
geirsson þjálfar, hefur farið af
stað með miklum látum í 2. deild-
innl. Liðiö vann sig upp úr 3. deild
á síðasta keppnistímabili og
bjuggust flestír við þungum róðri
hjá því I vetur. Eftir 3 umferðir
hefur Elverum forystu í sínum
riðli, hefur unnið alla leiki sína
með talsverðum mun en með liö-
inu leikur einn islendingur,
Grímur Hergeirsson, bróðir Þór-
is.
Halla Géirsdóttir, sem leikur í
markinu hjá Junkeren í 2. deild
kvenna, hefur staðið sig mjög vel
og hefur átt drýgstan þátt í tveim-
ur stórsigrum liðsins í fyrstu 2
umferðunum.