Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1991, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1991, Side 4
4 FIJVIMTUDAGIJR, 7. MARS 1991. Fréttir Verkamannasamband fslands: Nýrra leiða leitað til kjarajöfnunar - í kjarasamningum sem gerðir verða seinna á þessu ári „Það er deginum ljósara að þær leiöir sem reyndar hafa verið í kjara- samningum liðinna ára, til kjarajöfn- unar í þjóðfélaginu, hafa mistekist. Þess vegna teljum við þær ekki koma til greina nú. Leita verður nýrra leiða í þeim kjarasamningum sem fram- undan eru síðari hluta ársins,“ sagði Karl Steinar Guðnason, varaformað- ur Verkamannasambandsins, í sam- tali við DV. Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður sambandsins, tók mjög í sama streng. Hann sagði nauðsynlegt aö bæta kjör þess fólks sem minnstan hlut heföi haft úr þjóöarsáttarsamn- ingunum. „Það eru þegar komnar fram nokkrar athyglisverðar hugmyndir og tillögur hjá okkur í Verkamanna- sambandinu til kjarajöfnunar í þjóö- félaginu. Og fleiri eiga eftir að bætast við. Síðan þarf aö vinna sem best úr hugmyndabankanum," sagði Guð- mundur J. Karl Steinar var spurður hvaða hugmyndir eða leiðir hann væri með til að ná þessu marki. Hann sagði ef til vill of snemmt að fara að ræða þær nú þegar. Þó benti hann á að ná mætti fram kjarabótum til hinna lægst launuðu með félagfjjegum að- gerðum. Hvað ætti að taka þar inn vildi hann ekki nefna á þessu stigi, enda engar hugmyndir þar um orðn- ar fastmótaðar. Það er Ijóst af samtölum við for- mennina að þeir vilja báðir að Verka- mannasambandið hafi sem frjálsast- ar hendur í komandi kjarasamning- um til áð leiörétta hlut hinna lægst launuöu. Þeir telja því rétt fyrir Verkamannasambandið að vera sem laustengdast stóru samfloti í kjara- samningunum. -S.dór Loðnugrútur í Bolungarvík: Æðarf ugl drepst í stórum stíl - fólk stendur í fuglaþvotti á heimilum sínum Hlynur Þór Magnússan, DV, Vestfjöröum; „Já, ég er með tvær kollur heima hjá mér núna,“ sagði Magnús Ólafs Hansson í Bolungarvík í samtali við DV í gær en hann og fleiri, svo sem Gunnar Leósson í Skálavík og séra Sigurður Ægisson, hafa staðið í því að þrífa æðarfugl sem hefur lent í loðnugrút þar í höfninni. Til að þrifa fuglana er notað vatn með náttúr- legri sápu. Grúturinn mun koma úr loðnu- skipum sem menn hafa verið að spúla þar í höfninni. Töluvert af æðarfugli hefur drepist í Bolungarvík síðustu daga af þess- um ástæðum og tala sumir jafnvel um stórkostlegan fugladauða. Fuglar hafa veriö ráfandi ráðvilltir og illa haldnir á götum uppi í bænum. „Ég tók einn blika hérna framan við búðina í gær en hann er dauður í dag,“ sagði Magnús. Loðnuskipið fræga, Júpiter, við loðnulöndum í Bolungarvík fyrir nokkru en þá var vikin fín og fal Alþýðu- samband íslands 75ára Þann 12. mars næstkomandi verða 75 ár liðin frá stofrum AI- þýðusambands íslands. i tilefní þess verður opiö hús hjá ASÍ sunnudaginn 10. mars. í húsakynnum Alþýðusam- bandsins verður komið fyrir margs konar fróðleik um sögu og starfsemi verkalýöshreyfingar- innar í landinu. Þetta verður í formi bæklinga og skýringar- mynda. Þá veröur gestum afhent afinaalisblað Vinnunnar. Hjá Menningar- og fræðslusam- bandi alþýðu gefst fólki kostur á aö skoða gömul gögn sem tengj- ast sögu verkalýöshreyfingarinn- ar og stofnun ASÍ. í Listasafni ASÍ stendur yfir farandsýning á grafískum verk- um eftir íslenska listamenn. Veröur sýningin síöan send út á land undir kjörorðunum List um landið. Mörg verkalýðsfélög innan ASÍ munu hafa opið hús um þessa sömu helgi í tilefni af afmælinu. -S.dór Deilur um blóðsýnarannsóknir frá hemum: Rannsóknastofa Háskólans neitar að taka við þeim - hef aldrei venð beðin um það, segir Margrét Guðnadóttir prófessor „Ég neitaði að taka við sýnum frá hemum á þvi herrans ári 1975 og síðan þá hef ég hvorki heyrt í her- num né verið beðin um að vinna fyrir hann. Ég lít því á þetta seni algert mgl,“ segir Margrét Guðna- dóttir, prófessor í sýklafræöi og forstöðumaður rannsóknastofu Háskólans í veirufræði, en Ólafur Ólafsson landlæknir hefur kvartað við heilbrigðisráðherra vegna þess að Margrét hefur neitað að taka við og rannsaka sýni sem koma frá bandaríska hemum á Keflavíkur- flugvelh. „Ég hef ekki fengið neina form- lega beiðni um að vinna fyrir her- inn og skil því ekki af hverju ég ætti að gera það. Þegar ég var beð- in um að gera rannsóknir fyrir herinn 1975 gaf ég þau svör að viö gætum litla þjónustu veitt og best væri ef herinn sendi sín sýni út. En svo koma allt í einu tvö sýni svífandi hingað í vetur og-ég sendi þau til baka þar sem herinn hefur ekki beðið um neina þjónustu hér hjá okkur. Það hefur enginn beðið mig um aö rannsaka slík sýni,“ segir Margrét. Pólitískar skoðanir Margrétar hafa verið taldar orsakir þess að hún neitar að rannsaka sýni frá hernum. „Ef ég væri með ofsóknarbrjál- æði teldi ég þetta pólitískar ofsókn- ir en ég lít á þetta fyrst og fremst sem rugl. Þaö getur veriö að ein- hvern vanti vinnu og reyni að koma mér frá starfi með þessum hætti," segir Margrét. Ólafur Ólafsson landlæknir hefur vísað þessu máh til Guðmundar Bjamasonar heilbrigðisráðherra en hann hefur vísaö því áfram til stjórnar ríkisspítalanna til um- sagnar. „Ég hef neyðst til þess að vísa þessu til ráðherra og sé því ekki ástæðu til að segja neitt frekar um þetta mál,“ segir Ólafur. -ns Uppsagnir leikara: „Meirihluti leikara styður „Mikill meirilúuti leikara styð- ur þessar aðgeröir þjóðleikhús- stjórans vegna þess að langflestir leikarar vilja, og hafa lagt á það áherslu í mörg ár, að fóstu samn- ingarnir í leikhúsunum séu hreyíanlegir og færanlegir," seg- ir ósamningsbundinn leikari sem DV ræddi við vegna uppsagna leikara h)á Þjóðleikhúsinu. Leikarar leggja margir hverjir áherslu á að leikhússtjóri hverju sinni komi aö tómu húsi og hann geti því ráðið það fólk sem hann vill og mótað þannig þá lista- stefnu sem hann vill hafa í hús- inu. „Leikari á ekki að vera æviráð- inn og á ekki að hafa slíkt ör- yggi. Atvinnurekandi leikarans er ekki leikhúsið sjálfl heldur lík- ami hans. En leikhúsið er vinnu- staðurinn þar sem hann fram- kvæmir list sina. Og ef leikari hefur ekki stundað sinn líkama nógu vel er hann ekki hæfur eða í ástandi til að vera á þessum vinnustað. Leikari á ekki að hugsa nema um eina sýningu í einu og hann á að reyna að standa sig það vel aö hann fái vinnu viö næstu sýningu. Það á ekki að reka leikhús eins og fiskimjöls- verksmiöju eða bílaverkstæði. Þannig aö langstærsti hluti leik- ara styður þessar aögerðir,1 ‘ segir sami leikari. Uppsagnirnar eru afar við- kvæmt mál meðal leikara og mik- iö er talaö um þær. Sumir leikar- ar telja að Félag íslenskra leikara eigi ekki að taka afstöðu í málinu því þetta sé alfarið mál þjóðleik- hússtjóra. Stjórn og trúnaðannannaráð félagsins hefur hins vegar sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að harmað sé að komið hafi til uppsagna listamanna í fullu starfi sem eigi aö baki margra ára starf við Þjóðleikhúsið og reynsla þeirra hljóti að vera leikhúsinu mikils virði í listrænum efnum. Þá segir í yfirlýsingunni að lýst sé vonbrigöum með að ekki hafi verið ráðið í lausar stöður leikara sem voru fyrir hendi í Þjóöleik- húsinu áður en til uppsagnanna kom. „Á sama hátt og atvinnu- leikhúsi er nauðsyn á hreyfan- leika og endurnýjun er nauðsyn- legt aö tryggja ákveöinn stöðug- leika í leikarahópnum og at- vinnuöryggi eins margra félags- manna og mögulegt er hverju sinni." -ns Alþingi: Málalisti rikis- stjórnarinnar Þegar ráðherrar þóttust hafa skorið niður málalista sína sem frekast þeir gátu voru eftir 54 mál sem þeir töldu nauðsynlegt að afgreiöa á þessu þingi. Nú er hins vegar alveg ljóst að þessi mála- listi mun styttast um helmingeða meira. „Ég tel tómt mál um að tala að ætla að koma nema svo sem eins og 25 málum í gegnum þingið ef þinglok eiga að veröa 15. mars. Þaö eru 5 vinnudagar eftir miðað við þá dagsetningu. Þaö er ekki lítið verk að ætla aö afgreiða 5 frumvörp á dag,“ sagöi Guð- mundur Bjarnason heilbrigðis- ráðherra í samtali við DV i gær. Karvel Pálmason alþingismað- ur sagði að því miður væri það vanalega svo að allra síöustu daga þingsins færi allt á hvolf og frumvörpunum væri rutt í gegn- um þingiö. Lítill tími gæfist því til að ræða málin til hlítar. Ástandið nú væri því ekki nýtt, þótt það væri ef til vill með versta móti. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.