Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1991, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1991. 15 Kúvæt: í umboði Sameinuðu þjóðanna ...staöreyndin er sú að Sameinuðu þjóðirnar hafa veitt Kúvæt og bandamönnum þess vald og umboð.. Styrjöld stendur nú yfir við Persaflóa - styijöld sem hófst 2. ágúst 1990 þegar hersveitir íraks, stjómað af Saddam Hussein, réðust inn í og hertóku Kúvæt. Þessi að- gerð, að stroka Kúvæt út af landa- kortinu, er brot af verstu gerð á fullveldi þjóöar. Utanríkis- og varnarmál íslands Utanríkis- og vamarmál hafa verið mjög fyrirferðarmikil í ís- lenskri stjómmálaumræðu undan- fama áratugi. Hefur þjóðin oft á tíðum skipst í tvær fylkingar með htinn hóp inn á milli sem aldrei hefur skoðun í erfiðum málum og allra vinur vill vera. Meirihlutinn hefur stutt NATO og viðleitni vestrænna ríkja til þess að spoma við heimsútþenslu kommúnista, stýrðri af Sovétvald- inu í Moskvu. Minnihlutinn, fylk- ing vinstri manna á íslandi, hefur haft allar aðgerðir vestrænna aðila á homum sér og mótmælt, oftast í takt við hagsmuni Sovétvaldsins, af átakanlegri nákvæmni. Afstaðan til Kúvæts Afstaða meginþorra íslensku þjóðarinnar til atburðanna í Kúvæt er skýr. Þjóðin fordæmir hemám Kúvæts og styður frelsun Kúvæts. Það er hins vegar athyghsvert að fylgjast með afstöðu þeirra manna, sem vom og em í forustu fyrir vinstri menn, til þessara atburða. Hver er raunveruleg afstaða þeirra til frelsunar Kúvæts? Er hún sú sama í orði og á borði? Er enqþá borið við að menn trúi ekki þeim atburðum sem gerst hafa og að við eigum að bíða eftir því að svart verði hvítt og reynt að telja okkur trú um að hvítt sé svart? . KjaHaririn Árni M. Mathiesen dýralæknir Fjármálaráðherra 'NÞví miður virðist fjármálaráð- herra enn vera við sama heygarðs- homið. Hann reynir hvað hann getiu- að telja mönnum trú um að Saddam Hussein sé maður sem hægt sé að semja við. Hann þykist ekki trúa því sem annar ritstjóri DV hefur svo rækilega bent á að Saddam Hussein hefur aldrei ætlaö sér að semja um brotthvart herja sinna frá Kúvæt. Ejármálaráðherra reynir að halda því fram að hernaðaraðgerð- ir fjölþjóðahersins við Persaflóann séu mnnar undan rifjum Banda- ríkjamanna einna og aö Samein- uðu þjóðirnar komi þar hvergi nærri. Umboð Sameinuðu þjóðanna Á meðan staðreyndin er sú að Sameinuðu þjóðimar hafa veitt Kúvæt og bandamönnum þess vald og umboð (sbr. texta ályktunar S.Þ. þar sem eftirfarandi orð er notað: Authorize s. heimila, löghelga, lög- gilda, to authorize a person to act for one. Authority n. vald, valds- umboð, heimild: Ur Ensk-íslenskri orðahók eftir Sigurð Örn Bogason) til þess að gera allt það sem nauð- synlegt er til þess aö knýja írak til þess að fara eftir 12 ályktunum Sameinuðu þjóðanna um frelsun Kúvæts og brottflutnings hers ír- aks úr landinu. Það sem meira er, Sameinuðu þjóðimar í sömu ályktun fara þess á leit við öll þau lönd og þjóðir sem þess em umkomnar að aðstoða við þær aðgerðir sem nauðsynlegar verða taldar. Forsætisráðherra Það má segja að viðbrögð fjár- málaráðherra eigi ekki að koma á óvart en viðbrögð forsætisráðherra og að hann skuh taka undir rang- færslur íjármálaráðherra hvað varðar hlut Sameinuðu þjóðanna koma á óvart. Trúgirni forsætisráðherra á samningsvilja Saddams Husseins er afar sérstök og leiðir hugann að félagsskap forsætisráðherra við aðalstuðningsmann íraksforseta, Yasser Arafat. Hvers vegna? Hvers vegna tala mennirnir svona? Fá þeir ekki sömu fréttir og ritstjóri DV? Þýða þeir erlendan texta öðruvísi en orðabækur gefa tilefni til? Þetta vekur furðu mína og ég veit að svo er um fleiri. En hvaða ályktun ber að draga af þess- um viðbrögðum ráðherranna? Staðreyndin viröist vera sú að vinstrimenn eru enn svo fastir í hugsunarhætti kalda stríðsins og andstöðu við allt það sem Banda- ríkjunum tengist að dómgreind þeirra brestur í þessum efnum. Árni M. Mathiesen . vinstrimenn eru enn svo fastir í hugsunarhætti kalda stríðsins og and- stöðu við allt það sem Bandaríkjunum tengist að dómgreind þeirra brestur 1 þessum efnum.“ Þriðjungur tímans fer í lítið Fyrir tuttugu árum lauk tólfti hver nemandi stúdentsprófi á ís- landi. í dag er talan um 40%. Þrír af hverjumfjórum nemendum, sem ljúka grunnskólaprófi, halda rak- leiðis í framhaldsskóla. Ekkert vitað um árangur í framhaldsskólum Enginn veit hvernig skólaganga þeirra er. Engar tölur eru til um námsárangur yfir landið. Einstaka skólar fylgjast með gengi nemenda en Hagstofan hefur engar hald- bærar tölur yfir „afköst" skóla- kerfisins. Brottfall nemenda úr skóla er mikið. Af fátæklegum tölum, sem eru til, má ráða að á hverju ári heltist svo margir úr lestinni af óskilgreindum ástæðum að nemi nemendafjölda eins til tveggja venjulegra framhaldsskóla. Tvær annir í skóla - ein önn í fríi Flestir framhaldsskólar starfa samkvæmt áfangakerfi og teljast þá tvær annir í gamla skólaárinu. Haustönn lýkur með prófum í des- ember og vorönn í maí. Starfstími skólanna er 36 vikur. Þriðjungur af þeim tíma fer í próf, yfirferö prófa og í undirbúning undir næstu annir. Með öörum orðum: Heil önn gæti hæst við skólaárið. Það þekki ég af eigin raun eftír 13 ára kennslu og skólastjómun í menntaskóla og fjölbrautaskóla. Starfstími skóla miðaður við að börn fari í sveit á vorin Það er ljóst að milli skólakerfis- ins sem slíks og kennara hefur um árabil ríkt þegjandi samkomulag um ríkjandi ástand. Laun kennara þykja fremur rýr, en það er tahð KjaHarinn Þorlákur H. Helgason kennari og blaðamaður. Tekur þátt i prófkjöri Alþýðuflokksins I Reykjavík — til tekna að „frí“ em löng. Margir kennarar eru lausir allra mála um miðjan desember og hefja störf um miðjan janúar. Þeir era síðan komnir á vit auka- vinnunnar upp úr miðjum maí og hefja skólastarf að nýju í byrjun september. „Fríin“ geta því verið um það bil fjórir og hálfur mánuð- ur. Vitaskuld nýta margir tímann til aö fræðast meira til að geta bet- ur tekist á við uppfræðsluna, en starfstími skóla er enn af gömlum vana miðaður við að böm fari í sveit í maí (sem þau gera þó fæst). Tiliögur um úrbætur í fram- haldsskólum Ég fjalla í þessum.pistli einungis um framhaldsskólann. Mig langar að drepa í lokin á nokkrar tillögur til úrbóta miðað við það sem hér er sagt (og ekki sagt): 1) Samstarf skóla og heimila verði miklu nánara. Með því móti aukast kröfurnar til skólans og skilningur eykst á því sem gert er innan veggja hans. 2) Launakjör kennara verði stórum bætt. 3) Ef a.m.k. heill skóh fer til ónýtis á hverju ári vegna brottfalls nem- enda, er það þess virði að eyða nokkram ársverkum í aö kanna hvað gert er, hvernig og hvað verði af nemendum. 4) Einni kennsluönn verði þegar í stað bætt við námstímann. Það gæti þýtt smálengingu starfstíma skólanna. Skýrslugerð eykst og nemendur skrifa'sífellt fleiri rit- gerðir, en þetta stöðuga „eftirlit" með nemandanum allan námstím- ann hefur sýnilega ekki slegið á prófafarganið. 5) Námsráðgjöf verði efld til muna. Bætt ráðgjöf í skólum skilar sér í betri árangri nemenda. 6) Nemendur geti öðlast starfsrétt- indi af mislöngum námsbrautum. Tengsl við atvinnulíf verði efld. Nemendur geti útskrifast jafnt úr atvinnulífinu sem skólanum. 7) Skrúfað verði fyrir dekrið við langskólanám. Fjölmargar starfs- stéttir heimta stúdentspróf sem nauðsynlegan undirbúning, þó að sýnilegt sé að það sé í fjölmörgum tilvikum úr lausu lofti gripið. 8) Kröfur til náms verði samræmd- ar. í mörgum greinum er stelpum gert að ljúka lengra aðfararnámi að „kvennastörfum" en strákum að „karlastörfum". 9) Utanaðkomandi aðilar kenni meira í skólanum. Það er ómetan- legt fyrir skóla að fá fólk úr at- vinnulífi beint inn í'kennslustofu til að fræöa um atvinnu- og menn- ingarlíf utan veggja skólanna. 10) Fiölgað verði leiðum í skóla- kerfinu og hugað meira aö verkleg- um þáttum skólans og atvinnulífs. Það er alls ekki gefið að ahir nem- endur eigi að fara sömu leið að sama marki. í reynd ætti hver nem- andi að hafa sinn námspakka. 11) Gert verði að skyldunámsgrein að læra á samfélagið. Nemendur era þegar orðnir harðsvíraðir neyt- endur (og þurfa ekki að bíða þess að „verða eitthvað" síðar). 12) Skólar verði gerðir að sjálfstæð- um stofnunum. Yfirvöld fræðslu- mála eiga fyrst og fremst aö gæta þess að gæðin séu í samræmi við markmið. Ég veit að sumt af þvi sem hér er nefnt er þegar á dagskrá fræðsluyfirvalda. En stundum er byrjað á öfugum enda. Mikilvægt er að gera sér það fullkomlega Ijóst að enginn veit í dag í raun til hvers skólinn er máttugur. Engar heild- arapplýsingar eru til um gengi nemenda í framhaldsskólanum. Það veit því enginn hvaða gagn við höfum af skólanum. Þorlákur H. Helgason „Engar heildarupplýsingar eru til um gengi nemenda 1 framhaldsskólanum. Það veit því enginn hvaða gagn við höfum af skólanum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.