Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1991, Blaðsíða 4
26 LAUGARDAGUR 9. MARS 1991. ' V Þessari hlífðargrind, sem er srnellt upp i loft aftast i þverbaknum, er með einu handtaki smellt niður þannig að hún verði til hlífðar milli farangurs- og farþegarýmis. Handhægt, einfalt, öruggt. Hluti af flotanum sem íslenskir fjölmiðiamenn höfðu til að kynna sér í skíðalöndum Svíþjóðar í síðasta mánuði Reynsluakstur Volvo 960 og 940 - framhald Hins vegar verður ekki skilist svo við 9-bílana frá Volvo að ekki sé minnst á topplúguna. Hún er hreint afbragð. Með því að lyfta aftari hluta hennar upp fæst afbragðs loftræsting án þess að vindgnauð aukist að neinu marki, jafnvel á góðum hraða. Raun- ar er bíllinn prýðilega hljóðeinangr- aður, bæði hvað snertir dyn frá vegi og vindgnauð. Og miðstöðvarnar - ekki má gleyma þeim, með jafnhita- kerfi sem Svíar kalla erkondissjón að enskum sið. Jafnhitakerfið er mjög gott, nema hvað okkur gekk illa að þíða frosnar tær; vorum ekki nógu lagnir á að fá hitann ofan í fóta- brunnana til að líða virkilega nota- lega á fótunum. Hins vegar er mið- stöðvarkerfið við það miðað að geta hreinsaö móðu af framrúðu á fáein- um sekúndum - og það virkar. Þetta er orðin löng rolla. Enda við hæfi, eftir fjögurra daga viðkynningu af sex mismunandi bílum af 9-gerð- inni og ríflega 1200 kílómetra akstur. Margt er ósagt: Til að mynda hefur ekki verið minnst einu orði á hið víðfræga Volvo-öryggi. Þó er ljóst að hvergi hefur verið slakað á því við Vióbótarhirsla yfir varahjóli, undir aöalgólfi farangursrýmis í þverbak. gerð 9-bílanna. Á upplýsingafundi með tæknimönnum öryggisrann- sóknadeildar Volvo í Torslanda við Gautaborg var skírskotað til frægrar tilraunar þýska blaðsins Auto Motor und Sport (sbr. DV-bíla, 3. nóv. 1990) frá í sumar þar sem Volvo lenti í þriðja sæti á eftir tveimur þýskum eðalvögnum og spurt hvort Volvo vildi segja eitthvað þar um. Svarið var á þá leið að Auto Motor und Sport hefði aðeins gert eina svona tilraun sem í sjálfu sér væri of lítið til að fá marktæka niðurstöðu; til þess að nið- urstaða væri marktæk þyrfti endur- teknar tilraunir sem allar leiddu til sömu niðurstöðu. í annan stað hefði verið svo lítill munur á þeim þremur bílum, sem best komu út úr tilraun- inni - BMW, Mercedes Benz og Volvo - að Volvo þyrfti varla að gráta yfir þriðja sætinu, jafnvel þó að mark- tækt væri. SHH Honda með loft Allir Honda-bílar, sem seldir verða á Bandaríkjamarkaði frá og með árinu 1994, verða með öryggisloftpúða bæði fyrir öku- mann og framsætisfarþega. Eini framleiðandinn, sem fram að þessu hefur boðið þetta ör- yggisatríði í Bandaríkjunum, er Porsche. Reiknað er með að bæði Mercedes Benz og Chrysler verði samstiga Honda hvað varðar loftpúða fyrir framsæt- isfarþega. Þessir loftpúöar blás- ast upp á augabragði lendi bíll- inn í árekstri og eiga þeir að varna því að ökumaður og far- þegi kastist fram við árekstur- inn. Ekki er reiknað með því að aðrir framleiðendur verði til- búnir með púða beggja megin í bílum sínum fyrr en árið 1995. Til hliðar eru litlar hirslur fyrir verkfæri og smádót. DV-bílar - myndir SHH Tilboð vikunnar Mercedes Benz 240, dís- il, 79. V. 350.000 - 250.000. Minilite BMW Touring 325 IX ’90. V. 3.400.000. afturá markað Engum líkur RENAULT Renault II GTL ’89. V. 770.000. BMW 318i ’86. V. 920.000. Citraen AX Sport ’89. V. 780.000. Margir muna eftir „Mini- lite“-álfelgunum sem á sínum tíma voru fyrst hannaöar fyrir Austin Mhú. Þessar felgur voru í reynd fyrstu álfelgurnar sem náðu virkilegum vinsældum og fyrir utan Mini sáust þær á sín- um tíma á ýmsum bf lura allt frá Lotus-gerð Ford Cortina upp í glæsibíla á borð við Aston Martín. í vaxandi samkeppni annarra framleiöenda hvarf Minihte af markaði en nú er byrjað að framleiða þessar þekktu álfelgur aftur og verða eflaust margir nú til þess að endurnýja kynnin. Þú færð góðan bíl hjá okkur á hagstæðari kjörum en þig grunar! A thugið: BM W og Renault bílar í okkar eigu eru yfirfarnir á verkstæði okkar. Tilboð vikunnar Daihatsu Charade TS ’88. V. 530.000-470.000. Krókhálsi 1 -3, Reykjavík, sími 676833 og 686633 Fer á kostum : ''Æ Ford Bronco II ’84. V. 950.000. Range Rover Vogue ’87. V. 2.900.000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.