Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1991, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991. Stjómmál Vil selja b« inkana og fæk ka ráðh - sagði Davíð Oddsson á errastólum beinni linu í gærkvöldi Davíð Odsson sagðist stefna að því að selja ríkisbankana og fækka ráðherrastólum, verði Sjálfstæðis- flokkurinn í rikissfjóm að loknum kosningum, á beinni línu DV í gær- kvöldi. Hann sagðist vilja vera i stjórn þar sem Sjálfstæðisflokkur- segir að Reykjaví inn hefði raest áhrif. aö sjá um löggæs Davíð sagði inngöngu í Evrópu- Metþátttaka vai bandalagið ekki á dagskrá. Hann í gærkvöldi. Sjötí boðar skattalækkun í áfóngum, á þeim tveimur t heildstæða sjávarútvegsstefnu og sat á ritstjórn D\ surborg eigi sjálf voru gölbreyttar en skattar, launa- ir, Nanna Sigurdórsdóttir, Elín Al- lu í borginni. mál, félagsmál, umhverfismál og bertsdóttir, Ingibjörg Óðinsdóttir, á beinu linunni EB voru oft uppi á teningnum. Haukur Lárus Hauksson og Gunn- i maims hringdu Að beinni línu unnu blaðamenn- ar V. Andrésson Jjósmyndari. mum sem Davíð irnir Öttar Sveinsson, Páll Ásgeirs- -hlh T. Spumingarnar son, Jóhanna Margrét Einarsdótt- Framsóknarflokk- urinn eini í veröldinni . . . Árni Ferdinandsson, Reykjavík: Framsóknarflokkurinn vill ekki fara í EB í dag þó aö hann vilji það kannski síðar. Hvers vegna sögðuð þið ekki hreint út að þið ætlið ekki aðgeraþað? - Það er merkilegur flokkur, Fram- sóknarflokkurinn. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi enga stefnu. En svo segir hann að kjósa eigi um mál í kosningum sem ekki eru á dagskrá. Þetta er sennilega eini stjórnmálaflokkurinn í veröldinni sem gerir það. Málið er alls ekki á dagskrá. Geir Haarde sagði í blaði í dag að ef spumingin væri á dagskrá í dag væri svarið nei. Hins vegar eiga menn ekki að tala með þeim hætti að á næstu ámm og áratugum geti menn ekki rætt við okkar samstarfs- menn i Evrópulöndunum. Hlutirnir koma skrýtnir út úr hausnum á sum- um. Heildstæða stef nu ísjávar- útvegsmálum Kjartan Magnússon, Reykjavík: Hver er munurinn á sjávarútvegs- stefnu Sjálfstæðisflokksins og þeirri fiskveiðistefnu sem nú er fylgt? - Þaðhefuraðhlutatilveriömótuð fiskveiðistefna. Við sjálfstæðismenn höfum sagt að það þurfi að móta heildstæða sjávarútvegsstefnu - þar sem ekki er bara sagt fyrir um hverj- ir fiski hvar, hvenær og hve mikið, heldur verði hugsað um málið í heild -bæði fiskveiðarnar, vinnsluna, söl- una, markaðinn og neytandann. Við viljum taka á málinu sem heild, ekki eingöngu á kvótakerfinu sem er í gildi. Það hefur þó kosti eins og aö stemma stigu við misnotkun fiski- miöanna. Á hinn bóginn hefur ekki tekist fylhlega að koma í veg fyrir að stofnunum fari aftur eða að skipa- stóllinn stækki. Jafnframt segjum við að nauðsynlegt sé breyta því mið- stýringar- og ofstjórnarskipulagi sem nú er þar sem sami aðilinn setur reglurnar, fylgir þeim eftir og hefur dómsvald um það ef reglunum er breytt. Þetta gengur ekki og stangast á við heilbrigða stjórnsýslu. Þegar þú settir migíhjólastólinn Jóhann Pétur Sveinsson, Reykjavík: Er Sjálfstæðisflokkurinn, með þig í forsæti, tilbúinn til að beita sér fyr- ir að gerö verði úttekt á aðgengi í öllu opinberu húsnæði og áætlun um hvernig þar megi breyta þannig að hreyfihamlaðir eigi jafnan aðgang? - Ég get tekið undir að það sé nauð- synlegt. Þegar þú settir mig í hj óla- stólinn á sínum tíma kynntist ég ýmsu og lærði mikið. í framhaldi af því stofnuðum við sjóð hjá borginni fyrir fyrirtæki innan hennar til að breyta og bæta aðgengi. Það hefur miðað í þá áttina. Síðan höfum viö flutt stofnanir úr húsnæði sem ekki pössuðu fyrir starfsemina eins og Félagsmálastofnun o.s.frv. Þetta vil ég líka gera hjá ríkinu ef ég hef að- stöðu til og er því sammála hugmynd þinni. Ferlinefndir ogfatlaðir Sigurrós Siguijónsdóttir, Reykjavík: Vill Sjálfstæðisflokkurinn beita sér fyrir því að ferlinefndir verði skipað- ar í þeim sveitarfélögum þar sem þær eru ekkitilstaðar? - Þaðvoruferlinefndirstarfandi lengi í sveitarfélögum, til að mynda í Reykjavík, og náðu töluverðum ár- angri að ég hygg. Varðandi forystu fyrirrennara míns í embætti og borg- arstjóra þá urðu breytingar þar, til dæmis á Laugardalshöllinni. Síöan hefur sem betur fer aðgengi fatlaðra í stofnunum borgarinnar gerbreyst á undanfórnum 8 eða 9 árum. Ný hús eru auðvitaö hönnuð með þetta fyrir augum. Síðan hafa menn verið að taka upp þá stefnu að hita upp gang- stéttir miðborgar og gera fláa í gang- stéttir. Ég vona að önnur sveitarfélög geriþettalíka. Persónuafsláttur ekkifylgtverð- bólgustiginu Margrét Björnsdóttir, Mosfellsbæ: Hafið þið talað um að hækka lægstulaunin? - Það tala alhr um að hækka þau. Öllum finnst þau vera of lág. Við höfum ekki komið með nein sérstök loforð í þeim efnum en sagt hins veg- ar að kaupmáttur lægstu launa, og reyndar flestra annarra launa á und- anfómum þremur árum, hafi hrunið um 15 prósent. Við höfum sagt að það sé nauðsynlegt, ef við eigum ekki að dragast aftur úr öllum öðrum, að raunkaupmáttaraukning verði á nýj- an leik. Það gerist hins vegar í áföng- um. Jafnframt höfum við sagt að bæst hafl við launaskerðinguna hjá þeim sem lægst hafa launin. Per- sónuafsláttur hefur ekki fylgt verð- bólgustiginu. Þess vegna er það sem kemur upp úr umslagi hjá hverjum manni lægra og lakara en það þyrfti að vera. Þama hafa safnast saman stórar upphæðir, upp á milljarða, og það tekur tíma að leiðrétta það. NATOborgaði Ijósleiðarann Elínborg, Snæfellsnesi: Er það rétt að ljósleiöararnir um landið, sem samgönguráðherra hreykir sér af, séu borgaðir af Atl- antshafbandalaginu og Varnarlið- inu? - Þaðerdálítiðmerkilegtaðþessi ráðherra Alþýöubandalagsins hefur verið að stæra sig af því að leggja þessa ljósleiðara en NATO, erkióvin- ur Alþýðubandalagsins um langa hríð og a.m.k. í orði kveðnu ennþá, hefur borgaö 29 milljónir dollara til þess að þeir yrðu lagðir sem er tölu- vert á annan milljarö króna. Þannig að þarna eiga þeir samleið NATO og Steingrímur, hann þakkar sér það en það er NATO sem borgar brúsann. Salarásar2 Þórður Pálsson, Reykjavík: Hveijar eru hugmyndir Sjálfstæð- isflokksins varðandi sölu rásar tvö? - Já,þaðernúaöallegarástvösem hefur blásið það út, við höfum sagt að ef aðrar setningar í landsfundará- lyktun okkar uppá íjörutíu síður hefðu fengið jafninikið pláss á rás tvö hefðum við getað haft þar ótakmark- að efni til haustsins. En hið rétta í þessu máli er það að við vildum kanna hvort aörir aðilar gætu veitt þessa þjónustu sem rás tvö veitir nú, það stóð aldrei til að leggja hana af, það er misskilnirigur. Þetta hins veg- ar kallar á vangaveltur um það hvort ekki sé hægt að nýta hið sameigin- lega dreifikerfi landsmanna, sem þeir hafa borgað með sínum pening- um, til þess að skapa skilyrði þess að fólk úti á landi heyri fleiri slíkar rásir heldur en rás tvö. Skattahækkanir vinstristjórnar Júlíus Jóhannsson, Reykjavík: Hvað hefur vinstristjórnin hækkað skattana mikið síðan hún tók við? Er það rétt að ráðherrarnir séu með tilbúnar tillögur um stórfelldar skattahækkanir eftir kosningar? ■ - Þeirhafaþegarhækkaðskattaá sínum ferli sem nemur samanlagt 16 milljörðum króna og aukið síðan skuldir um 30 milljarða króna. Svav- ar Gestsson hefur sagt að það þurfi að hækka skatta um tíu milljarða til viðbótar. SteingrímurHermannsson hefur sagt á fundi með framsóknar- tnönnum að skatta þurfi að hækka, Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið að nefna það og flytja áróður fyrir því að skattar hér séu of lágir og vitn- ar í OECD. Þessir menn, áður en þeir komu í ríkisstjórn núna síðast, enginn þeirra talaði um að hækka skatta en samt hækka þeir þá svona mikið. Nú tala þeir um að hækka skatta og þá geturðu imyndað þér hvers konar skattahækkunarhrinu við getum lent í. Stjórnarsamstarf Guðjón Sverrisson, Reykjavík: Teluröu að núverandi stjórnar- flokkar séu ákveðnir í að halda áfram sama stjórnarsamstarfi og þá kannski að fá Kvennalistann inn í staðinn fyrir Borgaraflokkinn? Hver er þín óskastjórn? - Þaðeruákveðnarlíkuráþvíþví forsætisráöherrann hefur verið spurður að því í fjölmiölum hvort þaö hafi átt sér stað viðræður milli núverandi stjórnarflokka um áfram- haldandi samstarf og eftir umhugsun sagði Steingrímur að þær viðræður hefðu átt sér stað, að vísu ekki á formlegum fundi en ég sé nú engan mun á því. Síðan tala þeir nú reynd- ar alltaf eins og þeir hafi KvennalisL ann í vasanum, ég veit ekki hvort þeir hafa leyfi til að tala þannig. Ef ég ætti að segja hver mín óskastjórn væri þá er það stjórn þar sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur sem mest áhrif en við göngum auðvitað óbund- in til kosninga og veljum okkur ekki neinn óskaandstæðing eða óskavin, við látum það ráðast. Skattarábíla ogaðstoðarmenn ráðherra Einar Jónsson, Reykjavík: 1987 setti Jón Baldvin skatt á bif- reiðar, núverandi fjármálaráðherra hefur tvöfaldað hann. Launafólk sem á þunga og gamla bíla lendir verst í þessu enda bílar einnig skattlagðir þó bílnúmerin liggi í geymslu. Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að breyta þessu? í öðru lagi langar migað vita hvort þú munir koma í veg fyrir að þrír til fjórir vinir og velunnarar ráðherra raði sér upp sem aðstoðar- menn ráðherra á næsta kjörtímabili? - Mérfinnstrangtaðskattleggjabíl- númer sem eru í geymslu og það er einnig rangt að skattleggja bíla eftir þunga. Réttara væri að borga af þeim miðað við verðmæti. Ég vil gjarnan breyta þessu. Varðandi síðari spurn- inguna finnst mér of langt gengið í þeim málum. Byggðastefnan Gunnlaugur Jónsson, Reykjavík: Hver er munurinn á byggðastefnu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar- flokksins? - ByggðastefnaFramsóknarflokks- ins hefur samkvæmt því sem forsæt- isráðherrann sagði á blaðamanna- fundi beðiö skipbrot og brugðist. Byggðastefna Framsóknarflokksins hefur að mínu viti byggst á því að Framsóknarflokkurinn lítur á hana sem ölmusustefnu og meginmáli skipti að það sé Framsóknarflokkur- inn sem úthluti þeirri ölmusu. Viö lítum hins vegar þannig á aö heil- brigö byggðastefna eigi að geta borg- að sig og í okkar stefnu felst ekki síst að við viljum styrkja og efla vaxtasvæði á landinu, efla þjónustu- greinar, t.d. í ferðamannaiðnaði. Það er okkar markmiö að landið sporð- reisist ekki. Við teljum, í þágu alls landsins, að dæmið gangi upp með þeimhætti. Glötuðtækifæri Sigurður Magnússon, Sandgerði: Nú hefur verið þjóöarsátt og hún komið misilla út fyrir suma og heim- ilin orðin peningalítil. Hvað hyggst Sjálfstæðisflokkurinn gera í málinu? - Þaðseméghefsagtáðurumþessa samninga, sem menn hafa nefnt þjóðarsátt, samningarnir sýndu mik- inn þroska launþega og vinnuveit- enda líka, en þeir voru gerðir í trausti þess að ríkisvaldiö nýtti það skjól sem þjóðarsáttasamningarnir sköp- uðu með því að stöðva óbeislaðan vöxt ríkisútgjalda og með því að hækka ekki skatta. Ríkisvaldiö hefur brugðist í hvoru tveggja. Það er þetta sem hefur skapað þennan óróleika sem nú er í kringum þessa svoköll- uðu þjóðarsátt. Hún var að verulegu leyti verðstöðvunaraðgerð og það var nauðsynlegt aö ríkisvaldið nýtti tím- ann til þess að stuðla aö varanlegri farsæld efnahagskerfisins og efn- hagslífsins en það hefur hún ekki gert. Þess vegna höfum við kallað hana sfjóm hinna glötuðu tækifæra. Húsnæðisbætur teknarupp Hildur, Reykjavík: Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að gera eitthvað fyrir það fólk sem hús- næðisbætumar voru teknar af? - Já, við höfum miklar áhyggjur af því í hvaða átt húsnæðiskerfið er að fara. Þessar bætur sem þú ert að tala um tengjast væntanlega máli sem Geir Haarde hefur látið til sín taka en við höfum ekki fengið þann stuön- ing sem við væntum þó ekki hafi verið tekið illa undir það. Við teljum okkur vera bundna að því sem Geir lagði til og erum að vinna að því í samaanda. Bráðabirgðalög ogdómstólar Gunnar Gunnarsson, Akranesi: Ef svo færi sem menn búast við að Sjálfstæöisflokkurinn vinni stóran sigur og greinilegt verður að það verði meirihluti fyrir því að þið gæt- uð numið úr gildi þau lög sem voru til staðfestingar bráðabirgðalögun- um síðan í haust, myndir þú beita þér fyrir að það yrði vorþing, að þess- um lögum yrði hrundið? - Þaðeruengarlíkurtilaðslíkur meirihluti myndist. Máhð er komið í þann farveg og við höfum látið okk- ar afstöðu í ljós. Málið er nú rekið fyrir dómstólum og undirréttardóm- ur hefur staðfest að þessi lög stand- ist. Við höfum efasemdir um það en málið verður að hafa sinn gang í þeim farvegi sem það er komið í. Breytt húsnæðiskerfi Þórey, Mosfellsbæ: Mun Sjálfstæðisflokkurinn beita sér fýrir að endurreisa húsnæðis- kerfið eftir ráðherraferil Jóhönnu Sigurðardóttur? - Viðteljumaðviðblasiaðmilljarða vanti í húsnæðiskerfið. Okkur finnst stórkostlegur galli hvernig þessi mál hafa þróast fyrir utan alla óvissuna sem samfelldar lagabreytingar hafa skapað. Það er ekkert í kerfinu núna sem hjálpar því fólki sérstaklega sem er að eignast sína fyrstu íbúð, hvort sem það er að byggja eða kaupa. Við viljum breyta þessu og á nýjan leik hjálpa því fólki sem er að kaupa í fyrsta skipti umfram aðra. Við sjáum að kerfið, eins og það hefur verið að þróast, hefur dregið úr að fólk verði sjálfs síns herrar og eignist sínar eig- iníbúðir. Konurfái aðveraheima Ólína Pétursdóttir, Reykjavík: Munt þú stuðla að því að þær kon- ur sem vilja geti verið heima hjá börnum sínum?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.