Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1991, Blaðsíða 3
LAÚGARD'aGUR'9.' MÁRS' 1991. 25 Bílar Þverbakarnir frá Volvo eru einhverjir þeir álitlegustu sem völ er á, ekki síst 9-bílarnir. Hér er 940 turbo (nær) og GL (fjær). Munurinn liggur í vélbúnaðinum; yfirbyggingin er eins. y'"’ hægt sé að nota á hana annað elds- neyti en bensín: aðeins á að vera still- ingaratriði að láta hana ganga á própanóli eða metanóh. Ég hef nú gerst langorður um vél- ina í Volvo 960 en það á sína skýr- ingu: mér þótti hún það merkilegasta við þennan bíl. Það er raunar margt fleira gott um hann að segja en vélina á hann einn og ekki aðrir bílar - ekki enn að minnsta kosti. Aftur á móti er fjarska góð sjálfskipting í þessum bö, fjögurra gíra með þrem- ur rafeindastýrðum stilhngum: spamaðarstilUngu, sportstUUngu og vetrarstilUngu. SpamaðarstilUngin er eins og vænta má 111 þess sniðin að spara bensínið sem mest en hún dregur óneitanlega talsvert úr frísk- leika vélarinnar. SportstilUngin ger- ir bíUnn ólíkt skemmtUegri í akstri. Vetrarstilling ryður sér til rúms VetrarstUling á sjáifskiptingu er fyrirbæri sem nú er óðum að ryðja sér tU rúms í vandaðri bUum. Töfrar hennar liggja í þvi að þá skiptir kass- inn sér aldrei í lægsta gír heldur tek- ur svo undur mjúkt í að líkumar á að spóla sig niður verða sáraUtlar. Raunar er þeim sem aka á handskipt- um bílum í lófa lagið að líkja eftir þessu: taka ekki af stað við erfiðar aöstæður í hálku og snjó nema í öðr- um gír og jafnvel þriðja ef verið er á mjög aflmiklum bíl. VetrarstUling sjálfskiptingar hefur líka þann kost að bílUnn slettir skottinu miklu síður þó ekið sé á hálku og er sem sagt hið besta mál. - Fyrir utan Volvo 960 veit ég um sjálfskiptingar með vetr- arstUlingu í BMW-bílunum og held alveg ömgglega að Toyota Lexus for- setans okkar sé með þannig búnað. Fleiri kunna að hafa þennan búnað án þess að ég viti. Sjálfvirk læsing á mismunadrifi Sjálfskipting með vetrarstiUingu, ásamt sjálfvirkri læsingu á mis- munadrifi, er í VolvobUunum í 900- Ununni. Mismunadrifið læsist sjálf- virkt á hvaða hraða sem er innan við 40 km/klst. ef mishröðun afturhjól- anna verður 100 snúningar eða meira. (NB: Þessi tala er eftir minni úr samtaU við tæknimann frá Volvo fyrir ári eða þar um bil; sömuleiðis að læsingin sé 80% - yðar einlægur hefur ekki fundið þetta á prenti í bókmenntum bílaframleiðandans til staðfestingar.) Hitt getur undirritað- ur vottað að þetta virkar og virkar vel, og á hraða innan við 40 km er UtU hætta á að læsing mismunadrifs verði til að kasta bUnum til að ráði nema því ógætilegar sé ekið á glæra- sveUi á ónegldum dekkjum og grip- Utlum. í notkun verður maður varla var við að mismunadrifið hafi læst sér - nema hvað augljóst er aö bíllinn veður áfram eins og honum er ætlað í staðinn fyrir að standa og spóla. Munurinn milli stallbaks og þverbaks liggur eins og gefur að skilja einkum í afturendanum - annar er með stalli en hinn þver fyrir. Takið eftir Ijósker- inu neðst í afturrúðunni: allir þessir bílar eru með þriðja bremsuljósið uppi í rúðu. Stýrishjólið er þægilegt i hendi og undir flekanum mikla í miðjunni er loftpoki sem við ákveðið högg sprettur upp, fyllist af lofti og grípur ökumanninn áður en hann skellur fram og slasar sig. Svona loftpokar hafa þegar sannað gildi sitt og eru fáanlegir í 9-Volvobilana sem auka- búnaður. Mynd Volvo Að aftan er Volvo 960 með sjálf- stæða fjölliðafjöðrun sem fyrst var kynnt á 1988 módehnu af Volvo 760, að viðbættri jafnvægisstöng og nýrri gerð af dempurum. Þessari fjöðrun er ætlað að auka veggrip bílsins og gera hann öruggari. Læsivarðir hemlar eru á öllum 960-bOum frá Volvo og þeir eru afgreiddir á VR- dekkjum - sem gerð eru fyrir hraða upp í 240 km/klst. í akstri er þessi bíll ákaflega auð- veldur og þægilegur. Sá sem við höfð- um til meðferðar var með skriðstilh (krúskontról) sem var ákaflega þægi- legt í viðkynningu þegar einu sinni var búið að átta sig á hvernig það virkaði. Volvo þverbakur álitlegur bíll Um leið og við, fulltrúar íslenskra fjölmiöla, fengum tækifæri til að kynnast Volvo 960 í heimalandi sínu fengum við að kynnast 940-bílunum hka. Þeir eru um margt líkir 960- bílnum, nema með minni og eldri vélar og með heha hásingu að aftan, svo og ahir th muna íburðarminni. Engu að síður eru þeir hinir mestu sómavagnar og ekki laust við að gest- irnir skiptu um skoðun ótt og títt um það hver þeirra væri bestur fyrir sinn pening: 940 GL, GLT eða turbo. Hitt leyndi sér ekki að þverbakamir (steisjonbhamir, herragarðsvagn- amir) era einhveijir álitlegustu þverbakar sem völ er á í sínum stærðarhokki. Allir bharnir áttu sammerkt í því að mínum dómi að aflstýrið í þeim var í geldara lagi - það er gaf ekki nóga tilfinningu fyrir bhnum þegar hraðinn fór að aukast. Hins vegar nýtur léttleiki þess sín vel í snúning- um og á litlum hraða. Sömuleiðis fannst mér vanta sérstakan stall til að hvíla aðgerðalausan vinstri fótinn á. Þess háttar stallur er í mörgum bílum og ég er farinn að sakna hans þar sem hann ekki er. Þá fundust mér þurrkublööin á þessum bhum yfirleitt ekki standa þann staðal sem ég hafði búist við: gúmmíið var beyglað og þvælt á þeim mörgum og skhaði í þeim sumum æði rákóttum rúðum. Rofum, éins og rofum fyrir topplúgu og afturrúðuhita, er komið fyrir þar í mælaborðinu sem maður sér ekki á þá fyrir stýrinu nema snúa upp á sig. - Þetta eru smámunir, en það eru hka smámunir sem fara í taugamar á okkur. Þegar í hnúkana tekur kemur jafnaðargeðið til skjal- anna. Framhald á næstu síðu EIÐAR & LANDBÚNAOARVÉIAR HF I 14, simi 681200. Bein lína 84060. G/obusn Lágmúla 5, sími 91-681555 Suzuki Sj. Fox, árg. 1984, hvítur, ek. 33.000, stærri dekk, mjög góður bíll, verð 480.000. Citroén BX 14 ’89, hvitur, ekinn Nissan 1,6 ’87, ek. 115.000, v. 32.000, útv./segulb., v. 780.000. 590.000. Saab 900 turbo, 16 v„ ’88, U.S.A. týpa, mjög góóar græjur, ek. 45.000, v. 1.480.000. Volvo 240 GL, sjálfsk., ek. 76.000, splittað drif, vel meö tarinn bill, dökkgrár. V. 790.000. Allir bílar yfirfarnir og í 1. flokks ástandi. Opið í dag kl. 10-17 CITROÉN Asmb ^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.