Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1991, Blaðsíða 6
22
roof p'fM/ -r rn/ rri'fpör‘T
FÖSTUDAGUR 15. MARS 1991.
Steven Segal leikur enn eitt hörkutólið í Hart á móti hörðu.
Bíóhöllin:
Hart á móti hörðu
Steven Segal hefur á undanfórn-
um árum náð að skipa sér á bekk
með eftirsóttustu leikurum í hasar-
myndir. Segal, sem er meistari í
austurlenskum sjálfsvarnaríþrótt-
um, hefur það sem þarf til í þannig
myndir. Hann hefur með tímanum
skapað ákveðna persónu sem virð-
ist fara vel í kvikmyndahúsagesti
og hafa þær þrjár kvikmyndir, sem
hann hefur leikið í, allar náð mikl-
um vinsældum.
Hart á móti hörðu (Marked for
Death) er nýjasta kvikmynd haris.
Sem fýir leikur Segal harðan nagla
sem ekki lætur sér allt fyrir brjósti
brenna. John Hatcher er fyrrver-
andi leyniþjónustumaður sem snýr
aftur tíl þess hverfis sem hann ólst
upp í. Hann kemst að því að mikið
eiturlyíjuvandamál er í hverfinu
sem á rót sína að rekja til eiturlyfja-
salans Scarface sem allir íbúar
hverfisins hræðast.
Steven Segal á sérstæðan feril að
baki. Hann fæddist í Detroit. Faðir
hans er kennari og móðir hans
hjúkrunarkona. Hann á þrjár syst-
ur. Segal var aðeins sjö ára þegar
hann byijaði að æfa sjálfsvarnar-
íþróttir. Hann valdi aikido sem tal-
in er erfiðust jápanskra sjálfs-
varnaríþrótta og sú sem reynir
mest á andlegu hliðina. Þegar Segal
var sautján ára fluttist hann til
Japans þar sem hann með tíman-
um setti á .stofn eina skólann sem
kennir sjáífsvamarlist sem rekinn
er af útlendingi. Sá skóli starfar
enn þann dag í dag og hefur um
það bil tvö þúsund nemendur. Seg-
al dvaldi í Japan í fimmtán ár. Fyr-
ir nokkmm árum flutti hann til Los
Angeles þar sem hann setti á stofn
sams konar skóla og hann stofnaði
í Japan. Fyrir atbeina þekktra leik-
ara, sem komu til hans í nám,
komst hann í kvikmyndimar.
-HK
Háskólabíó:
Sjö finnskar kvikmyndir
í tilefni finnskrar menningarvik-
ur verða sýndar nokkrar nýjar
finnskar kvikmyndir og hafa sum-
ar þeirra vakið mikla athygli.
Myndimar, sem við fáum að sjá,
eru eftir alla helstu leikstjóra
Finna. Opnunarmynd á sérstakri
boðssýningu verður Amazon, sem
er heimildarmynd um regnskóga
Amazon. Leikstjóri hennar er Miki
Kaurismaki sem ásamt bróður sín-
um Aki er talinn fremstur meðal
jafningja í Finnlandi. Miki á eina
aðra mynd á hátíðinni, Leningrad
kúrekar fara til Ameríku, sem er
um ömurlega rokkhljómsveit sem
reynir að slá í gegn í Ameríku.
Tvær kvikmyndir eru eftir bróð-
ur hans, Aki Kaurismáki. Ariel er
mynd um venjulegt fólk sem er at-
vinnulaust, verður ástfangið og
flækist í glæpi. Ég réð mér atvinnu-
morðingja er um mann sem langar
mikið til að deyja en þorir það ekki
og leigir sér því morðingja.
Aðrar kvikmyndir á fmnskum
menningardögum eru Pessi og 111-
usia eftir Heikki Partansen. Mynd-
in er gerð eftir smásögu Yrjö Kokko
sem hann skrifaði í síðari heims-
styrjöldinni. Sléttan eftir Peikka
Parikka gerist á heitum sunnudegi
í smáþorpinu Kauhave. Hakala
fjölskyldan hefur kallað saman
ættingja til að deila niður arfi afa
sem dó í Ameríku. Rapsy og Dolly
eftir Matti Ljás er gamanmynd sem
fiallar um mann sem samþykkir
það sem aðrir segja áður en þeir
opna munninn.
Finnsku kvikmyndirnar sjö, sem
eru á finnskri menningarviku,
verða allar sýndar í Háskólabíói frá
laugardegi til fóstudags.
-HK
Bíóhöllin:
Hinn mikli
Denzel Washington, sem þekktastur er fyrir
dramatísk hlutverk í myndum á borð við Cry
Freedom og Glory. í Hinn mikli (Mighty Qu-
inn) slær hann á léttari strengi í sakamála-
mynd sem gerist í karabíska hafinu. Leikur
hann lögregluforingjann Xavier Quinn sem
er lögreglustjóri á friðsælli eyju. Sá friður er
úti þegar viðskiptajöfur er myrtur. Grunur
fellur fljótlega á þjóöhetju eyjarskeggja,
Maubee, sem er elskaður af konum en öfund-
aður af mönnum. Quinn og Maubee voru
æskuvinir en leiöir þeirra skildu þegar Quinn
gekk til liðs við lögregluna. Eftir að hann
hafði veriö í þjálfun hjá FBI fékk hann viður-
nefnið Hinn mikli Quinn hjá eyjarskeggjum
og er það nafn notað í niðrandi tónn. Rann-
sókn Quinns á moröinu reynist heldur ekki
auðveld því hann kemur alls staðar að lokuð-
um dyrum.
Það er leikstjórinn og leikarinn Robert
Townsend sem leikur Maubee. Aðrir þekktir
leikarar eru James Fox, Mimi Rogers og
M.Emmet Walsh.
-HK
Denzel Washington og Robert Townsend leika aðalhlutverkin
i Hinum mikla.
Jetson-fjölskyldan á góðri stund.
Laugarásbíó:
Jetson-fólkið
Jetson-fiölskyldan er vinsælt
teiknimyndafólk sem hingað til
hefur eingöngu veriö í sjónvarpi.
Jetson-fólkið (Jetsons: The Movie)
er aftur á móti kvikmynd í fullri
lengd. Fjölskyldan er Georg Jetson,
kona hans, June, og böm þeirra,
Judy og Elroy. Myndin gerist seint
á 21. öldinni þegar maðurinri getur
farið allra sinna ferða um geiminn
og hefur vélmenni til starfa í þjón-
ustu sinni.
Georg vinnur hjá stórfyrirtæki
manns sem Spacely heitir og hugs-
ar hann ekki um neitt annað en
gróða og meiri gróða. Rekstur einn-
ar af verksmiðjum hans, sem er á
lítilli plánetu úti í geimnum, hefur
gengið illa og er George sendur
ásamt fiölskyldu sinni til að bjarga
málinu.
-HK
BÍÓBORGIN
Á síðasta snúningi
Vel uppbyggður tryllir um martröð
húseiganda i stríði við geggjaðan
leigjanda. Traustir leikarar en Kea-
ton fer á kostum. -PÁ
Memphis Belle *
Sfiórnlaus frá fiugtaki, flýgur á
tómu, hrapar sem steinn. Máttlaus,
bæði sem persónudrama og
spennumynd. -GE
Uns sekt er sönnuð ***
Athyglisverðar persónur í flóknum
þriller þar sem gátan er óleyst fram
á síðustu stundu. Harrison Ford er
frábær. -HK
Góðir gæjar ****
Mjög vel leikin og spennandi maf-
íumynd, hrottafengin en um leiö
raunsæ. Besta mynd Martins Scor-
sese frá þvihann gerði RagingBuIl.
-HK
BÍÓHÖLLIN
Hart á móti hörðu *'/»
Glæsipinninn Segal bryður bein af
hörku í nokkrum fantagóöum bar-
dagaatriðum en steindauöir kaflar
innámilli -GE
Hinn mikli ** 14
Óvenju glöggt auga fyrir smáatrið-
um plús frábær leikur Denzel Was-
hington halda uppi miðlungsgóöri
flækju. -GE
Hættuleg tegund **!4
Krassandi kvikmynd um köngu-
lær. Samband af gamanmynd og
hrollvekju. Varla fyrir þá sem eru
raunverulega hræddir við áttfætl-
ur. -PÁ
Passað upp á starfið **
Ágæt iðnaöarframleiðsla. James
Belushi er góður, Charles Grodin
erennbetri. -PÁ
Rocky 5 **
Óþarft en vel meint framhald sem
er mun skárra en síöustu þrenn
slagsmál. Stallone er skammlaus.
-GE
Aleinn heima ★* !4
Gamanmynd um ráðagóöan strák
sem kann svo sannarlega að taka
á móti innbrotsþjófum. Mjög fynd-
in í bestu atriöunum. MacCaulay
Culkin er sfiarna framtíðarinnar.
Einnig sýnd í Bíóborginni.
-HK
HÁSKÓLABÍÓ
Guðfaðirinn III ***
Ekki jafiigóð og fyrirrennarar en
verðugur lokakafli á eina mestu og
bestu tríólógíu kvikmyndasögunn-
ar. -HK
Sýknaður **!4
Samleikur Irons og Close er hreint
ótrúlega vel heppnaöur en myndin
er sögð frá sjónarhorni sem sveltir
áhorfandamt. -GE
Allt i besta lagi ***
Giuseppe Tornatore er mikill kvik-
myndageröarmaður. Þótt Allt í
besta lagi sé ekki eins mikið verk
og Paradisarbíóið er hér um mjög
góða kvikmynd að ræða og sem
fyrr má treysta á Mastroianni.
-HK
Kokkurinn, þjófurinn, konan hans
og elskhugi hennar ***
Áreitið og hrottafengið listaverk
um ást, kynlif og.mat. Ekki við allra
hæfi. -PÁ
Nikita ***
Sterkt myndmál er aðal Lucs Bes- ,
son nú sem fyrr. Hnökrar i per-
sónusköpun koma ekki í veg fyrir
góða skemmtun. -HK
Skjaldbökurnar *★ 54
Snilldarlega útbúnar tánings-
skjaldbökur og Qörug saga gera
þetta að hinni bestu skemmtun fyr-
irbreiðanaldurshóp. -GE
Paradísarbíóið ***!4
Það líður öllum vel eftir að hafa séö
þessa einlægu og frábæru kvik-
mynd. -HK
LAUGARÁSBÍÓ
Dreptu mig aftur **
veltir sér blygðunarlaust upp úr
einkaspæjaraformúlunum, oft með
góðum árangri. -GE
Stella **
Sagan kemur fáum á óvart en góð-
ar persónur og leikendur halda
myndinniáfloti. -GE
Leikskólalöggan *★
Einfeldningsleg saga byrjar ágæt-
lega en fer yfir væmnismörk í lok-
in. Schwarzenegger stendur sig
furðuvel. -GE
REGNBOGINN
Dansar við úlfa ***
Löng og falleg kvikmynd um nátt-
úruvernd og útrýmingu indiána.
Glæsileg frumraun Kevins Costn-
ers.Örugguróskar. -PÁ
Litli þjófurinn ***
Grátbrosleg þroskasaga, arfur
méistara Truffauts í vandaðri út-
setningu Claude Millers. Kærkom-
intilbreyting. -PÁ
Samskipti **
Christopher Walken á góða spretti
í forvitnilegri kvikmynd sem spyr
margra spuminga en veitir fá svör.
-HK
Aftökuheimild *
Van Damme er ekki vandinn held-
ur einstaklega óírumlegur og
óspennandi söguþráður. -GE
Ryð ★**'/:
Sterktdrama. Öll vinnamjög vönd-
uð og fagmannleg. -PÁ
Skúrkar ** !4
Háðskt og meinfyndið löggugrin
frá Fransmönnum. -GE
STJÖRNUBÍÓ
Á barmi örvæntingar ***
Hörkugóð skemmtun. Meryl Stre-
ep er hreint frábær og Shirley
MacLaine gefur henni lítið eftir.
-HK
Pottormamir * 'h
Hroðvirknislegt framhald þar sem
söguþráður er nánast enginn og
frumleikinn horfinn. Börnin einu
leikaramir sem standa fyrir sínu.
-HK
Á mörkum lifs og dauða **
Góð hugmynd en klúðurslega unn-
in og ekki alltaf sjálfri sér sam-
kvæm. Myndræna hliðin er of-
keyrð i von um að auka áhrifin.
-GE