Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Page 2
32 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990. Bflar DV I hvaða bílum verða flest banaslys? Því miöur eru sífellt að verða slys í umferðinni. Því miður eru þau næstum alltaf fólki að kenna; öku- manninum verða á mistök eða þá að gangandi maður anar inn í umferð- ina og enginn möguleiki er að bregð- ast við í tæka tíð. Slys, sem verða af því að ökutækjunum er áfátt, eru til- tölulega mjög fá og í langflestum til- vikum er þá hægt að rekja þau til ónógrar umönnunar þar sem aftur kemur að mannlega þættinum. Slys, sem verða fyrir ófyrirsjáanlega bilun í ökutæki sem fær eðlilegt viðhald, eru svo fá aö þau eru varla marktæk. Út frá þessum punkti má segja að enginn bíll sé hættulegur. Það eru mennirnir í bílunum sem kunna að vera hættulegir. Þá kemur upp sú spurning hvort hættuiegir menn velji sér bíla með sérstökum hætti og verði þannig til að koma óorði á tiltekna bíla. Sam- kvæmt nýlegri rannsókn, sem neyt- endasíða sænska blaðsins Dagens Nyheter stóð fyrir, virðist mega álykta að svo sé að nokkru leyti: Menn, sem hafa tilhneigingu til að velja sér aflmikla bíla, eru margir hverjir ekki þess umkomnir að axla þá ábyrgð sem fylgir því að hafa því- líka bíla undir höndum. Þess vegna verða þeir til að koma óorði á bíla sem í sjálfu sér eru mjög vel gerðir. Klessupróf segja ekki alit Sænska blaðið byrjar á því að segja að klessupróf þar sem bílum er ekið með 50-60 km hraða á steinvegg eftir tiltekinni formúlu, með brúður i stað ökumanns og farþega, segi ekki alla söguna um öryggi í bílum. „Spurn- inguna um það hvaða bílar eru í raun og veru hættulegir verður að skoða út frá því hverjir aka þeim,“ segir blaðið. Til þess aö komast eitthvað nær raunveruleikanum í þessu máli fóru starfsmenn blaðsins í gegnum skýrslur um rúmlega 700 banaslys í umferðinni í Svíþjóð árið 1989. Þann- ig var fundið út hlutfall um það hve mörg banaslys hefðu átt sér stað í tilteknum tegundum bíla miðað við hverja 10 þúsund bíla viðkomandi tegunda í umferð þar í landi. Blaðið varar við því að gleypa nið- urstöðuna alveg hráa. Það gefur til dæmis auga leið, segir það, að fleiri lenda í slysum í Volvo 240 heldur en í SAAB 9000 - einfaldlega vegna þess aö tiu sinnum fleiri bílar af fyrr- nefndu gerðinni eru í umferð. Ungir karlkyns ökumenn hættulegastir? Blaðið dregur sjálft nokkrar álykt- anir af rannsókn sinni. Augljóst er að í efstu sætunum, með flest bana- MMC L-300 4x4 1.350.000. 88, ek. 44.000. V. Subaru stw '87, hvítur, ek. 70.000. V. 750.000. Einnig ’88. V. 1.050.000. 674949 BÍLASALA BÍLDSHÖFÐA 5 • Subaru Legacy stw. 1800 ’90, hvít- ur, ek. 14.000. V. 1.490.000. Toyota Corolla GL 4wd ’90, dökk- rauður, ek. 17.000. V. 1.300.000. MMC Lancer 4wd '88, rauður, ek. 36.000. V. 950.000. Toyota Tercel 4wd ’88, rauður, ek. 32.000. V. 820.000. BÍLALEIGA SÍMI (91)674949 Volkswagen Golf GTI - skemmtilegur bill og vel gerður. Kemur illa út úr könnun DN á banaslysum í umferðinni í Svíþjóð, enda eru flestir ökumennirnir ungir og karlkyns. Honda Civic kom best út úr könnun DN. Blaðið skýrir það með því að flestir ökumenn Honda Civic séu kvenkyns. slys miðað við 10 þúsund bíla í um- ferð, eru bílar sem einkum höföa til ungra karlkyns ökumanna. Bent er á að Volkswagen Golf kemur ekki fyrr en í fimmtugasta sæti í röð þar sem tegundin meö flest banaslys er í fyrsta sæti en sú sem fæst hefur er í síðasta sæti. En aflmikil sportút- gáfan af Golf, GTI-útgáfan, er svo rækilega í fyrsta sæti að engin teg- und kemst nálægt því aö hrófla við henni. Þar að auki varð Volkswagen Golf GTI hátt á lista yfir banaslys þar sem fleiri en einn létust samtímis. Það bendir til þess að árekstrarnir - slysin - hafi verið svakalega harðir. Það segir enn og aftur að akstursmát- inn hefur verið glannalegur. Bent er og á það sérstaklega að neðst á listanum, með hlutfallslega fæst banaslys, komi bílar sem al- gengt er að rosknir ökumenn stjórni, svo sem 300 línan frá Volvo, eða dæmigerðir fjölskyldubílar, svo sem SAAB 9000, Toyota Camry og 700 línan frá Volvo. Honda Civic kom allra bíla best úr úr könnuninni. Ein af hugsanlegum skýringum, segir DN, er sú að hann er algengastur sem konubíll. Fleiri niöurstöður má lesa í sænska blaðinu: * Ef lítill bíll og stór rekast saman er banaslysið yfirleitt í minni bíln- um. * Ef gamall bíll og nýr rekast sam- an er banaslysið oftast i gamla bíln- um. * Litlir bílaf koma almennt lakar út hvað banaslysatíðni snertir en stórir. * í þeim tilvikum sem óvarið fólk í umferðinni - til að mynda fótgang- andi eða hjólandi - bíður bana af árekstrum við bíla eru það oftast litl- ir bílar sem eiga í hlut. Ef til vill kann skýringin að hluta til að vera sú að flest þessi slys verða í þéttbýli Toyota söluhæsti bíllinn: 1500 bílar seldir Það er óhætt að segja aö salan hjá Toyota hafi gengið vel það sem af er árinu því nýlega var afhentur fimmtánhundruðasti Toyotabíll- inn á árinu. Það voru þau Sigurður Bene- diktsson og Ingibjörg H. Helgadótt- ir sem voru kaupendur þessa bíis og fengu þau í kaupbæti blóm og gjaflr frá Toyota. SllíM Hér taka þau Sigurður og Ingibjörg við bílnum frá sölumanninum, Tryggva Gunnarssyni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.