Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1991, Síða 8
8
FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1991.
Útlönd______________________________________________________
Friðarumleitanir í Persaflóastríðinu taka nýja stefnu:
Bush vill ný ákvæði í
tillögur Sovétmanna
- þar á meðal er fjögurra daga frestur fyrir íraka að fara frá Kúvæt
George Bush Bandaríkjaforseti
hefur beðiö Mikail Gorbatsjov Sovét-
forseta að herða skilyrðin sem Sovét-
menn setja í friðartillögum sínum til
íraka. Bush vill að ákveðin tíma-
mörk verði sett á hvenær írakar
verði búnir að flytja her sinn frá
Kúvæt. i því sambandi er talað um
íjóra daga.
Það er bandaríska dagblaðið Was- •
hington Post sem hefur þetta eftir
háttsettum embættismönnum í
bandaríska stjórnkerfmu. Blaðið
hefur eftir sömu heimildum að írök:
um verði einnig sett þau skilyrði aö
^sleppa öllum stríðsföngum og gefa
upp hvar jarðsprengjur eru grafnar
í jörðu.
Þessar fréttir hafa ekki fengist
staðfestar opinberlega og vitnar
blaðið til ónefndra heimildarmanna.
Bush hefur áður sagt að friðartillög-
ur Sovétmanna gangi allt of skammt
til að Bandaríkjamenn geti fallist á
þær.
Enn hefur ekki verið frá því sagt
hvað tillögur Sovétmanna fela í sér
en sovéskir embættismenn segja að
krafist sé tafarlausrar heimkvaðn-
ingar íraska hersins frá Kúvæt. Þá
er talið fullvíst að Sovétmenn hafi
lofað írökum að landamæri ríkisins
verði óbreytt ef þeir láta Kúvæt af
hendi og að landsmenn verði ekki
Bandarískir
herforingjar
vilja bíða með
landbardaga
Háttsettir bandarískir herfor-
ingiar hvetja Bush Bandaríkja-
forseta til að biða með landbar-
daga gegn írak, að því er sagði í
fréttum bandarísku sjónvarps-
stöðvarinnar CBS í gærkvöldi.
Herforingjarnir eru sagðir vilja
halda áfram loftárásum um sinn.
Haft var eftir foringja í banda-
ríska flughernum í Saudi-Arabíu
að allt að hundrað skriðdrekar
væru eyðilagðir á hverjum degi i
loftárásunum á Kúvæt. Hins veg-
ar væru enn qftir mörg skotmörk
i suöurhluta íraks. '
Reuter
Af henda SÞ
gasgrímur
handa Paíest-
ínumönnum
Dönsk yfirvöld hafa ákveðið að
afhenda Sameinuðu þjóðunum 20
þúsund gasgrímur harida Pal-
estínumönnum á herteknu svæð-
unum. Upphaflega var ráðgert aö
senda gasgrímumar til ísraels en
boðinu var hafnaö.
Þvi var lýst yfir að ekki væri
hægt að drekka með dönsku gas-
grímurnar fyrir andlitinu, auk
þess sem hentugast væri að hafa
aðeins eina gerð gasgríma til áð
ekki þyrfti að gefa út margs kon-
ar leiðbeiningar.
Afstaða ísraelsstjórnar hefur
orðiö til þess að Danir velta því
nú fyrir sér hvort ísraelsk yfir-
völd vilji i raun ekki gasgrímur
handa Palestínumönnum.
Ritssau
iL:.--.-' . ......: _____ [
George Bush Bandarikjaforseti á samkvæmt heimildarmönnum i stjórnkerf-
inu að hafa beðið Gorbatsjov að bæta nýjum og harðari skilyrðum við frið-
artillögur sínar. ~ Símamynd Reuter
látnir greiða stríðsskaöabætur.
Bush, sem og aðrir ráðamenn í
Bandaríkjunum, hefur ekkert viljað
láta hafa eftir sér um hugmyndir
Sovétmanna og heldur ekki hvenær
ráðist verður til atlögu við íraka á
landi. Landbardagar eru þó yfirvof-
andi og hefur her bandamanna veriö
í viðbragðsstöðu síðustu daga án þess
að til verulegra bardaga hafi komið.
„Bíðið og sjáið, bíðið og læriö,“ var
það eina sem Bush fékkst til að segja
um fyrirhugaða sókn á landi þegar
fréttamenn ræddu stuttlega viö hann
í tilefni af komu Margrétar II. Dana-
drottningar til Bandaríkjanna.
Brent Scowcroft, öryggisráðgjafi
forsetans, segir að bandamenn reki
hemað sinn eftir áætlun og henni
hafi verið fylgt til þessa.
„Viðræður síðustu daga hafa ekki
■ haft árif á hernaðaráætlanir okkar,“
sagði Scowcroft. „Við gerðum alltaf
ráð fyrir að friðartillögur kæmu
fram á síðustu stundu."
írakar hafa ekki enn svarað tillög-
um Sovétmanna en talið er að svar
þeirra berist í dag. Tareq Aziz, utan-
ríkisráðherra íraks, er væntanlegur
til Mosvku í dag en hann hætti við
fyrirhugaða fór í gær. Sovétmenn
hafa ekki sett írökum tímamörk en
lagt áherslu á að svar berist sem
fyrst. Reuter
Kúvæt er allt sem
logandi vígvöllur
- segja flugmenn bandamanna eftir árásarferðir sínar
Hermenn bandamanna segja að allt standi nú í björtu báli hjá herliði íraka
i Kúvæt. Svo kann einnig að fara að siðustu tromp Saddams Hussein
brenni upp í dag. Teikning Luri^
Herílugmenn bandamanna lýsa
Kúvæt nú sem logandi vígvelh en
segja jafnframt að hermenn íraka
haldist enn við í neðanjarðabyrgjum
sínum og geti veitt haröa mótspymu
komi til árásar á landi.
Bandamenn fara nú að jafnaði um
2800 árásarferðir á sólarhring inn
yfir landamæri íraks og Kúvæts.
Sókn þeirra hefur þyngst jafnt og
þétt og er greinilegt að flugherinn er
að undirbúa jarðveginn fyrir sókn
landhersins.
„Það er hroðaleg sjón að líta nú
yfir Kúvæt. Til að sjá er sem landið
sé allt eitt logandi eldhaf," sagði
Bradley Seopel, einn þeirra banda-
rísku flugmanna sem undanfarna
daga hafa gert árásir á herlið íraka.
Viö landamæri Kúvæts og Saudi-
Arabíu fara bardagar harðnandi
þrátt fyrir aö enn hafi ekki verið
blásið til sóknar. Landher Egypta og
Kúvætmanna tók í gær í fyrsta sinn
þátt í bardögum á landi.
Bandaríkjamenn segja að þyrlu-
sveit frá þeim hafi króað af og hand-
tekið 450 til 500 íraska hermenn í
einni ferð inn fyrir landamærin.
Bandamenn sækja nú stöðugt lengra
inn í Kúvæt þar sem varnir íraka
hafa rofnað. Talsmenn þeirra segja
að í einni ferðinni hafi hersveit kom-
ist 60 mílur inn fyrir landamærin án
þess að mæta mótspyrnu.
Norman Schwartskopf, yfirmaður
herafla bandamanna í Saudi-Arabíu,
segir að hermenn íraka séu að þrot-
um komnir eftir árásir síðustu daga.
Landhemaðurinn ætti því ekki að
taka langan tíma þegar kallið kemur.
írakar hafa svaraö Norman og man-
að hann til aö reyna lið sitt á móti
bardagamönnumíraka. Reuter
Persaflóastríðið:
Atburðarásin
20. febrúar
8.55 - írönsk fréttastofa greinir
frá loftárásum á Bagdad um nótt-
ina.
10.10 - Norman Schwarzkoph,
yfirmaður herafia bandamanna,
kveðst vera þeirrar skoðunar að
íraski herinn sé aö hruni kominn.
10.30 - írakar segjast hafa sært
marga hermenn bandamanna
sem gert höfðu árás í Kúvæt.
11.40 - Tilkynnt að Tareq Aziz,
utanríkisráöherra íraks, fari ekki
til Moskvu fyrr en á fimmtudag.
12.35 - Bresk yfirvöld tilkynna
Sovétstjórninni að friðartillögur
hennar uppfylli ekki kröfur Sam-
einuðu þjóðanna.
12.45 - írakar segja bandamenn
hafa hafnað öllum friðartilraun-
um þeirra og hóta að berjast til
'síöasta manns.
14.00 - Leiðtogar repúblikana og
demókrata á Bandaríkjaþingi
segja það muni verða erfitt fyrir
Bandaríkin aö sætta sig við
áframhaldandi völd Saddams
Hussein að loknu stríðinu.
14.50 - Roland Dumas, utanríkis-
ráðherra Frakklands, segir íraka
verða að birta svar sitt næstu
klukkustundimar.
15.37 - Bandariskar herþyrlur
umkringja að minnsta kosti fjög-
ur hundruð og fimmtiu íraska
hermenn sem gáfust upp eftir
sprengjuárás á - loftvarnabyrgi
þeirra.
18.32 - Bandaríkin og Bretland
hafa ákveðið skilyrði fyrír vopna-
hléi.
18.38 - Gaddafi Libýuleiðtogi
spáir „byltingu frá Persaflóa til
Atlantshafs" og oíbeldi í öllum
heimsálfum ef írökum verði
komið á kné þrátt fyrir vilja
þeirra til að fara frá Kúvæt.
18.45 - James Baker, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, segir
Kúvæt verða frelsað bráölega, á
einn eða annan hátt.
19.30 - Háttsettur franskur
stjórnmálamaöur segir banda-
menn hafa gefið írökum frest þar
tii á fimmtudagskvöld til að hafa
sig á brott frá Kúvæt.
21.15 - írakar tilkynna að þeir
muni senda Tareq Aziz utanríkis-
ráðherra fljótlega til Moskvu meö
svar Saddams forseta við friðar-
tillögum Gorbatsjovs.
21.30 - Fimm Noröur-Afríkuriki,
þar á meðal Marokkó, sem sendi
herafla til Persaflóa til aö berjast
gegn írökum, segja aö boö íraka
um að fara frá Kúvæt þýði að
ekki sé ástæða til að berjast leng-
ur.
22.35 - Douglas Hurd, utanríkis-
ráðherra Bretlands, kveðst telja
bardaga á landi líklegri en brott-
hvarf íraka frá Kúvæt.
21. febrúar
2.290- Utanríkisráðherra Kína,
Qian Qichen, segir að kínversk
yfirvöld styöji friðarumleitanir
sovéskra yfirvalda og hvetur
Bandaríkin til að hafna þeim
ekki.
2.29 - Bandamenn ságðir hafa
jafhað við jörðu byggingar á eyju
sem eitt sinn var helsta flotastöð
íraka.
2.36 - Krónprins Kúvæts lofar
aö standa fyrir pólítískum um-
bótum þegar land hans hefur ver-
ið frelsað. Hann kveðst ef til vill
munu fara fram á dvöl erlendra
hermanna í landinu ef þörf
krefði.
2.46 - Háttsettir bandarískir
herforingjar hvetja stjóm Bush
til aö fresta landhernaði gegn ír-
ak, að því er segir í fréttum
bandarískrar sjónvarpsstöövar.
Þeir eru sagðir vilja halda áfram
loftárásum enn um sinn.
2.59 - Breska blaðið Times segir
sovéska sendiherranní Bretlandi
hafa greint frá innihaldi friðartil-
lagna Gorbatsjovs.
4.54 - Japanir lýsa yfir ánægju
sinni meö friöarviöleitni Sovét-
manna en segjast munu styðja
hemaðaraðgerðir Bandaríkj-
anna.
—; —-r-■;-------------—rr—r