Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1991, Síða 13
FlMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1991.
Fréttir
í tiletni 80 ára afmælis Dagblaðsins-Visis bjóðast áskrifendum, nýjum jafnt sem gömlum, glæsilegir ferðavinningar.
Glæsileg ferðagetraun í tilefni 80 ára afmælis Dagblaðsins-Vísis:
Ferðavinningar
að verðmæti 635
þúsund krónur
Aðalfundur Varðbergs
Aðalfundur Varðbergs (félag ungra áhugamanna um
vestræna samvinnu) verður haldinn fimmtudaginn
28. febrúar nk. í Hótel Sögu, B-sal. Fundurinn hefst
kl. 17. Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin
Höfum opnað að nýju flísaverslun
Nýborgar hf. að Skútuvogi 4. Vandaððr
vörur á betra verði. Frá Spáni, ítaliu og
Þýskalandi. Fúgi og lím frá Kerakoll-
verksmiðjunum á italíu. Leiðandi fyrir-
tæki á sínu sviði.
Leggjum áherslu á betra verö og gæði.
Nýborg c§3
Skútuvogi 4, simi 82470.
VETRARTILBOÐ
HAFIÐ SAMBAND I SÍMA
91-61 -44-00
BlLALEIGA ARNARFLUGS
í tilefni af 80 ára afmæli Dagblaðs-
ins-Vísis, DV, er áskrifendum boðið
að vera með í óvenju glæsilegri ferða-
getraun þar sem ferðavinningar að
verðmæti samtals 635 þúsund krón-
ur eru í þoði.
Það er ekki á hverjum degi sem
landsmönnum gefst tækifæri aö vera
með í svo glæsilegri getraun. Tilefnið
er ærið þar sem við fögnum 80 ára
afmæli elsta en um leið -yngsta dag-
blaðs á íslandi, DV.
í tilefni afmælisársins er þeim sem
ekki eru þegar orðnir áskrifendur að
DV boðið að gerast áskrifendur á
sérstökum kjörum.
í fyrsta lagi býðst hálfsmánaðar
kynningaráskrift ykkur að kostnað-
arlausu.
Enn bitastæðara tilboð felst í kynn-
ingaráskrift að DV á sérstöku til-
boðsverði. Þá fæst tveggja mánaða
áskrift að DV á hálfu verði þar sem
annar áskriftarmánuöurinn er ykk-
ur alveg að kostnaðarlausu.
Þeir sem velja síðari kostinn verða
sjálfkrafa þátttakendur í ferðaget-
rauninni þar sem dregið er um sex
utanlandsferðir samtals að verðmæti
635 þúsund krónur.
Nú gefst því einstakt tækifæri til
að gerast áskrifandi að líflegu og
mannlegu dagblaði. Allir skuldlausir
áskrifendur DV, nýir og gamlir,
verða með í þessari afmælisferðaget-
raun. Væntanlegir vinningshafar
verða dregnir úr nöfnum allra
áskrifenda. Viökomandi verður síð-
an gefinn kostur á að svara léttri og
skemmtilegri spumingu. Svari hann
rétt er vinningurinn hans.
Vinningarnir sex
Dregið verður í afmælisferðaget-
raun DV í fyrsta skipti 19. apríl. Þá
er dregið um ferð fyrir tvo með ferða-
miöstöðinni Veröld til Costa del Sol
á Spáni, í leiguflugi. Ferðin er að
verðmæti 100 þúsund krónur.
3. maí verður dregið um ferð fyrir
tvo með Ferðaskrifstofu Reykjavíkur
til Benidorm á Spáni, í leiguflugi. Sú
ferð er að verðmæti 100 þúsund krón-
ur.
17. maí verður dregið um ferða-
vinning með Samvinnuferð-
um/Landsýn til Rimini á Ítalíu, í
leiguflugi. Ferðin er að verðmæti 100
þúsund krónur.
... 9
»
Sex ferðavinningar eru I boði, samtals að verðmæti 635 þúsund krónur.
31. maí verður dregið um flug og
bíl fyrir tvo og eitt barn með ferða-
skrifstofunni Alís til Billund í Dan-
mörku, í leiguflugi. Verðmæti þeirr-
ar ferðar er 100 þúsund krónur.
21. júní er dregið um ferð fyrir tvo
með Atlantik til Maflorka á Spáni, í
leiguflugi. Verðmæti ferðarinnar er
110 þúsund krónur.
5. júlí verður loks dregið um ferð
fyrir tvo með Úrval/Útsýn tfl Algarve
í Portúgal, í leiguflugi. Ferðin er að
verðmæti 125 þúsund krónur.
Nöfn vinningshafa verða birt í
blaðaukanum DV-ferðir á mánudög-
um eftir hvern útdrátt.
Að verða áskrifandi
Þeir sem þegar eru áskrifendur aö
DV þurfa ekki annað en halda
áskriftinni áfram. Þeir verða sjálf-
krafa þátttakendur í getrauninni.
Þeir sem ekki eru áskrifendur en
vilja fá fjölbreytt blað inn um lúguna
sex daga vikunnar og vera um leið
með í þessari glæslegu getraun geta
fyllt út sérstakan miða sem birtist í
blaðinu á morgun og laugardag og
síðar. Miðinn birtist einnig, ásamt
auglýsingu, í Tilboðstíðindum sem
dreift er í 88 þúsund eintökum. Ein-
faldasta leiðin til að gerast áskrifandi
er hins vegar að taka upp símann og
hringja í síma 27022 í Reykjavík.
ááait
f
TÖLVUPRENTARAR
SP-1900 Al
Góður fyrir
ritvinnslu, og nótur
• 190/40 stafir á sekúndu
• Fullkomin pappírsfærsla
og þræðing
19.500.-
m/vsk./stgr.
HÉR&NÚ AUGLÝSINCASTOFA