Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1991, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1991, Side 12
12 Spumingin Hefur þú unnið í ffiski? Þóra Steinunn Kristjánsdóttir dyra- og gangavörður: Já, í ein fjögur ár. Þórarinn Árnason bankalögfræðing- ur: Já, en mjög lítiö. Ég var einhvern tímann aö berja harðfisk. Óli Hrafn Ólafsson nemi: Nei, aldrei. Freyr Friðriksson nemi: Já, í fyrra- sumar og líklega aftur í sumar. Kristján Þorgeirsson skrifstofumað- ur: Já auðvitað, þaö hafa allir ein- hvem tímann unnið í fiski. Gísli ísleifsson hæstaréttarlögmað- ur: Nei aldrei, en ég hef verið á sjó. Lesendur Óbærilegt ok frelsisins og EB Einar Gíslason skrifar: Okkur hefur verið kennt að land- námsmenn íslands hafi flúið Noreg þegar hann komst undir vald eins manns af því að þeir þráðu frelsi öðru fremur. Eftir að hafa búið við þetta þráða frelsi í fjórar aldir var svo komið að hagfræðingar þeirra tíma og menn þess nútíma sáu að frelsiö var vont. Það einangraði þjóð- ina. Menn yrðu að svara kalli tímans, ganga inn í nútímalegri heild. Árið 1262 gengu íslendingar inn í norska efnahagssvæðið og afsöluðu sér sjálfstæði með tryggum fyrirvör- um Gissurar- og Gamlasáttmála um að halda lögum sínum og landhelgi að embættismenn yrðu íslenskir, ut- anstefnur engar og að lokum að ís- lendingar fengju íslenskan kóng- gerving. - Fyrir óverulegan skatt kæmi verslunarfrelsi og friður. íslendingar urðu sárfegnir að þurfa nú ekki að ráða fram úr vanda- málum sínum sjálfír, heldur geta vís- að þeim til kóngsins. Það var rökrétt framhald að létta sjálfstæðisfargan- inu af þjóðinni með því að sverja konungi einveldiseið árið 1662. Einn afturhaldsmaður grét þó opinberlega við athöfnina. Síðan reið hver guðs- náðin af annarri yfir þjóðina, t.d. hið ágæta tollabandalag sem fávísir menn hafa kennt við einokun, Stóra- dóm o.fl. - Allt gæði sem menn hljóta er þeir gera sér viðhlæjendur vini. Á 19. öld og raunar fyrr upphófust sérvitringar sem fundu bandalaginu allt til foráttu. í upphafi 20. aldar höfðu þeir fengið heila kynslóð bændadurga á sitt band. Linnti þeirra fólk ekki látum fyrr en íslend- ingar fengu samning um fullveldi 1918 og fullt sjálfstæði 1944. Nútíma- menn telja þessa aldamótakynslóð einhverja þá hlægilegustu sem uppi hefur verið í samanlagðri íslands- sögu. - Kenna þeir hana gjarnan við föðurlandsflíkur, moldarkofa og samræmt göngulag fornt enda fylgdi hún tísku illa, hugsaði ekki um hag- vöxt og það sem hlálegast var, borg- aði sjálf fyrir sig. Ljóst er að barátta þessara skýja- glópa hefur leitt til mikils ófarnaðar. Ekki var fyrr fengið sjálfstæði en óleysanleg vandamál hrönnuðust upp. Ástandið er orðið óbærilegt. - Forfeður okkar þraukuðu við frelsi í nær 400 ár. Við nútímamenn getum að sjálfsögðu ekki lagt á okkur slíkt harðræði svo lengi - 40-50 ár er meira en nóg fyrir okkur enda eygj- um við nú tækifæri sem ekki má ganga okkur úr greipum. Upp er risið EB, miklu merkilegra efnahagsbandalag en Noregur var 1262 og mun á næstu árum slá við- skiptajárntjaldi um verulegan hluta Evrópu. Þetta bandalag brosir við okkur. Nú er tækifæri til að losna undan frelsinu og þjóðeminu. - Því tækifæri má ekki glata. Styðjum boð- bera EES - EB. Kjósum AD. Lýðveldistakan árið 1944. - Getum við lagt á okkur slíkt harðræði meira en tæp 50 ár? Breytingar á bótum - breytingar til bóta Ásta R. Jóhannesdóttir í 2. sæti B- listans í Reykjavík skrifar: Óbreyttur borgari, kjósandi og elli- lífeyrisþegi, Ingólfur Jónsson, slær fram heldur hæpnum fullyrðingum í lesendabréfi í DV 27. mars sl. - Ég ætla ekki að elta ólar við öfgakennd- an málílutning Ingólfs en vildi koma nokkrum athugasemdum á fram- færi. Áhyggjuefni Ingólfs eru hug- myndir þær að nýjum lögum um al- mannatryggingar sem heilbrigöis- og tryggingaráðherra kynnti á nýaf- stöönu þingi. í frumvarpinu, sem lagt var fyrir þingið, er ekki gert ráð fyrir að tekj- ur úr lífeyrissjóði skerði ellilífeyri. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir að ellilífeyrir verði greiddur þeim sem hafa aðrar tekjur umfram ákveðna upphæð. Miðað viö tölur frumvarps- ins (júlí 1990) þá fellur ellilífeyrir niður þegar tekjur einstaklings fara yfir kr,- 96.100 á mánuði. Tekjur, allt að 62.500 kr. á mánuði, skerða ekki lífeyrinn. Ingólfur segir að fella eigi niður „lífeyri þeirra sem einhverju höfðu nurlaö saman“. - Þetta er rangt! Það er rætt um aö fella niður lífeyri þeira sem hafa nóg að bíta og brenna. Kæri lesandi, hversu margir ellilíf- eyrisþegar hafa 100.000 krónur á mánuði í tekjur, umfram bætur al- mannatrygginga? Kæri lesandi, er þörf fyrir sér- stakan stuðning skattborgara viö þann einstakling sem hefur 100.000 krónur á mánuði eða meira? Mér finnst aðalatriði í almanna- tryggingum vera það að jafna að- stööu fólks eins og hægt er. Reyna að gera betur viö þá sem litlu hafa úr að spila. Ég veit að margir eru sama sinnis. - Stuðnigur við B-list- ann er því stuðningur viö eldri borg- ara. Kirkjurnar undir langlegudeildir Margrét Jóhannsdóttir skrifar: Allir vita hversu hér er orðiö slæmt ástand í sjúkrahúsmálum og þá einna verst varðandi langlegudeildir - raunar bæði fyrir yngri sem eldri. Sjúkrarými fyrir aldraða skortir þó langmest. - Nærri allir sem rætt er við um þennan vanda staðhæfa að hann liggi í skorti á sjúkrarými fyrst og fremst. Hvaö má til ráða verða? Varla er það fjárskortur! - Eða hvort er nauðsynlegra svo dæmi sé tekið; að veita 60 milljónir króna til að reisa skála erlendis undir heimssýningu, sem stendur skamma stund, eða að koma upp langlegudeildum hér heima fyrir þá sem þess þarfnast? Það er einnig sífellt klifað á því aö svo og svo mikiö íjármagn þurfi til aö byggja húsnæði fyrir langlegu- deildir. En íjármagni er þó í sömu framkvæmdina? andrá ausið út í annað sem sannan- lega er ekki nauðsyn á. Hvað um kaupin á byggingu SS-hússins í Laugarnesi? Þar fór bygging sem vel hefði mátt nýta og það fyrir langlegu- deild sem allir landsmenn gætu haft aðgang að. Nú legg ég til að skoðað verði hvort hinar stóru og vannýttu kirkjubygg- ingar hér á höfuðborgarsvæöinu geta ekki nýst undir langlegudeildir. Vissulega þyrfti aö innrétta þær að nýju en húsnæðiö er fyrir hendi. Þar gæti svo verið lítil kapella í kjallara sem nota mætti fyrir messur, útfarir og aörar trúarathafnir. - Ég sé hrein- lega ekkert nema gott viö þessa upp- ástungu. Hvaö segiö þið sem sjáið um útdeilingu á fjármagni ríksisins en kvartið sífellt um íjárskort? FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991, DV Þjónustuíbúðir tilhvers? Eldri borgari skrifar: Mikill er áróðurinn þessa dag- ana um áætlun í húsnæðismálum aldraðra. Byggja á 2.400 íbúðir á næstu fimm árum! Og nú er búið að uppgötva „fjársjóð'1, nefnilega fólk sem er 65 ára og eldra, og á 75 milljarða króna í fasteignum! Hvað á að gera við þjónustu- íbúðir fyrir aldraða? Ekki hefur gengið svo vel að selja íbúðirnar eftir auglýsingum í blöðum að dæma. Nú eru a.m.k. þrjú félög sem auglýsa og keppast um að selja eldra fólki íbúðir! Margar þessara íbúða standa ónotaðar vegna þess að fólk hefur unnvörpum orðið að fara á umönnunar- og lfiúkrunarstofn- anir og erfingjamir kunna ekki við að selja á meðan eigandinn er á lífi. Ekki geta börnin búið i íbúðunum þar sem þau verða þá að vera orðin 60 ára gömul. Fólk ætti að gjalda varhuga við öllum þessum áróðri. Framboðsmál áAusturlandi Pétur Óskarsson, Neskaupstað hringdi: Mér fmnst það ræfildómur að bjóða kjósendum hér upp á það, að hafa ekki sameiginlegan fram- boðsfund í stærsta kaupstað á Austurlandi, Neskaupstað. - Mér finnst Davíð Oddsson, sem ný- kjörinn formaður Sjálfstæðis- flokksins sýna Norðfirðingum lit- ilsvirðingu með þvi að koma ekki á fund í Neskaupstað og kynna sig og stefnumál flokksins. Er pólitíkin á íslandi komin niður á það lágt siðferðisplan, að öðrum en Steingrimi Hermanns- syni, núverandi forsætisráðherra sé ekki treystandi fýrir forsætis- ráðuneytinu? - Alla vega hafa sjálfstæðismenn aldrei haft svo lélegan formann, að hann hafi stundað bréfaskriftir við leiðtoga erlendra hryðjuverkasamtaka. Treysta þeir kjósendum núna? Jóhann Guðmundsson hringdi: Nú, þegar kosningaundirbún- ingur stendur sem hæst er ekki úr vegi að hugleiða, hvort stjórn- málamenn, frambjóðendur yfir- leitt, eigi það inni hjá okkur að aö við kjósum þá. Ég segi þetta vegna svo margs sem yfir okkur hefur verið látið ganga og gerir enn án þess aö við séum spurð. - Ég tek dæmi af handahófi. Hvers vegna líða stjómvöld, að ÁTVR greiðir ekki götu viðskiptavina sinna meö því að taka upp greiðslukort? Era þau ótryggari en ávísanir? Hvers vegna hefur ÁTVR ekki opið á laugardögum eins og aðrar verslanir? Hér gátu alþingismenn breytt um, en þeir gerðu það ekki. Hvers vegna vantreysta þing- menn kjósendum í allflestum tíl- vikum? Treysta þeir kjósendum eitthvað betur núna? Gáum aö þessu! Fjáröflun á kjör- dagerneikvæð Aðalsteinn Jónsson hringdi: Ég er svo innilega sammála Halldóri Gíslasyni sem skrifar í DV 26. mars sl. um þá leiðu og óheppilegu framkvæmd að vera með fjáröflun í gangi á kjördag. Þegar allur áróður er annars bannaður, má oft sjá konur og börn vera að selja og bjóða ein- hver mérki við kjörstaðina. Þetta er hvimleitt og ég skora á yfirvöld aö hafna beiðni um svona nokkuð. Þetta eru leyfar af miskilinni góðmennsku og vor- kunnsemi við bágstadda, og sömuleiöis leifar afdalamennsku og ölmusuþægni. Ég segi eins og - HaUdór; alls ekki á kjördag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.