Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1991, Blaðsíða 12
12 Spumingin ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1991. Lesendur Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Hulda Soffia Jónasdóttir 6 ára: Ég veit það ekki. Sigurlaug Lilja Jónasdóttir 5 ára: Ég ætla að verða hestakona og dýra- læknir. Trausti Jónsson 8 ára: Prentari eins og pabbi minn. Hann vinnur í Odda. Arna Sigrún Haraldsdóttir 8 ára: Hárgreiðslukona eða ljósmóðir. Jón Friðrik Garðarsson, að verða 8 ára: Kokkur, ég held að það sé gaman áð búa til mat. Lárus örn Lárusson 8 ára: Bygginga- meistari eins og pabbi. Skipaútgerö ríkisins: Enginn grundvöllur Eitt skipa Skipaútgerðar ríkisins, Esja, við athafnasvæði útgerðarinnar í Reykjavíkurhöfn. Skattborgari skrifar: Fyrir nokkrum vikum skrifaöi Benedikt Gunnarsson framkvæmda- stjóri grein í DV undir fyrirsögninni „Skipaútgerð ríkisins - Tíma- skekkja". Aldrei slíku vant birtist svo á síðum blaðsins svargrein frá forráðamönnum útgerðarinnar skömmu síðar. Kom þá í ljós hið at- hyglisverðasta mál. Sem sé, að þegar uppgjör lá fyrir eftir árið varð 70 milljón króna „hagnaður“ hjá út- gerðinni þegar búið var að reikna 155 milljón króna „flóabátastyrk" inn í dæmið. Ekkert var minnst á að þetta þýddi 85 milljón króna tap sem skattborg- arar yrðu að greiöa. Þessi afkoma útgerðarinnar er hálf bágborin í ljósi þess að eldri skuldir, fjármagns- kostnaður, svo og vextir voru að mestu leytí felldir niður. En á árun- um eftír 1980 stóð útgerðin í miklum og íjárfrekum framkvæmdum á hús- eignum sínum (vöruskemmu) svo og skipakaupum - keypti m.a. tvö notuð skip frá Noregi og eitt nýsmíðað frá Englandi. Þar sem afkastageta skipa iítgerð- arinnar jókst við þessar breytingar, og í harðnandi samkeppni við hin skipafélögin, hófust svo hálfsmánað- arlegar óarðbærar Færeyjasiglingar með hálftóm skip báðar leiðir. Stuttu síðar birtist á síðum dag- Konráð Friðfinnsson skrifar: Svo fór að lokum að stríð hófst gegn Vesturlöndum. Miðvikudagurinn 17. janúar 1991 verður ekki framvegis gleðidagur í hugum friðsamra manna heldur dagur mistaka, grunnhyggni og óvissu. Líka er leitt til þess að hugsa að það voru banda- menn en ekki andstæðingar þeirra sem skutu fyrsta skotinu og hleyptu þar með öllu í bál og brand og heims- friðnum í stórfeflda hættu. - Þetta segir manni að ráðamenn heimsins eru ennþá við sama heygarðshornið og fyrrum og hafa ekki fengið nægju sína af styijöldum og valdafíkn. Saddam Hussein og lýöurinn í kringum hann er ekki bamanna Guðm. Ingi skrifar: Greint var frá því í Mbl 24. jan. sl. að bæjarráð Kópavogs hefði sam- þykkt að ný kirkja fyrir Digranes- prestakall yrði reist við Víghól í Kópavogi. Nú eru þijár sóknir í Kópavogi sem fara ört vaxandi þ.e. blaðanna fréttatilkynning frá Eim- skip hf. um að það hefði skilað 300 milljón króna hagnaði á árinu 1990, en stefnt hafði verið í 350 miflj. kr. hagnað. Ekki er vitað til að Eimskip hafi fengið neinar ívilnanir í greiðsl- um á sínum framkvæmdum né á vöxtum. - Þó keypti félagið tvö stór ekjuskip og kom upp stórum krana bestur, víst er um það. En núna virð- ast Vesturlandamenn vera í „skýjun- um“ yfir velgengni heija sinna enda hafa allar árásarferðir flugheijanna gengið „vonum framar" og sam- kvæmt nýjustu fregnum (þegar þetta er ritað) hafa írakar misst 150 þús- und manns á þessum tveimur fyrstu átaka-sólarhringum. Já, það er hryllilegt að verða vitni að þvílíkum hildarleik sem á sér stað um þessar mundir við Persaflóann, vitandi að skálmöld leysir engan vanda og hefur aldrei gert. Það eina sem styijaldir bjóða er eyðilegging, dauði og hörmungar hjá saklausu fólki. Heilu borgimar verða rústir einar, engum til gagns. Og margt Kársnes-, Digranes-, og Hjallasókn. - Til stendur að reisa tvær kirkjur í austurbæ Kópavogs en Kópavogs- kirkja í Borgarholti þjónar Kársnes- prestakalli, fyrir vesturbæ Kópa- vogs. Misráðið er að reisa tvær kirkjur í Sundahöfn. Er ekki kominn tími til fyrir ráða- menn þjóðarinnar, sem sýknt og heilagt tala um sparnað í ríkisrekstr- inum svo og sölu á óarðbæram ríkis- fyrirtækjum, að losa sig við Skipaút- gerð ríkisins, þar sem enginn grund- völlur er lengur fyrir að ríkisútgerð geti borið sig? bendir nú til þess að írakar muni bíða lægri hlut í viðureign þessari við bandamenn. - Samt gæti sá draumur breyst í andhverfu sína þegar loftárásunum lýkur og kemur að framrás landhersveitanna. Auðvitað vonar maður að þessari vitfirringu ljúki sem fyrst. Eg geri mér þó grein fyrir því að ekki er víst að þessi von min rætist. Þessi skálm- öld gæti orðið þess valdandi að það kreppti að okkur íslendingum. Þess vegna legg ég til hér og nú að íslend- ingar slíðri nú sverðin og mæti þeim hugsanlegu erfiðleikum samstilltir en ekki sundraðir. í austurbæ Kópavogs. Reisa ætti eina veglega kirkju sem væri með aðstöðu þannig að tvær athafnir gætu farið fram samtímis. Einnig yrði þar góð aðstaöa fyrir safnaðarheimifl sem væri hægt að skipta niður í stóra sali. Þeir séra Þorbergur Krisljáns- son og séra Kristján Þorvarðarson ættu að heíja samstarf og einnig báð- ar sóknimar. Samstaða ætti að nást um eina stóra og fallega kirkju, frem- ur en að byggja tvær. - Samstarf sóknanna skilar sér þannig í öflugra starfi og göfugt er að sameinast um svo stórt verkefni sem kirkjubygging er. Ef litið er til staðarvals er undar- legt að ætla að taka lóð við Víghólinn þar sem er útsýnisskífa með víða fjallasýn og tel ég að kirkjan myndi byrgja útsýni í norðaustur frá skíf- unni. - Faflegur staður fyrir kirkju þessa er t.d. sunnan Digranesvegar, skammt austan Bröttubrekku, með fallegt útsýni yfir „Voginn“. Einnig hefði verið hægt að hafa kirkjuna sunnan Digranesvegar, á móts við Skálaheiði, en þar er víst búið að skipuleggja íbúahverfi. - Samein- umst um að byggja eina kirkju fyrir austurbæinga í Kópavogi. Frábærsýning Gestur skrifar: Um daginn var mér óvænt boð- iö í Nemendaleikhúsið í Lind- arbæ. Ég fór með hálfum huga því aö ég hef haft heldur nei- kvæða afstööu til Nemendaleik- htissins, án þess þó aö hafa kynnt mér starfsemi þess í gegnum árin. - En þessa kvöldstund breyttist afstaða min heldur betur. Sýnt var amerískt leikrit, Leik- soppar. í sem fæstum orðum þá var sýningin mjög skemmtileg. Leiksvið og áhorfendasvæöi er fremur óhefðbundið og skapaði stomningu þegar í upphafi. Leik- arar nýdtu sér vel nálægð við áhorfendur. -Skemmtilegtleikrít með góðum leikuram og gaf mér ógleymanlega kvöldstund. Ég hvet sem flesta til að leggja leið sína í Lindarbæ þar sem sýnt er leikrit fyrir hinn venjulega mann. Dýrirogódýrir Einar Bjaraason skrifar: Ég hef talsvert gert að því að kaupa tilbúinn mat og fara með: heim tilmín, einkum áfóstudags- kvöldum eftir vinnu. Ég hef bæði keypt kj úklinga og aðra rétti sem eru seldir til að taka með sér : heim. - Ég hef skipt' bæði við matvöruverslanir og skyndibita- staði. Ég hef tekið eftir því að undanfómu, og reyndar í tals- . verðan tíma, að vei-ðið á þessum ’ skyndibitastiiðum er orðið alh, allt of hátt. Þar er álagningin orð- in ansi há. Sem dæmi get ég gefið verö á steiktum kjúklingi í Miklagarði sem kostar heill og án nokkurs meðlætis kr. 690 en á skyndibita- stað, eins og. t.d. á Svörtu pönn- unni, kr. 1390. Þetta nær ekki nokkurri átt og hvet ég fólk til að kanna verðmismun ef það vill í raun spara peningana. Teletexf hjáSky Ari Thor skrifar: Ég horfi yfirleitt eingöngu á rík- issjónvarpið og er núna afar ánægður með að Sjónvarpið skuli senda út teletext en það er hægt að fletta upp tölvuupplýsingum um veður, leiki og ótal margt annað efni. - Flest ný sjónvarps- tæki geta tekið á móti þessu og þarf þá bara aö bíða þar til Sky News sendir út og þá virka allt i einu fullt af tökkum áfjarstýring- unni. Era þar u.þ.b, 800 blaðsíöur af upplýsinguni og skemmtiethi. Kunningi minn í Grimsey nær þessu t.d. mjög vel svo að dreiii- kerfið hjá Sjónvarpinu virðist ráða við þetta. Þeir sem eiga ný- legt sjónvarp geta því náð þcssu ef jieirhafa teletext möguleika. - Þarna sló RÚV Stöð 2 við, hvort sem þeir hjá RÚV vita af þessu eða ekki. Íþróttirí Hólminum Hólmari skrifar. í nóvember sl. var nýtt og glæsi- legt íþróttahús vigt hér í Stykkis- hólmi. Sýnd voru td. heimatilbú- in íþróttaatríði. Hæst bar þó leik héimamanna og Vals í úrvals- deildinni í körfu. - Sá leikur varð til þess að húsiö fékk þó umfjöll- un í fjölmiðlum. Svekktur Hólm- ari hringdi í Þjóðarsálina, óánægður með litla umfjöllun - og ekkert i sjónvarpsfréttum. s Sagði þá stjórnandi þáttarins að yflrleitt væri nú lítið sýnt frá svona atburðura, sama hvar á landinu væri. Og ekkert frekar frá Reykjavík. Á dögtmum var vígt nýtt íþróttahús í Þorlákshöfn og þá var sýnt frá þeim atburði í Sjónvarpinu, einniger samskon- ar hús var vígt í Hafnarfirði. - Kannski hefur umræðan þá haft ; einhver áhrif eftir állt. Útsýnisskífa á Víghóli í Kópavogi. - Ekki vill bréfritari kirkjubyggingu þar. Vesturlönd í „skýjunum“ Byggjum eina kirkju

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.