Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 15. APRÍL 1991.
33
Iþróttir
Gott kast
Andresar
Andrés Guömundsson, sem nú
keppir fyrir Ármann, kastaöi
kúlu 17,71 metra á kastmóti FH
og Ármanns sem haldið var í
Laugardal á fóstudagskvöldiö.
Eggert Bogason, FH, varð annar
meö 16,65 metra og Unnar Garö-
arsson, sem genginn er til liðs við
ÍR, þriðji með 15,52.
Unnar sigraöi síðan í kringlu-
kasti, kastaði 50,80 metra, og Egg-
ert Bogason þeytti sleggjunni
lengst, 55,80 metra.
• Tveir „öldungar" náðu síðan
góðum köstum í kringlukasti á
móti hjá ÍR á laugardaginn. Ólaf-
ur Unnsteinsson, sem er í 50 ára
flokki, kastaði 44 metra og Val-
björn Þorláksson, sem er í 55 ára
flokki, kastaði 43,36 metra.
-VS
hjá Njarðvík
Þórsarar eru stigi á eftir Breiða-
bliki í úrslitakeppni 2. deildar
karla í handknattleik eftir sigur
á Njarðvík á Akureyri á fóstu-
dagskvöldið, 26-17. Breiðabhk og
Þór heyja einvígi um hvort liðið
fylgir HK upp í 1. deiidina.
Njarðvíkingar léku síðan við
Völsung á Húsavík á laugardag
og náðu þar að sigra, 22-23. Stað-
an í úrslitakeppnimn er þessi:
HK....... 7 6 10 191-131 17
UBK...... 6 5 1 0 135-102 12
ÞórAk.... 6 4 1 1 159-127 11
Njarðvík.... 8 3 1 4 160-173 7
Vöisungur 8 1 0 7 168-230 2
Keflavik.... 7 0 0 7 123-173 0
> • Keflavík sigraði ÍR, 19-11, í
2. deild kvenna á fóstudagskvöld-
iö- .
Sabatim vann
• Gabriela Sabatini frá Argent-
tnu sigraði Steffi Graf frá Þýska-
iandi í úrslitum á tennismóti i
Flórída i Bandaríkjunum i gær.
Leikurinn var mjög jafn en Sa-
batini hafði betur í tveimur lotum,
7-5 og 7-6.
-GH
• Bjarni Friöriksson í hörðum átökum við Guenet frá Frakklandi í undanúrslitaglímunni i gær. Þó hér sjái í iljar Frakkanum tókst honum að verjast og
lagði síðan Bjarna að velli. Símamynd Reuter
Opna breska meistaramótið í júdó
Bjami vékk brons
í Crystal Palace
- lagði flóra af fimm mótherjum sínum, þar af tvo með fullnaðarsigri
Gunnar Sveinbjömsson, DV, Englandi:
Bjarni Friðriksson hreppti brons-
verðlaun í -95 kg flokki á opna bresk-
a meistaramótinu í júdó sem fram fór
í Crystal Palace íþróttahöllinni í Lon-
don um helgina.
Bjarni byrjaði á að sigra Charlton
frá Bretlandi á „ippon“, fullnaðar-
sigri, í fyrstu umferð. Síðan mætti
hann Pilikian frá Frakklandi og sigr-
aði hann á „yuko“. Þriðji'mótherji
hans var Brady frá Bretlandi og þar
vann Bjami á „wasari".
SigraðiFrakka í
glímu um bronsið
Meö þessu var hann kominn í undan-
úrslit og glímdi þar við Guenet frá
Frakklandi. Bjarni tapaði á „was-
ari“, og missti þar með af því að
glíma til úrslita um gullið.
í staðinn barðist hann við enn einn
Frakkann, Pesque, um bronsið, og
þá glímu vann Bjarni á „ippon", og
þar með voru bronsverðlaunin hans.
Það var Þjóðverjinn Meiling sem
sigraði Guenet í úrslitaglímunni, en
keppendur í flokknum voru 25 tals-
ins.
Undirbúningur fyrir
Evrópumeistaramótið
DV ræddi við Bjarna eftir mótið og
spurði hann hvort hann væri ánægð-
ur með árangurinn, en Bjarni fékk
silfurverðlaun á þessu sama móti í
fyrra. „Ja, verður maður ekki aö
vera það? Þetta mót er fyrst og fremst
undirbúningur fyrir Evrópumeist-
aramótið sem verður í Prag um miðj-
an næsta mánuð, og ég stefni að því
að vera á toppnum þegar að því kem-
ur,“ sagði Bjarni.
Halldór komst
í aðra umferð
Fimm aðrir íslendingar tóku þátt í
mótinu. Halldór Hafsteinsson vann
andstæðing sinn í fyrstu glímu í -86
kg flokki á „ippon“ en tapaði síðan
fyrir Finna í 2. umferð og var þar
með úr leik.
Hinir íslensku keppendurnir, Sig-
urður Bergmann, sem keppti í +95
kg flokki, Þórir Rúnarsson, sem
keppti í -95 kg flokki, Karl Erlingsson
og Eiríkur Ingi Kristinsson, sem
kepptu í -71 kg flokki, töpuðu allir í
fyrstu umferð og féllu því strax úr
keppni. íslensku keppendurnir koma
allir úr Ármanni, nema Sigurður,
sem er frá Grindavík.
Alls tóku um 600 keppendur þátt í
mótinu í Crystal Palace og komu
þeir frá 21 landi.
Góður árangur á
mjög sterku móti
„Þetta er verulega góður árangur hjá
Bjarna því mótið var mjög sterkt,"
sagði Michal Vachun, hinn tékkneski
landsliðsþjálfari íslands, í samtah
við DV.
„Menn verða að gæta þess að ís-
land er lítil þjóð og það má ekki gera
of miklar kröfur til þess alltaf sé
komið heim með gullverðlaunin. í
íslenska hópnum voru strákar sem
hafa lítið keppt á stórmótum og það
var mikil og dýrmæt reynsla fyrir
þá að taka þátt í þessu móti,“ sagði
Michal Vachun.
Tékkinn vann bæði mótin
- Ásta HaHdórsdóttir varð í fyrsta og öðru sæti
Peter Jurko frá Tékkóslóvakíu
sigraði í karlaflokki á báðum alþjóð-
legu svigmótunum sem fram fóru á
Seljalandsdal við ísaijörð á fostudag
pg laugardag. Ásta Halldórsdóttir frá
ísafirði vann fyrra kvennamótið en
Malgorzata Mogore Tlalka frá
Frakklandi það síðara.
Á föstudag sigraði Peter Jurko á
samanlögðum tíma 1 mínútu, 28,31
sekúndum. Valdemar Valdemarsson
varð annar á 1:30,30 og Arnór Gunn-
arsson þriðji á 1:30,41. Fjórði varð
síðan Örnólfur Valdimarsson. Af 15
keppendum voru fimm íslenskir.
Á laugardag var sigur Tékkans
ekki alveg jafn öruggur en þá fékk
hann tímann 1 mínúta, 21,90 sekúnd-
ur. Annar varð Mathias Femström
frá Svíþjóð á 1:22,77 og þriðji Atle
Hovi frá Noregi á 1:24,74, en hvorug-
ur þeirra var með á fóstudag. Arnór
Gunnarsson var fremstur af sex ís-
lendingum, hafnaði í fjórða sæti. Er-
lendu keppendurnir voru niu.
í kvennaflokki á íostudaginn sigr-
aði Ásta á 1 mínútu, 23,07 sekúndum.
Franska stúlkan varð önnur á 1:23,85
og Harpa Hauksdóttir þriðja á 1:28,78.
Sú franska, sem er 28 ára gömul
og langelst keppenda í kvennaflokki,
sigraði á laugardag á 1 mínútu, 28,19
sekúndum. Asta Halldórsdóttir varð
önnur á 1:28,95 og Ragnheiður Agn-
arsdóttir þriðja á 1:33,86. Tiu stúlkur
kepptu á fóstudag en átta á laugardag
og var Mogore Tlalka eini erlendi
keppandinn.
Keppnin nefnist Icelandair Cup,
eða Flugleiðabikarinn, og heldur
áfram á Akureyri í dag og á morgun
með keppni í stórsvigi.
-VS
• Ásta Halldórsdóttir.