Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1991, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1991, Qupperneq 25
FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991. 33 Lífsstm Tómatar Verð í krónum 301 Sept.Okt. Nóv. Des. Jan. Feb. Mers April SfA Vínber Verð í krónum / 291 aJ SeptOkt. Nóv. Des. Jan. Feb. Mars Apríl íslenskir tómatar eru nú að koma í verslanir en verðið á þeim er hærra en á þeim erlendu. DV kannar grænmetismarkaðinn: Iitlar sveiflur á meðalverði - verölækkun á gúrkum og hvítkáli Neytendasíða DV kannaði að þessu sinni verð á grænmeti í eftirtöldum verslunum; Bónusi Kópavogi, Fjarö- arkaupi Hafnarfirði, Hagkaupi Skeif- unni, Kjötstöðinni Glæsibæ og Miklágarði í Mjóddinni. Bónusbúðirnar selja sitt grænmeti í stykkjatali en hinar samanburðar- verslanirnar selja eftir vigt. Til að fá samanburð þar á milli er grænmeti í Bónusi vigtað og umreiknað eftir meðalþyngd yfir í kílóverð. Átta prósent hækkun varð á meðal- verði á tómötum frá í síðustu viku og er það nú 301 króna. Tómatar voru á lægsta verðinu í Bónusi á 209 krónur en næst kom verðið í Kjöt- stöðinni 222, Fjarðarkaupi 284, Hag- kaupi 369 og Miklagarði 423 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði var 102%. Meðalverð á gúrkum lækkaði um 15% frá síðustu könnun og meðal- verðið er nú 331 króna. Gúrkur voru ódýrastar í Bónusi á 190 krónur kíló- ið. Næstir á eftir í verði voru Kjöt- stööin 219, Fjarðarkaup og Hagkaup voru með sama kílóverð 415 og Mikli- garður 419 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði á gúrkum var 121 %. Meðalverðið á sveppum er það sama og í síðustu könnun eða 476 krónur kílóið. Lægsta verðið á svepp- um var í Kjötstöðinni 280, síðan kom verðið í Bónusi 441, Miklagarði 545, Hagkaupi 549 og Fjarðarkaupi 564. Munur á hæsta og lægsta verði á sveppum var 101%. Eilítil hækkun, sem nam tveimur prósentustigum, varð á meðalverði á grænum vínberjum milli vikna. Meðalverðið er nú 291 króna. Græn vínber voru ódýrust í Bónusi á 176 krónur kílóið. Næst kom verðið í Fjarðarkaupi 225, Hagkaupi 299, Kjötstöðinni 376 og Miklagarði 381. Munur á hæsta og lægsta verði á grænum vínberjum var 116%. Meðalverð á papriku hækkaði um 5 af hundraði sé miðað við verðið í síðustu könnun. Meðalverðið nú er 389 krónur. Lægsta verðið á grænni papriku var í Kjötstöðinni, 208 krón- ur kílóið en þar á eftir kom veröið í Bónusi 210, Fjarðarkaupi 399, Hag- kaupi 559 og Miklagarði 567 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði var heilmikill eða 173%. Sjö prósent hækkun varð á meðal- verði á kartöflum milli vikna og það er nú 75 krónur. Kartöflur voru ódýr- astar í Bónusi en þar var kílóverðið 55 krónur. Kílóverðið var 64 krónur í Hagkaupi, 75,50 í Fjarðarkaupi og 89 krónur í Miklagarði og Kjötstöð- inni. Munur á hæsta og lægsta verði á kartöflum var 62 af hundraði. Meðalverð á blómkáli er svipað nú og í síðustu viku. Það er nú 208 krón- ur sem er hækkun um 2%. Blómkál var ódýrast í Fjarðarkaupi á 172, næst kom Miklagarðsverðið 198, verðið var 225 í Hagkaupi og 237 í Kjötstöðinni. Blómkál fékkst ekki í Bónusi. Munur á hæsta og lægsta verði var 38%. Tíu prósent lækkun varð á meðal- verði á hvitkáli frá síðustu könnun. Hvítkál var á lægsta verðinu í Bón- usi en þar kostaði kílóið 61 krónu. Verðið var 68 krónur í Kjötstöðinni, 79 í Fjarðarkaupi og Hagkaupi og 89 í Miklagarði. Munur á hæsta og lægsta verði á hvítkáli er 46%. Lítil breyting varð á meðalverði á gulrótum, þar er nú 153 krónur sem er hækkun um 2% frá síðustu könn- un. Gulrætur voru ódýrastar í Bón- usi á 108, næstódýrastar í Hagkaupi 139, síðan kom Fjarðarkaup 150, Mikligarður 170 og Kjötstðin 196 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði á gulrótum er 81 af hundraði. íslenskir tómatar eru nú að koma í verslanir en þó eru þeir ekki komn- ir nema í tvær af samanburðarversl- ununum. Það eru verslanir Fjarðar- kaups og Hagkaups. Verðið er hærra en á erlendu tómötunum, kílóverðið er 599 krónur í Fjarðarkaupi en 629 íHagkaupi. ÍS Sértilboð og afsláttur: Nautalifur og rauðspretta Miklagarðsverslunin í Mjóddinni var með sértilboð á sprittkertum, 30 stk, í poka, á 206 krónur, Nopa þvottaduftspakkar, 3 kg, voru á 298 krónur, Cocoa Puffs morgunkornið í 475 gramma pökkunum kostar 215 og 12 rúllur af salernispappír frá Miklagarði eru á 209 krónur. í Kjötstöðinni Glæsibæ var að hefj- ast nýtt kortatímabil en þar mátti finna Bleer bleiur, 26 stk., fyrir börn 9-18 kg á 398 krónur, íslenskar eld- húsrúllur, 2 stk., úr endurunnum pappír á 98. niðursoðna tómata, 425 g í dós, á 49 krónur og 12 rúllur af salernispappír frá Arlex á 239 krón- ur. Hagkaup í Skeifunni er með sértil- boð á frystri rauðsprettu á kílóverð- inu 79 krónur. Ný nautalifur var á 129 krónur kílóið. frystar rækjur frá Dögun kosta 689 krónur kílóið og Hob Knobs kex, 250 g, er á 78 krónur pakkinn. í Fjarðarkaupi gat að líta pepsí flöskur, 2 1, á tilboði á 153, Ariel þvottaefni, 4 kg, á 799 og allar stærð- ir af Pampers bleium fyrir stelpur og stráka voru á 1148 krónur pakk- inn. Einnig voru sleðar af tegundinni Rotho Snow Star á 1698 króna afslátt- arverði. Bónus Kópavogi var með Ariel Ultra þvottaefni, 2,2 kg, á 749, Pauly snackmix, 750 g, á 199 krónur, Fanta gosdrykkurinn vinsæli í 2 1 flöskum kostaði 99 krónur og E1 Marino kafíi, '/- kg, er á 184 krónur pakkinn. -ÍS GURKUR -15% I s c ■o 0Q I 419 190 P PAPRIKA +5% I ;o § S? 0> I 567 208 SVEPPIR 0% I QQ 1 564 280

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.