Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1991, Blaðsíða 2
24
LAUGARDAGUR 9. MARS 1991.
Cherokee Laredo, árg. 1985, ek.
106.000, 2,5 I vél, 5 girar.
ÓSKUM EFTIR BÍLUM
Á SKRÁ OG Á STAÐINN.
BILASALAN
Smiójuvegi 4, Kop. s. 77202
Opið laugardaga
Ágripaf
tækni-
lýsingu:
Volvo 960:
Vél: 2922 cc, 6 strokka, öll úr áli.
Engar pakkningar. 150/204 kW/ha.
v. 6000 sn. mín.
Togafl: 267 Nm v. 4.300 sn. min.
Mælt mcð 95 oktan bensini, verður
að vera blýlaust.
Sérháspennukefli fyrir hvern
strokk, rafeindastýrð og samhæfð
kveiking og Motronic-innsprautun
eldsneytis. Þríliða hvarfi með for-
hituðum Lambda Sond-skynjara.
Gírkassi: sjálfskiptur, fjögurra
gíra, með rafstýrðum stillingum
fyrir sparakstur, sportakstur, vetr-
arakstur.
Sjálfvirk læsing á mismunadrifi
upp að 40 km hraða. Viðbragð 0-100:
8,9 sek. Hámarkshraði: 213 km
(stallbakur); 211 km þverbakur.
Eyðsla, skv. staðli sænsku neyt-
endaþjónustiumar: 10,6 lítra jafn-
aðareyðsla: 13,21 (stb.) -13 1 (þvb.)
í borgarakstri; 7,3 1 (stb.) - 7,5 1
(þvb.) í langkeyrslu.
Danska uppsláttarritið Bilrevyn
gefurupp 9,11 sem meðaltalseyðslu
samkvæmt Evrópustaðli (ECE).
Eigin þyngd: 1570 kg.
Læsivarðir hemlar staðalbúnaður.
Verð frá kr. 3.998.000, - með
skráningu, fullum bensíntanki og 6
ára verksmiðjuryðvörn.
Volvo 940:
Val um margar vélar, allar 4
strokka, til að mynda:
B230F og B230GT - 2316 cc, 82/111
kW/ha. og 125/170 kW/ha.; togafl
158 Nm v. 2.800 sn. mín. og 265 Nm
v. 3.450 sn.mín.
Rafeindastýrð innsprautun og
tölvukveikja.
Danska uppsláttaritið Bilrevyn gef-
ur upp meðaltalseyðslu skv. ECE-
staðli sem hér segir:
940 GL stb.: 10,3 1; 940 GLT þvb.:
10,3 1; 940 turbo þvb.: 10,1 1. Allar
tölur eru miðaðar við sjálfskipta
bíla.
Viðbragð, skv. sömu heimild, sömu
bílar í sömu röð: 12,2 sek., 10,0 sek.,
8,9 sek.
Eigin þyngd, skv. sömu heimild,
sömu bílar í sömu röð: 1300 kg; 1350
kg; 1450 kg.
Gírkassar: 4 gíra handskiptur með
rafstýrðum yfirgír; 5 gíra hand-
skiptur, tvær gerðir af fjögurra gíra
sjálfskiptingum þar sem 4. gírinn
er yfirgír.
Verð frá kr. 2.395.000 með skrán-
ingu, fullum bensíntanki og 6 ára
verksmiðjuryðvörn.
940 og 960:
Vél að framan, drif á afturhjólum.
Lengd-breidd-hæð: 4870-1750-1410
mm. - Þverbakur er 5845 mm á
lengd.
Hjólhaf: 277 mm.
Beygjuradius, ytri hringur: 4,95 m.
Allir bilamir eru með samlæsingu,
útvarpi, segulbandi, hátalara og
loftneti og sérsniðnum gúmmí-
mottum.
Umboð: Brimborg hf.
Bílar
Reynsluakstur: Volvo 960 og 940:
Volvo 740 GLE, árg. 1986, ek.
91.000, toppl., rafm. i rúðum
samlæs., litað gler.
BMW 325i, árg. 1986, ek. 94.000,
toppl., álfelgur, ABS, litað gler
o.fl.
Toppurinn á framleiðslu Volvo
Það er engin spuming að Volvo er
metnaðarfullur bílaframleiðandi.
Það þarf ekki annað en líta á Volvo-
bílana gegnum tíðina: Duet, Amason,
200-bílana, 700-bílana og nú loks 900-
bílana. AUt eru þetta metnaðarfullir
bílar síns tíma og hafa staðið sig
mjög vel; sumir þrátt fyrir einstak-
lega vonda meðferð. Eitthvað má að
öllum gerðunum finna en þær hafa
fleira hrósvert. Enda leynir sér ekki
að eigendumir halda tryggð við
þessa bíla: Hver þekkir ekki Volvo-
fólkið sem er ekki einu sinni að gá
að því hvað aðrir bílar hafa upp á
að bjóða?
Það leynir sér þó ekki við kynni
af 960-bílnum að þar fer toppurinn á
því sem Volvo hefur nokkurn tíma
gert. Enda er það við hæfi því þetta
er líka dýrasti bíllinn og varla neinn
þjóðarsáttarbíll. En ef miðað er við
hve mikið sést á íslenskum götum
af bílum, sem kosta 3 til 4 milljónir,
er alls ekki ólíklegt að við fáum að
sjá einhvern slatta af Volvo 960
bruna hér um vegina.
Alltfullt af hirslum
Útlit 960-bílsins er engin bylting.
Þar er teikningin úr 700-Volvonum
greinilega lögð til grundvallar en þó
að breyttu breytanda. Afturendinn
er alveg nýr og allur miklu álitlegri:
hærri, rúnnaðri og opnast betur nið-
ur. Hirslulega séð er skottið líka af-
bragö. Og ekki allt sem sýnist: Sé
miðju þess lokið upp kemur í ljós enn
ein hirslan yfir varahjólinu og auk
þess tvær hirslur til hliðanna, líka
M. Benz 190 E, árg. 1988, ek.
26.000, vel búinn aukahlutum.
Flaggskipið sjálft, Volvo 960 - rúmgóður bill og vel gerður.
undir lokum, og sé öllum þessum
lokum lokið aftur er gólfið í skottinu
slétt og fellt.
Kannski er þetta rúmgóða og
hirsluríka skott dæmigert fyrir allan
bílinn. Hann er allur mjög rúmgóður
og víða hirslur: aftan við framsæti,
milli þeirra, og svo framvegis. Rými
er alls staðar yfirdrifið, bæöi til hlið-
anna og upp. Maðurinn með hattinn,
sem löngum hefur átt Volvo og notað
hann gljábónaðan hægt og gætilega
á sunnudögum, getur haldið áfram
og fært sig upp í Volvo 960, meira að
segja meö topplúgu, án þess að hatt-
urinn sé í voða.
Rými er einkenni þessa bíls. Aftur-
sætið rúmar til að mynda með glans
þrjá fullorðna án þess að sá í miðið
þurfi að verða eins og illa gerður
hlutur og bíða þess með óþreyju að
komast á leiðarenda. Hann er enda
í stallbaknum búinn að fá þriggja
punkta bílbelti eins og félagarnir sem
sitja sinn hvorum megin við hann:
þessi Volvo er fyrsti bíllinn með þrjú
þriggja punkta bílbelti í aftursæti.
Það er hagnýtt með því að búa til
haganlegan barnabílstól úr hjóna-
djöflinum í miðju aftursætisbakinu
þar sem beltið kemur að fullu gagni
fyrir erfingjann. Raunar má hann
ekki vera of lítill; til þriggja ára ald-
urs þarf hann minni barnastól upp á
gamla mátann.
Prik fyrir sætin
Stólar og sæti í þessum bíl eru mjög
vel gerð. Framsætin eru nokkuð stíf
upp á þýskan máta, enda hefur sýnt
sig að menn þreytast minna til lengd-
ar ef sætin eru ekki of lin. - í 960- .
bílnum, sem við höfðum til ráðstöf-
unar, var bílstjórasætið stillt með
handafli en það er líka fáanlegt raf-
stýrt, og raunar fengum við aðeins
að kynnast því undir lok feröarinn-
ar. En sætin má stilla á nær alla
vegu, þar með talið stuðning fyrir
mjóbak, sem mér finnst alveg ein-
staklega þægilegt að hafa. Og Volvo
á prik skilið fyrir að hafa þann búnað
líka á farþegasætinu. Höfuðpúðarnir
eru líka einhverjir þeir bestu sem ég
man eftir. Það er hægt að láta höfuð-
ið styðjast við höfuðpúðann sér til
þægindaauka, jafnvel þar sem maður
situr undir stýri á fullri ferð. Annað
prik fyrir það.
Vélin í 960-bílnum sérkapítuli
Það er þó þegar kemur að vélinni
í 960-bílnum sem Volvo fer að safna
prikum svo um munar. Þetta er ákaf-
lega hljóðlát vél og aflmikil en þó
sparheytin og mengun af henni í lág-
marki. Hún er ný af nálinni og var
ekki skorið við nögl þegar verið var
að búa hana til: hönnun vélarinnar
í fyrsta bílinn (þar með talið að vísu
hús með fullum búnaði til að fram-
leiða hana í) kostaði jafngildi 1,6
milljarða íslenskra króna.
Að rúmtaki til er vélin þriggja lítra.
Þetta er línuvél með tveimur yfir-
liggjandi kambásum og 24 ventlum.
Hún er algjörlega úr áli; blokkin er
í tveimur hlutum, efri og neðri, með
föstum höfuðlegum sem, eins og seg-
ir í fróðlegum bókmenntum Volvo
um þetta mál, „koma í staðinn fyrir
lausar legur og með þessu er komið
í vég fyrir ranga samsetningu en
vélin í heild verður stífari. Það dreg-
ur úr hávaða og veldur minni titr-
ingi og sliti".
Eigendum eldri Volvobíla þykja
það sennilega góð tíðindi að í þessari
vél eru engar pakkningar sem getur
farið að leka með. Þess í stað eru
notaðar „fljótandi pakkningar“ sem
er pent nafn á lími sem notað er til
að þétta meö planaða samsetningar-
fleti vélarinnar um leið og þeir eru
boltaðir saman. Þetta gerir vélina
líka mjög stífa og gagnheila sem á
Ljósm. Volvo
Álitlegur bill bæði ytra og innra - stendur sig vel í snjó og hálku.
að auka endingu hennar til muna.
Enda sagði verkfræðingurinn, sem
kynnti okkur þessa vél þegar við
komuna til Svíþjóðar, að þessa vél
ætti ekki að þurfa að opna fyrstu 200
þúsund kílómetrana að minnsta
kosti.
Árleg olíuskipti
Véhn er með eitt háspennukefli á
hverjum strokk, sett beint á kertið.
Það tryggir bestu fáanlega kveik-
ingu. Þaö er engin kveikja og engir
kertaþræðir en rafeindastýrikerfið
Bosch Motronic stjórnar innspraut-
un eldsneytis og kveikingu strokk-
anna, og allt er þetta svo í félagi við
Lambda Sond-stýrikerfið sem stýrir
afmengun útblástursins í hvarfan-
um. Það þarf ekki að skipta um olíu
nema á 15 þúsund kílómetra fresti
(meðalárskeyrslu á íslenskum heim-
ilisbíl) og ekki kerti nema á 50 þús-
und kílómetra fresti. Hægagangur,
útblástursmengun, neistakerfi (sem
kemur í staðinn fyrir hefðbundna
kveikju) og ventlar stillir sig allt
sjálft jafnt og þétt.
Og til að kóróna allt er véhn frá
upphafi gerð með það fyrir augum
að fáu þurfi að breyta til þess að