Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1991, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 15. MARS 1991. 23 íþróttir helgarinnar: f slandsmótið í fim- leikum um helgina Á morgun, laugardag, mætast Haukar og Valur í Strandgötuhús- inu í Hafnarfiröi klukkan 16.30. Valur er með 8 stig og hefur sett stefnuna á tftilinn en Haukarnir eru enn án stiga. Umferöinni lýkur síöan með leik Víkings og Stjörn- unnar á mánudagskvöld. í fallkeppninni eru tveir mikil- vægir leikir á dagskrá klukkan 16.30 á laugardaginn. Selfoss mætir KA á Selfossi og KR leikur viö Gróttu í Seljaskóla. í úrslitakeppni 2. deildar leika Keflavík og Þór í Keflavík klukkan 20 í kvöld og síöan sækja Þórsarar Njarðvíkinga heim á morgun klukkan 14. Loks mætast Kópa- vogsfélögin HK og Breiðablik í Digranesi klukkan 14 á sunnudag. í fallkeppni 2. deildar leika Ár- mann og IH í Seljaskóla klukkan 20 í kvöld og ÍS mætir ÍH á sama -stað klukkan 16.45 á sunnudaginn. í 2. deild kvenna mætast Grinda- vík og Keflavík í Grindavík klukk- an 17 á sunnudaginn. Stóra Vikingsmótið í borðtennis Stóra Víkingsmótiö í borðtennis verður haidið í TBR-húsinu á sunnudaginn. Það hefst klukkan 11 með keppni í meistaraflokkum karla og kvenna, 2. flokkur karla hefur keppni klukkan 13 og klukk- an 15 byrjar keppni í 1. flokkum karla og kvenna. Tryggir KA sér titilinn í blaki? KA getur tryggt sér íslandsmeist- aratitilinn í blaki karla á morgun þegar ÍS kemur í heimsókn til Ak- ureyrar. Liöin mætast klukkan 13.30 en á eftir eigast við kvennalið sömu félaga. ÍS stúlkur leika einnig gegn Völsungi í norðurferð sinni, klukkan 20 j kvöld á Húsavík. HK og Þróttur R. leika í 1. deild karla í Digranesi í kvöld klukkan 20 en þar á eftir mætast HK og Breiðablik í 1. deild kvenna. íslandsmótið í fimleikum verður haldið í Laugardalshölhnni um helgina og hefst í kvöld klukkan 20 með keppni í skylduæfingum, þeim sömu og keppt er í á heims- meistaramóti. Á morgun, laugardag, verður keppt frá klukkan 14 til 17 en þá eru frjálsar æflngar og fjölþraut á dagskrá og íslandsmeistarar krýndir. Loks er keppt til úrslita á einstökum áhöldum frá klukkan 12 til 14 á sunnudaginn. Það er alls 21 keppandi sem tekur þátt í mótinu, 11 stúlkur og 10 pilt- ar. Stúlkurnar eru úr Ármanni, Björk og Stjörnunni en piltamir úr Ármanni, Gerplu og KR. Þar á meðal eru Fjóla Ólafsdóttir og Guð- jón Guðmundsson úr Ármanni en þau hafa verið 1 fararbroddi hjá íslensku fimleikafólki síðustu ár- in. Fimleikafólk verður einnig á ferðinni í Digranesi í Kópavogi á sunnudaginn en þar fer þá fram Tromp-hópakeppni og hefst hún klukkan 13. Þar er keppt í þremur greinum, gólfæfingum, dýnustökk- um og trampohnstökkum. Bikarúrslitaleikirnir í körfuknattleik Laugardalshölhn er vettvangur fleiri stórviðburða um helgina því «að á sunnudaginn fara þar fram bikarúrslitin í körfuknattleik, bæði í karla- og kvennaflokki. KR og Keflavík leika til úrslita í karlaflokki klukkan 16. Þetta eru tvö af bestu liðum landsins, KR er íslandsmeistari og Keflavík sigraði í B-riðU úrvalsdeUdarinnar í vetur. Þessi félög eiga einnig framundan einvígi í undanúrsUtunum um ís- landsmeistaratitUinn og bikarúr- sUtin eru því fyrsta rimman af þremur eða íjórum sem þau heyja næstu dagana. Það veröa ÍS og ÍR sem leika tU úrslita í kvennaflokki og hefst sá leikur klukkan 18. ÍS er efst í 1. deild kvenna og á því mikla mögu- leika á að sigra tvöfalt, bæði í deild Fjóla Ólafsdóttir er einna sigurstranglegust í kvennaflokki á íslandsmeistaramótinu í fimleikum. í fyrra varð hún í öðru sæti á eftir Lindu Steinunni Pétursdóttur sem ekki er meðal keppenda að þessu sinni. og bikár. ÍR siglir hins vegar lygn- an sjó um miðja deild. Á morgun ræðst hvaða lið tekur sæti ÍR í úrvalsdeUdinni þegar fjög- ur efstu lið 1. deUdar leika inn- byrðis í lokaumferðinni. Víkverji og SkaUagrímur leika í Hagaskóla og UÍ A mætir Akranesi á Egilsstöð- um. Báðir leikimir hefjast klukkan 14. Vinna Eyjamenn enn í kvöld? ' Fjórða umferð úrslitakeppninnar um íslandsmeistaratitU karla í handknattleik hefst í kvöld. ÍBV og FH mætast þá í Vestmannaeyjum klukkan 20. ÍBV er með 4 stig en meistarar FH aðeins 1, þannig að ef Eyjamenn sigra í kvöld eru þeir komnir á fulla ferð í baráttuna um titilinn. ÍBV hefur sigrað FH tvisv- ar í Eyjum í vetur, bæði í deild og bikar. Sýningar Gallerí 8 Austurstræti 8 Þar stendur yfir sýning á miklu úrvali listaverka eftir um 60 listamenn: mynd- list, leirlist, gler, grafík, skartgripir og íleira. Ný listaverk í hverri viku. Einnig verk eldri málara. Opiö frá kl. 10-18 alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Hafnarborg Strandgötu 34 Kjartan Guðjónsson hefur opnaö yfirlits- sýningu á verkum sínum. Sýningin stendur til 17. mars. í Sverrissal stendur yfir sýning á verkum í eigu safnsins. Sýningarsalirnir eru opnir kl. 14-19 dag- lega. Lokað þriðjudaga. Kafíistofan er opin kl. 11-19 virka daga og kl. 14-19 um helgar. En þar eru til sýnis verk eftir tólf hafnfirska listamenn. J. Hinriksson Maritime Museum Súðarvogi 4 Sjóminja- og vélsmiðjumunasafnið er opið frá kl. 13-17 þriðjudaga, miðviku- daga, fimmtudaga, fóstudaga 'og laugar- daga. Keramikhúsið, gallerí v/Faxafen Sýning á leikaramyndilm eftir Halldór Pétursson. Opið alla daga kl. 13 -18, nema laugardaga kl. 13-17. Listasafn Einars Jónssonar Dpiö laugárdaga og sunnudaga kl, 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-17. Katel Laugavegi 20b (Klapparstígsmegin) Til sölu eru verk eftir innlenda og er- lenda listamenn, málverk, grafik og leir- munir. Kjarvalsstaðir v/Miklatún Á morgun verður „íslenska ljósmynda- sýningin 1991“ opnuð. Þar sýna 30-40 ljósmyndarar um 150 ljósmyndir. Einnig verður sýnt úrval gamalla myndavéla úr safni Séra Arnar Friðrikssonar. í vestur- forsal verður sýnt úrval gamalla ljós- mynda úr eigu Ljósmyndasafns Reykja- víkur. Það er Skyggna Myndaverk hf. sem stendur að sýningunni. í austursal stendur yfir sýningin „Kjarval og náttúr- an“, sýning á verkum úr eigu Reykjavík- urborgar eftir J. S. Kjarval. Kjarvalsstað- ir eru opnir daglega kl. 11-18 og er veit- ingabúðin opin á sama tíma. Listasafn ASÍ Grensásvegi 16a Glæsileg yfirlitssýning á nær 100 bestu blaðaljósmyndum frá árinu 1990 verður opnuð í Listasafni ASÍ í dag kl. 16.30. Það eru Blaðamannafélag íslands og Blaöa- ljósmyndarafélag íslands sem standa að sýningunni. Sýningin „Fréttamyndir 1990" verður opin daglega frá kl. 14-19 fram til 24. mars. Listasafn Háskóla íslands í Odda Þar er nú á öllum hæðumsýning á nýjum verkum í eigu safnsins. Opið er daglega kl. 14-18. Aðgangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands Fríkirkjuvegi 7 Um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum í eigu safnsins. í sölum 1, 2 og 4 eru sýnd verk eftir íslenska listamenn og í sal 3 eru sýnd grafíkverk. Listasafn- ið er opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18 og er aðgangur ókeypis. Veitinga- stofa safnsins er opin á sama tíma. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 í Listasafni Sigurjóns í Laugarnesi er nú til sýnis úrval af andlitsmyndum Sigur- jóns frá tímabitinu 1927-1980. Safnið er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og þriðjudaga kl. 20-22. Kafíistofa safns- ins er opin á sama tíma. Listhús Vesturgötu 17 Kjartan Guðjónsson sýnir þar verk sín. Sýningin stendur til 17. mars. Norræna húsið v/Hringbraut í anddyri hússins stendur yfir sýning sem nefnist Samaiand. Aðalviðfangsefnið er Samar, menning þeirra og lífshættir eins og þeir eru um þessar mundir. Sýningin er opin daglega kl. 9-19, nema sunnudaga kl. 12-19, og stendur fram til 24. mars. Á morgun opnar Erla Þórarinsdóttir mynd- listarsýningu. Þar verða til sýnis mál- verk, unnin á síðasta ári og það sem liðið er af þessu. Erla kallar þessa sýningu Viðmiðun. Sýningin er opin daglega kl. 14-18. Henni lýkur sunnudaginn 7. apríl. Nýhöfn Hafnarstræti 9 Sigurður Árni Sigurðsson sýnir málverk og teikningar, unnar á þessu og síðasta ári. Þetta er fyrsta einkasýning Sigurðar Árna í Reykjavík en hann hefur einnig tekið þátt í samsýningum hér heima og í Frakklandi. Sýningin, sem er.sölusýn- ing, er opin virka daga kl. 10-18 og frá kl. 14-18 um helgar, lokað mánudaga. Henni lýkur 20. mars. Nýlistasafnið v/Vatnsstíg Kristinn Guðbrandur Harðarson sýnir verk sín. Sýningin er opin til 24. mars kl. 14-18 alla daga. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8 Hafnarfirði, sími 52502 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Vinnustofa Ríkeyjar Hveríisgötu Þar eru til sýnis og sölu postulínslág- myndir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslunartíma þriðjudaga, mið- vikudaga, fimmtudaga og fóstudaga og á laugardögum kl. 10-16. Þjóðminjasafnið Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-16. Minjasafnið á Akureyri Aðalstræti 58, sími 24162 Opiö sunnudaga kl. 14-16. Myndlistarsýning í menntamálaráðuneytinu í menntamálaráðuneytinu sýna Krist- bergur Pétursson, Magnús S. Guðmunds- son og Tryggvi Þórhallsson olíumálverk, grafíkmyndir og teikningar. Sýningin er opin alla virka daga kl. 9-17. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis Álfabakka 14 í Sparisjóöi Reykjavíkur og nágrennis stendur yfir myndlistarsýning á verkum eftir Þórð Hall. Sýnir hann 14 verk sem unnin eru með blýanti og þurrkrít á pappír. Þau eru unnin á árunum 1989- 1991. Sýning Þórðar stendur yfir til 19. apríl og er opin frá mánudegi til föstu- dags kl. 9.15-16, þ.e. á afgreiðslutíma úti- búsins. Öll verk Þórðar á sýningunni eru til sölu. Sýning á Hótel Lind Hótel Lind tók fyrir nokkru upp þá ný- breytni að sýna verk ungra myndlistar- manna í veitingasal hótelsins, Lindinni. Nú hefur verið sett upp sýning á mynd- verkum Sjafnar Eggertsdóttur sem mun standa fram til mánaöamóta mars-apríl. Daglegur sýningartími er meöan veit- ingasalur Lindarinnar er opinn, frá kl. 7.30-22. ÍSAFJÖRÐUR Slunkaríki Aðalstræti 22 Daníel Magnússon sýnir lágmyndir, unn- ar með blandaðri tækni í tré og eldhús- filabein. Þetta er fimmta einkasýning Daniels en auk þess hefur hann tekið þátt í samsýningum hér heima og erlend- is,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.