Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1991, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1991.
15
Réttlætið í borg Davíðs
„Þessa dagana er verið að leggja fram fjárhagsáætlun borg'arinnar. -
Fylgstu með Ólínu og Kristínu ...“
í Biblíunni er sagt frá Davíð kon-
ungi. Hann var útvalinn af Guði til
að vera konungur yfir hinni út-
völdu þjóð Guðs. Hann var í upp-
hafi hjartahreinn og með fagra
lokka en ofmetnaðist við velgengn-
ina og snerist gegn Guði. Þá varð
Guð reiður og refsaði honum fyrir
óhlýðnina og Davíð sneri frá villu
síns vegar og iðraðist sárlega.
Ég er ein af mörgum sem bý í
borg Davíðs Oddssonar. Borginni
þar sem sjálfstæðismenn eru í
meirihluta af því að fólkið valdi að
hafa það þannig. Vald Davíðs Odds-
sonar, borgarstjóra í Reykjavík, er
ekki komið frá Guði heldur al-
menningi. Ég horfi í kringum mig
og hryggist þvi við blasir allt í
kringum mann sönnun þess að
Mammon er settur ofar en mann-
gildið í borg Davíðs.
Börn reika umhirðulaus á götum
úti, fjölskyldur flosna upp og gamla
fólkið, sem lagði alla sína krafta í
að byggja .upp það velferðarsam-
félag sem við búum í, er afskipt og
án hjálpar.
Öðruvísi samfélag
í borgarstjórn stendur upp kona
sem vill sjá öðruvísi samfélag. Hún
ber fram þá tillögu að lækkaðir séu
fasteignaskattar hjá gömlu fólki.
Þessu fólki sem unnið hefur hörð-
um höndum við að búa í haginn
þegar aldur færist yflr og kraftar
þverra. Fólk sem hefur greitt
skatta og skyldur alla sína tíð og
byggt sér heimili fyrir afganginn
af laununum sínum. Núna fær það
ekki pláss á elliheimili og heima-
hjúkrun er af skornum skammti.
Það á allt undir okkur hinum kom-
ið. - Fær litla og jafnvel enga að-
stoð frá borginni en skatt skal það
greiða.
Sjálfstæðismenn og fulltrúi Al-
þýðubandalagsins stóðu saman að
KjaHarinn
Margrét Haraldsdóttir
kennari við
Menntaskólann við Sund
því að fella tillögu Ólínu Þorvarð-
ardóttur. Hún samræmdist ekki
grurtdvallarhugsun þeirra: Hver
skal bjarga sér sem best hann get-
ur!!
Innan tíðar ganga menn aö kjör-
borðinu aftur og enn leiðir Davíð
lista sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Gæti ekki verið skynsamlegt að
hugsa sig tvisvar um áður en Davíð
fær atkvæði þitt í annað sinn?
Alþýðuflokkurinn byggir á hug-
myndafræði jafnaðarstefnunnar.
Þar er manngildiö sett ofar öllu
öðru. Við viljum byggja upp sam-
félag þar sem mannvernd er efst á
forgangslistanum. Manneskjulegt
samfélag þar sem hlúð er að lítil-
magnanum, virðing er borin fyrir
þei'm sem unnið hafa langan ævi-
dag, hlúð er að fjölskyldunni og
börnunum sem erfa eiga landið.
Þessa dagana er verið að leggja
fram íjárhagsáætlun borgarinnar.
Fylgstu með Ólínu og Kristínu þar
sem þær leggja hvert málið fram á
fætur öðru. Viðtökur sjálfstæðis-
meirihlutans segja meira en nokk-
ur orð, þar tala verkin.
Það er ekki nóg að vera hnyttinn
í tilsvörum og koma vel fyrir í fjöl-
miðlum. Fleira þarf að koma til ef
við ætlum að búa vel að okkur sjálf-
um og samborgurum okkar. Sjálf-
stæðisflokkurinn þarf aðhald svo
að hann ofmetnist ekki og fyllist
hroka gagnvart fólkinu. Sá á kvöl-
ina sem á vöhna: Þú velur það sam-
félag sem þú vilt búa í með at-
kvæði þínu á kjördag.
Einum of mikið
Til eru þeir sem velja leið jafnað-
arstefnunnar. Hún byggist á þeirri
grundvallarhugmyndafræði að all-
ir eigi rétt á því aö hafa tækifæri
til að lifa mannsæmandi lífl. Þess
vegna var barist fyrir því að koma
húsbréfakerfinu á. Til þess að gera
fólki kleift að eignast þak yflr höf-
uðið. Þess vegna voru barnabætur
hækkaðar. Til þess aö rétta hag
þeirra sem hafa marga munna að
metta. Þetta eru skref í rétta átt en
meira þarf til.
Ef bæta á hag almennings þarf
peninga. Stjórnmál snúast um
hvemig skipta skal lífsgæðunum.
Vert er að hafa í huga að íslending-
ar em með um hæstu þjóðartekjur
á mann í heiminum. Samt liflr fólk
á íslandi við örbirgð, basl og vinnu-
þrælkun. Annar hver maður á ís-
landi hefur einhvern tíma á ævinni
rekið eða komið nálægt fyrirtækja-
rekstri. Af hverju? ísland er gósen-
land fyrirtækjanna.
Ef menn tapa þá gerir það ekkert
til því að almenningur borgar. Allt-
af eru til peningar ef einhverjum
dettur í hug að setja á fót eiginn
rekstur. Verslunar- og þjónustu-
hallir eru byggðar í stórum stíl en
á sama tíma eru skólar tvísetnir
vegna þrengsla, skortur er á dag-
vistunarheimilum og hjúkrunar-
plássum. Breytinga er þörf og þær
eru í hendi almennings - fólksins
sem á lítil börn með lykil um háls-
inn, gamla foreldra umhirðulausa
í heimahúsum og náunga sem lítur
ekki glaðan dag af því endar ná
ekki saman.
Maður, líttu þér nær! Meðan ein
heimilislaus manneskja deyr úti í
húsasundi þá er það einum of mik-
ið.
Margrét Haraldsdóttir.
„Vert er að hafa í huga að íslendingar
eru með um hæstu þj óðartekj ur á
mann í heiminum. Samt lifir fólk á ís-
landi við örbirgð, basl og vinnuþrælk-
un.“
Raunir Skotsambands Islands
„Með því að undirbjóða æfmgagjöld
verulega tókst þeim á síðastliðnu
hausti að fá þrjá rifflamenn frá Skot-
félagi Reykjavíkur til að hefja æfingar
í Kópavogi...“
Mikil óánægja hefur lengi ríkt inn-
an stjórnar Skotsambands íslands
og hjá fáeinum félagsmönnum
Skotfélags Kópavogs sem einnig
sitja í stjórn Skotsambandsins. Það
sem helst virðist þjaka þessa menn
er árviss sigurganga Skotfélags
Reykjavíkur í skotíþróttinni. Eftir
því sem best er vitað hefur Skot-
félag Reykjavíkur unnið alla ís-
landsmeistaratitla í skotflmi frá
upphafi íþróttarinnar, með einni
undantekningu.
Fordæmalaus styrkur
Nokkrir fyrrverandi skamm-
byssumenn Skotfélags Reykjavík-
ur, þ.á m. þáverandi formaður fé-
lagsins, reyndu árið 1987 að losna
við tvo menn úr félaginu með til-
efnislausum kærum sem dómstól-
ar vísuðu á bug. Þegar þessi aðfór
mistókst gripu þeir til þess ráðs að
ganga í Skotfélag Hafnarfjarðar án
þess að segja sig úr Skotfélagi
Reykjavíkur.
Skömmu síðar var Skotfélag
Kópavogs stofnað, m.a. með þátt-
töku þessara sömu manna. Þeir
hófu síðan að keppa á lokuðum
mótum innan Skotfélags Kópavogs
og þannig tókst þeim að vinna gull-
peninga í skotfimi. - Miklir íþrótta-
menn það!
Með því að undirbjóða æflnga-
gjöld verulega tókst þeim á síðast-
liðnu hausti að fá þrjá rifflamenn
frá Skotfélagi Reykjavíkur til að
hefja æfingar í Kópavogi, enda
hafði Skotfélag Kópavogs fengið
fordæmalausan styrk úr sjóðum
Skotsambands íslands, kr. 175.000,
og það meira að segja áður en félag-
ið kom inn í ÍSÍ og Skotsambandið.
Ekki er vitað til að styrkir frá sér-
KjaHarinn
Carl J. Eiríksson
rafmagnsverkfræðingur
samböndum til einstakra íþróttafé-
laga tíðkist í öðrum íþróttagrein-
um.
Einnig hefur tekist að fá ýmsa af
haglabyssumönnum Skotfélags
Reykjavíkur til að keppa fyrir
nokkur smáfélög á árinu 1990, enda
eru sjóðir Skotsambandsins nú
óvenjuléttir ef marka má bréf Skot-
sambandsins nýlega varðandi er-
lend íþróttamót 1991. Þrátt fyrir
allt er ekki vitað um að einn ein-
asti félagsmaður hafi sagt sig úr
Skotfélagi Reykjavíkur. í mörg ár,
eins og sögur hafa heyrst um.
Sýnir styrk félagsins
Á íslandsmótinu 1990 í staðlaðri
skammbyssu voru alls sextán þát-
takendur: sjö frá Skotfélagi Kópa-
vogs, sex frá Skotfélagi Reykjavík-
ur og þrír frá Skotfélagi Keflavík-
ur. Skotfélag Reykjavíkur hlaut
þar 1., 2., 4. og 5. sæti einstaklinga
og 1. og 3. sæti liða.
Á íslandsmótinu 1990 í riffllskot-
flmi voru allir þátttakendur frá
Skotfélagi Reykjavíkur og þar var
sett nýtt íslandsmet. Á síðasta ís-
landsmóti, sem haldið hefur veriö
í loftskammbyssu (1989), voru allir
þátttakendurnir einnig frá Skot-
félagi Reykjavíkur og þar var ís-
landsmetið jafnað. Þessar tvær
ólympíugreinar njóta greinilega
lítillar hylli hjá litlu félögunum.
Á bikarmóti Skotsambandsins
1990 í staðlaðri skammbyssu voru
alls sautján keppendur: sjö frá
Skotfélagi Kópavogs, sex frá Skot-
félagi Reykjavíkur og fjórir frá
Skotfélagi Keflavíkur. Skotfélag
Reykjavíkur hlaut 1., 2. og 3. sæti
einstaklinga og 1. sæti liða.
Þessi frammistaða sýnir styrk
félagsins þrátt fyrir gífurlegan
þrýsting Skotsambandsins og Skot-
félags Kópavogs með undirboðum,
styrkjum og gróusögum til að fæla
menn frá Skotfélagi Reykjavíkur.
Það er ekki talið við hæfl aö nefna
snöru í hengds manns húsi eða að
kasta steinum úr glerhúsi. Það
sæmir því ekki stórum manni á
þriðja og síðasta að bera á borð
dylgjur um síöbúna aðalfundi eða
gjaldþrot hjá öðrum. Maður, líttu
þér nær. Sá sem ekki hefur stjórn
á eigin málum er ekki líklegur til
að stjóma betur samtökum sem
honum er trúað fyrir. '
Carl J. Eiríksson
„Á íslandsmótinu 1990 í rifflaskotfimi voru allir þátttakendurnir frá Skotfélagi Reykjavikur.“