Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1991, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1991, Síða 26
34 íí i lU-i/ ' í 'I. < li.V.'-i'í. FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991. Afmæli Sigríður Þorvaldsdóttir Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona, Lágholti 21, Mosfellsbæ, er fimmtug ídag. Starfsferill Sigríður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún stundaði leiklist- arnám við Leikhstarskóla Þjóðleik- hússins og útskrifaðist þaðan 1958 en fyrsta hlutverk hennar var Bianka í Kisstu mig Kata. Þá lærði hún hárgreiðslu á permanentstofu móður sinnar og varð hárgreiðslu- meistari 1965. Sigríður var kjörin ungfrú ísland árið 1958. Hún stundaði framhalds- nám í leiklist í Hollywood í þrjú ár og starfaði jafnframt hjá Estelle Harman Actors Workshop. Lék hún fjölda hlutverka á sviði og í kvik- myndum. Hún var í Dallas í Texas í tvö ár þar sem hún starfaði hjá Dallas Theatre Center. Eftir heim- komuna var hún ráðin við Þjóðleik- húsið þar sem hún hefur leikið Qölda hlutverka, auk þess sem hún hefur leikið mikið í sjónvarpi og útvarpi og verið leikstjóri í Þjóðleik- húsinu, sjónvarpinu og í íslensku óperunni. Sigríður flutti ásamt fjölskyldu sinni til Þessalóniki í Grikklandi 1985 og fór í háskólann þar með elstu dótturina til að læra grísku. Eftir ársdvöl í Grikklandi komu þau heim. Sigríður hefur starfað mikið með Kvennalistanum en hún sat á Al- þingi fyrir Kristínu Halldórsdóttur um skeið. Hún var um skeið vara- formaður Félags íslenskra leikara og varð formaður félagsins 1988. Fjölskylda Sigríður giftist 3.6.1967 Lárusi Sveinssyni, f. 7.2.1941, trompetleik- ara og söngstjóra, en hann er sonur Sveins Sigurjónssonar vélstjóra sem er látinn, og konu hans, Þór- unnar Lárusdóttur. Sigríður og Lárus eiga þrjár dæt- ur. Þær eru Ingibjörg Lárusdóttir, f. 26.1.1970, nemi, gift Gunnari Andra Þórissyni sölumanni og eiga þau eina dóttur, Sigurlaugu Söru Gunnarsdóttur, f. 24.10.1990; Þór- unn Lárusdóttir, f. 6.1.1973, nemi en unnusti hennar er Georg Bergþór Friðriksson nemi; Hjördís Elín Lár- usdóttir,f. 12.3.1977. Systir Sigríðar er Kristín Þor- valdsdóttir, f. 31.10.1942, hár- greiðslumeistari og BA í þýsku, bú- sett í Reykjavik, en böm hennar eru Þorvaldur Sigurður Arnarson, Sif Arnardóttir og Hrefna Bragadóttir. Bróðir Sigríðar er Halldór Þor- valdsson, f. 27.9.1950, forstjóri í Flórída, kvæntur Regínu V. Schev- ing sem einnig rekur þar eigið fyrir- tæki og eiga þau þrjú börn, Ester Halldórsdóttur, Ellen Halldórsdóttir og Davíð V. Halldórsson. Foreldrar Sigríðar: Þorvaldur Steingrímsson, f. 7.2.1918, fiðluleik- ari, og Ingibjörg Halldórsdóttir, f. 5.5.1919, d. 8.1.1966, hárgreiðslu- meistari. Ætt Þorvaldur er sonur Steingríms, læknis á Akureyri, Matthíassonar skálds, Jochumssonar. Móðir Stein- gríms vaj Guðrún, systir Þórðar, föður Björns forsætisráðherra. Guðrún var dóttir Runólfs, b. á Móum, Þórðarsonar, bróður Guð- rúnar, langömmu Ástu, ömmu Þor- steins Pálssonar. Móðir Þorvalds var Kristín Thor- oddsen, systir Emils tónskálds og Þorvaldar, fyrrv. forstjöra. Kristín var dóttir Þórðar Thoroddsen, læknis í Keflavík, bróður Þorvaldar náttúrufræðings, Skúla alþingis- manns og Sigurðar verkfræðings, föður Gunnars Thoroddsen forsæt- isráðherra. Þórður var sonur Jóns, skálds og sýslumanns Thoroddsen, Þórðarsonar, beykis á Reykhólum, Þóroddsonar, ættföður Thoroddsen- ættarinnar. Móðir Kristínar var Anna, dóttir Péturs Guðjohnsen tónskálds, ættföður Guðjohnsen- Sigríður Þorvaldsdóttir. ættarinnar, og Guðrúnar, dóttur Lauritz Knudsen, ættföður Knuds- enættarinnar. Ingibjörg var dóttir Halldórs, fisk- kaupmanns í Reykjavík, Jónssonar, frá Hnausum, Magnússonar. Móðir Ingibjargar var Sigríður Sighvats- dóttir, kaupmanns í Garðinum, Gunnlaugssonar. Sigríður heldur upp á afmælið mánudaginn 15.4. eftir kl. 20.00 hjá FÍH, Rauðagerði 27, Reykjavík. Jolee Margaret Crane Jolee Margaret Crane verkakona, Hamrahlíð 17, Reykjavík, er fimm- tugídag. Starfsferill Jolee fæddist í New Jersey og ólst upp í New York City. Hún lauk B A-prófi í félagsfræði frá Adelphi University í New York 1964, stund- aði síðan skrifstofustörf hjá Contin- ental Insurance Company og hjá Recording for the Blind of Veterans’ Administration, out-þatient Clinic, NewYork. Jolee flutti til íslands í desember 1967 og starfar nú hjá Blindravinnu- stofunni. Fjölskylda Jolee giftist 6.1.1968 Leifi Helga Magnússyni, f. 25.7.1947, hljóð- færasmið en þau slitu samvistum 1975. Dóttir Jolee er Ingileif Helga Leifs- dóttir. Tvíburasystir Jolee er Barbara Julia Wetmore. Foreldrar Jolee voru Leroy Jos- Jolee Margaret Crane. eph Crane, f. 12.5.1911, d. 26.4.1974, skrifstofumaður í New York City, og Josephine Juha Crane, f. 14.8. 1910, d. 21.1.1985, gjaldkeri. Móðir Jolee var af pólskum ættum en faðir hennar af írskum ættum. 75 ára 60ára Guðrún Guðvarðardóttir, Eskihlíð 14, Reykjavík, Jóna M. Sigurðardóttir, Ljósheimum 20, Reykjavík. Una Kristjánsdóttir, Nónási 3, Raufarhöfn. Eggert S. Magnússon, Lindarflöt 15, Garðabæ. Ingvi Þórðarson, Lerkilundi 10, Akureyri. Jolee Margaret Crane, Hamrahlið 17, Reykjavík. ara 70 ára Ragúel Hagalínsson, Brautarholti, ísafirði. Hann verður að heiman á afmæhs- daginn. Þórarinn H. Vilhjálmsson, Kirkjuteigil4, Reykjavík. Hann verður að heiman á afmæUs- daginn. 50 ára Fanney Þórðardóttir, ReynivöUum4, Akureyri. Sigríður Þorvaldsdóttir, Lágholti 21, Mosfellsbæ. Sigfríð Ólöf Sigurðardóttir, Hraunbæ 102E, Reykjavlk. Þórey Áslaug Ólafsdóttir, Miðbrautll,Hrísey. Kristvin Jónsson, Þórólfsgötu 7B, Borgarnesi. Helga Haraldsdóttir, Holtsbúð65, Garðabæ. Halldóra Gísladóttir, Huldubraut 36, Kópavogi. Ólafur Haukur Óskarsson, Lambhaga, Skilmannahreppi. María L. Brynjólfsdóttir, FagrahjaUa 30, Kópavogi. Andlát \*i*i fólk fyrir fólk K0SNINGA SKRIFST0FUR Skeifunni 7 91-82115 Reykjavík Eyrarvegi 9 98-22219 Selfossi Háholti 28 93-12903 Akranesi Glerárgötu 26 96-27787 Akureyri Nýbýlavegi 26 91-45878 Kópavogi FRJALSLYNDIR Pálmi Jónsson Pálmi Jónsson, eigandi Hagkaups, til heimilis aö Miðleiti 5, Reykjavík, lést fimmtudaginn 4.4. sl. Hann verður jarðsunginn frá Langholts- kirkju í dag, föstudaginn 12.4., klukkan 15.00. Starfsferill Pálmi fæddist 3.6.1923 á Hofi á Höfðaströnd. Hann lauk lögfræði- prófi frá HÍ1951 og stundaði versl- unarstörf í Reykjavík á árunum 1951-59 er hann stofnaði verslunina Hagkaup. Hann rak síðan verslun- ina lengst af, fyrst við Miklatorg, síðan í Lækjargötu og i Skeifunni, en undir forystu hans var verslun- armiðstöðin Kringlan reist og opnuð 13.8.1987. Með verslunarrekstri sínum hefur Pálmi haft meiri áhrif en nokkur annar einn maður á hagkvæmnis- þróun i íslenskri verslun, almenn- ingi til hagsbóta. Hann var valinn maður ársins af ritstjórn DV árið 1987, maður ársins hjá Frjálsri verslun og Stöð 2 fyrir árið 1990 og sæmdur riddarakrossi íslensku Fálkaorðunnar um siðustu áramót. Samkvæmt Gallup-skoðannakönn- un tímaritsins Frjáls verslun var Hagkaup vinsælasta fyrirtæki landsins árið 1989 og annað vinsæl- asta fyrirtækið 1990. Fjölskylda Eftirlifandi kona Pálma er Jónína Sigríður Gísladóttir, f. 8.12.1921, en hún er dóttir Gísla Sigurðar Sig- urðssonar, sjómanns í Hafnarfirði, og konu hans, Lilju Guðmundsdótt- ur. Börn Pálma og Jónínu eru: Sig- urður Gísli, f. 13.8.1954, stjórnar- formaður Hagkaups, kvæntur Guð- mundu Þórisdóttur og eiga þau einn son: Jón, f. 3.8.1959, innkaupastjóri Hagkaups, kvæntur Elísabetu Björnsdótturogá hann þrj ú börn: Ingibjörg Stefanía, f. 12.4.1961, inn- anhússarkitekt í Bandaríkjunum, gift Sigurbirni Jónssyni listmálara og eiga þau tvö börn; Lilja Sigur- lína, f. 10.12.1967. Systir Pálma er Sólveig, f. 3.6.1923, ekkja Ásbergs Sigurðssonar, borg- arfógeta í Reykjavík, en sonur þeirra er Jón, framkvæmdastjóri Hagkaups. Foreldrar Pálma voru Jón Jóns- son, b. á Hofi á Höfðaströnd, og kona hans, Sigurlína Björnsdóttir. Ætt Meðal föðurbræðra Pálma eru Pálmi, skrifstofustjóri Kveldúlfs, faöir Elínar blaðakonu, og Ólafur, búnaöarráðunautur í Skagafirði, faðir Sólveigar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra auglýsinga- stofa. Faðir Jóns var Jón, b. á Nautabúi í Skagafirði, bróðir Hann- esar, föður Pálma rektors og afa Hannesar Péturssonar skálds. Syst- ir Jóns var Halldóra, amma Þórðar Björnssonar, fv. ríkissaksóknara. Jón var sonur Péturs, b. í Valadal, Pálmasonar, b. í Vallholti, Magnús- sonar, bróður Margrétar, langömmu Vigdísar, móður Gríms M. Helgasonar, forstöðumanns handritadeildar Landsbókasafns- ins, föður Vigdísar rithöfundar. Móðir Jóns á Hofi var Sólveig Egg- ertsdóttir, Jónssonar, prests á MæU- felli, Sveinssonar, læknis og nátt- úrufræöings í Vík, Pálssonar. Móðir Jóns var Þórunn Bjarnadóttir land- læknis, Pálssonar og konu hans, Rannveigar Skúladóttur landfógeta, Magnússonar. Móðir Eggerts var Hólmfríður Jónsdóttir, prests í Reykjahlíð, Þorsteinssonar, ætt- föður Reykjahlíðarættarinnar. Sigurlína var systir Andrésar, fv. útvarpsstjóra. Sigurlína var dóttir Björns, b. á Brekku í Seyluhreppi, Bjarnasonar, b. á Þverá í Hrolleifs- dal, Jónssonar. Móðir Björns var Hallfríður Sölvadóttir, b. á Þverá, Þorlákssonar, b. á Reykjahóli, Er- lendssonar. Móðir Halldóru var Pálmi Jónsson. Guörún Jónsdóttir, sýslumanns á Sólheimum, bróður Arna Magnús- sonar handritasafnara. Móðir Sig- urlínu var Stefanía Ólafsdóttir vinnumanns, síðast á Frostastöðum í Blönduhlíð, bróður Jóns, langafa Egils Bjarnasonar, ráðunautar á Sauðárkróki, föður Vilhjálms, fram- kvæmdastjóra Verslunarráðs. Móð- ir Stefaníu var Ingibjörg Ólafsdóttir, b. í Háagerði á Höfðaströnd, bróður Ragnheiðar, langömmu Benedikts Sveinssonar, föður Einars skálds.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.