Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1991, Qupperneq 5
■ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 199Í.
5
Fréttir
Byggðastefna stjómvalda á undanfömum árum:
Miklir fjármunir en
takmarkaður árangur
- forsætisráðherra boðar breytta stefnu 1 byggðamálum
Þeir eru sammála um það framsóknarmenn að gera verði umfangs-
miklar breytingar á byggðastefnunni til að tryggja jafna byggð úti um
allt land. Það er hagkvæmt og má kosta sitt, sögðu þeir Jón Sveins-
son, Steingrimur Hermannsson, Jón Helgason og Stefán Guðmundsson.
DV-mynd GVA
„Því miður hefur byggðastefna
sú, sem stjórnvöld hafa rekið á
hðnum áratug, ekki skilað þeim
árangri sem vonir voru bundnar
við, og það þrátt fyrir að miklir fjár-
munir hafi verið settir í hana. Við
verðum að horfast í augu við þá
þróun sem verið hefur og fram-
fylgja stefnu sem snúið getur vörn
í sókn. Jöfn þróun byggðar í
landinu er hagkvæm en til að svo
geti orðið þurfa að koma til víð-
tækar aðgerðir af hálfu stjórn-
valda,“ sagði Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra á
blaðamannafundi í vikunni.
Á fundinum boðaði Steingrímur
umfangsmiklar breytingar á skipu-
lagi og starfsháttum Byggðastofn-
unar og kvaðst leggja mikla
áherslu á að lagafrumvarp þess
efnis fengi afgreiðslu á yfirstand-
andi þingi. Um er að ræða breyting-
ar sem byggja á niðurstöðum
tveggja nefnda sem unnið hafa út-
tekt á þessum málum.
Byggðanefnd forsætisráðherra,
sem skipuð var fulltrúum allra
þingflokkanna, leggur til að lögum
um Byggðastofnun verði breytt og
henni falið aö gera byggðaáætlun
til fjögurra ára sem forsætisráð-
herra leggi fyrir Alþingi til stað-
festingar á minnst tveggja ára
fresti. Einnig gerir nefndin tillögu
um aukinn stuðning stofnunarinn-
ar við atvinnuþróun úti í byggðar-
lögunum, til dæmis með því að út-
vega áhættufjármagn og koma á fót
atvinnuþróunarfélögum. Formað-
ur nefndarinnar var Jón Helgason
alþingismaður.
Nefnd, sem fjallaði um breitt
skipulag Byggðastofnunar og
fyrstu aðgerðir í byggðamálum,
skilaði einum tíu tillögum um að-
gerðir. í nefndinni áttu sæti fulltrú-
ar stjórnarflokkanna og formaður
hennar var Stefán Guðmundsson
alþingismaður.
Nefndin leggur meðal annars til
að meira vald verði fært til héraða,
kjördæmin verði efld stjórnsýslu-
lega og efnahagslega, héraðsmið-
stöðvum verði komið á fót í hverju
kjördæmi og að Byggðastofnun
taki upp stefnumótandi áætlana-
gerð með virkri þátttöku heima-
manna.
Að auki leggur nefndin til að
meirihluti nýrra starfa í opinberri
þjónustu verði til á landsbyggð-
inni, sveitarfélög verði sameinuð,
atvinnuþróunarfélög efld, skipu-
lagi sérleyfa í farþegaflutningum
verði breytt, fjárhagur Byggða-
stofnunar verði efldur og að
byggðasjónarmiða veröi gætt í al-
mennri efnahagsstjórn.
Athygli vekur að nefndin vill að
Rafmagnsveitur ríkisins og Lands-
virkjun verði sameinuð í eitt orku-
öflunar- og dreifingarfyrirtæki sem
ríkið eigi meirihluta í. Með þessu
telja nefndarmenn að tryggja megi
jafnt raforkúverð til allra dreifl-
veitna.
-kaa
Höfn:
200 þúsund lítra vatns-
qeymir tekinn í notkun
Júlia Imsland, DV, Hö6i:
Nýr 200 þúsund lítra vatnsgeymir
Vatnsveitunnar á Höfn var formlega
tekinn í notkun laugardaginn 9. febr-
úar og í því tilefni \jar bæjarbúum
boðið að skoða bygginguna. Áuðvitað
skáluðu menn í ísköldu vatni og var
ekki annað að sjá en það bragðist
vel. Frá útsýnisturni efst á geymin-
um verður í framtíðinni hægt að sjá
vítt og breitt um einn fegursta stað
á landinu.
Sturlaugur Þorsteinsson bæjar-
stjóri rakti sögu vatnsveitu á Höfn
og gat þess að gerð vatnsveitu hefði
verið á dagskrá á'fyrsta hrepps-
nefndarfundinum sem haldinn var á
Höfn.
Heildarkostnaður við byggingu
nýja geymisins verður um 59 milljón-
ir króna en eftir er að setja klæðn-
ingu utan á geyminn. Meðalvatns-
notkun á dag hér er um 4000 rúm-
metrar.
Nýi vatnsgeymirinn á Höfn. DV-mynd Ragnar Imsland
... í bílaviðskiptum
FYLGSTU MEÐ!