Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Blaðsíða 6
otí MÁNUDAGUR 15. APRÍL 1991. 5>róttir Sport- stúffar Úrsllt leikja i banda- risku NBA-deUdinni i körfuknattleik um helg- ina uröu sem hér segir: Detroit - Cleveland.......90-94 Miami -Washington.......112-106 76ers - XY Knicks........100-84 Indiana-Chicago..........96-101 SA Spurs - Portland.....100-105 Utah - Ðallas.............97-91 Seattle- LA Clippers....140-108 Minnesota - Atlanta......112-98 Milwaukee - Boston.......111-92 Golden State - Houston..111-99 ^ LA Lakers - Utah.........110-95 Sacramento - Orlando.....104-98 Boston - Miami..........119-109 Charlotte - Minnesota...111-110 NJ Nets - Cleveland.....104-103 76ers - Washington....... 85-95 Detroít - Chicago........ 95-91 XY Knicks - Lndiana.....112-108 Seattle - SA Spurs.......100-99 LA Clippers - Denver....146-130 Phoenix - Dallas.........103-91 Portland - LA Lakers..-...118-113 Cleveland - NJ Nets......102-98 Atlanta - Mihvaukee..... 97-91 Utah - Denver...........121-110 Seattle - Orlando........105-96 Golden State - Dallas...132-114 Sacramento - Houston......94-95 Gunnar varð tvö- faldur meistari Gunnar Hall, Emin- um, varð tv&faldur ís- landsmeistari í öldun- gaflokki í borðtennis um síðustu helgi. Hann sigraöi Emil Páisson, Eminum. í úrslit- um 1 einliðaleik en Ólafur Ólafs- son og Ragnar Ragnarsson, báðir úr Eminum. uröu í þriðja til flórða sæti. I tvíliðaleik sigraöi Gunnar ásamt Ragnari, en þeir lögðu Sigurð Herlufsen, Víkingi, og Emil Pálsson, Erninum, í úr- slitaleik. í 3.-4. sæti urðu tvö pör úr Erninum, Jóhannes Sigur- jónsson qg Þórður Þorvarðarson, og þeir Ami Siemsen og Ólafur Ólafsson. Frjálsíþróttasambandið fékk eina milljón Ólympíunefnd íslands samþykkti á aðalfundi sínum í síðustu vikú að styrkja níu sérsam- bönd. Hæstan styrk fékk Fijáls- íþróttasambandið, eina milljón króna. Skiðasambandið og Sund- sambandið fengu 900 þúsund krónur hvort, Júdósambandið 800 þúsund, Körfuknattleikssam- bandið og Knattspymusamband- iö 300 þúsund hvort og Badmin- tonsambandið, Fimleikasam- bandiö og Handknattleikssam- bandið fengu 200 þúsund krónur hvert. Styrkveiting nefndarinnar nam þvi alls 4,8 milljónum króna. Stuðningur við ólympíunefnd Litháa Á sama fundi gerði ólympíu- nefndin sérstaka samþykkt um stuðning viö baráttu ólympíu- nefndar Litháen fyrir því að íþróttamenn frá Litháen fái að taka þátt í ólympíuleikunum í Barcelona á næsta ári, annað- hvort undir þjóðfána Litháen eða ólympíufánanum. Ólympíunefnd Islands hyggst mæla eindregið með því við Alþjóða ólympíu- nefndina. Á fundinum var enn- fremur samþykkt að Glimusam- band íslands fengi fullgilda aöild að Ólympíunefnd íslands, þegar það væri búið að halda aöalfund og breyta lögum sínum í sam- ræmi við lög og reglur íþrótta- hreyfingarinnar. Um 90 keppendur á Smáþjóðalelkana Nú er ljóst að um 90 íslenskir íþróttamenn munu keppa á Smá- þjóðaleikunum sem haldnir verða í smáríkinu Andorra, á landa- mærum Frakklands og Spánar, dagana 21.-25. raaí, Þeir keppa í ftjálsum íþróttum, sundi, júdó, körfúknattleik, blaki, skotfimi og tennis. AUt í aUt mun íslenski hópurinn telja um 110-115 manns. Ríkharður jaf naði á lokasekúndunum - þegar 21-árs lið Islands og A-lið Færeyja skildu jöfn, 2-2 Eiiiar Kristjánsson, DV, Færeyjum: AJandslið Færeyja og 21-árs lands- lið íslands í knattspyrnu gerðu jafn- tefli. 2-2. á gervigrasvellmum í Gundadal í Þórshöfn í gær. Á föstu- dagskvöldið vann íslenska liöið sigur á sama stað. 1-0. gegn úrvalsliði sem í voru nokkrir landsUðsmenn. Kurt Mörköre kom Færeyingum yfir á 37. mínútu með fallegu skoti eftir mistök í vörn íslands. Islenska Uðið var slakt í fyrri hálfleik. það var eins og leikmennirnir væru hræddir við mótherja sína og Færeyingar réðu gangi leiksins. Kristján Finn- bogason varði mark íslands oft mjög vel. í síðari hálfleik var allt annað aö sjá til íslenska liðsins og á 51. mínútu jafnaöi Ríkharöur Daöason, 1-1, eftir að hafa komist inn í sendingu miUi varnarmanna. Mörköre skoraði aft- ur, 2-1, með gullfallegu skoti eftir hroðaleg mistök í íslensku vörninni á 59. mínútu. Haraldur Ingólfsson hitti ekki boltann fyrir opnu marki, og Jens Knudsen varði þrumuskot frá Pétri Jónssyni áður en Ríkharði Daðasyni tókst að jafna, 2-2, þegar 20 sekúndur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Munurinn á þjóðunum minnkandi, segir Páil „Ég er mjög ánægður með frammi- stöðu minna manna og þetta var góð- ur undirbúningur fyrir Evrópuleik- inn í Belfast þann 1. maí. Ég á ekki von á þvi að Norður-írarnir verði mikið betri en þetta íslenska lið, og ég á von á að við getum náð jafntefli • Ríkharður Daðason skoraði bæði mörkin gegn Færeyingum í gær, það síðara á síðustu sekúndum leiksins. þar, og jafnvel sigrað. Ríkharður var bestur í íslenska liðinu, íslensku strákarnir eru mjög fljótir og leiknir en mér fannst þeir ekki nógu líkam- lega sterkir. Það er ljóst að munurinn á íslenskum og færeyskum knatt- spyrnumönnum fer alltaf minnkandi og með þessu áframhaldi verður þess ekki langt aö bíða að þeir standi jafn- fætis,“ sagði Páll Guðlaugsson, hinn íslenski landsliðsþjálfari Færeyja, í samtali við DV eftir leikinn. „Þetta var hörð barátta og skemmtilegur leikur en þó heldur grófur stundum. Færeyingar voru miklu betri í fyrri hálfleik og þá vor- um við heppnir að fá ekki á okkur fleiri mörk. Torkil Nielsen var lang- besti maöur vallarins,“ sagði Rík- harður Daðason. Ólafur frábær í fyrri leiknum Frábær markvarsla Ólafs Pétursson- 'ar tryggöi íslenska liðinu sigur í leiknum á föstudagskvöldið. Hann varði þá hvað eftir annað af snilld í síðari hálfleiknum og kom í veg fyrir að Færeyingar jöfnuðu. Haraldur Ingólfsson skoraði sigur- mark íslands strax á 4. mínútu eftir skyndisókn og Ríkharður Daðason og Haukur Pálmason voru nálægt því að bæta við mörkum, en í lok fyrri hálfleiks sendu íslensku varn- armennirnir boltann í þverslána á eigin marki. Gott að sleppa með sigur og jafntefli „Þetta voru mjög góðir æfingaleikir, ég hef verið að prófa leikmenn og veit nú meira um þá. Það var gott að sleppa héðan með sigur og jafn- tefli. Færeyingarnir eru mjög fljótir og hættulegir og byggja mikið á skyndisóknum," sagði Hólmbert Friðjónsson, þjálfari íslenska liðsins. • Sigurlið TBR-C í 1. deildinni í badminton. Frá vinstri: Þorsteinn Páll Hængsson, Hannes Rikharðsson, Gunnar Björgvinsson, Áslaug Jónsdóttir, Jóhann Kjartansson, Aðalheiður Pálsdóttir og Skarphéðinn Garðarsson. DV-mynd Brynjar Gauti C-lið TBR deilda- meistari í badminton - fimm af sex liðum 1. deildar næsta ár frá TBR C-lið Tennis- og Badmintonfélags Reykjavíkur sigraði í 1. deildar keppninni í badminton sem lauk í Laugardalshöllinni í gær. TBR átti liö í þremur efstu sætun- um því B-liðið varð í ööru sæti og A-liðið í því þriðja. Víkingur hafnaöi í 4. sæti, D-lið TBR í 5. sæti, og A-liö KR varð neðst og féll því í 2. deild. Það var síðan E-lið TBR sem sigr- aði í 2. deild, eftir mikla baráttu við TBA frá Akureyri, og TBR á því fimm lið í 1. deild á næsta ári. TBA varð númer tvö, B-lið KR varð í 3. sæti, F-lið TBR í 4. sæti, UMSB úr Borgar- firði í 5. sæti og BH frá Hafnarfirði í 6. sæti. TBS frá Siglufirði var með á ný eftir 15 ára hlé og sigraði í 3. deild. Þar kepptu einnig HSK, Akranes og C-lið KR. Níu félög sendu lið í keppn- ina sem er meira en verið hefur um langt árabil. -VS • Haukur Valtýsson, fyrirliði ísland eftir öruggan sigur gegn HK í bikar Ann; -Víkingu „Þetta var sæmilega spennandi leik- ur. Það sýndi sig glögglega að þær höfðu skoðað leikkerfi okkar vel og vissu hvar veikir punktar voru í vörninni. Þeim tókst næstum að brjóta okkur niður í annarri hrinu með góðri hávörn. Við fórum hins vegar aö hugsa okkar gang, smössuðum betur og knúðum fram sig- ur með góðri baráttu í lokin,“ sagði Jóhanna Katrín Kristjánsdóttir, fyrir- liði íslands- og bikarmeistara Víkings, eftir sigur á Breiðablik, 3-1, í bikarúr- slitaleik kvenna í blaki í Digranesi á laugardag. „Annars mætti kannski orða þetta á þennan veg: Margfaldir meistarar, meiriháttar Víkingar. Blakknattarkreistarar, kreistu von úr kvikum, sigursólgnum Blikum," bætti Jóhanna síðan við. Spennandi leikur Það var töluverð spenna í úrslitaleik kvennanna. Fyrsta hrinan var hnífjöfn (10-10, 13-13) en Víkingar reyndust sterkari þegar á reyndi og unnu, 15-13. Hins vegar var ekki sjón að sjá til nýkrýndra íslandsmeistaranna í næstu hrinu. Blikar léku þá mjög vel, einkum í hávöm, en þar bar mest á Elínu Guð- mundsdóttur. Þær hreinlega völtuðu yfir andstæðingana, sem vissu varla hvaöan á sig stóð veðrið, 15-6. íslandsmeistararnir létu þó ekki bug-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.