Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1991, Blaðsíða 8
34 LAUGARDAGUR 9. MARS ,199-1.. Sérstæö sakamál Dauðinn var eina lausnin Nágrannarnir tóku þaö nærri sér en voru þó ekki undrandi þegar það fréttist aö fundist heföi lík aö húsa- baki hjá Robinsonshjónunum. Þaö haföi ekki fariö fram hjá þeim hve oft Stewart Robinson hafði slegið og misþyrmt konu sinni, Pat. Þaö var heldur ekki létt fyrir hana að leyna áverkunum. En endalokin uröu önnur en nágrannarnir höfðu búist við. Myndarlegur en meó flekkaða fortíð Þann dag fyrir tuttugu og þremur árum sem Pat gekk inn á kaffihús í heimaborg sinni, Shrewsbury, á Englandi voru örlög hennar ráöin. Þá hitti hún Stewart Robinson, myndarlegan, ungan mann í þröngum, svörtum leöurfótum. „Hann var bara tveimur árum eldri en ég,“ segir Pat, „en hann sýndist svo lífsreyndur og mér fannst hann afar áhugaverður. Ég féll því fyrir honum um leið.“ En Stewart var ekki allur þar sem hann var séður. Eftir aö þau höfðu veriö saman um hríö varö hann aö fara í fangelsi til aö taka út dóm. Þegar foreldrar Pat fréttu af því settu þau henni skilyröi. Annaö- hvort hætti hún aö vera með hon- um eöa hún færi að heiman. Hún •tók síðari kostinn. „Skömmu eftir að hann kom úr fangelsinu,“ segir Pat, „fórum við saman á lítiö gistihús. Þaö var í fyrsta sinn sem ég haföi verið með manni. Aö glata sakleysi sínu var alvörumál á þeim dögum og ég var sem lömuð við tilhugsunina. Þess vegna var ég afar neikvæö þarna. Á eftir fannst mér aö Stewart myndi hafna mér og ég afsakaði mig mörgum sinnum viö hann en hann tók þessu öllu vel: „Þetta er ekki neitt til aö hafa áhyggjur af, elskan," sagði hann. „Það tekur sinn tíma að læra þaö rétt. Og viö höfum tímann fyrir okkur, vonandi ekki minna en þijátíu til fjörutíu ár.“ Huldi áverkana með farða Stewart hafði rétt fyrir sér um þetta. Frá þessum degi varö hún hans og einskis annars. Þau giftu sig í ráöhúsinu í Shrewsbury árið 1969. Peninga áttu þau engasvo þau , höföu aðeins efni á aö fá sér egg og kartöfluflögur á brúðkaups- daginn með móöur Stewarts og systrum. En þegar fyrir brúðkaupið hafði Stewart beitt Pat ofbeldi. Dag einn sló hann hana illa í framan úti á götu. Hún hélt að þetta væri ein- stakt tilvik vegna reiði hans yfir því aö hún kom ekki aö heimsækja hann í fangelsið. En þaö var ekki rétt hjá henni. Eftir brúökaupið héldu ofbeldis- verkin áfram. Það var sem lítið þyrfti til að Stewart missti stjórn á sér og þá bitnaöi bað á Pat. En þar eö foreldrar og ættingjar Pat höfðu frá upphafi verið á móti hjóna- bandinu leitaði hún ekki aöstoöar hjá þeim. Framan af reyndi hún að leyna blóðhlaupnum vörum og öðrum áverkum með varalit eða andlits- farða og stundum greip hún til þess að breyta hárgreiðslunni í sama - '« ® - . "W, .„V Terry fullgerði arininn meðan Beðið í garðinum að húsabaki. móðir hans var í burtu. tilgangi. Síðar urðu áverkarnir stundum svo þungir að hún varð að halda sig innan dyra dögum saman og það breytti litlu um of- beldiskennda hegðan Stewarts þótt þau eignuðust þrjú börn. Það var sem ofbeldishneigð hans ykist frá ári til árs. „í rauninni fékk hann ekki við þetta ráðiðsegir Pat. „Skapið hljóp með hann í gönur en við til- heyrðum hvort öðru og hann vissi að ég yrði honum trú allt til dauð- ans. Og ég gerði honum grein fyrir því að ég krefðist þess sama af hon- um.“ Tryggogtrú, sama hvað á gekk Það fór ekki hjá því að bömin sæju og heyrðu það sem gerðist þegar Stewart reifst við móður þeirra og barði hana. Þrátt fyrir þaö hélt fjölskyldan þó verulegum hluta samheldni sinnar og kom það meðal annars fram í því að Pat var manni sínum trú og trygg, hvað svo sem gerðist. Oft kom það þó fyrir að nágrann- arnir hringdu á lögregluna. Þá fannst þeim átökin á heimili Robin- sonshjónanna ganga of langt. Aldr- ei kom þó til þess að Pat ákærði mann sinn fyrir ofbeldi. „Þegar ég þurfti að fara á sjúkra- hús vegna meiðslanna sagði ég allt- af að um slys hefði verið að ræða. Ég þóttist hafa dottið niður stiga, hrasað eða dottið með andlitið á rúðu. Þessar og aðrar skýringar gaf ég þegar gert var að áverkunum." En Stewart átti líka góðar hliðar. Þegar hann hafði sparkað í Pat með þungu skónum sínum svo að hún var blá og marin og varð að fara á sjúkrahús sinnti hann heimilis- störfunum eftir mætti. Hann tók þá til mat handa bömunum og sá til þess að þau færu á réttum tíma í skólann. „Hann var stundum fyrirmynd- arfaðir," segir Pat, „en ég sagði honum að ég myndi ganga frá hon- um ef hann legði nokkru sinni hendur á börnin.“ Síðasta kráarferðin Ekki batnaði ástandið á heimil- inu með tímanum, eins og fyrr seg- ir, og þar kom að á hálfu öðru ári varð margsinnis að leggja Pat á sjúkrahús. Dag einn kom lögreglan aftur að litla raðhúsinu vegna tilkynningar nágranna um aö ekki væri allt með felldu. í þetta sinn var ástæðan ekki bara misþyrming heldur var sá orðrómur á kreiki aö morð hefði verið framið í húsinu. „Það hlaut að enda svona," sagði nágrannakona. „Nú hefur hann tekið sjálfum sér fram og drepið vesalings konuna.“ En nágrönnunum brá þegar þeir sáu að það var ekki Stewart sem lögregluþjónarnir leiddu út úr hús- inu heldur Pat. Ástandið á heimili Robinsons- hjónanna var orðið verra en nokkru sinni er kom fram á árið 1989. Kvöld eitt fóru þau saman á krána „The Woodcutter" og tók Pat þá eftir því að sá svipur var að koma yfir Stewart sem var fyrir- boði þess að hann færi að lúskra á henni. Þau voru heldur varla kom- in inn fyrir dyr heima hjá sér þegar hann byrjaði. Yngsti sonurinn, Shaun sem var þrettán ára, var ekki heima. Hann ætlaði að vera um nótt hjá vini sín- um en dóttirin Christy, fimmtán ára, og eldri sonurinn Terry, sem var í leyfi frá herþjónustu í breska flughernum, voru bæði heima og háttuð. En þau voru ekki sofnuð. Morðið Stewart kallaði Pat nú öllum ill- mn nöfnum og þar á meðal lauslæt- iskvendi. Það urðu örlagarík orð. Terry kom fram í dymar hjá sér, gekk til foreldranna og sagði nær ógnandi röddu við foður sinn: „Þetta ættir þú ekki að kalla mömmu. Ekki þú sem dróst þenn- an táning, hana Tinu, með þér upp í rúm hérna um daginn meðan mamma lá á sjúkrahúsinu." Pat hafði sýnt að hún þoldi bar- smíðar og áverka en framhjáhald þoldi hún ekki. „Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin eyrum,“ segir hún, „en ég sá í augum Stewarts að Terry var að segia sannleikann. Frá því augna- bliki var ást mín til hans dauð.“ Stewart fór nú að rífast við Terry en á meðan gekk Pat niður í kjall- ara og sótti hamar sem lá við hlið- ina á ami sem Stewart var að smíða þar. „Ég vildi ekki slá hann aftan frá,“ sagði Pat svo ég sagði við hann: „Var það Tina, lúsablesinn þinn?“ Stewart sneri sér ekki við en greip um sig eins og hann byggist við að Pat ætlaði að reka hníf í hann. „Svo sló ég hann í höfuðið," segir Pat. Stewart dó ekki af högginu og Pat óttaðist nú reiði hans meira en nokkru sinni. Hún greip því belti sem lá á gólfinu, brá því um háls hans og herti að. Nokkru síðar hætti hann að anda og þegar hún hlustaði eftir hjartslætti hjá honum heyrði hún að hann var hættur. Christy var nú komin fram, afar skelkuö. Hún fór að gráta en Pat og Terry leiddu hana fram í stofu. Þar lagði Pat svo áætlun fyrir eldri bömin sín tvö. „Geymum líkið r. •• * 4 4 i tvo ar Hugmyndin var á þá leið að hún færi með líkið af Stewart út í garð- inn að húsabaki og græfi það þar í beði. Eftir tvö ár, þegar bæði Christy og Terry væru hætt í skóla og nógu gömul til að sjá fyrir sér sjálf, færi hún til lögreglunnar og segði allt af létta. Snemma um morguninn tókst Pat að draga líkið út í garð og grafa það. Blómunum kom Pat síðan fyr- ir á sínum stað svo engan gat grun- að hvað í beðinu var að finna. En það liðu ekki tvö ár þar til lögreglan komst að því sem gerst hafði. Christy trúði besta vini sín- um frá atburðinum á heimilinu. Sá sagði aftur móður sinni frá og hún hringdi til lögreglunnar. Þegar málið kom fyrir rétt barst mikið af bréfum til lögreglunnar, ákæravaldsins og dómarans. Mörg vom frá nágrönnum Pat og var í sumum þeirra að finna ljóta lýs- ingu á því sem gerst hafði þau tutt- ugu og eitt ár sem Pat og Stewart höfðu verið gift. Var þess farið á leit að Pat yrði sýnd mildi. Hún fékk líka aðeins tveggja ára. dóm. Ekki þó fangelsisdóm heldur var henni gert aö dveljast á upp- tökuheimili. Eftir ár fékk Pat leyfi til að snúa heim til barna sinna sem tóku henni vel enda skilja þau flestum betur hvað leiddi til þess að svona fór. Pat hugsar hins vegar aftur hlý- lega til mannsins síns fyrrverandi. „Hann er eini maðurinn sem ég hef elskað," segir hún, „og hann verð- ur það alltaf. Nú er ég að spara fyrir legstein svo gröfin hans verði snyrtileg. Þá á ég líka stað sem ég get komið á til að minnast hans og tala við hann.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.