Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1991, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1991, Page 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSONog INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SÍMI (91)27022-FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð I lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Bullandi seðlaprentun Seðlaprentun er í algleymingi um þessar mundir. Ríkisstjórnin hefur gefið forskrift um, að þjóðin skuli lifa fyrir líðandi stund. Skuldadagarnir komi síðar - eftir kosningarnar. Kosningaárið ætlar að verða okkur dýrt spaug. Allt aðhald er fokið út í veður og vind. Ríkisstjórnin hefur með lánsfjárlögunum samþykkt kosningavíxil fyrir hönd þjóðarinnar en að henni for- spurðri. Tilgagurinn hefur verið að auka fylgi ráðherra í ýmsum kjördæmum, þar sem ráðizt skal í framkvæmd- ir. Sérfræðingarnir vara við, en ráðherra gidir það einu. Þeir þykjast vita, að kjósendur veiti þessu litla athygli fyrr en seinna. Menn muni í bili trúa, að ekkert sé að við njótum svonefndrar þjóðarsáttar og verðbólgan sé lítil um þessar mundir. Forsætisráðherra segist vera vinur litla mannsins, sem sé skuldum vafinn. Því stend- ur ríkisstjórnin ekki að hækkun vaxta, fyrr en eftir kosningar, þegar áhrifa lánsfjárlaganna fer fremur að gæta. Sérfræðingar benda á meðan á, að vextir muni hækka. Vextir á verðbréfamarkaði hafa þegar hækkað, nema hvað vextir á ríkispappírunum hækka ekki fyrr en eftir kosningar. Sumir skýrustu menn eru farnir að tala um, að grípa verði til mjög harðra efnahagsaðgerða eftir kosningar, eigi ekki að hljótast varanlegt tjón af. Sérfræðingar benda á, hversu mikilvægt er, að menn nái tökum á halla ríkissjóðs, sem veldur vandræðunum, og haldi aftur af auknum lántökum og útgjaldaáformum ríkis- sjóðs. Þessa þörf munu menn sjá betur eftir kosnipg- arnar, hver sem ríkisstjórnin verður. Það mun reynast tiltölulega auðvelt næstu ríkisstjórn að viðurkenna eftir kosningar, að harðra aðgerða sé þörf, aðgerða sem at- ferli síðustu mánaða kallar á. Skuldasöfnun ríkisins í Seðlabankanum jókst um níu milljarða króna fyrstu þrjá mánuði ársins en á sama tíma í fyrra um þrjá milljarða. Við höfum þá reynslu nú, að rétt væri að banna ríkissjóði að ganga með þess- um hætti í Seðlabankann til að ná sér í peninga,' eins og Guðmundur Magnússon, prófessor í hagfræði, sagði í DV í gær. Guðmundur nefndi, að það þekktist erlend- is, að ríkissjóðum sé þetta hreinlega bannað. Engin ástæða sé til svona vinnubragða, þegar kominn sé upp þróaður peningamarkaður. Ríkissjóður eigi auðvitað að fara út á markaðinn, ef hárþörf hans eykst. En það verð- ur ekki fyrr en eftir kosningarnar, að vextir verða hækk- aðir á ríkispappírunum, svo að þeir seljist betur. Stefnan í ríkisfjármálum stofnar markmiðum í verð- lagsmálum í hættu. Þjóðarsáttin getur verið í uppnámi, ef afleiðingin verður mjög aukin verðbólga til viðbótar mikilli hækkun vaxta. Merki þenslu eru víða. Gjaldeyr- isstaðan hefur hríðversnað, og aukin spenna er á vinnu- markaði. Ríkissjóður ber sökina af þenslunni í efnahags- lífinu um þessar mundir. Það er sú þensla, sem ætlar að keyra úr hófi fram og skapa hættu í efnahagnum í heild sinni. Hæð kosningavíxilsins má marka af því, að ríkið tekur í ár til sin 65 prósent af öllum nýjum sparn- aði í landinu samanborið við 50 prósent í fyrra, sem þó þótti ærið nóg. Athæfi valdhafanna á kosningaárinu 1991 mun koll- varpa því, sem áunnizt hefur í efnahagsmálum nema til komi að loknum kosningum harðar aðhaldsaðgerðir. Hættumerkin eru því hvarvetna um þessar mundir. En skammt er til kosninga, og viðnámið bíður. Það vita áróðursmeistararnir svo ofurvel. Haukur Helgason FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991. Nýtt vígbúnað- arkapphlaup Ein af afleiöingum stríðsins við ír- ak er stóraukin eftirspurn á heims- markaði eftir hergögnum, einkum í Miðausturlöndum. írak verður þó ekki meðal kaupenda, Sameinuðu þjóðimar banna alla vopnasölu þangað. Hin ríkin, sem sigruðu í stríðinu, þurfa nú að endurnýja vopnabúr sín og birgja sig upp af nýjum vopnum sem reyndust vel í tilraunum gegn írak. Vopn hafa verið seld á heimsmarkaði fyrir um 50 milljarða dollara á ári undanfar- in ár, en af þeim hafa ríkin í Mið- austurlöndum keypt helminginn. Mestur hluti þeirra vopna hefur verið keyptur beint og óbeint fyrir fé frá olíuríkjum við Persaílóa, sem hafa gefið og lánað öðrum araba- ríkjum fé til vopnakaupa. Það er nú viötekinn vísdómur að ástæða stríðsins við íraka haíl ver- ið skefjalaus vígbúnaður þeirra sem hafi ógnað nágrannaríkjun- um. Því fer þó fjarri að írakar hafi verið hinir einu sem voru vel vopn- um búnir. Sýrlendingar, Tyrkir og Egyptar eiga hverjir um sig álíka marga skriðdreka og öflug Natoríki á borð við Þýskaland, Frakkland eða Bretland. - Sýrlendingar og Egyptar eiga hvorir um sig áhka margar herflugvélar og Bretar eða Þjóðverjar. írakar voru á sama stigi. Bush fjálglegur Um það þarf ekki að fjölyrða að allur umheimurinn tók þátt í að búa íraka hergögnum vegna stríðs- ins við íran, einfaldlega vegna þess að umheimurinn studdi þá málstað íraks. En fjöldi vopnaframleiðenda studdi báða aðila, írakar og íranir fengu sömu vopnin frá sömu aðil- um. Báðir fengu til dæmis Scud- flaugar frá Sovétríkjunum og skriðdreka frá Kína. Nú er talað um að stööva þetta vígbúnaðar- kapphlaup til að koma í veg fyrir tleiri stríð. Enginn hefur talað íjálglegar í þá átt en Bush Bandaríkjaforseti, en raunveruleikinn talar ööru máli. Bush hefur ákveðið að selja banda- mönnum sínum við Persaílóa, Saudi-Arabíu, Kúvæt, Quatar og Sameinuðu furstadæmunum, her- gögn fyrir um 20 milljarða dollara. Önnur ríki, svo sem Egyptaland og Tyrkland að ekki sé minnst á ísra- el, eru á höttunum eftir nýjum, bandarískum hátæknivopnum. Uppistaðan í vopnabúri flestra ríkja Miðausturlanda er sovésk vopn. Sovétmenn eru mestu vopna- útfíytjendur veraldar, næst á und- an Bandaríkjamönnum. Síöan koma Frakkar, þá Bretar og loks Kínverjar. Fleiri ríki stunda vopnaútflutning í stórum stíl, þeirra á meöal Noröur-Kórea, Suð- ur-Afríka, Brasilía og israel enda þótt ísraelsk vopn séu augljóslega ekki seld í Miðausturlöndum. En hvað veldur þessum vígbún- aði í Miðausturlöndum? Banda- ríkjamenn eru að búa til ýmsar skýringar á því svo sem forn fjand- skapur arabaríkjanna innbyrðis og metingur um hver sé voldugastur. Og sjálfsagt er sitthvað til í því. En það er eitt atriði sem Bandaríkja- menn og aðrir sem eru að leita skýringa á vígbúnaðarkapphlaup- inu forðast eins og heitan eldinn að gera aö aðalatriöi, og sem er ein- mitt kjarni málsins. - Mesta her- veldið á þessu svæði var aldrei ír- ak, né heldur neitt af hinum araba- ríkjunum, langöflugasta ríkið á þessum slóðum er ísrael og það er Israel sem er undirrótin að öllu vígbúnaðarkapphlaupinu. Varnarlaust smáríki? Sú tíð er hðin að ísrael sé varnar- laust smáríki inni í hafsjó af fjand- samlegum ríkjum eins og þeir hafa KjaUarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður lengi lýst sjálfum sér. ísraelski her- inn er búinn flestum þeim sömu hátæknivopnum sem Bandaríkja- menn eiga sjálfir og hernaöarað- stoð Bandaríkjanna við ísrael hef- ur veriö því sem næst takmarka- og skilyrðislaus. Ekkert arabaríki ógnar tilveru ísraels lengur, jafn- vel þau öll saman ættu ekki mögu- leika á að sigra ísrael. ísraelski herinn, sem getur orðið allt aö milljón manns með varaliði, er einn sá öflugasti í heimi og getur treyst á ótakmarkaða birgðaflutn- inga frá Bandaríkjunum eins og gerðist í stríðinu 1973. Kjarni málsins er sá að hin araba- ríkin óttast ísrael, vígbúnaðar- kapphlaup þeirra er svar við þeirri ógnun sem þau telja sér stafa af ísrael, ekki öfugt. Að auki er ísrael eina ríkið á þessu svæði og eina ríkið að stórveldunum frátöldum sem ræður yfir kjarnavopnum. ísraelsmenn hafa heldur ekki farið leynt með hernaöarmátt sinn hin síðari ár, þau hafa beitt honum í Líbanon 1982 og í loftárásum á ílóttamannabúöir nær vikulega síðasta áratug. Aðalatriðið er að ísraelsmenn hafa hvaö eftir annað auömýkt arabaríkin í hernaöi, allt frá 1948, til 1956, til 1967 til 1973. Þessi auð- mýking kyndir undir hatri á ísra- el, ótta við útþenslustefnu núver- andi stjórnar og áframhaldandi vígbúnaðarkapphlaup. Þetta hefur líka önnur áhrif. Sá arabaleiðtogi sem á öflugasta herinn er mesti fjandmaður ísraels og mesta hetja almennings. í þessu liggur hluti skýringarinnar á vígbúnaði íraka. Saddam Hussein var í kapphlaupi viö keppinaut sinn og erkióvin, Hafez-Assad í Sýrlandi, um forystu í Baathhreyfingunni sem er virk um öll arabalönd en hvergi viö völd nema í Sýrlandi og írak. Nú er það Assad sem tekur við af Sadd- am, hann á nú öflugasta herinn. Assad á hka efnavopn og jafnvel sýklavopn og miklu fullkomnari flugskeyti en Saddam en hann er ekki á svörtum lista hjá Sameinuðu þjóðunum. Nú á dögunum var hann að kaupa sér ný kínversk flugskeyti frá Norður-Kóreu. Ný og betri vopn Niðurstaðan er sú að það er óger- legt að stöðva vígbúnaðarkapp- hlaupið í Miðausturlöndum vegna þess að í því fæhst viðurkenning á varanlegum hernaðaryfirburðum ísraels. Það geta hin ríkin ekki samþykkt, þess vegna er nú í kjöl- far stríðsins, sem skildi eftir sig mikiö skarö, þar sem var írak, að hefjast nýtt vígbúnaðarkapphlaup. Öll ríkin eru að leita eftir nýjum og betri vopnum og þau sem börð- ust með Bandaríkjamönnum telja sig eiga rétt á þeim. Olíuríkin eru fyrir sitt leyti tilbú- in til að fjármagna vopnakaupin og leggja þannig sitt af mörkum í baráttunni gegn ísrael. Þessu verð- ur aðeins breytt með friðarsamn- ingum ísraels og arabaríkjanna, sem eru háðir lausn Palestínumáls- ins, og þeir friðarsamningar eru hvergi í sjónmáli. - Stríðiö við írak leysti hvorki þann vanda né neinn annan. Gunnar Eyþórsson Hafez-Assad, forseti Sýrlands. - „Nú er það Assad sem tekur við af Saddam, hann á nú öflugasta herinn.“ „Sá arabaleiðtogi sem á öflugasta her- inn er mesti fjandmaður ísraels og mesta hetja almennings. í þessu liggur hluti skýringarinnar á vígbúnaði Ir- aka.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.