Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1991, Side 7
7
.Ui IJD.wJfUM.'-.
FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1991.
dv Sandkom
Bugaðist loksins
Sandkornsrit-
ariheyrðiaf
lækninokkram
semgetiðhafði
sérgottorðá
sjukrahiisum ;i;
útiíhinum
stóraheimi.
har hióhann
ásamt konuog
börnumog
hafðiþaðað
sögn allgott Vegna þróunar í heims-
málum varð umræddur læknir fyrir
þ vi að vinna við heldur óskemmtileg-
um kringumstæður þar sem aldrei
var vitað hvað næsti dagur eða næsti
klukkutimi bæri í skauti sér. Þótti
reynsla sú er maðurínn hlotnaðist
ógurleg og álagið svo mikið að vel-
flestir hefðu hrdnlcga bugast undan
álaginu. Til að gera langa sögu stutta
þá komst læknirinn þó á endanum
til fósturjarðarinnar og hóf að sinna
sínum störfum á hérlendu sjúkra-
húsi. Við tók dagleg rútína þar sem
óvæntar uppákomur eða áföli voru
ekki daglegt brauð. En þar kom að
lækninum féllust hendur og hann
næstum bugaðist. Ekki var þaö vegna
sprengjuárása eða sundurlimaðra
búka, sveltandi barna eða annarra
hörmunga. Ó nei. Það sem áfallinu
olli var ekki annað en venjulegt hvítt
umslag frá launaskrifstofu ríkisins.
Vel kvæntur
; Mögulegur
slagurumfor-
mannssa.'ti í
Sjallstfcðis- :
flokknumhef-
urveriðmjög
tii umfjöllunar
síðustudaga.
Biðamenn.
spenntireftir
því hvortDavíð
fariiÞorstein
og Þorsteinn fari í Davíö svo úr verði
hinn myndarlegasti hanaslagur. Ein-
hverjir Davíðsmanna eru sagðir hafa
gengið út frá þ ví sem vísu að Þor-
steinn drægi sig tfl baka áður en á
hólmínn værikomið. Færi jafnvel
eins og með Friðrik Sóphusson hér
um árið. Segja kunnugir að þar hafi
ákafir Daviðsmenn tekið heldur bet-
ur skakkan pól í hæðina. Hafl þeir
ekki tekið með í reikninginn að Þor-
steinn er gifturinn í Rafnarættina.
Rafnarfólídð mun að sögn vera þekkt
tyrir allt annað en að gefast upp og
lyppast niður þó gefi á bátinn.
Sérsveitir
í kráarölt
Einsoggefttr
aðskitjaþýðir
ekkiaðvera
mcðnciimhalf-
kæringþogar
menn eru í
þjónustusér-
sveitafjár-
málaráðherra.
t>;erverða m;
sendaráým.sa
þástaðiþar
sem grirnur leikur á að menn fitlí við
vaskinn. Meðal staða eru einhver
öldurhús og aðrir samkomustaðir
gleðinnar. Heyrst hefur að úrvals-
deild sérsveitanna setji nú á sig slifsi
og klæðist jakka, vopnaðir opinber-
mn fjármunum. Er þeim þá uppálagt
að kaupa drykki og þjónustu á áður-
nefndum stöðum og fylgjast með
hvort sjóðsvélar mali í réttum tón.
Hefur einnig komið til tals að heim-
sækja ýmsa þá karlaldúbba sem feng-
ið hafa lítt klæddar stúlkur til að
hafaofanaffyrirsér.
Starfþetta
virðisthafaá
sérskemmti-
legriogæsi-
legrihliðaren
mennáttuvon
á. Erspáði
hvortekkisé ,
löngröðum-
sækjendafyrir
utan Arnar-
hvol þessadag-
ana. Hljóti allir að vera óhnir í að
kaupa drykki og þjónustu upp á svo
fín bíttt Þá hafa menn velt því míkið
fyrir sér hvort ekki megi eiga von á
liðhlaupi úr öörum sérsveitum á
launaskrá hins opinbera sem oftar
en ekki hafa séð blöðum fyrir fyrir-
sögnum.
Umsjón: Haukur L. HðUksson
Fréttir
Júlíus Sólnes:
Ástand sorphirðu
þjóðinni til vansa
- vill verja 100 milljónum árlega til úrbóta
Sorphirðu- og endurvinnslunefnd
umhverfismálaráðuneytisins leggur
til að Alþingi komi sér upp sjóði til
að aðstoða sveitarfélög við sorp-
hirðu, að sveitarfélög fái árlega 100
milljónir úr ríkissjóði til að standa
straum af stofnkostnaði vegna sam-
eiginlegrar sorphirðu í byggðasam-
lögum og að fórgun úrgangs skuli
greidd af þeim sem honum valda.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá
nefndinni sem Júlíus Sólnes um-
hverfisráðherra kynnti á blaða-
mannafundi í vikunni.
í skýrslunni er einnig lagt til að
sérstakt umhverfisgjald verði lagt á
vörur sem innihalda hættuleg efni
og að settar veröi hertar reglur um
merkingar hættulegra efna.
JúIíusSólnes segiraðástandsorp-
fórgunar hér á landi sé mun lakara
en tíðkast í ffágrannalöndunum og
sé það þjóöinni til vansa. Hann segir
ástandið slæmt og jafnvel mjög
slæmt á einum 32 stöðum á landinu
en einungis þolanlegt á 10 stöðum.
-kaa JúlíusSólnes segiraðástandsorphirðumálaséeinungisþolanlegtálOstöðumálandinu. DV-myndGVA
Landleiðin Reykjavlk-Akureyri:
Saxast á slæma kaflann í Öxnadal
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii:
Vegarkaflinn frá Bægisá í Hörgár-
dal aö Norðurárdal í Skagafirði er
mörgum þyrnir í augum sem aka
landleiðina milh Reykjavíkur og
Akureyrar, enda er þetta eini langi
kaflinn á leiðinni sem ekki er lagður
bundnu slitlagi.
Á hverju ári styttist þessi kafli
hinsvegar og í sumar verður unnið
að tveimur vegarköflum á þessari
leið og eiga þeir báðir að vera tilbún-
ir undir bundið slitlag í haust.
Annarsvegar er um að ræða kafl-
ann frá Bægisá að Þverá. Þar vinna
starfsmenn Jarðverks sf. aö upp-
byggingu 8,8 km langs kafla sem á
að vera tilbúinn undir bundið sfitlag
15. september, og Vegagerðin áform-
ar að leggja shtlag á þann kafla í
haust ef aðstæður leyfa.
Þá hafa nú verið opnuð tilboð í
næsta kafla sem er frá Þverá, um
Hólana í Öxnadal aö bænum Engi-
mýri, en þessi kafli er um 3,8 km
langur. Afls bárust 15 tilboð í þetta
verk, en um er að ræða byggingu
brúar yfir Þverá og uppbyggingu
vegarins að öðru leyti. Kostnaðar-
áætlun hljóðaði upp á 56 milljónir
króna, en lægsta tlboðið í verkið átti
Sveinn Guðmundsson í Reykjavík
sem vill vinna verkið fyrir 38,6 millj-
ónir eða 69% af kostnaðaráætlun.
Þessu verki á að vera lokið um
miðjan október en bundið slitlag
verður ekki sett á þennan kafla fyrr
en á næsta ári.
íslendingar draga ekki
úr ferðum til Englands
- á sama tíma eru erlendlr feröamenn hræddlr
íslendingar hafa sárahtið dregið úr
ferðalögum til Englands síðustu vik-
urnar þrátt fyrir að fjöldi erlendra
feröamanna til heimsborgarinnar
London hafi stórlega minnkað af ótta
við hryðjuverk í borginni.
Margrét Hauksdóttir, upplýsinga-
fulltrúi hjá Flugleiðum, segir að fé-
lagið hafi ekki hætt að fljúga tif Lon-
don frekar en önnur flugfélög.
„Önnur flugfélög hafa dregið úr
ferðum þangað vegna færri bókana.
Hjá okkur er ekki um neina verulega
fækkun að ræða og því höfum við
ekki séð ástæðu til að dragauir flugi
til London."
Margrét segir að engin fækkun
hafi orðið á fjölda farþega hjá Flug-
leiðum í janúar boriö saman við jan-
úar í fyrra en hins vegar hafi orðiö
vart viö lítiis háttar fækkun í febrúar
á öllum hefðbundnum Evrópuleið-
um.
„Það er fjölgun á Atlantshafsleið-
inni hjá okkur í febrúar en á hefð-
bundnum Evrópufeiöum hefur að-
eins dregið úr fjölda farþega. Okkur
virðist að það hafi einna helst dregið
úr viðskiptaferðum," segir Margrét.
-JGH
Það voru sárafáir farþegar á Heathrow-flugvelh i London a manudaginn.
Um morguninn hafði sprengja sprungið á Viktoríu-járnbrautarstöðinni og
þennan dag var líka tilkynnt um sprengju á Heathrow. Það reyndist vera
sprengjugabb. Simamynd Reuter
Kvennalistinn:
Framboðslistinn
íReykjavík
Framboðslisti Kvennaiistans i
Reykjavík til komandi afþingis-
kosninga hefur verið ákveðimi.
Efstu sæti fistans skipa:
1. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, 2.
Kristín Einarsdóttir, 3. Kristin
Ástgeirsdóttir, 4. Guðrún J. Hall-
dórsdóttir, 5. Guðný Guðbjörns-
dóttir, 6. Þórhildur Þorleifsdóttir,
7. Sigrún Helgadóttir, 8. ína Gis-
surardóttir, 9. Hólmfriður Garð-
arsdóttir, 10. Sólveig Magnús-
dóttir, 11. Drífa Hrönn Kristjáns-
dóttir, 12. Anna Jónsdóttir, 13.
Þóra Kristín Jónsdóttir, 14.
Margrét Ögn Rafnsdóttir, 15.
Guðrún Erla Geirsdóttir, 16.
Magdalena Schram, 17. Margrét
ívarsdóttir og 18. Margrét Pálma-
dóttir. -hlh
Framboðslistinn í
Norðuriandi eystra
öm Þórarinssan, DV, ökrum:
Gengið hefur verið frá fram-
boðslista KvennaUstans á Norð-
urlandi vestra til komandi al-
þingiskosninga. Efstu sæti listans
skipa:
1. Guörún Lára Ásgeirsdóttir, 2.
Sigríöur Friðjónsdóttir, 3. Anna
Hlín Bjarnadóttir, 4. Kristín
Líndal, 5. Steinunn Erla Frið-
þjófsdóttir og 6. Inga Jóna Stef-
ánsdóttir.
Alþýöuflokkurinn:
Framboðslistinn
áVesturlandi
Framboösfisti Alþýðuflokksins
í Vesturlandskjördæmi var
ákveðinn á fundi kjördæmisráðs
um helgina. Efstu sæti listans
skipa:
1. Eiður Guðnason, 2. Gísli S. Ein-
arsson, 3. Sveinn Þór Elínbergs-
son, 4. Guðrún Konní Pálmadótt-
ir og 5. Ingibjörg J. Ingólfsdóttir.
-hlh