Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1991, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1991, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991. Aðalfundur Samtaka gegn astma og ofnæmi verður haldinn í Múlabæ, Ármúla 34,3. hæð, laugardaginn 13. apríl kl. 14. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar. - Félagar eru hvattir til að fjölmenna. Stjórn SAO Á fundinum verða kynntar Gite Neutral hreinlætisvörur frá a/s Blumöller í Danmörku. Predom hjólhýsi og kerrur Fullbúin hjólhýsi á tjaldvagnaverði. Sýnum Predom hjólhýsin og kerrurnar laugardaginn 13. apríl kl. 10.00-16.00. Höfum fengið takmarkað magn af þessum sívin- sælu hjólhýsum og kerrum sem selst hafa upp á skömmum tíma undanfarin ár. Komið og kynnið ykkur þær nýjungar sem í boði eru og tryggið ykkur hús eða kerru í tíma. Innifalið í verði húsana: Svefnpláss fyrir 2-4, tveggja hellna gaseldavél, vaskur og vatnskútur m/rafmagnsdælu, inni- ljós, fataskápur, 1-2 borð, salernisaðstaða, gardínur fyrir öllum gluggum, tvöfaldar rúður, stórt fortjald, sóllúga, burðarkassi fyrir gaskút og rafgeymir, sjálfvirkar bremsur, stuðningstjakk- ar á öllum hornum og mjög öflug grind fyrir íslenskar aðstæður. Allt þetta á verði frá kr. 370.000. - Hver býður betur? Vélar&þjónusta Járnhálsi 2 - sími 83266 ÍHAMBORCABAR DfLgosi og franskar 999- <00** Heill GríUkfúkltngur allsber AÐEINS S99l Fiskur 37O: Bónus borgarinn Armúla 42 &82990 íþróttir dv Stórkostlegri baráttu um meistaratitilinn í körfuknatfl Befra liðið v íslandsmeis Njarðvlk íslandsmeistari eftir sigur gegn Keflavík í „Ljó: Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; „Þetta var stórkostlegur endir á mótinu og löng bið er nú á enda. Þetta var mjög erfiður leikur en við erum með betra lið en Njarðvíkingar. Þá vil ég þakka áhorf- endum fyrir frábæran stuðning og þeir eiga sinn þátt í þessum sigri,“ sagðiHreið- ar Hreiðarssonfyrirliði Njarðvíkinga í samtali við DV i gærkvöldi eftir að Njarð- víkingar höfðu tryggt sér íslandsmeistara- titillinn í körfuknattleik með sigri gegn Keflvíkingum í hreinum úrslitaleik, 84-75. Staðan í leikhléi var 41-32, UMFN í vil. Um 800 áhorfendur sáu leikinn í Njarðvík og um 500 áhorfendur horfðu á hann á risaskjá í íþróttahúsinu í Keflavík. Leikurinn í gærkvöldi var stórkostlegur endir á hreint frábæru keppnistímabili. Keflvíkingar skoruðu fjögur fyrstu stig leiksins en þá fóru Njarðvíkingar í gang og komust í 9-4 og eftir það komst ÍBK aldrei yfir. í leikhléi munaði níu stigum. í síðari hálfleik byrjuðu Njarðvíkingar vel og voru með leikinn í hendi sér þar til að fimm mínútur voru eftir en þá höfðu Keflvíkingar minnkað muninn í 63-57 og leikuicnn orðinn æsispennandi. Þaö mun- aði tveimur stigum þegar rúm mínúta var eftir, 73-71, en Njarövíkingar voru sterk- ari á lokasprettinum og sigur þeirra var öruggur í lokin. • Leikmenn Njarðvíkinga voru óstöðv- andi í leiknum í gærkvöldi og léku körfu- knattleik eins og hann gerist bestur á löng- um köflum. Það er engin tilviljun að Njarðvíkingar eru íslandsmeistarar. Þeir eru með besta liðið og verðskulda gullið. Gunnar Örlygsson var maður leiksins. Hann kom inn á þegar ísak Tómasson meiddist í byrjun leiksins og frammistaða þessa tvítuga pilts var ótrúleg. Annars var hðsheildin aðal hösins í þessum leik. . • „Ég var orðinn vel heitur, fékk góð skot og tók þau. Það er erfitt að leika gegn ÍBK og þetta gekk upp hjá okkur að þessu sinni. Þetta er alveg frábært að verða ís- landsmeistari og ofsalega gaman,“sagði Gunnar Örlygssonþegar íslandsmeistara- titillinn var í höfn. • Kristján Pálsson.bæjarstjóri í Njarð- vík, var kampakátur eftir leikinn og sagði: „Þetta var frábær leikur og Njarðvíkingar eru bestir og betri en Keílvíkingar. Bæði liðin léku mjög vel og það var virkilega gaman að fá þennan nágrannaslag i lok- in.“ • Lið ÍBK hefur leikið betur í úrslita- keppninni en í gærkvöldi en hafa ber í huga að erfitt var að eiga við Njarðvikinga eins og þeir léku í gærkvöldi. Tairone Thomton var besti maður liðsins í leikn- • Bræðurnir Gunnar og Teitur Örlygssynir fagna sigrinum gegn ÍBK. Gunn- ar, til vinstri, skoraði 27 stig í gærkvöldi og Teitur samtals 114 stig fyrir UMFN í leikjunum gegn ÍBK. DV-mynd GS • Rondey Robinson með íslandsmeistarabikarinn. DV-mynd GS • Friðrík Rúnarsson, þjálfari UMFN. w „Eg er orðlaus“ - sagði Friðrik Rúnarsson, þjálfari UMFN Ægir Már Kárasan, DV, Suðumeajum; „Þetta var stórkostleg tilfmning og ég er alveg orðlaus. Strákamir gerðu það sem fyrir þá lagt, þeir skutu ef þeir fengu færi og fundu að þeir voru heitir. Bræðumir Gunnar og Teitur voru hreint frábærir og endirinn á tímabihnu al- veg ótrúlegur," sagði Friðrik Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga. Hann hefur náð frábærum árangri með Njarðvíkurhðiö, er yngsti þjálfarinn í deildinni og hefur sýnt það og sannað að þar fer efni í gífurlega góöan þjálfara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.