Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1991, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1991. Utlönd Saddam Hussein í viðtali við fréttamann CNN í Bagdad: Hótar að hlaða Scud- f laugar ef navopnum - segist þakklátur fyrir baráttu Vesturlandabúa gegn stríðinu Saddam Hussein hefur varaö and- stæðinga sína viö að senn hvaö líður fari Scud-eldflaugar íraka aö bera efna- og sýklavopn. Til þéssa hafa flaugarnar aðeins veröi hlaðnar hefðbundnum vopnum. Hann sagði einnig að flaugarnar gætu borið kjarnavopn. Forsetinn lét þessi orð falla aðeins fáum klukkustundum eftir að enn ein eldflaugaárásin var gerð á borgir í ísrael og Saudi-Arabíu í gærkveldi. Hótun Saddams um að nota eitur- og sýklavopn kom fram í viötali sem bandaríski stríðsfréttaritarinn Peter Arnett átti við hann í Bagdad. í viðtalinu sagði Saddam aðspurð- ur að hann mundi nota þau vopn sem jöfnuðust á við vopnin sem beint væri gegn írökum. Þetta er fyrsta viðtalið sem tekið er við Saddam eft- ir að gagnsókn bandamanna hófst þann 17. janúar. Hann hefur áður hótað liði bandamanna leynivopnum en ekki sagt svo berum orðum að írakar hyggist hlaða Scud-eldflaugar sínar eiturvopnum. Eiga ekki kjarnavopn Vestrænar leyniþjónustur segja að írakar hafl yfir þessum vopnum að ráða en ekkert bendi til að þeir hafi lokið við smíði kjarnorkusprengju. írakar hafa ekki hikað við að nota efnavopn í hernaði. Þáð sannaðist í stríðinu við írana á síðasta áratug og einnig gegn Kúrdum í norður- héruðum landsins fyrir rúmum tveimur árum. Þá létu 4000 óbreyttir borgarar lífið á einu kvöldi. í viðtalinu viö Peter Amett virtist Saddam mjög rólegur og yfirvegaður. Hann var spurður hvort hann hefði einhverjar efasemdir um að stríð hans við bandamenn kynni að vera fyrirfram tapað. Hann sagðist ekki efast um sigur íraka. Réttlætanlegt að nota olíuna Saddam sagði ennfremur að rétt- lætanlegt væri að nota olíu sem vopn í þessu stríöi vegna þess að banda- menn hefðu hafið þann leik með því að gera árásir á olíubirgðastöðvar Saddam Hussein sagði í viðtalinu við Peter Arnett að hermenn hans myndu ávinna sér virðingu alls heimsins þegar bardagar hæfust á landi. Hér er hann í liðskönnun á vígstöðvunum. Simamynd Reuter íraka. Þetta er fyrsta vísbendingin frá írökum um að þeir hafi viljandi dælt olíu í Persaflóa síðustu daga en þeir hafa til þessa haldiö því fram að olíuflóðið þar stafaði af loftárás- um bandamanna. Saddam var spurður um írösku flugvélarnar sem síðustu daga hafa lent á flugvöllum í íran. Deildar meiningar eru um hvort flugmenn þeirra eru liðhlaupar eða hvort hug- myndin er að geyma vélarnar á ör- uggum stað og nota þær á síðari stig- um stríðsins. Saddam sagði að írakar og íranar hefðu svipaðar skoðanir á stríðinu og báðar þjóðimar litu á það sem stríð milli hinna trúuöu og heiðingj- anna. Með þessum orðum gaf hann í skyn að íranar kynnu að skila flug- vélunum en þeir hafa þó heitið að gera það ekki fyrr en að stríðinu loknu. Saddam tók þó fram að hann myndi virða hveija þá afstööu sem íranar tækju til málsins. Þakklátur friðarsinnunum Saddam sagði að guð einn réði hve- nær stríð á landi hæfist. Hann sagði að hermenn íraka myndu ávinna sér virðingu alls heimsins þegar hæfni þeirra í bardögum yrði lýðum ljós. Hann sagðist óska Bandaríkja- mönnum alls hins besta og vona að enginn þeirra manna þyrfti að láta lífið. Hann sagðist einnig þakklátur fyrir friðargöngur á Vesturlöndum og baráttu manna þar gegn stríðinu. Reuter Saddam Hussein virtist rólegur og yfirvegaður i viðtalinu. Simamynd Reuter Arnett sagður reyndasti stríðsfréttaritari heims Peter Arnett, starfsmaður CNN-sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku. Símamynd Reuter Það þykir engin tilviljun að eini vesturlenski fréttamaðurinn í Bagdad skuli vera Peter Arnett. Hann er líklega reyndasti stríðs- fréttaritari heims. Hann hefur orðið vitni að stríðshörmungum frá því snemma á sjöunda áratugnum. í Ví- etnamstríðinu varð hann að nokkurs konar goðsögn og fyrirmynd margra annarra. Hann fékk einnig mestu viðurkenningu sem bandarískum blaðamönnum er veitt, það er Puhtz- erverðlaunin. Amett var lengur í Víetnam en nokkur annar fréttamaður eða í 13 ár. Frá 1962 til ársloka 1975 starfaði hann þar fyrir AP-fréttastofuna. Fréttir hans bámst um allan heim. Hann var á sjálfum vígvellinum og þegar til Saigon kom gat hann leið- rétt tilkynningar blaðafulltrúa hers- ins. Amett fór ekki frá Saigon áöur en hermenn Noröur-Víetnam tóku borgina eins og flestir aðrir banda- rískir fréttamenn. Hann var beðinn að koma heim en neitaði og hélt áfram skrifum sínum. Peter Arnett, sem nú er 57 ára, hélt áfram að starfa sem stríðsfrétta- ritari að loknu Víetnamstríðinu. Þeg- ar AP-fréttastofan vildi fela honum önnur verkefni fór hann yfir til CNN-sjónvarpsstöðvarinnar. Síðan hefur hann fylgst með stríðum í Mið- austurlöndum, Afganistan og Mið- Ameríku. í nokkur ár starfaði Arnett í Moskvu fyrír CNN. Hann var ekki ánægður þar því sjónvarpsstöðin vildi ekki leyfa honum að ferðast um sovésku lýðveldin og greina frá deil- um og róstum í þeim. Síðustu árin hefur Arnett haft bækistöð í ísrael. Hann bað um að fá að fara til Bagdad, ekki vegna þess að hann þyrfti að sanna eitthvað meira, eins og hann sagði, heldur vegna þess að hann vildi ekki missa af tækifærinu. 28. janúar 08.40 - írakar segjast hafa skotiö niður flugvél bandamanna. Sögðu þeir liana hafa fallíð log- andi til jarðar i Tyrklandi en tyrknesk yfirvöld vísa fréttinni á bug. 09.15 - Jórdanskir fióttamenn fá að fara frá írak. 10.40 - írönsk yfirvöld segja þrjá- tíu og sex íraka hafa flúið yfir landamærin um nóttina og beðið um hæli. 12.40 - Einn leiðtoga írösku sijórnarandstöðunnar segir menn sina muni berjast gegn bandamönnum ef til átaka kemur á landi. 14.10 - írakar segja loftárás bandamanna á olíubirgðastöð í Kúvæt hafa orsakað olíuflóðið. 15.15 - Bandaríkjamenn tilkynna að þeir hafi misst Harrier-flugvél í orrustu. Er það fyrsta tilkynn- ing bandamanna um flugvéla- missi síðastliðnar 72 klukku- stundir. 15.29 - Olíumálaráðherra Saudi- Arabíu segir íraka hafa dælt yfir ellefu milljónum tunna af hráolíu í Persaflóa. 15.48 - Sovéskur herforingi segir bandamenn hafa hæft íraskar efna- og sýklavopnageymslur en margar séu enn heilar. 15.57 - Kohl Þýskalandskanslari ítrekar boð þýskra yfirvalda um aðstoð til handa ísraelum gegn eldflaugaárásum frá írak. írakar komu sér upp vopnabirgðum með aðstoð þýskra fyrirtækja. 18.02 - Heimildarmenn breska hersins segja um hundrað írask- ar flugvélar hafa lent í íran frá þvi að stríðiö hófst. 18.10 - írakar skjóta eldflaug að Riyadh, höfuðborg Saudi-Arabíu. Tilkynnt er að hún hafí verið skotin niður. 19.12 - Eldflaugaárás á ísrael frá írak. Sjónarvottar segja brot úr eldflaug hafa fallið á Vesturbakk- ann. ísraelski-herinn segir engan hafa særst. 19.38 - Bandaríkin og Sovétríkin fresta fyrirhuguðum leiðtoga- fundi sem ráðgerður var í Moskvu 11. til 13. febrúar. Ástæð- an er sögð vera Persaflóastríðið. 19.59 - Varaforseti Sýrlands sakar ísrael um að hagnýta sér stríðið. Segir hann aukna fiárhagsaðstoð til ísraela muni hindra fríðarvið- leitni í Miðausturlöndum. 20.43 - Fréttaritari CNN-sjón- varpsstöðvarinnar bandarísku, Peter Arnett, kveöst hafa tekið viðtal við Saddam Hussein íraks- forseta í Bagdad. 21.41 - írakar segja stríðsfanga hafa særst í loftárásum banda- manna. 29. janúar 00.30 - Bandaríska sjónvarpsstöð- in CNN hefur það eftir Saddam Hussein að Scud-eldflaugar hans geti borið kjarnorku-, efna- og sýklavopn. í sjónvarpsviðtalinu útilokar Saddam ekki að efna- vopnum verði beitt. 01.05 - Sendiherra írans hjá Sam- einuöu þjóðunum kveðst hafa fullvissað framkvæmdastjóra stofnunarinnar um að stjórn hans muni kyrrsetja þær irösku flugvélar og flugmenn sem komiö hafa til írans þar til stríðinu lýk- ur. 01.30- Talsmaður Bandaríkjahers segir sérfræöinga munu þurfa aö hreinsa tvo oliuflekki. Annar þeirra er þegar sagður farinn að menga strendur Saudi-Arabíu. 01.50 - Meirihluti fulltrúa í Ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna ákveður að verða ekki við beiðni ýmissa arabaþjóða um opnar umræður um Persaflóastríðið. 03.04 - Handsprengjum varpað inn í skrifstofu British Petroleum í Aþenu. 06.05 - Sendiherra írans hjá Sam- einuðu þjóðunum kveðst í út- varpsvíðtali við íranska útvarpið hafa komiö á framfæri mótmæl- um við yfirvöld í Bagdad vegna lendinga íraskra flugvéla í iran.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.