Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1991, Side 17
FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991
25
Iþróttir
eiknum loks lokið:
arð
;tari
nagryíjunni“, 84-75
um en aörir leikmenn voru jafnir að getu.
Ellert Eiríksson, bæjarstjóri í Keflavík,
sagöi í sámtali við DV: „Betra liðiö vann
í kvöld og úrslitakeppnin hefur verið
hreint frábær. Keflvíkingar hafa staðið sig
mjög vel og það er enginn skömm að tapa
fyrir Njarðvíkingum. Ég vil nota tæk-
ifærið og óska Njarðvíkingum til ham-
ingju með titilinn."
• „Þessi leikur var vel leikinn og spenn-
andi og sigurinn gat lent hvorum megin
sem var. Mér finnst íslandsmótið hafa
verið meiriháttar gott og úrslitakeppnin
með eindæmum góð. Það er gleðilegt að
enda íslandsmótið svona vel og körfubolt-
inn er í mikilli uppsveiflu um þessar
mundir,“ sagðiKolbeinn Pálsson,formað-
ur KKÍ, eftir úrslitaleikinn.
• „Úrslitin eru gífurleg vonbrigði. Við
áttum möguleika á báðum titlunum en
náðum hvorugum. Annars er ég stoltur
af mínum mönnum. Við erum búnir að
leika níu úrslitaleiki á 22 dögum og það
er mikið álag. Okkur vantaði heppni þegar
mest reið á og það gerði útslagið. Njarðvík-
ingum vil ég óska til hamingju. Fyrst við
urðum ekki meistarar áttu Njarðvíkingar
það svo sannarlega skilið," sagðiJón Kr.
Gíslason, þjálfari Keflvíkinga, en hann
hefur náð mjög góðum árangri með hð
sitt í vetur, árangri sem fáir áttu von á.
• „Viö hefðum getað gert betur. Gunnar
Örlygsson var í miklu stuði og það var
erfitt að eiga við hann. Þetta var leiðinleg-
ur endir á skemmtilegu tímabili,“ sagðiF-
alur Harðarson, ÍBK, eftir leikinn. Sigurð-
ur Ingimundarson, fyrirliði ÍBK, sagði eft-
ir leikinn: „Við lékum ekki vel í kvöld og
getum mun meira. Þetta var ekki okkar
dagur.“
• Rondey Robinson, sem leikið hefur
meistaralega vel í vetur með Njarðvíking-
um, sagði eftir leikinn: „Það var skemmti-
legt að vinna titilinn. Það verður mjög
gaman að koma heim með verðlaunin og
vonandi kem ég aftur til að verja titihnn
að ári. Ég hef mikinn áhuga á því.“
• Stig UMFN: Gunnar Örlygsson 27,
Rondey Robinson 17, Teitur Örlygsson 15,
Kristinn Einarsson 12, Hreiðar Hreiðars-
son 6, Friðrik Ragnarsson 5, Ástþór Inga-
son 2,
• Stig ÍBK: Tairone Thornton 25, Guð-
jón Skúlason 16, Jón Kr. Gíslason 11, Al-
bert Óskarsson 8, Falur Harðarson 7, Sig
urður Ingimundarson 6, Júlíus Friðriks-
son 2.
• Dómararnir, Jón Otti Ólafsson og
Kristinn Albertsson, skiluðu mjög erfiðu
hlutverki frábærlega og var frammistaða
þeirra til mikillar fyrirmyndar.
'ÚÚÍÚ'