Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1991, Side 23
FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1991.
31
pv Smáauglýsingar - Sími 27022
Ódýrir skiðapakkar. Úrval merkja í
skíðavörum, skíðahúfur, skíðahansk-
ar skíðasokkar, skíðagleraugu og
skíðafatnaður. Skíðapakkar fyrir svig:
•70-110 cm, kr. 12.450. Stgr. 11.770.
• 120-130 cm, kr. 14.750. Stgr. 13.960.
• 140-150 cm, kr. 16.325. Stgr. 15.450.
• 160-190 cm, kr. 20.200. Stgr. 19.100.
Göngupakkar unglinga kr. 12.000.
Stgr. 11.360.
Göngupakkar fullorðinna kr. 13.000.
Stgr. 12.370.
Versl. Markið, Ármúla 40, sími 35320.
■ Húsgöqn
Veggsamstæður úr mahóni og beyki.
Verð kr. 49.500 samstæðan og kr.
39.500 hvít. 3K húsgögn og innrétting-
ar við Hallarmúla, næst fyrir ofan
Pennann, sími 91-686900.
Nettó, Laugavegi 30, sími 91-624225.
• Glansandi sokkabuxur,
•mattar sokkabuxur,
•mynstraðar sokkabuxur,
•sokkar fyrir sokkabönd,
•hnésokkar.
SKÍÐATILBOÐ
Blizzard Firebird skíði, 180-200 cm,
Look bindingar með skíðastoppurum,
verð aðeins kr. 11.800.
Wirus v-þýskar innihuröir og FSB-hand-
föng í miklu úrvali. Kynningarverð.
A & B, Skeifunni 11, sími 91-681570.
SKÍÐAVÖRUR
Skíðaverslun, skíðaleiga og viðgerðir.
• K2 skíði, K2 skíðagallar, Elan skíði,
• Alpina og Lowa skíðaskór.
• Barnaskíðapakki frá 12.500.
• Fullorðinsskíðapakki frá 19.990.
• Gönguskíðapakki 13.950.N
• Tökum notaðan skíðabúnað upp í
nýjan. Sportleigan gegnt Umferðar-
miðstöðinni, sími 19800.
Vélsleðakerrur, allar gerðir. 1 sleða og
2 sleða kerrur, yfirbyggðar eða opnar.
Verð frá kr. 59.800. Allir hlutir í kerr-
ur og vagna. Veljum íslenskt. Víkur-
vagnar hf., Dalbrekku, sími 43911 og
45270.
Varahlutir
Brettakantar á UMC Pajero, Toyota,
4Runner, Double cab, Extra cab og lok
á japanska pickupbíla. Ásetning fæst
á staðnum. Boddíplast hf., Grensás-
vegi 24, sími 82030.
■ BOar tQ sölu
Fiat Regata 70, ’85, 5 gira, ek. 62 þús.
V. 250 þús. stgr. Yamaha ET 340, árg.
’88, ek. 1.800 km. Uppl. í síma 91-42390.
3K húsgögn og innréttingar við
Hallarmúla, næst fyrir ofan Pennann,
sími 91-686900.
Möppuhillur — Bókahillur
fyrir skrifstofur og heimili.
Eik, teak, beyki, mahogni,
og hvítar með beykiköntum.
Nissan King cab dísil 4x4 ’86 til sölu,
upphækkaður á 33" dekkjum, 31" dekk
fylgja. Bíll í sérflokki, skipti koma til
greina. Upplýsingar í síma 91-53107
og 985-29106.
n 'u v ^ 4 h r ! <T I n -
Ford Bronco II XL 1988, ekinn 78 þús.,
keyptur nýr af umboði, sami eigandi,
vel með farinn. Verð 1700 þús., skipti
á ódýrari og gr. á skuldabréfum koma
til greina. Uppl. gefur Markús í síma
91-53077 og 54046.
Gylliboð á ljósmyndum:
Erf itt að standast
fallegar myndir af
„gulldropunum“
Því er haldið fram og þaö oft ekki
að ástæðulausu að flest ef ekki allt
sé dýrara á íslandi en í Bandaríkj-
unum. Mikið er til í þessu en sumt
má þó e.t.v. skrifa á ranga mark-
aðssetningu frekar en beinlínis
hátt verðlag.
Markaðssetning á
Ijósmyndaþjónustu
Skoðum eitt dæmi um markaðs-
setningu í Bandaríkjunum á ljós-
myndaþjónustu. Fólki eru gerð
kostaboð, það er nánast ginnt með
gylliboði til þess að bíta á agnið.
Ætlunin er að fá fólk svo af fúsum
og frjálsum vilja til að kaupa meira
en það ætlaði sér í upphafi. Vissu-
lega getur verið um heilmikið gylli-
boðið að ræða - en aðeins ef, og
leggja verður áherslu á þetta stóra
EF, þú getur staðist þær freistingar
sem fyrir þig eru lagðar og kosta
svo sannarlega sitt.
Nokkur af stóru verslunarhúsun-
um sendu út glæsilegt boð um
myndatökur. Tilboðið var birt í
fylgiriti með helgarblaðinu en í
sumum tilfellum eru viðskiptavin-
um send gylliboðin beint í pósti.
Auðvelt er að ná til þeirra sem eru
fastir viðskiptavinir með greiðslu-
kort frá verslununum sjálfum. í
tilboðinu var viðskiptavinum boðið
upp á ákveðinn fjölda af myndum
fyrir 14,95, eða sem svarar um 900
kr. íslenskum.
í tilboðinu voru eftirtaldar mynd-
ir innifaldar: ein risastór (10x13
tommur), önnur sæmilega stór
(8x10), þrjár (5x7) og fimmtán smá-
myndir.
Sami bakgrunnur var á öllum
myndunum í tilboðinu en þegar til
myndatökunnar kemur eru teknar
myndir með þremur mismunandi
bakgrunnnum. Varð að velja einn
bakgrunn sem tilboðsbakgrunn og
varð það að gerast áður en mynda-
takan fór fram.
Strax í upphafi var gefinn kostur
á að kaupa agnarsmáar myndir
sem settar voru í nisti, sex stk. alls,
og kostuðu þær 8 dóllara aukalega.
Barnabarn kom í heimsókn og
var ákveðið að notfæra sér þetta
dæmalaust „góða tilboð”.
Myndatakan tókst vel og barnið
var ánægt. Svo er bara að bíða í
einar fjórar vikur þangað til mynd-
irnar eru tilbúnar. Þegar þar að
kemur er viðskiptavinurinn látinn
setjast við borð þar sem hann getur
í rólegheitum vahð myndir úr þeim
sem teknar höfðu verið. Búið var
að stækka fjórar risastórar myndir
og þær allar sýndar í römmum og
breitt úr öllum myndunum fyrir
framan þig. Nú var gefinn kostur
á að fá allar tökurnar með römm-
um og hinum mismunandi mynda-
stærðum, eða fjörutíu og sex mynd-
um í allt, með þrem mismunandi
bakgrunnum.
Kjállarinn
Anna Bjarnason
blaðamaður
Allt gengur út á sparnað en svo
er erfitt að spara þegar upp er
staðið.
Það kostaði allt 192,95 fyrir utan
sölúskattinn sem alltaf er reiknaö-
ur sér hér í landi, eða samtals
204,52. Þá erum við komin nokkuð
langt frá því sem upphaflega átti
að eyða í myndatökuna eða 14,85!
Stóðst „gylliboðið“
Langsamlega flestir foreldrar
geta ekki staðist fallegar myndir
af börnunum sínum og gleypa agn-
ið í heilum bita. Þeir sleppa
kannski römmunum en áreiðan-
lega vilja margir rammana með. Á
þetta er spilað og því er hægt að
bjóða upphaflega myndapakkann
fyrir lágt verð því gengið er út frá
því sem vísu að fæstir geti staðist
freistinguna þegar á hólminn er
komið.
Þegar afmn og amman komu til
aö sækja myndirnar vlrtist af-
greiðslustúlkan vongóð um að geta
nú selt okkur allan pakkann á
rúma 200 dollara. En þegar hún
fann að viö vildum ekki kaupa allar
þessar myndir voru reynd önnur
ráð. Boðið var upp á einhverjar
myndir til viðbótar fyrir frekar
vægt verð. Þar sem ég hugðist
senda upphaflega myndapakkann
til foreldra barnsins fljótlega vildi
ég vita hve mikið þyrfti að greiða
fyrir afganginn af myndunum
seinna meir.
Þá var komið enn nýtt verð. Af-
sláttarverðið gilti aðeins þenhan
eina dag, daginn sem myndirnar
eru sóttar. Eftir það fór verðið upp
í þaö sem ég geri ráð fyrir að það
væri ef ekki væri um að ræða neinn
afsláttarpakka, eða um 30 dollara
fyrir stækkunina.
En amman var staðfóst og bætti
aðeins tveimur stækkunum við og
slapp því vel frá kostnaðinum. Nú
geta hangiö einar þrjár eða fjórar
mismunandi stellingar af þessum
„gulldropa” í hverju herbergi hjá
bæði foreldrum og öfum og ömm-
um. Samt eru enn gullfallegar
myndir eftir hjá fyrirtækinu sem
sennilega „hendir þeim bara á
haugana" í næstu tiltekt.
Þannig fara þeir að því hér að
bjóða ljósmyndatöku á kostatil-
boði. Bjóða svo upp á alls konar
hliðarboð sem foreldrarnir geta
engan veginn staðist og ná þannig
inn því verði sem þeir telja sig
þurfa að fá. Ég trúi ekki að nokkur
selji eitthvað, vöru eða þjónustu,
nema því aðeins að hann fái eitt-
hvað fyrir sinn snúð, hvorki í
Ameríku eða á íslandi. En þetta er
óneitanlega nokkuð góð aðferð til
að fá vinnu fyrir ljósmyndarann.
Svona markaössetningu gætu
ljósmyndarar á íslandi einnig not-
fært sé með léttum leik. Foreldrar
á íslandi eru sennilega alveg jafn-
veikir fyrir börnunum sínum eins
og þeir hér í Bandaríkjunum.
En mikið ansi voru myndirnar
góðar af barninu - og er afinn hvísl-
aði í eyra ömmunnar: Hvað held-
urðu að þeir geri við myndirnar
sem við kaupum ekki? var ég næst-
um því fallin fyrir „gylliboðinu.”
En stóðst það samt.
Anna Bjí nvason
„Eg trúi ekki að nokkur selji eitthvað,
vöru eða þjónustu, nema því aðeins að
hann fái eitthvað fyrir sinn snúð,
hvorki hér í Ameríku eða á íslandi.“
Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11
Honda Prelude 2,0i-16, árg. ’89, til sölu,
fjórhjólastýri, 150 hö„ rafmagn í öllu,
spoiler, ekinn 43 þús. km, verð 1550
þús., skipti. Upplýsingar í síma
91-44882 á daginn og 91-657650 á
kvöldin.
■ Ymislegt
Æ
JEPPAKLÚBBUR Wfö
REYKJAVÍKURC$Z&
rtlSÍr
ift'i
Jeppaklúbbsfélagar.
Leikdagur verður haldinn 23. febrúar.
Félagar hittast við Litlu kaffistofuna
kl. 10 og keyra saman á leiksvæði.
Um kvöldið verður hóf í félagsheimil-
inu. Allir félagsmenn velkomnir.
■ Þjónusta
Gifspússningar • Knauf - alhliða múr-
verk. Löggiltur múrarameistari,
heimas. 650225 og 985-25925.