Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Blaðsíða 4
28
MANUDAGUR 25. MARS 1991
MANUDAGUR 25. MARS 1991.
29
Iþróttir
Iþróttir
Úrslitakeppni úrvalsdeildar í körfuknattleik:
Robinson
var allt í öllu
- þegar Njarðvík vann Grindavík öðru sinni
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum;
„Það var mjög gott að geta kláraö
þetta dæmi hér í Grindavík og viss
léttir að sleppa við þriðja leikinn.
Þetta var mjög sanngjarn sigur hjá
okkur og Njarðvíkurliðið er í góöri
æfingu um þessar mundir. Við erum
á siglingu þessa dagana og í topp-
formi á réttum tíma,“ sagði Friðrik
Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga,
eftir sigur sinna manna í öðrum leik
liðanna í úrslitakeppni úrvalsdeild-
ar. Njarðvíkingar sigruðu 82-93 í
skemmtilegum og vel leiknum leik.
Staðan í leikhléi var 37-45, Njarðvík
í vil.
Leikurinn var mjög jafn og spenn-
andi í fyrri hálfleik og þegar sex mín-
útur voru til leikhlés var staðan
26-28, Njarðvík í vil. Gestirnir juku
forskotið fram að leikhléi og höfðu
ellefu stiga forskot þegar nokkrar
sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik.
Dan Krebbs:
„Sársvekktur
og leiður“
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum:
„Ég er sársvekktur og leiður
yfir þvi að hafa tapað þessum leik
og það var dapurlegt að komast
ekki í úrshtaleikina," sagði Dan
Krebbs, Bandaríkjamaðurinn í
liði Grindvíkinga, í samtali við
DV eftir leikínn gegn Njarövík en
hann var besti leikmaður Grind-
víkinga í leiknum..
„Þrátt fyrir úrslitin í þessum
leik er þetta samt búið að vera
gott tímabil hjá Grindavíkurlið-
inu. Það tekur tíma fyrir unga
leikmenn liösins að öðlast þá
reynslu sem er nauðsynleg í
svona úrslitakeppni og ég er þess
fullviss að í framtíðinni á lið
Grindavíkur eftir að verða mun
betra. Það býr mikið í þessu liði,“
sagði Krebbs. Hann heldur í dag
til Ástralíu þar sem hann mun
halda áfram að leika körfuknatt-
leik. En kemur hann aftur til
Grindvíkinga fyrir næsta keppn-
istímabil?
„Ég hef áhuga á að leika áfram
með Grindavík og mér hefur liðiö
mjög vel hér. Ég á í viðraéðum við
forráðamenn liðsins og við verö-
um að bíða og sjá hvað gerist."
Hjálmar Hallgrímsson skoraði þá
þriggja stiga körfu frá miðjum vellin-
um og staðan í leikhléi því 37^5.
Njarðvíkingar héldu forskoti sínu
lengst af síðari hálfleiks en um miðj-
an hálfleikinn var staðan orðin 62-66.
Þá héldu margir að í hönd færu
spennandi lokamínútur en Grindvík-
inga skorti einfaldlega þrek til að
standa í Njarðvíkingum til loka leiks- .
ins. Léku Njarðvíkingar af öryggi á
lokamínútunum og sigur þeirra var
aldrei í hættu þrátt fyrir að lykil-
menn liðsins hafi verið komnir með
margar villur.
Rondey Robinson var besti leik-
maður vallarins, var allt í öllu í leik
Njarðvíkinga, og átti hann stóran
þátt í þessum sæta sigri Njarðvík-
inga. Sætur var hann vissulega
vegna þess að það voru einmitt
Grindvíkingar sem gerðu bikar-
araum Njarðvíkinga að engu í
Grindavík á dögunum. Teitur Örl-
ygsson lék einnig vel í liði Njarðvík-
inga en annars var það sterk liðs-
heild sem átti stærstan þátt í sigrin-
um.
í liði Grindvíkinga var Dan Krebbs
bestur en þeir Guðmundur Braga-
son, Sveinbjörn Sigurðsson og
Hjálmar Hallgrímsson átti einnig
góðan leik.
• Stig Grindavíkur: Dan Krebbs
29, Guðmundur Bragason 19, Svein-
björn Sigurðsson 10, Jóhannes Krist-
björnsson 10, Hjálmar Hallgrímsson
8, og Rúnar Árnason 6.
• Stig Njarðvíkur: Rondey Robin-
son 37, Teitur Örlygsson 15, Friðrik
Ragnarsson 11, ísak Tómasson 11,
Kristinn Einarsson 10, Hreiðar
Hreiðarsson 4, Gunnar Örlygsson 3,
og Ástþór Ingason 2.
• Leikinn dæmdu þeir Jón Otti
Ólafsson og Kristinn Óskarsson og
komust þeir mjög vel frá leiknum.
Rondey Robinson:
„Gaman að
fara í úrslit“
Ægir Már Káxason, DV, Suöumesjum;
„Ég hef áður sagt að það sé
mjög erfitt að leika hér á heima-
velli Grindvíkinga og það varð
engin breyting þar á núna. Þetta
var mjög erfiður leikur þrátt fyr-
ir að við hefðum nokkuð gott tak
á þeim allan leikinn,“ sagði Rond-
ey Robinson, Bandaríkjamaður-
inn í liði Njarðvikinga, í samtali
viðDV.
Robinson fór á kostum i leikn-
um, skoraði 37 stig, og tróð
nokkrum sinnum knettinum í
körfuna með miklum tilþrífum.
Robinson er greinilega einn
snjallasti körfuknattleiksmaður-
inn sem hér hefur leikið og verö-
ur gaman að fylgjast meö honum
í úrslitaleikjunum.
„Það var gott að sigra í þessum
leik og mér finnst meiri háttar
gaman að vera kominn alla leið
í úrslitaleikina. Ég á von á þvi
að við mætum KR-ingum í úrslit-
unum og það verða hroðalega
erfiðir leikir enda eru KR-ingar
hrikalega sterkir um þessar
mundir,“ sagði Robinson eftir
leikinn á laugardag.
Gunnar Þorvarðarson:
„Njarðvíkingar
voru mun betri“
Ægir Máx Káiason, DV, Suðumesjum;
„Það er svo sem lítið um þessi
úrslit að segja. Njarðvíkingarnir
voru einfaldlega mun betri en
mínir menn og því fóru þeir með
sigur af hólmi að þessu sinni,“
sagði Gunnar Þorvarðarson,
þjálfari Grindvíkinga, eftir leik-
inn gegn Njarðvík. Gunnar lék
sem kunnugt er með Njarðvík-
ingum í mörg ár.
„Þegar við vorum komnir með
leikinn niður 1 fjögur stig geröu
strákarnir mjög mikið af mistök-
um og þeir átti einfaldlega ekki
meira eftir enda fóru miklir
kraftar hjá strákunum í að vinna
upp forskot Njarðvíkinga. Ég er
hins vegar nokkuö ánægður með
mitt lið í þessum leik þvi strák-
arnir gáfu sig alla í þetta. Ég er
mjög ánægður meö keppnistíma-
bilið í vetur og leik liösins. Þrátt
fyrir að ekki ynnist titill í vetur
er bjart framundan hjá Grindvík-
ingum í körfuknattleiknum og
menn þurfa engu að kvíöa,“ sagði
Gunnar Þorvarðarson, þjálfari
þeirra Grindvíkinga, aö lokum.
Bow fór á kostum
- er KR-ingar unnu Keflvíkinga, 71-84, í Keflavík
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum:
KR-ingar unnu mjög öruggan
og sannfærandi sigur á Keflvík-
ingum í Keflavík á fóstudags-
kvöldið. Lokatölur urðu 71-84 eft-
ir að staðan í leikhléi hafði verið
30-43, KR í vil.
Bandaríkjamaðurinn Jonathan
Bow fór á kostum í liði KR og
skoraði 2 stig. Átti hann stærstan
þátt í sigrinum. Hjá Keflavík var
Tyron Thornton stigahæstur en
hann hefði getað leikið betur í
vörninni.
• Stig ÍBK: Tyron Thornton 31,
Sigurður Ingimundarson 14, Fal-
ur Harðarson 11, Guðjón Skúla-
son 7/Jón Kr. Gíslason 4, Hjörtur
Harðarson 2, og Albert Óskars-
son 2.
• Jonathan Bow 32, Axel Niku-
lásson 21, Guöni Guðnason 17,
Lárus Ámason 8, Páll Kolbeins-
son 3, og Hörður Gauti Gunnars-
son 3.
• Keflvíkingar voru ánægðir með sig eftir leikinn gegn KR í Laugardalshöllinni í gærkvöldi og ekki að furða. Lið ÍBK sýndi frábæran leik í síðari hálfleik og KR-ingar eru nú í slæmum málum. Liðin leika þriðja leikinn á miðvikudagskvöld-
ið og liðið sem sigrar þá mætir Njarðvíkingum í úrslitum úrvalsdeildar. DV-mynd GS
Enn er óljóst hvaða lið mætir Njarðvlkingum í úrslitum úrvalsdeildarinnar:
Hrunadans KR-inga
- ótrúlegar sveiflur er Keflvíkingar sigruðu KR í Laugardalshöfl, 75-92. Leikið tdl þrautar á miðvikudag
Það er enn óvíst hvort það verður
KR eða ÍBK sem mætir Njarðvík í úr-
slitum úrvalsdeildarinnar í körfu-
knattleik. Keflvíkingar sýndu mikinn
styrk í Laugardalshöllinni í gærkvöldi
er þeir gersigruðu KR-inga í öðrum
leik liðanna. Lokatölur 75-92 og þriöji
leikur liðanna fer fram í Keflavík á
miðvikudagskvöldið. Þá verður leikið
til þrautar. KR-ingar fóru illa að ráði
sínu í gærkvöldi, voru með gott forskot
í leikhléi en leikur KR hrundi sem
spilaborg í síöari hálfleik.
Enn einu sinni náðu KR-ingar góðu
forskoti strax í byrjun og komust í 20-5
og síðar í 29-13 og ekkert virtist geta
komið í veg fyrir stórsigur KR. Keflvík-
ingar virtust heillum horfnir og ein-
hvern veginn hafði maður á tilfinning-
unni að þeir heföu ekki nægilega trú
á sjálfum sér til aö vinna upp gott for-
skot KR-inga. Staðan í hálfleik var
49-35, KR í vil, og léttur síðari hálfleik-i
ur virtist blasa við KR-ingum. En eftir
nokkrar mínútur höföu Keflvíkingar
skorað 19 stig gegn 7 frá KR og leikur-
inn var orðinn æsispennandi. En hann
var ekki lengi spennandi. Keflvíkingar
voru komnir í hörkustuð og voru þeir
alveg óstöðvandi það sem eftir lifði
leiks. Það tók þá að vísu nokkrar mín-
útur að jafna og komast yfir en þegar
þeim áfanga var náð gat ekkert stöðvað
Keflvíkinga. KR-ingar voru sem áhorf-
endur síðustu mínútumar og þegar
flautað var til leiksloka hafði KR tapað
niður 15 stiga forskoti í leikhléi í 17
stiga tap.
• KR-ingar virtust missa alla ein-
beitingu í síðari hálfleik. Leikmenn
gerðu sig seka um að taka skot úr
slæmum færum og reyndustu menn
liðsins héldu einfaldlega ekki haus,
voru alltof æstir í stað þess að leika
yfirvegað og nota langar sóknir. Því
verður ekki á móti mælt að það veikti
KR-liðið, sérstaklega varnarleikinn, að
Matthías Einarsson lék ekki með
vegna veikinda. Þá fékk Axel Nikulás-
son 4. villuna þegar 15 mínútur voru
eftir og þá 5. þegar 6 mínútur voru eft-
ir. Þá var staðan 71-75, ÍBK í hag.
• Keflvíkingar voru fjandanum
daufari í fyrri hálfleik en engu líkara
en nýtt lið mætti til síðari hálfleiks.
Þá „kviknaði í“ Bandaríkjamanninum
Tyron Thornton og Guðjón Skúlason
sýndi gamla takta, skoraði þrjár
þriggja stiga körfur með litlu millibili
og engu líkara en komið væri gamlárs-
kvöld í Höllinni. Þvílíkur stuðkarl.
Keflvíkingar hreinlega trylltust inni á
vellinum og ekkert lið hér á landi hefði
staðið í þeim í síðari hálfleik. Varnar-
leikurinn glimrandi góður og KR skor-
aði aöeins 26 stig í síðari hálfleik. Og
í sókninni var oft hrein unun að horfa
á Keflvíkinga vinna stigin sín 57.
• Stig KR: Jonathan Bow 26, Páll
Kolbeinsson 12, Guðni Guðnason 10,
„Næsti leikur verður
upp á líf og dauða“
„Eins og gefur að skiija er ég í sjöunda himni með þennan sigur. Þessi leikur
þróaöist með sama hætti og hinir fyrri en nú náðum við baráttunni upp á mikilvæg-í
u augnabliki, fórum einnig að hitta vel og þetta lagði grunninn að sigrinum,“ sagði
Jón Kr. Gíslason, þjálfari og leíkmaður Keflvíkinga, eftir sigurinn á KR-ingum í
Laugardalshöllinni í gærkvöldi.
„Dæmið lítur vei út núna, við eigum heimaleik á þriðjudag og sá leikur verður upp
á lif og dauöa. Okkur vantaði sjálfstraust en með þessum sigri mætum við með sjálf-
straustið í lagi í leikinn á þriðjudagskvöldið," sagöi Jón Kr. Gíslason. -JKS
„Unnum þennan leik
á sterkri liðsheild“
„Þessi sigur hafðist á baráttunni einni saman. Vörnin small saman um
miðjan síðari hálfleik og það skilaði sér í sóknarleiknum um leið. Mér
leið ekkert vel á tímabili þegar KR-ingar voru komnir með gott forskot.
Viö Unnum þetta á liðsheildinni,'1 sagöi Guðjón Skúlason, leikmaður
Keflvíkinga, í samtali við DV.
„Mér líst vel á þriðju viðureignina en við höfum sannað það fyrir okk-
ur aö við getum þetta þegar baráttan er í lagi. Nú er um að gera að ná
sér niður á jörðina og fara að undirbúa sig fyrir leikinn mikilvæga á
þriðjudagskvöldiðsagði Guðjón Skúlason. -JKS
„Hittum mjög illa og
misstum einbeitinguna"
„Við hættum að hitta úti á vellinum og misstum einbeitinguna eftir að
hleyptum Keflvikingum inn í leikinn og því fór sem fór. Það kom í ljós
að við söknuðum Matthíasar Einarssonar í vamarleiknum en hann gat
ekki leikið vegna veikinda," sagði Birgir Guðbjörnsson, liðsstjóri KR-inga
i samtali við DV.
„Það er alltaf erfitt að leika í Keflavik og það er öruggt mál að viðureign-
in á þriðjudagskvöldiö verður mjög spennandi," sagði Brigir Guðbjöms-
son liösstjóri.
-JKS
o q
l ^ Körftiboltí
Keppni er mjög spennandi í 1.
deild kvenna í körfuknattleik og
þar berjast Haukar og ÍS um ís-
landsmeistaratitilinn.
Einn leikur fór fram um helgina
en þá sigraði hð Keflvíkinga liö
nágrannanna úr Grindavík ör-
ugglega með 103 stigum gegn 39.
Aðeins eiga topplið ÍS og Hauka
ólokið einum leik. ÍS mætir ÍR í
Seljaskóla og Haukar leika gegn
Keflavík í Keflavík. Vinni bæði
liðin verður ÍS íslandsmeistari.
Staðan er þannig:
Grindavík-Keflavík......39-103
ÍS.........14 11 3 747-605 22
Haukar.....14 11 3 770-566 22
Keflavík...14 10 4 963-631 20
ÍR.........13 7 6 663-633 14
KR.........13 2 11 563-703 4
Grindavík... 14 0 14 439-1007 0
Valurhélt sætinu
Það fór eins og margan grunaði
að Valsmenn héldu sæti sínu í
úrvalsdeildinni í körfuknattleik
en um helgina lék Valur gegn
Víkverja sem hafnaði í öðra sæti
í 1. deild. Valur sigraði öragglega
með 31 stigs mun, 106-75.
Úrslit í NBA-deildinni
Úrslitin um helgina:
Atlanta-Miami Heat........108-93
Cleveland-NJ Nets.........108-82
Orlando-Dallas............105-93
Washington-76ers..........102-99
Chicago-Indiana..........133-119
Houston-NYKnicks..........111-98
Milwaukee-Denver.......140-136
Utah-Minnesota'..........95-89
Golden State-LA Clippers 104-107
Sacramento-Phoenix........95-100
Hörður Gauti Gunnarsson 8, Lárus
Árnason 8, Axel Nikulásson 7, og Her-
mann Hauksson 4.
• Stig ÍBK: Tyron Thornton 28, Guð-
jón Skúlason 15, Falur Harðarson 15,
Jón Kr. Gíslason 12, Sigurður Ingi-
mundarson 11, Albert Óskarsson 6, og
Júlíus Friðriksson 5.
• Leikinn dæmdu þeir Kristinn Al-
bertsson og Kristján Möller og voru
hreint frábærir í þessum leik.
-SK
Verð 220 kr. stk.
med áletrun
Einnig mikið úrval af bikurum
og öðrum verðlaunagripum.
Pantið tímanlega.
GULLSMIÐIR
Sigtryggur & Pétur.
Brekkugötu 5 - Akureyri.
S. 96-23524 Fax 96-11325