Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1991, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 15. MARS 1991.
19
Dans-
staðir
Bjórhöllin
Gerðubergi 1, sími 74420
Láfandi tónlist öll kvöld vikunn-
ar.
Blúsbarinn
Laugavegi 73
Lifandi tónlist öll kvöld. Blús-
brot leikur um helgina.
Breiðvangur
í Mjódd, simi 77500
Söng- og skemmtidagskráin Við
eigum samleið flutt á laugar-
dagskvöld. Dagskráin er byggð
á söngferli Vilhjálms heitins
Vilhjálmssonar.
Danshöllin
Fjölbreytt skemmtun með fyr-
irtaksskemmtikröftum föstu-
dags- og laugardagskvöld.
Casablanca
Diskótek fóstudags- og laugar-
dagskvöld.
Dans-barinn
Grensásvegi 7, simi 688311
Dansleikur á fóstudags- og
laugardagskvöld. Blár sunnu-
dagur.
Danshúsið Glæsibæ
Álfheimum, s. 686220
Hljómsveit Finns Eydal ásamt
Helenu Eyjólfsdóttur skemmtir
föstudags- og laugardagskvöld.
Fjörðurinn og Nillabar
Strandgötu, Hafnarfirði
Fjörðurinn lokaður 1 kvöld vegna
einkasamkvæmis. Hljómsveitin
Upplyfting leikur fyrir dansi á laug-
ardagskvöld. Hljómsveitin Nítró
leikur á Nillabar á fostudags- og
laugardagskvöld.
Gikkurinn
Ármúla 7, sími 681661
Opið öU kvöld vikunnar.
L.A. Café
Laugavegi 45, s. 626120
Diskótek föstudags- og laugardags-
kvöld. Hátt aldurstakmark.
Lídó
Lækjargötu 2
BaU fóstudags- og laugardagskvöld.
Sportklúbburinn
Borgartúni 32, s. 29670
Opið föstudags- og laugardags-
kvöld á Stönginni. Aðgangur
ókeypis.
Hótel Borg
Orator, félag laganema, hefur tekið
við skemmtanastjóm á hótel Borg.
Diskótek um helgina.
Hótel ísland
Ármúla 9, sími 687111
Rokkað á himnum, glettin saga
um sálina hans Jóns og gullna
hliðið á föstudags- og laugar-
dagskvöld. Anna og flæking-
amir í Ásbyrgi, Blúsmenn
Andreu í Café ísland og diskó-
tek í norðursal.
Hótel Saga
Sýning á Næturvaktinni,
skemmtun, á laugardagskvöld.
Hljómsveitin Einsdæmi leikur
fyrir dansi.
Keisarinn
Laugavegi 116
Ball fóstudags- og laugardagskvöld.
Tveir vinir og annar í fríi
Á fóstudags- og laugardagskvöld
skemmtir hljómsveitin Loðin rotta.
.STÓRKOSTLEG
ASKRIFIAR
Fjölbrautaskóli Vesturlands:
Duílogdaður
Fjölbrautaskóli Vesturlands á
Akranesi frumsýnir í kvöld, föstu-
daginn 15. mars, leikritið „Hay Fe-
ver“ eða Dufl og daður eftir Noel
Coward. Leikstjóri er Árni Blan-
don og hafa nemendur, ásamt leik-
stjóranum unnið upp nýja þýðingu
á verkinu sem byggist á frumþýð-
ingu Boga Ólafssonar en hann kall-
aði verkið „Heysótt“. Þetta fræga
verk hefur aðeins einu sinni verið
sett upp áður hér á landi en það
var á Herranótt árið 1948.
Sem fyrr segir verður frumsýn-
ing í kvöld og önnur sýning á
sunnudagskvöld. Síðustu sýningar
verða helgina eftir.
Leikarar í Dufli og daðri sem verður frumsýnt i Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í kvöld.
Púlsinn:
Fjölbreytileikinn
ríkjandi
Rúnar Þór
r
a
Gikknum
Rúnar Þór og hljómsveit
skemmta á Gikknum í Ármúla 7 í
kvöld, fóstudaginn 15. mars og á
morgun, laugardaginn 16. mars.
Fyrir síðustu jól gaf Rúnar Þór
út plötuna Frostaugu sem hefur
notið mikiUa vinsælda. Hann spilar
lög af þeirri plötu og af hinum fjór-
um sem hann hefur gefið út. Meðai
þekktra laga Rúnars Þórs eru
Brotnar myndir og píanólagið
1.12.’87.
Með Rúnari Þór spila þeir Jón
Ólafsson á bassa og Jónas Björns-
son á trommur.
Rúnar Þór skemmtir gestum
Gikksins, Ármúla 7, í kvöld og
annað kvöld.
Það verður fjölbreytt tónlist á
Púlsinum um helgina. í kvöld,
fóstudaginn 15. mars, heldur
Kvartett Tómasar R. Einarssonar
seinni tónleika sína með sömu
skipan liðsmanna, utan að í stað
KK-dúetts verður söngkonan Ellen
Kristjánsdóttir sérstakur gestur
kvöldsins. Tónleikarnir hefjast
klukkan 21.30 og standa til klukkan
23.30 en þá tekur stuðhljómsveitin
Galíleó við. Þá hljómsveit skipa
þeir Sævar Sverrisson, Rafn Jóns-
son og Öm Hjálmarsson.
Á laugardagskvöldið verða djass-
tónleikar frá klukkan 21.20-23.30.
Þá spilar kvartett sem skipaður er
Norðmönnunum Philip A. Kruse á
trompet, Sven Haugen á bassa,
Freddy H. Nielson á píanó og svo
íslenska trommuleikaranum Pétri
Grétarssyni. Þessir sömu tónlistar-
menn halda tónleika ásamt Söng-
sveitinni NA-12 frá Húsavík sunnu-
daginn 17. mars. Söngsveitin NA-12
er blandaður kór með tólf kórfélög-
um sem syngja aðallega létt sveiflu-
lög. Þessir tónleikar hefjast klukk-
an 21.30.
Rigoletto aftur
ásvið
í kvöld, 15. mars, og á morgun,
16. mars, verða sýningar á Rigo-
letto hjá íslensku ópemnni eftir
mánaðar hlé. Sólrún Bragadóttir
fer með hlutverk Gildu en hún
kemur sérstaklega frá Ríkisópe-
runni í Hannover þar sem hún
starfar á fóstum samningi.
Meö hlutverk Rigoletto fer Ivan
Kusnjer frá Tékkóslóvakíu en
hann er talinn í fremstu röð barít-
ónsöngvara síns heimalands. Hann
syngur við Þjóöarópemna í Prag.
Spánverjinn Ernesto Grisales er í
hlutverki Hertogans en hann er
heimsfrægur tenórsöngvari sem
unnið hefur til fjölda verðlauna og
viðurkenninga.
Blái fiðringurinn á
Rauða ljóninu
Hljómsveitin Blái fiðringurinn
spilar á Rauða ljóninu, Eiðistorgi,
um helgina. Hljómsveitina, sem
leggur áherslu á rokkaðan og
hressan blús, skipa þau Linda
Gísladóttir söngur, Skúli Thor-
oddsen saxófónn, Magnús Sigurð-
arson gítar, Árni Bjömsson bassi
og Kjartan Guðnason trommur.
Aðstandendur gamanleiksins Gripið í tómt sem frumsýndur verður á
morgun.
Ungmennafélag Biskupstungna:
Nú stendur yfir á Hótel Sögu ít-
ölsk vika og er boðið upp á ítalskan
mat í veitingasalnum Skrúði. í til-
efni þessarar ítölsku viku kemur
ítalski gítarleikarinn og söngvar-
inn Giorgio Carana og flytur tónlist
fyrir kvöldverðargesti.
Nauðungaruppboð
á eftirtalinni fasteign fer
fram á skrifstofu embættisins,
Aðalstræti 92, Patreksfirði,
á neðangreindum tíma:
Vélsmiðja á Tálknafirði, þingl. eign
Vélsmiðju Tálkníifjarðar h/f, föstu-
daginn 22. mars 1991 kl. 9.30. Upp-
boðsbeiðandi er Fjárheimtan h/f.
Strandgata 13, neðri hæð, Patreks-
firði, þingl. eign Sigríðar Kr. Aðal-
steinsdóttur og Orra Haraldssonar,
fostudaginn 22. mars 1991 kl. 10.30.
Uppboðsbeiðendur em Byggingar-
sjóður ríkisins, Lífeyrissjóður Vest-
firðinga, Landsbanki Islands og
Tryggvi Bjamason hdl.
SÝSLUMAÐUR BARÐASTRANDARSÝSLU
Gripið í tómt
Ungmennafélag Biskupstungna
frumsýnir á morgun, laugardaginn
16. mars, nýjan íslenskan gaman-
leik með grafalvarlegu ívafi sem
ber heitið Gripið í tómt. Höfundur
verksins er Pétur Eggerz sem leik-
stýrir einnig. Lagahöfundur er
Ingvi Þór Kormáksson en lögin eru
samin sérstaklega fyrir verkið.
Textar em einnig eftir höfundinn,
Pétur Eggerz. Útsetningu og upp-
töku laga annaðist Sigurður Rúnar
Jónsson.
Aðalhlutverkið er í höndum
Brynjars Sigurðssonar sem leikur
leynilögreglumanninn Leynráð
Ljóstran, en alls taka 14 manns
þátt í uppsetningunni, allir heimil-
isfastir Tungnamenn.
Leiksýning þessi er liður í M-
hátíð á Suðurlandi og verður hún
sýnd í uppsveitum, á Selfossi og í
Kópavogi.
SÝSLUMADUR BARSASTRANDARSÝSLU
Nauðungaruppboð
annað og síðara
á eftirtöldum fasteignum fer
fram á skrifstofu embættisins,
Aðalstræti 92, Patreksfirði,
á neðangreindum tíma:
Bjarkarlundur í landi Berufjarðar,
Reykhólahreppi, þingl. eign Gests h/f,
föstudaginn 22. mars 1991 kl. 10.00.
Uppboðsbeiðendur eru Byggðastofii-
un og Hróbjartur Jónatansson.
S"
j—» “7 f \ ^