Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1991, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1991, Qupperneq 2
Fréttir FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991. Helmingur f arskipaf lot- ans er skráður erlendis - íslensk áhöfn kostar um 120 þúsund á dag en erlend áhöfn um 60 þúsund Að sögn Birgis Björgvinssonar, hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur, eru 40 farskip skráð í eigu íslendinga. Af þeim eru nú 19 skráð erlendis og þeim fjölgar stööugt. Öll skip Nes- skipa eru skráð erlendis og Skipafé- lagið Nes er að skrá 3 sinna skipa erlendis. Þá eru 7 af 15 skipum Eim- skipafélagsins skráð erlendis. Birgir segir það rangt hjá Ómari Jóhannssyni að hægt sé að spara 120 þúsund krónur í launakostnað á dag með því að hafa erlenda áhöfn í stað íslenskrar. Birgir segir að launa- kostnaður 11 manna áhafnar sé um 90 þúsund krónur á dag með meðal- yfirvinnu. Við það bætist síðan 40 prósent í launatengd gjöld. Samtals sé því launakostnaðurinn um 120 þúsund krónur á dag ef áhöfnin er íslensk. Hann segir að skráningargjöld hér á landi séu miklu hærri en erlendis. Þau þyrftu stjórnvöld að lækka. Þaö myndi borga sig því ef svo heldur fram sem horfir fengi íslenska ríkið engin skráningargjöld þegar búið verður að skrá allan íslenska far- skipaflotann erlendis. Hann sagðist vonast til að Alþingi setji einhverja löggjöf um þetta mál. Ómar Jóhannsson, forstjóri Sam- skips hf. segist standa við það að það séu frá eitt þúsund til tvö þúsund dollarar á dag sem sparist við það að hafa erlenda áhöfn í stað íslenskr- ar. Það fari eftir því hve margir séu í áhöfninni en hún er 11 til 17 manns, misjafnt eftir skipum. Hann segir að launakostnaður á dag, ef áhöfnin er íslensk, sé 110 til 130 þúsund krónur. Við það að fá erlenda áhöfn sparist tveir þriðju hlutar af þessari upp- hæð. Ómar sagði að það væri rangt sem sagt hefði verið frá í fjölmiðlum að Samskip hefði sagt þemur mönnum upp fyrirvaralaust. Sannleikurinn væri sá að sex menn hefðu verið fluttir af Hvassafellinu. Þeim hefði öllum verið boðin vinna á öðrum skipum félagsins. Þrír þáðu vinnuna en þrír ekki. En þeim var ekki sagt upp. -S.dór Her á myndinni lengst til vinstri er Rafael Lopez Palanco, yfirverkfræðingur heimssýningarinnar í Sevilla 1992, Ásdís Viggósdóttir sem býr í Sevilla, og eininmaður hennar, Manuel Coronel, ásamt gesti að skoða kort af heims- sýningarsvæðinu í Sevilla. DV-mynd GTK Manuel Coronel um heimssýninguna: íslendingar haf a ekki enn misst lóðina í Sevilla - enverðaaðtilkynnaþátttökufljótlega „Þegar ég síðast vissi var ekki búið íslenskan sýningarskála í Sevilla. að afhenda annarri þjóö þá lóð undir Manuel sagðist hafa fyrir því fulla skála á heimssýningunni í Sevilla á vissu að á Spáni væru aðilar sem næsta ári, sem íslendingum haföi væru tilbúnir til að taka þátt í kostn- veriö úthlutað. Sú lóð er á albesta aði íslendinga við þátttökuna í stað sýningarinnar, við hliðina á heimssýningunni á næsta ári. Það húsi Bandaríkjanna sem skipar heið- væri ekki mikið mál að koma því í urssess á sýningunni. Ég veit líka að kring. það er mjög mikill áhugi hjá spönsk- Hann benti hinsvegar á að ríkis- um yfirvöldum á því að íslendingar stjórn íslands mætti ekki draga mik- verði með. Island hefur yfir sér þann iö lengur að svara því hvort íslend- blæ í augum Spánverja að vera hið ingar ætluðu að vera með eða ekki, fagra ómengaða land. Þá hafa sam- ef þeir ætla að halda þessari lóð. skipti landanna hin síðari ár verið Hann sagðist hafa gefið sendiherra með þeim hætti að ísland er orðið íslands á Spáni (Alberti Guðmunds- vel þekkt hér á Spáni," sagði Manuel syni) ýmsar gagnlegar upplýsingar Coronel í Seviila á Spáni í samtali varðandi þetta mál allt. Hann sagðist við DV. ekki vita annað en að þeim upplýs- Manuel Coronel er viðskiptajöfur á ingum hefði verið komið til íslenska Spáni sem býr í Sevilla. Hann er utanríkisráðherrans. Manuel sagðist mjög mikill áhrifamaður í spönsku vona að íslenska ríkisstjórnin setti viðskiptalífi. Hann sagðist vita um sem allra fyrst kraft í þetta mál. tilboð norska auðkýfmgsins sem vill -S.dór veita 100 milljónum króna til að reisa Útlit fyrir hátt f iskverð áfram Að undanförnu hefur fiskmarkað- urinn í Englandi veriö með ágætum. Ekkert bendir til þess að verðið hald- ist ekki, að minnsta kosti fyrst um sinn. Passað hefur verið að ekki fari of mikið af fiski á erlendan markað og verður svo gert áfram. Heyrst hefur að menn séu að ræða um fjar- skiptamarkað en ýmsir annmarkar munu vera á því. Fiskmarkaðuriim Ingólfur Stefánsson Ekki er gott að spá um þaö hvert verðið verður ef allur fiskur er boð- inn á innlendum markaði. Það er margt að athuga ef tekið verður upp fjarskiptakerfi. Ekki er ólíklegt að suma daga væru mörg hundruð tonn í boði, margir vildu kaupa smáslatta, eins og átt hefur sér stað, en ef fiskur- inn gengur ekki allur út hvað á þá að gera við það sem ekki selst? Norð- menn hafa hafist handa um heima- markað en ekki veit ég enn hvernig þetta nýja fyrirkomulag hefur reynst. Noregur: Ævintýraleg þorskveiði Á mettíma, síðan í janúar, hafa veiðst 20.000 tonn af þorski en veiði- flotinn verður bundinn í höfn áður en apríl líður. í janúarlok voru sumir búnir með kvóta sinn og þá var ekki annað gera en binda bátana við bryggjuna. Ló- fóthafnir eru yfirfullar af bátum og ekki fyrirsjáanlegt hvað þar er hægt að gera. Nokkrir munu fiska í EB-kvótann en það er sáralítið sem menn fá út úr því. Þetta kemur illa niður á sjó- mönnum sem að engu hafa að hverfa og verða á atvinnuleysisbótum þar til úr rætist. Útgerðarmenn segja að fiskifræð- ingarnir hefðu átt að auka kvótann þegar sást hve mikið var af fiski. Menn eru sammála um að ógrynni Gámasölur í Englandi 1 -5. apríl Sundurliðun eftirtegundum Selt magn kg Verð í erl. mynt Meðalverð kg Söluverðisl.kr. Kr.kg Þorskur 173.882,50 257.640,45 1,48 27.105.479,12 155,88 Ýsa 136.695,00 239.038,80 1,75 25.144.759,24 183,95 Ufsi 7.975,00 5.794,40 0,73 609.816,44 76,47 Karfi 24.975,00 18.084,60 0,72 1.902.466,47 76,17 Koli 120.115,00 144.183,20 1,20 15.170.535,48 126,30 Grálúða 33.560,00 40.210,80 1,20 4.230.348,17 126,05 Blandað 112.358,25 114.548,80 1,02 12.051.858,07 107,26 Samtals 609.560,75 819.501,05 1,34 86.215.263,00 141,44 Þýskaland: Gámasölur í Bremerhaven í marsmánuði Sundurliðun eftir tegundum Seltmagnkg Verðíerl.mynt Meðalverð kg Söluverðísl.kr. Kr. kg Þorskur 4.497,00 12.466,10 2,77 448.767,13 99,79 Ýsa 5.340,00 23.194,72 4,34 834.986,73 156,36 Ufsi 113.167,00 300.169,96 2,65 10.805.818,39 95,49 Karfi 529.941,00 1.553.015,62 2,93 55.907.009,30 105,50 Grálúða 1.475,00 6.340,50 4,30 228.251,66 154,75 Blandað 104.278,00 222.198,28 2,13 7.998.915,88 76,71 Samtals 758.698,00 2.117.385,18 2,79 76.223.749,09 100,47 sé af fiski við Lófót og enginn skaði þó að veitt yrði meira. Menn telja þetta ástand alveg ófært þegar nægur fiskur er í sjónum. Stytt og endursagt úr Fiskaren 3000 tonn af skreið til Italíu Bodö: Framleiðslan á Lófót verður í ár 3000 tonn af skreið. Alls voru hengd upp 13.200 tonn af þorski. All- ir eru nú hættir að hengja upp utan einn sem enn heldur áfram að heröa. Á íslandi verður hengt upp seinna og þess vegna er norska skreiðin fyrr tilbúin á markaðinn. Endursagt úr Fiskaren

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.