Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1991, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1991, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1991. Spumingin Borðarþú mikið sælgæti? Haraldur Ingvason 5 ára: Já, mér finnst allt nammi gott nema'svona sterkt. Trausti Óskarsson: Já, dálítið helst súkkulaði. Guðmundur Ragnarsson: Já lakkrís er bestur. Erna Sigurvinsdóttir 10 ára: Soldið, en ekkert voðalega. Hallfríður Gunnsteinsdóttir 10 ára: Nei, ekkert svo mikið. Sigríður Alma Gunnsteinsdóttir 4 ára: Nei, ekki mikið, bangsar eru bestir. Lesendur___________________________ Saga um óréttlæti: Frítt í strætó 6655-9629 skrifar: Þjóðfélag sem framkvæmir og bruðlar meira en það hefur nokkur efni á, byggir heilar hallir o.fl., o.fl. en fárast yfir unglingum sem einu sinni í mánuðinum höfðu ekki 65 krónurnar í strætisvagninn. - Þess konar þjóðfélagi mótmælir ofanritað nafnnúmer og vill „stríð“ þar til við- unandi lausn finnst á tilfmningadoöa ríkisvaldsins. Eða hver sem það nú er sem hefur svo fyrirskipað að inn í strætisvagn fari ENGINN sem ekki geti greitt að fullu, hvernig sem á stendur. Vagnstjóramir þora vart að bijóta þessa reglu og virðist mér að þama geti stundum verið greindarskortur og getuleysi í samskiptum við sam- borgarana sem munu vera frámuna- legir aumingjar að hafa ekki réttan krónufjölda til að láta detta í botn á dunki, krónufjölda sem yfirboðarar ætlast til að bjargi því sem bjargað verður - greiði skuldir landsins. Gæti hugsast að sá/sú sem getur ekki greitt í strætisvagninn eigi í erf- iðleikum - börn t.d., sem em oft í strætó, hafi orðið uppiskroppa meö smáaura, hafi týnt aurunum og séu á leið heim? Unglingur, sem aldrei þessu vant lenti í þessari neyðarlegu aðstöðu en ákveður þó að spyija vagnstjórann hvort hann megi fá að borga næst, hafi bara gleymt pening- unum? Auðvitað er erfitt og niður- lægjandi fyrir hvern sem er að beið- ast hjálpar, en... Bréf þetta er skrifað vegna sliks ofan- greinds dæmis hinn 7. febr. sl. úr leiö tólf. Geðþekkur unghngur spurði bílstjórann, er hann kom inn í vagninn, hvort hann gæti nú lánað sér, hefði gleymt peningunum, skuh greiða næst. - „Nei,“ svaraði bílstjór- inn, „hlauptu heim til þín, náðu í peninga og taktu næsta vagn.“ - „Ég bý nú niðri í bæ“, sagði unglingur- inn, 15-16 ára gamall, „má ég ekki borga næst?“ „Nei,“ var svarað áfram og unglingurinn fékk ekki far með strætisvagninum! Þjóðfélag, sem ræðst á garðinn þar sem hann er lægstur, er þjóðfélag sem ofanritað númer berst á móti. Ráðist á aðra en þá sem í eitt og eitt skipti geta ekki greitt í strætó. - Við verðum ekkert rikari þjóð með því að koma svona fram við náungann. - Takið strætópeningana frekar af skattborgurum og höfum ókeypis í strætó eins og á jólunum eða sumar- daginn fyrsta því að þá brosa meira að segja strætisvagnastjórar. Minnisvarðinn um Hallgrím Pét- ursson mætti varla molna frekar en orðið er. Minnisvarði við Dómkirkjuna Ragnar Benediktsson skrifar: Fyrir nokkrum árum ritaði ég nokkrar hnur í blað í því skyni aö benda á nauðsyn þess að minnisvarðinn af Hallgrími Pét- urssyni viö Dómkirkjuna í Reykjavík yrði lagfærður og var- inn frekari skemmdum. Á seinni árum hefur steypan molnað nokkuð og veðrast eins og eðlilegt er, enda varðinn settur við kirkjuna um þjóðhátíðina 1874, en Hallgrímur látinn 1644. - Leitt væri ef taflan á minnis- merkinu molnaöi frekar en oröið er. Lög og regla á vamarsvæðinu: Herlögreglan hlýtur að ráða M.G. hringdi: Ég furða mig mjög á fréttum af ágreiningi Lögreglufélags Suður- nesja vegna þess sem þaö kýs að kalla „yfirgang" herlögreglunnar á Keflavíkurflugvelli. Vilja hinir ís- lensku lögreglumenn fá yfirmenn Varnarmálaskrifstofunnar til að svara umkvörtunum, gömlum og nýjum, sem enga úrlausn hafa fengið hjá yfirstjórn og Varnarmálaskrif- stofu. - Og að sjálfsögðu styðja ís- lenskir lögregluþjónar einn sam- starfsmann sinn sem er aðstoðaryfir- lögregluþjónn á Vellinum. Eg hélt satt að segja að úr því Kefla- víkurflugvöllur er á yfirráðasvæði vamarliðsins (nema nýja flugstöðin sem er utan girðingarinnar) þá væri yfirstjórn á varnarsvæðinu í hönd- um herlögreglunnar og varnarhðs- ins en ekki íslenskrar lögreglu. Ég veit svo ekki hvað yfirleitt er verið að gera við íslenska lögreglumenn á varnarsvæðinu. - Þeir hljóta að vera þar aðeins til trafala en ekki lög- gæslu. Ef eitthvað ber upp á eru þeir óvopnaðir og geta ekki sýnt það vald eða beitt sér á þann hátt sem búast má við að skapist á erlendum mikil- vægum herflugvelli eins og Keflavík- urflugvöllur er. Öðru máli gegnir um flugstöðina nýju sem er utan varnar- svæðisins og getur vel verið undir stjórn íslenskrar löggæslu, ef það þykir yfirleitt heppilegt að þar séu á verði vopnlausir gæslumenn, utan hvað kannski tveir vopnaðir menn eru þar með lauslegt eftirlit. Ég held að engin slík starfsemi sé við lýði á varnarsvæðinu sjálfu sem krefst þess að ísienskir lögregluþjón- ar séu þar á vakt, hvorki á svæðinu sjálfu né í hliðunum sem hleypa fólki inn og út af því. - Varnir á þessu svæði eru alfarið í höndum varnar- liðsmenna og vopn vilja íslensku lög- reglumennirnir ekki sjá eða bera og geta því ekki gert annað en ógagn með veru sinni þarna efra. Hvað varð um Jupiters? G.R. skrifar: Það ætlar víst ekki af þeim að ganga, tilraununum sem hafa verið geröar til að koma á laggirnar cdvöru hljómsveit sem flytur góða „big- band“ tónlist. Hafa þó margar slíkar verið gerðar, bæði af opinberum aðil- um og einkaframtaki. - Eitt sinn hét það Léttsveit Ríkisútvarpsins, áður Stórsveit Ríkisútvarps. - Svo kom fram á sjónarsviðiö hljómsveitin Jupiters sem lofaði góðu, var vinsæl og lék allvíða við ýmis tækifæri. Nú hefur ekki heyrst í þessari hljómsveit lengi og eftir því sem ég kemst næst á hún að hafa lagt upp laupana. Ég vona svo sannarlega að það sé misskilningur. - Nú væri fróð- legt að heyra eitthvað nánar um til- Hljómsveitln Jupiters. - Er hún lífs eða liðin? vist Jupiters eða hvort hún kemur fram aftur. Lesendasíða veitir slíkum upplýs- ingum að sjálfsögðu viðtöku og birtir þær ef þær berast. Viðtökurí Þjoðarsalmni Ragnheiður Sigurðard. skrifar: Þjóðarsálin á rás 2 er vettvang- ur sem einkum hlustendur á landsbyggðinni nota. Næstum hver maður, sem í þáttinn hring- ir, viröist vera dreifbýlismaður. Mér blöskrar stundum hvernig viðtökur fólk fær í þættinum. Umsjónarmaður verkar stund- um eins og hann sé alvitur, byrjar að mótmæla eða verða yfir sig undrandi, eins og t.d. á háu verð- lagi, sbr. sl. mánudag þegar mað- ur kvartaði undan hækkun á Ajaxlegi. - Þarna eiga umsjónar- menn litið að hafa sig í frammi, utan hvað þeir verða auðvitað að takmarka timalengd hvers og eins, heldur hlusta og leyfa fólk- inu að ljúka sér af. En það er auðheyrt á fólkinu, sem hringir, að það er orðið afar þreytt á skatt- píningu, háu verðlagi og „þjóðar- sátt". Börnin komu upp um þá! Pétur Stefánsson skrifar: Það var sl, laugardagskvöld aö nokkur börn komu fram í þætti Spaugstofunnar og svöruðu spurningu um þjóðmálin. Börnin svöruðu nákvæmlega með sama orðalagi og stjórn- málamenn og fulltrúar hagkerfis- ins (t.d. Þjóðhagsstofnunar og Seölabanka) hafa gert þegar þeir eru spurðir þessarar eða álíka spurninga. Þegar hlustað var á börnin ílytja mál sitt var eins og opnað- ist fyrir manni glufa i hugskotinu og tnaður sá hvílík vitleysa hefur oltið út úr munni hinna fullorðnu „spekinga“. - Þetta var eins og detta inn i ævintýri H.C. Ander- sen, Nýju fótin keisarans, þegar barnið hrópaði „Hann er ber, hann er ekki í neinum fótum!“ Litháen: Núerlag Egill Jónsson hringdi: Nú er fariö að örla á lítið eitt meiri tilhliðrunarsemi frá hendi Sovétvaldhafa gagnvart Litháen. Farið er að ræða um að ef af sjálf- stæði Litháens verði þurfi að koma til breytt landamæri. - Áö- ur var ekki léð máls á neinum slíkum vangaveltum. Einnig er tónninn í þeim Sovétmönnum nú smám saman að breytast gagn- vart kröfum Eystrasaltsríkjanna. í gær bárust svo fréttir af því að þingið í Vilnius, höfuðborg Litháens, hefði gefið Islendingum hús undir sendiráð okkar þar þegar við skiptumst á sendiherr- um. - Nú er lag fyrir okkur ís- lendinga að fylgja eftír samþykki Alþingis um aö taka upp stjórn- málasamband við Litháen. Sjálfsögð skattakönnun Kaupmaður skrifar; Ég vil lýsa velþóknun minni á því frumkvæði skattrannsóknar- stjóra aö kanna söluskráningu hjá verslunum og þjónustuíyrir- tækjum, ástand sjóðvéla, kassa og reikninga þeirra fyrirtækja sem ekki nota peningakassa. - Við sem erum skyldaðir til að nota sjóðvélar og stöndum skil á öllum sköttum eins og lög gera ráð fyrir höfum ekki verið of ánægðir með að vita af mörgum fyrirtækjum sem hafa komist hjá skilagrein til hins opinbera. Ég held að allt aðhald í þessum málum sé nauðsynlegt svo að þeir sem hugsa sér til hreyfmgs í viðskiptum og halda að þar sé hægt að láta reka á reiðanum heiji ekki rekstur nema vita með vissu að lögunum um skattaskil verður framfylgt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.