Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 15. APRÍL 1991. 35 Iþróttir US-Masters 1 golfi lauk í gærkvöldi: Fjorði sigur Bretaíröð - Woosnam vann eftir hörkukeppni lan Woosnam frá Wales tryggöi sér i gærkvöldi sigur i hinni miklu US-Masters golíkeppni en henni lauk þá í borginni Augustai Georg- ia-fylki í Bandaríkjunum. Pútt af átta feta færi á síðustu holunni færði honum sigurinn og græna jakkann sem honum fylgir en hann lék á einu höggi minna en Jose- Maria Olazabal frá Spáni. Þetta er fjórða árið í röð sem kylf- ingur ffá Bretlandi fer meö sigur af hólmi á US-Masters. Nick Faldo vann síðustu tvö árin og á undan honum Sandy Lyle. „Velkomiim í litla kiúbbinn okkar," sagði Faldo við Woosnam um leiö og hann klæddi sigurvegarann í græna jakkann. Woosnam var meö forystuna nær allan tímann og hafði náð þríggja högga forskoti þegar níu holur voru eftir. Olazabal náöi að jafna og komst höggi yfir þegar þijár holur voru eftir en fyrir síðustu ' holuna voru allir þrír hnífjafnir, Woosnam, Olazabal og Tom Wat- son. Woosnam lék hana á pari, þrátt fyrir aö slá út fyrir brautina i fyrsta höggi. Olazabal á einu höggi yfir pari og Watson á tveimur yfir, en báöir lentu í vandræðum í sand- gryfju. Fékk 14 milljónir fyrir sigurinn „Það er draumur allra sem horfa á keppnina í sjónvarpi að vinna hana með pútti á síöustu holunni og það tókst mér. Það var pressa á mér, ég hafði lýst því yfir aö ég væri sá besti i heiminum og mér fannst ég þurfa að sýna þaö og sanna,“ sagði Woosnam sem fékk 243 þúsund dollara, eða rúmar 14 milljónir króna, í sinn hlut fyrir sigurinn. Röð efstu manna varð þessi: Ian Woosnam, Bretlandi......277 Jose-Maria Olazabal, Spáni...278 Steve Pate, Bandaríkjunum...279 Ben Crenshaw, Bandaríkjunum. .279 Lanny Wadkins, Bandar.......279 Tom Watson, Bandarikjunum...279 JodieMudd.Bandaríkjunum......280 Ian Baker-Pinch, Astralíu...280 Andrew Magee, Bandar........280 Hale Irwin, Bandarikjunum...281 Tsuneyuki Nakajima, Japan...281 Billy Mayfair, Bandarikjunum ....282 Mark Calcavecchia, Bandar...282 Fuzzy Zoeller, Bandaríkjunum ....282 Craig Stadler, Bandarikjunum.282 Nick Faldo, Bretlandi.......282 Margir frægir kappar voru neðar á listanum, svo sem Severiano Bal- lesteros, sem lék á 284 höggum, Bemard Langer, sem lék á 287, og Jack Nicklaus, sem lék á 288, svo einhveijir séu nefndir. -VS • lan Woosnam fagnar slgrinum eftir að hafa horft á eftir kúlunni renna I holuna I lokahögglnu. • Nick Faldo, sigurvegari tveggja siðustu ára, klæðir Woosnam í græna jakkann. Simamyndir Reuler Sampdoria nær fyrsta tHlinum - toppliöin á Ítalíu unnu öll 1 gær • Dieter Eilts og Uli Borowka, leikmenn Bremen, sækja að Stefan Reuter, leikmanni Bayern Miinchen, í leik liðanna á laugardaginn. Símamynd Reuter Jafnt hjá Stuttgart - Kaiserslautem áfram á toppnum Þórarinn Sigurðsson, DV, Þýskalandi: Eyjólfur Sverrisson og félagar í Stuttgart gerðu jafntefli, 2-2, viö Wattenscheid á útivelli í þýsku úr- valsdeildinni í knattspymu á fóstu- dagskvöldiö. Eyjólfur stóö sig með prýði og átti eitt hættulegt skot að marki sem markvörður Watten- scheid varði meistaralega. Fritz Walter kom inn í lið Stuttgart á ný eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í átta vikur og skoraði fyrra mark hðsins með hjólhestaspyrnu. Síðara markið gerði Mathias Sam- mer. Kaiserslautern er áfram á toppnum eftir 2-2 jafntefli í Leverkusen þar sem heimaliðið náöi tveggja marka forystu. Bayern og Werder Bremen gerðu jafntefli, 1-1, og Bayem hefur nú ekki náð að sigra í síðustu þremur heimaleikjum sínum. Roland Wohl- farth kom Bayern yfir en Wynton Rufer jafnaði fyrir Bremen úr víta- spyrnu. Úrsht um helgina urðu þessi: Bayern Munchen-Werd. Bremen .1-1 Uerdingen-Dusseldorf.........1-2 Leverkusen-Kaiserslautern....2-2 Frankfurt-HS V...............0-8 Dortmund-Köln................1-2 Numberg-Bochum...............3-2 Wattenscheid-Stuttgart...TT..2-2 Hertha Berlin-Gladbach.......1-1 St. Pauli-Karlsruhe..........2-0 • Staða efstu hða er þessi: Kaiserlaut.....25 14 7 4 42-34 35 Bremen.........25 12 9 4 39-22 33 Bayem..........25 13 6 6 51-26 32 HSV............25 12 6 7 38-25 30 Köln...........25 10 8 7 35-23 28 Dusseldorf.....25 10 8 7 32-30 28 Frankfurt......25 9 9 7 40-32 27 Stuttgart......25 10 6 9 39-34 26 Frankfurt fékk hrikalegan skell á heimavelli, 0-6, gegn Hamburger SV og skoraði Jan Furtok þrjú mark- anna. Nokkrum klukkustUndum eft- ir leikinn var þjálfara Frankfurt, Jörg Berger, sagt upp störfum og í stað hans ráðinn Dragoslav Step- anovic. Sampdoria steig í gær mikilvægt skref til síns fyrsta meistaratitils í ítölsku knattspymunni þegar liðiö vann útisigur á Roma, 0-1. Það var varnarmaðurinn öflugi, Pietro Vi- erchowod, sem skoraði sigurmarkiö. Keppinautar Sampdoria, Mílanó- hðin tvö, unnu sína leiki. Inter sigr- aöi botnliðið Cesena, 2-0, með mörk- um frá Giuseppe Bergomi og Lothar Mattháus og AC Mílan náöi aö knýja fram sigur í Pisa, 0-1. Paolo Maldini skpraði markið. Úrsht í gær urðu þessi: Bari - Fiorentina.............0-0 Bologna - Parma...............1-3 Cagliari - Lecce.............2-0 Genoa-Lazio..................3-1 Inter Mílanó - Cesena........2-0 Juventus - Torino............1-2 Napólí - Atalanta............2-0 Pisa - AC Mílan..............0-1 AS Roma - Sampdoria..........0-1 Staða efstu liða er þessi: Sampdoria.......29 17 9 3 45-18 43 Inter...........29 16 9 4 52-26 41 ACMílan.........29 16 8 5 35-16 40 Juventus...\....29 12 9 8 40-24 33 Genoa..........29 12 9 8 43-33 33 Parma...........29 12 9 8 33-30 33 Torino..........29 11 10 8 38-28 32 -vs Fyrstamark Sigurðar - skoraði eina mark Grasshopper gegn Xamax Sigurður Grétarsson skoraði eina fimm félög koma til meö að beijast mark Grasshopper þegar liðið geröi um titilinn. Úrslit í leikjum helg- jafntefli, 1-1, gegn Xamax í úrslita- arinnar uröu þessi: keppninni um svissneska meistara- Grasshopper-Xamax.1-1 titilinn í knattspymu í gær. Xamax YoungBoys-Lugano.0-1 náöi forystu eftir 20 mínútur en þá Servette-Luzern.1-1 skoruðu leikmenn Grasshopper Sion-Lausanne.1-0 sjálfsmark en Sigurður jafnaði metin 0 Sion er í efsta sæti með 22, Grass- 5 mínútum síðar og var þetta fyrsta hopper 21, Lugano 21, Xamax 20 og mark hans fyrir félagið. Keppnin er Lugano 19. mjög hörð á toppnum og ljóst er að -GH Sport- stúfar / Staðan á toppnum í hollensku knattspyrn- unni breyttist ekkert um helgina þar sem efstu Uðin áttu frí. Urslit leikja urðu þessi: Den Haag - Vitesse 1-1 Sparta - Feyenoord 1-1 Heerenveen - Utrecht 1-0 Nijmegen - Volendam 1-2 Twente - Roda 4-1 PSV er efst með 39 stig, Groning- en er með 37 og Ajax 34. Síðan kemur Utrecht með 27 stig. Rússinn ekki enn kominn til Manchester Sovéski knattspymumaðurinn Andrej Kanchelskis, sem Manc- hester United hefur fest kaup á, er enn ekki kominn til Englands þar sem þarlend yfirvöld hafa ekki veitt honum atvinnuleyfi. Kanchelskis sagöi ennfremur í viðtali við Sovietski Sport um helgina að hann færi ekki fyrr en United hefði staðið við greiðslur sínar til Shaktybr Donetsk. Umsamið kaupverð er um 65 milljónir króna og þegar Kanc- helskis hefur leikið 80 leiki fær Shaktyor 35 milljónir í viðbót. Stórsigur hjá Gent Gent hélt áfram sigurgöngu sinni í belgísku 1. deildinni í knatt- spyrnu um helgina og malaði Li- erse, 5-1. Á meðan mátti And- erlecht sætta sig við jafntefli gegn Genk. Úrsht urðu þessi: Kortrijk- Ekeren..........0-0 Antwerpen - Standard......4-0 Mechelen - Molenbeek......4-0 Gent-Lierse...............5-1 St. Truiden - Charleroi...0-0 Anderlecht - Genk.........1-1 Liege - Club Brugge.......0-2 Anderlecht er með 46 stig, Gent 43, Mechelen 42 og Club Brtigge 40 stig. Jafntefli hjá Frem og Bröndby Frem og Bröndby skildu jöfn, 1-1, í toppleik dönsku úrvalsdeildar- innar í gær, en bæði lið eru ósigr- uð eftir fimm umferðir. Úrslit urðu annars þessi: B1903-Ikast.............0-0 Frem-Bröndby...........1-1 Silkeborg - OB.........2-2 Vejle - Lyngby.........0-2 AaB-AGF................4-1 Bröndby er efst með 8 stig, Lyngby og Frem eru með 7, AaB, SUkeborg og OB 5, AGF og Ikast 4, Vejle 3 og B1903 er neðst með 2 stig. Hnífjafnt í Svíþjóð Önnur umferð sænsku úrvals- deildarinnar var leikin í gær og þar hafa öll liðin tapað stigum. Úrslit urðu þessi: Sundsvall - Djurgárden...2-1 Örebro - GAIS............4-1 AIK - Malmö..............0-1 Gautaborg - Halmstad.....2-0 Norrköping - Öster.......0-1 Örebro, Gautaborg, Sundsvall, Malmö og Öster eru öll með 4 stig, Norrköping og AIK 3, GAIS 1 en Halmstad og Djurgárden eru án stiga. Leikur Sundsvall og Djurgárden var sá fyrsti í deild- inni sem leikinn er á gervigrasi. Einvígi í Portúgal Einvígi Benfica og Porto heldur áfram í portúgölsku knattspym- unni. Benfica vann Chaves, 0-3, á laugardag og í gær vann Porto sigur á Farense, 1-0. Benfica er með 58 stig og Porto 57 þegar sex umferðum er ólokið. Sporting gerði markalaust jafntefli við Tirsense og er í þriðja sæti með 50 stig, en síðan kemur Boavista með 34 stig og Beira Mar með 32. ÞEIR BESTU NOTA •••••DIADORA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.