Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1991, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1991. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022-FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð I lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Friðardúfur baka ófrið Þótt mikill meirihluti íslendinga sé samþykkur hern- aði bandamanna við Persaflóa, er hér fjölmennur minni- hluti, sem er andvígur þessum hernaði. Hér, eins og annars staðar á Vesturlöndum, hafa hópar manna und- irritað skjöl um þetta efni og sótt útifundi. Ein algengasta orsök þessa sjónarmiðs er óbeit manna á manndrápum. Margir ganga svo langt að segja, að stríð sé aldrei réttlætanlegt, ekki frekar en dauðarefs- ing. Þessi skoðun nýtur stuðnings af þeim anda í krist- inni trú, sem segir, að sæhr séu friðflytjendur. Vestræn menning á sér tvær meginrætur, annars vegar í kristni og hins vegar í grískri klassík. Smám saman hafa Vesturlönd komið sér upp leikreglum, sem byggðar eru á þessum forna grunni. I þeim leikreglum er meira rými fyrir flutning á friði en dauða. Innan hvers vestræns ríkis gilda lög og reglur, sem stefna að mannréttindum og lýðréttindum. Milli ríkja gilda hhðstæðar reglur, sem bezt og skýrast hafa verið settar fram í stofnskrá og mannréttindasáttmála Sam- einuðu þjóðanna. Þær eru hástig vestræns þjóðfélags. Um leið og fólk, þjóðir og ríki verða færari um að leysa samskipti sín inn á við án ofbeldis, verðá þessir aðhar verr í stakk búnir að mæta valdbeitingu að utan. Vesturlönd eru orðin veikgeðja í háþróun sinni. Þau eru tæpast fær um að verja sinn eigin grundvöll. Þótt ahur þorri ríkisstjórna í heiminum taki þátt í Sameinuðu þjóðunum og styðji þar með í orði hinar vestrænu hugmyndir, sem lýst er í stofnskrá og mann- réttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er Qarri því, að þær taki nokkuð mark á þeim fyrir sitt leyti. Verra er, að margir harðstjórar fyrirlíta Vesturlönd einmitt fyrir hugmyndafræðina að baki stofnskrá og mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þeir telja, að Vesturlönd séu að breytast í pappírstígrisdýr. Sadd- am Hussein trúði því og hóf því landvinningastríð. Hann misreiknaði sig. í ljós kom, að Bandaríkin höfðu í sér innri kraft til að efna til hernaðarbandalags gegn honum og hefja gagnsókn, sem jafngildir yfirlýsingu th aunarra harðstjóra heimsins um, að þeir eigi ekki að flytja illmennsku sína út fyrir landamærin. Þar á ofan eru sérstakar aðstæður, sem gera Vestur- löndum kleift að grípa til vopna undir forustu Banda- ríkjanna, þótt þau treysti sér ekki til að verja Eystra- saltslönd. Þáu leggja einfaldlega í Saddam Hussein, af því að hann er kjörinn óvinur og er þar á ofan minni máttar. Friðflytjendur á Vesturlöndum eiga óbeinan þátt í stríðinu við Persaflóa. Það eru þeir, sem hafa fengið Saddam Hussein til að halda, að hann komist upp með landvinninga sína. Sá, sem boðar skilyrðislausan frið, er nytsamur sakleysingi, sem sogar að sér ófrið. Friðardúfur og nytsamir sakleysingjar eiga mikla sök á því, að kalda stríðið framlengdist áratug eftir áratug. Löngu eftir að Sovétríkin voru orðin aðframkomin í efnahagsmálum, héldu foringjar þeirra áfram að leita leiða th að ná tökum á lingeðja Vesturlöndum. Enn eru friðflytjendur að grafa undan vestrænum hugsjónum. Þeir halda mótmælafundi og skrifa undir mótmælaskjöl gegn hernaði bandamanna við Persaflóa. Þeir fara í skólana og hræða börnin gegn stríði. Þeir vilja, að komandi kynslóðir hafni stríði algerlega. Hugsjónir mannréttinda munu hrynja, nema fylgis- menn þeirra geti gripið th vopnaðra varna, þegar frið- flytjendur hafa bakað okkur ófrið af hálfu harðstjóra. Jónas Kristjánsson Landgræðslan hefur unnið að umfangsmiklum verkefnum í áratugi. - Grasfræjum sprautað í Víkurskarði. Tökum á með Landgræðslunni í svartasta skammdeginu og vondum vetrarveðrum er hollt að hugsa um landgræðslu. Stutt sum- ar og hryssingslegt veðurfar minnir okkur á að gróður landsins þarf aðstoð við að ná þeirri út- breiðslu og þeim sérkennum sem ytri náttúruskilyrði setja honum. SUkt starf hvíUr á fjórum hom- steinum, ef ekki fleiri. Einn er land- búnaður, annar er starf Land- græðslunnar og skyldra stofnana eða félaga, sá þriðji fjárveitinga- vald ríkis og bæjar- eða sveitarfé- laga og þá er hinn fjórði almenn- ingur í landinu. Undirstaðan undir þessu öUu saman er svo ein: Þekking á gróð- urfari, jarðvegi, veðurfari, ferlum jarðvegseyðingar, landnýtingu og uppgræðslu eða landvernd. An hennar miðar lítt og mestu varðar að þekkingin sé ávaUt einu þrepinu á undan hverri ákvörðun um framkvæmdir. Stefna verði sameign Því fer fjarri að menn hafi ekki mótað stefnu í málum landgræðslu. Stofnanir eða samtök hafa gert það hver fyrir sig eða með samvinnu og til era lög og reglugerðir stjóm- valda sem eru rammi aUs þessa. Nokkrir mikilvægir aöilar, eins og t.d. bændasamtökin, eiga þó enn eftir að ljúka stefnumótun sinni. En að öllu þessu fengnu er það mikUvægasta eftir: Að vinda sam- an aUa stefnuþræðina og móta einn þátt; eina grunnstefnu sem er sam- eign sem flestra aðUa er vinna við landnýtingu og landvemd. Almenningi ber síðan þegnskylda til að styðja þá stefnu í verki og það jafnvel þótt sumir séu ekki með öllu sammála henni. Því er nefnUega þannig varið að aUt taUð um skuldina, sem þjóðin þarf að gjalda landinu um „nýtt landhelgismál“ og annað skylt, er alvörumál - svo mikUvægt að efnd- ir mega ekki bíða. Um höfuðauð- Undir og umhverfi er að tefla. Þá (eins og stundum) verða menn að sýna þann lýðræðisþroska að leggja hönd á plóg, þrátt fyrir einhverjar öndverðar skoðanir sínar, og vinna þeim skoðunum sínum fylgi á með- an. Hér á ég t.d. við fólk sem kenn- ir landbúnaði einum um landeyð- ingu og viU draga ótæpUega úr hon- um eða fólk sem heldur að ofbeit hafi aldrei þekkst og að menn hafi aldrei eytt skógi í landinu. Hvað þarf að samþykkja? Hvaða meginatriði verða að vera KjaUaiinn Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur með í þeirri grunnstefnu sem sam- einast á um. Þau tel ég auðvelt að leggja fram: 1. íslendingar eiga að geta stækkað gróöurlendi landsins um helming þess sem nú er á einni öld. Land- græðsla og landvemd verður að vera fjöldahreyfing. 2. íslendingar eiga að vera sem mest sjálfbjarga hvað landbúnað- arvörur varðar. 3. íslendingar stýri landnýtingu í landbúnaði, mannvirkjagerð og ferðamennsku með það fyrir aug- um að landgæði séu sameign lands- manna og grunnur framtíðar. 4. AlUr íslendingar nýta land og bera því allir ábyrgð, mismikla og í ólíkum geirum, á landinu og vel- ferð þess. 5. Stjórnvöld tryggja að til land- græðslu renni fjármagn, jafnt til uppgræöslu og landverndar sem rannsókna og þekkingaröflunar, í samræmi við almenn markmið. Ekki er rúm til þess að rökstyðjá hyert ofanskráðra atriða en fróð- legt að heyra hvort þau duga ekki til þess sem þarf. Þekkingin mikilvæga Landgræðslan hefur unnið að mörgum erfiðum og umfangsmikl- um verkefnum í áratugi. Skortur á fjármagni hefur takmarkað getu hennar til að stöðva hraða landeyð- ingu og erfitt hefur' verið að fylgja aðgerðunum eftir vegna fjárskorts eða annarra brýnni verkefna. Það er auðvitað hægt að eyða miklu meira fé til landgræðslu og svo fer, vafalaust. En aukið fé og harðfylgi Landgræðslunnar dugar skammt ef almenningur tekur ekki landið í fóstur, sjálfa Landgræðsluna og aðrar stofnanir eða þá félög eins og skógræktarfélögin. Þetta vita starfsmenn Landgræðslunnar. Þeir hafa því boðið einstaklingum og félögum aðstoð við að afla efnis, kunnáttu og þjálfunar við land- græðslu. Þeir hafa gefið út efni til fræðslu, haldið erindi vítt og breitt um landið og verið þeim til fróðleiks sem stunda rannsóknir eða vinna að stefnumótun í landvernd og landgræðslu. Einna merkasta og mikilvægasta framtakiö er útgáfa árbókar sem ber heitið Græðum ísland. Hún er stórt og vandað rit og mikill meirihluti efnis er hvers kyns fróðleikur um hvaðeina er lýtur að landgræðslu og gróður- vernd. Ritið er mikill fengur fyrir alla þá sem hafa áhuga á náttúru landsins eða vilja styðja við lífríki landsins á þurrlendinu á einhvern hátt. Landgræðslan hefur greini- lega þá skoðun að þekking, bæði sérfræðiþekking og alþýðuþekk- ing, sé einn helsti hvatinn að at- höfnum fólks. Almenningur getur stutt dyggi- lega við bak þeirra Landgræðslu- manna og eflt fræðslustarfið með því að tryggja að árbókin renni hinn breiða veginn. Eintak í fjöl- skylduáskrift hjá þúsundum lands- manna er ávísun á það. Rúmar eitt þúsund krónur eru ígildi margra stráa, víöihríslna óg birkisprota. ísland græðir á þeim. Ari Trausti Guðmundsson „Því er nefnilega þannig varið að allt talið um skuldina, sem þjóðin þarf að gjalda landinu, um „nýtt landhelgis- mál“ og annað skylt, er alvörumál - svo mikilvægt að efndir mega ekki bíða.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.