Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1990, Blaðsíða 12
12 FIMMTUÐAGUR 11. OKTÖBER 1990. Spumingin Ætlarðu á námskeið í haust? Eyrún Magnúsdóttir nemi: Ekki núna, enda er nóg að vera í skóla. Ingvar Sigurðsson matreiðslumeist- ari. Flest námskeið eru nú á þeim tíma sem ég er að vinna en einna helst hefði ég áhuga fyrir að fara á ljósmyndanámskeið. Hrólfur Sigurðsson skjalavörður: Já, leiklistarnámskeið í MH. Hilmar Sigurðsson skjalavörður: Ekki í haust en kannski eftir áramót. Elsa Jónsdóttir nemi: Ég er í skóla og það er nóg. Lesendur Virðing fyrir alþingismönnum! 25 þúsund krónur á dag í ferðapen- inga erlendis. Ekki nóg með það, heldur er tekjutrygging lífeyrisþega skatt- lögð ef fólk hefur meira en 14.800 kr. á mánuði úr lífeyrissjóði sínum - á meðan ferðapeningar alþingis- manna og ráðherra eru undan- þegnir skatti! Mönnum er farið að blöskra þessi mismunun. Ekki síst við það að lesa um og heyra að þess séu dæmi að ellilífeyrisþegar sumir og skjólstæðingar Félags- málastofnunar séu farnir að kaupa gæludýramat í verslunum sér til viðurværis vegna lélegrar afkomu. Hvernig skyldi eiga að vera sú virðing sem á að bera fyrir hinum æðstu mönnum landsins, mönnum sem alltaf hafa nógu úr að spila fyrir sig og sína, hvort sem er til veisluhalda eða utanferða, á meðan þeir brosa blítt tO aumingja eldra fólksins og hins lasburða sem ekki kemst á sjúkrahús vegna þess að engir fjármunir eru til í ríkiskáss- anum? Já, það er fint að verá „hæstvirt- ur“ alþingismaður og skamma landslýð fyrir að bera ekki nógu mikla virðingu fyrir „dömu- og herraþjóðinni" á Alþingi. - Er ekki kominn tími til að fara að vinna í þessu, Árni Gunnarsson, og þið hin á þingi? Gera eitthvað til þess að landsmenn geti borið virðingu fyrir Alþingi og alþingismönnum? Einar Bjarnason skrifar: Einn alþingismanna okkar, Árni Gunnarsson, sagði í útvarpsþætti laugard. 6. okt. sl. að nú væri nóg komið af lítilsvirðingu landsmanna á Alþingi og alþingismönnum og bað hann landsmenn með sterkum orðum að hætta því og taka aðra afstöðu. - En hvernig er hægt að bera virðingu fyrir Alþingi og al- þingismönnum á meðan það tekur (svo dæmi sé tekið) allt að 17 mán- uði að bíða eftir sjúkraplássi í sam- bandi við bæklunaruppskurði. - Þetta vandræðamál var í fréttum sáma dag og Árni Gunnarsson út- málaði hve alþingismenn ættu mikla virðingu skilið. Hvernig er hægt að bera virðingu fyrir Alþingi og alþingismönnum á meðan kjör ellilífeyrisþega hafa ekki enn verið lagfærö? - Núver- andi reglugerð um tekjutryggingu er löngu úrelt (var sett um eða rétt eftir 1970). Hvers vegna hefur Al- þingi ekkert gert í málinu? Nú er svo komið að tekjutrygging ellilíf- eyrisþega er 22 þús. kr. á mánuði - á meðan Alþingi skammtar al- þingismönnum og ráðherrum yfir „Hvers vegna hefur Alþingi ekkert gert i málinu?" spyr bréfritari m.a. Hólgreinar um hryðjuverkamenn Halldóra Jónsdóttir skrifar: Ég vil þakka Svavari Guðna Svav- arssyni múrarameistara nýleg skrif hans um hólgreinar um hryðju- verkamenn, er birtust í Lesbók Morgunblaðsins í ágústmánuði sl„ en þær íjölluðu um Palestínuaraba fyrir botni Miðjarðarhafs. Ég er sammála Svavari Guðna um að einkennilegt er það með suma þeirra, er stundað hafa ferðir til Rússlands og annarra landa í Aust- ur-Evrópu til að styrkja sig í trúnni (enda hafa þeir hvorki fundið þar blett né hrukku), að þeir hinir sömu menn skuli nú missa svo rækilega fótanna að halda rakleitt á vit araba og syngja þeim síðan lof og prís. Það mun að vísu heyra til algerra undantekninga að prestar og læknar sjáist í því slagtogi. Börn í ruslaf ötum G.G. skrifar: Vegna þeirrar umræðu sem orðiö hefur um umboðsmann Alþingis flnnst mér ástæða til að nefna þau verk hans sem snúa að réttlætis- og velferöarmálum íslenskra barna og unglinga. Er það ekki úr vegi nú í lok barnaráðstefnu S.Þ. sem landið er aðili að. Hérlendis deyja börn ekki hungurdauöa á götum úti né þola illt viðurværí í fangelsum landsins, eins og gerist í fjarlægum löndum. Þetta táknar þó ekki að öll íslensk börn séu hamingjusöm og að ekki sé á þeim réttur brotinn. Á undanfornum árum hafa margir orðið til þess hér á landi að vekja umræðu um bága mannréttinda- stöðu íslenskra barna og ungmenna þegar á slík réttindi reynir á vett- vangi stjórnvalda. Bent er á að mörg ákvæði barnalaganna hafa reynst haldlítil börnum, enda óskýr og túlk- anleg á ýmsa vegu. Athygli hefur v.erið vakin á að gildandi barna- vemdarlög era mjög forneskjuleg og byggjast á vanvirðandi afstööu fyrri alda til barna og ungmenna. Hvorug þessara laga tryggja börn- um réttarfarsskilyrði né heldur ást- vinum barna, komi mannréttinda- málefni barna til umfjöllunar eöa úrlausnar íslenskra stjórnvaldsfull- trúa. Lögin girða fyrir að óháðir dómstólar greiði úr álitamálum er varða rétt barns!' Umboðsmaður Alþingis hefur tekið barnaverndaryflrvöldum og dóms- málaráðuneytinu myndarlegt tak með álitsgerðum sínum. Hann hefur sakað umrædd stjórnvöld um alvar- leg rangindi við meðferð og ákvarð- anir á réttindasviði barna fráskil- inna foreldra, sakað stjórnvöld um óskilvirkni og að sniðganga þau ákvæði laga sem tryggja eiga börn- um rétt til faglegrar málsmeðferðar og ástvinum slíkra barna lágmarks aðildarrétt að máli. Viðbrögð dómsmálaráðuneytisins hafa falist í dramblátri þögn. Barna- verndarráð snerist hins vegar önd- vert gegn ábendingum umboðs- manns Alþingis á síðasta ári og bar jafnvel fram ásakanir um að hann ógnaði hagsmunum barna þegar hann gagnrýndi sleifarlag ráðsins. Alþingi og öll þjóðin á rétt á að fá fullvissu um að þeir sem gæta eiga mannréttinda barna og unglinga séu ekki lögbrjótar. Upp úr ruslafótunni með álitsgerðir umboðsmarms Al- þingis! Illa unninn þáttur Í.A. hringdi: Svona þættir eins og þessi sem Ég var að horfa á fréttaþátt í Rík- hér er vitnað til, viðtöl við formenn issjónvarpinu i gærkvöldi (8. okt.) þingflokkanna rétt fyrir þing, þeg- og varð fyrir miklum vonbrigðum ar sannarlega var hægt að gera með hvernig að þessum þætti var góðan og líflegan fréttaauka, eru staðið. í fyrsta lagi hefói þessi þá(t- þess eðlis að þeir eiga ekki heima ur átt að vera í beinni útsendingu í sjónvarpi nema vera í beinni út- með alla þingílokksformennína sendingu. Þessar ellefu-fréttir saman á staðnum. Þess í stað var Sjónvarpsins eru að öðru leyti verið að klippa til viðtöl við for- orðnar afskaplega slappar og lítil mennina og sýna í áfóngum eftir bót að þeim að öllu jöfnu. 'því hvaða spurningu var beint til Fréttir kl. 23 gætu þó verið einn þeirra. Þetta er algjörlega úrelt fyr- besti sjónvarpsfréttatími kvöldsins irkomulag og óþolandi. ef ahnennilega værí aö staðið. Og í öðru lagi var mjög kastað til það væri margfalt betri kostur fyr- þáttarins höndunum í mörgum ir Sjónvarpið en aö vera að streit- greinum en kom kannski hvað ast við að hafa sjónvarpsfréttir kl. greinilegast í ljós þegar Kristín 20 sem eins konar síðari útgáfu Einarsdóttir, þingflokksformaður frétta Stöðvar 2. Góðar og ítarlegar Kvennalista, varkynntsemMargr- ellefu-fréttir væru áreiðanlega vel ét Frímannsdóttir, þingflokksfor- þegnar. Ég reikna með að flestir maður Alþýöubandalagsins. Og lá- myndu hreinlega alveg geyma sér tið óátaliö, þ.e. ekki afsakað eða sjónvarpsfréttirþartiláþeimtíma, leiðrétt siðar heldur lét ums]ónar- byðist slíkur valkostur. maður slag standa og búið mál! Eitraðir reykskynjarar Reið húSmóðir hringdi: Þegar ég las greininina í DV um hina eitruðu reyskynjara varð ég bæði sár og reið vegna þess aö þar finnst mér koma fram ábyrgðarleysi þeirra sölumanna sem selt hafa þessa skynjara. Þessir menn hafa vaðiö hús úr húsi til að selja þessi tæki, vitandi að innan í lokinu er aðvörun sem segir til um hættuna sem er því sam- fara að nota þau. Þessir aðilar ættu að taka sig saman og safna þessum stórhættulegu tækjum saman og koma þeim til síns heima. Varla eig- um við að sitja uppi með ósómann úr því sem komið er!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.