Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1991, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1991, Qupperneq 2
FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1991. 2 Fréttir Jarðgangagerð á Vestflörðum: Afleggjari til Suðureyrar kostar rvf lega milljarð - hagkvæmara að greiða hverri fjölskyldu 14 milljónir 1 brottflutningsbætur „Kostnaðurinn við jarðganga- gerðina á Vestfjöröum myndi lækka um þriðjung, eða ríflega einn milljarð ef hætt yrði við af- leggjarann í átt að Suðureyri við Súgandafjörð. Þaö er síður en svo of seint að gera þessa breytingu því enn höfum við ekki sent útboðs- gögn til þeirra 15 verktaka sem við ætlum að leita tilboða hjá. En drag- ist ákvörðun um þetta fram yfir undirskrift á verksamningum, sem við áætlum að verði í júní, gæti það kostað einhverjar milljónir í bæt- ur,“ segir Hreinn Haraldsson, yfir- jarðfræðingur hjá Vegagerð ríkis- ins. Eins og fram kom í DV í gær eru uppi efasemdir hjá bæði stjórn- málamönnum og innan Byggða- stofnunar um að rétt sé að verja miklum fjármunum í að tengja Suðureyri viö Ísaíjörð með jarð- göngum þar sem sýnt þyki að byggð muni leggjast þar af á næstu árum. Byggðastofnun hefur þegar lagt blessun sína yfir að Hlutafjársjóð- ur selji togara staöarins sem mun þýða enn meiri samdrátt í atvinnu- lífinu þar. í blaðinu lét Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra þau ummæli falla að ekkert vit væri í því að bora ónauðsynleg göt í fjöll til þess eins að síðasti íbúinn handan þeirra geti flutt á brott. Á Suðureyri búa einungis um 360 manns og hefur íbúum þar farið ört fækkandi á undanfómum ámm. Það sem einkum hefur hindraö enn frekari fólksflutninga þaðan er hversu illseljanlegar eign- ir eru og eru mikhr fjármunir bundnir í þeim, einkum húseign- um. Þess má geta að miöað viö að fjórir séu i fjölskyldu mætti greiða hverri og einni alit að 13 til 14 millj- ónir í bætur við að flytja burtu, fyrir þá fiármuni sem ella myndu fara í afleggjarann í jarðgöngun- um. -kaa Steindór GK fer vart á flot aftur og mun sjálfsagt liöast i sundur á næstu dögum undir Krisuvíkurbergi. Rannsókn- arlögreglan í Hafnarfirói yfirheyröi í gær áhafnarmeðlimina átta um strandið og á næstunni verður haldið sjópróf þar sem atburðarásin verður skýrð. DV-mynd Ægir Már Heimildarlagafrumvarp iðnaðarráöherra um álver: Ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar - reynum að leysa deiluna segir forsætisráðherra Ráðherrar úr öllum stjórnarflokk- unum eru efins um réttmæti þess að Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra semji og leggi fram á þessu þingi heimildarlagafrumvarp til undirrit- unar álsamnings. Þeir halda því fram að það séu ekki efnislegar forsendur fyrir því að gera þetta nú. Útkoman úr samningaferð Jóns til New York á dögunum sé ekki þess eðlis. „Það er rétt að það er ekki sam- staða innan ríkisstjórnarinnar um heimildarlagafrumvarpið. En ég á von á því að við leysum það mál eins og önnur innan ríkissfiómarinnar. Álmálið er á þeirri leið að hægt er aö afgreiða það svo allir geti verið sáttiF," sagði Steingrímur Her- mannsson. Hann sagðist ekki vilja fullyrða að frumvarpið næði í gegn á þessu þingi. Þó benti hann á að þaö væru tak- markaðar heimildir sem þyrfti að fá. Iðnaðarráöherra hefði heimild til að gera samning. Það væru heimildir til að virkja og heimildir til lántöku þess vegna. Hann sagði ljóst að sex til tólf mánaða töf gæti orðið á að framkvæmdir hæfust. „En það dettur auðvitað engum í hug aö stefna í milljarða fram- kvæmdir nema hafa fullbúinn samn- ing í höfn,“ sagði Steingrímur. Jón Sigurðsson iðnaðarráöherra sagðist vera að leita leiða til að koma málinu í gegnum þingiö, þannig að skýr vilji Alþingis væri fyrir því að álver á Keilisnesi rísi. Hann sagðist vera ósammála þeim ráðherrum sem segðu að ekki væri hægt að finna farveg fyrir þetta mál nú. „Það verður aö liggja fyrir að ekki standi á okkur íslendingum ef og þegar þær stíílur bresta sem nú eru í málinu. Þar á ég viö fiármögnunar- leiðina. Þeim mun skýrari sem vilji Alþingis er í máhnu, þeim mun auð- veldari veröur fiármögnunin,“ sagði Jón Sigurðsson. Hann sagðist vera bjartsýnn á að samkomulag tækist um álmálið inn- an ríkisstjórnarinnar. -S.dór Urgur í reykingafólki á Landspítalanum: Hótað að slökkva í sígar- ettunum með brunaslöngu - starfsmaður telur vera njósnað um reykingafólk „Við erum hér nokkuð stór hópur sem enn reykjum og höfum flest hugsað okkur að halda því áfram. Okkur finnst þetta reykingabann, sem sett var á um áramótin, hins vegar hafa snúist upp í andhverfu sína þar sem ástandið er hálfu verra en það var fyrir reykingabann. Reykingafólk hefur ekki lengur kompu til að reykja í og því er verið að reykja á öÚum mögulegum og ómögulegum stöðum um allan spítal- ann. Það er reykt í kompum, her- bergjum og á salernum. Lyfturnar hafa meira að segja verið stoppaðar milli hæða til að fólk gæti reykt. Þetta hefur meira að segja gengið svo langt að okkur finnst eins og einn maður á vegum spítalasfiómarinnar hafi þaö meginlúutverk að njósna um reykingafólk hvar sem það finnst. Sumir taka aðfinnslur mannsins afar nærri sér óg eru í hálfgerðu rusli eftir að hafa hitt hann. Hann mun þannig hafa ógnaö nokkrum sem voru að reykja meö brunaslöngu og hótað að „slökkva í“. Þetta nær ekki nokkurri átt,“ sagði starfsmaður á Landspítalan- um, sem ekki vildi láta nafns síns getið, í samtali við DV. Reykingabannið hefur staðið á Landspítalanum frá áramótum. Plaköt hanga upp um alla veggi þar sem minnt er á bannið og rekinn er áróður fyrir heilbrigöara líferni. Á einu þessara plakata stendur reynd- ar aö reykingabann sé í gildi en neð- ar stendur í einni setningu aö starfs- fólk megi reykja á sérstaklega merkt- um svæðum. Þau svæöi eru hins vegar ekki til. Það hefur valdið einna mestri óánægju meðal reykinga- manna á spítalanum. DV ræddi við umræddan mann og visaði hann öllu tali um njósnir og annað sem fram kemur hér að ofan á bug. Hins vegar sagðist hann minna fólk, sem væri að reykja, á reykingabannið. „Það á að fara eftir reglunum. Sum- ir verða mjög pirraðir þegar þeir eru minntir á það,“ sagði maðurinn. „Áður höfðum við sal við hliðina á matsalnum þar sem við gátum reykt engum til armæðu, langt frá öllum sjúklingum. Hann var tekinn af okk- ur en við viljum fá hann aftur. Þá hættir fólk að reykja í laumi um allt hús öllum til ama, sjúklingum og öðrum. Auk þess skapast eldhætta en um daginn kviknaöi í ruslafótu af völdum sígarettu. Ég ætla ekki að hætta að reykja og verð að finna mín ráð. Ég get farið út fyrir eins og margir en það eru sumir sem þola það ekki,“ sagði reykingamaöurinn. Viðmælandi sagði að sjúklingar og aðstandendur væru hættir að spyrja um leyfi til aö reykja á gangi fyrstu hæöarinnar. Þar reykti fólk nánast eins og því sýndist. „Við erum stærri hópur en margir halda. Ég á ljósrit af 500 undirskrift- um gegn reykingabanni sem stjóm spítalans hefur fengið. Það er urgur meðal þessa fólks." -hlh Verðbólgan 2,4 prósent Verðbólgan í febrúar er 2,4 pró- sent, samkvæmt hækkun lánskjara- vísitölunnar í mánuðinum. Lán- skjaravísitalan sem tekur gildi 1. mars veröur 3009 stig sem er aöeins 0,2 prósent hækkun frá 1. febrúar. Þessi hækkun jafngildir 2,4 prósent verðbólgu á ári. Spáð er að verð- bólgan á öllu árinu verði í kringum 7 prósent. -JGH Davíö Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna: Róm ekki byggð á einum degi „Ég heyri ekki lýsingar á borð við þær sem þú hefur heyrt. Eins og málið horfir við okkur hefur dregið heilmikið úr reykingum á spítalan- um. Langflestir sem ég hef talað við segja að fólk sem þeir þekki sé al- mennt að reyna að hætta aö reykja. Við verðum að efla fræðsluna um reykingar til muna, reyna að upplýsa fólk um heilsuvandann sem tengist reykingum. Það tekur sjálfsagt ein- hvern tíma fyrir þessa fræðslu að skila árangri. Róm var ekki byggð á einum degi,“ sagði Davið Á. Gunn- arsson, forsfióri Ríkisspítalanna, við DV. - Er raunsætt að búast við að allir hætti að reykja, að árangurinn verði 100 prósent? „Ég hugsa að okkur takist að nálg- ast þaö takmark að fólk reyki alls ekki í vinnunni. Það er búið að telja mér trú um það af sérfræðingum að langstærstur hluti fólks muni hætta aö reykja í vinfiunni. Okkur tekst kannski ekki að ná þeim árangri aö fá fólk til að hætta að reykja alveg. Það væri þó æskilegast." - Hefur sfiórn spítalanna fengið mann til að fylgjast sérstaklega með reykingafólki? „Nei, þarna sjáum bara þetta innra aðhald sem ég var að tala um. Eftir- litið meö því að reglurnar verði fram- kvæmdar kemur frá fólkinu sjálfu. Við ætlum ekki að stofna neina sér- syeit.“ -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.