Dagblaðið Vísir - DV

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinapríl 1991næsti mánaðurin
    mifrlesu
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Síða 3
MÁNUDAGUR 15. APRÍL 1991. 33 Iþróttir Gott kast Andresar Andrés Guömundsson, sem nú keppir fyrir Ármann, kastaöi kúlu 17,71 metra á kastmóti FH og Ármanns sem haldið var í Laugardal á fóstudagskvöldiö. Eggert Bogason, FH, varð annar meö 16,65 metra og Unnar Garö- arsson, sem genginn er til liðs við ÍR, þriðji með 15,52. Unnar sigraöi síðan í kringlu- kasti, kastaði 50,80 metra, og Egg- ert Bogason þeytti sleggjunni lengst, 55,80 metra. • Tveir „öldungar" náðu síðan góðum köstum í kringlukasti á móti hjá ÍR á laugardaginn. Ólaf- ur Unnsteinsson, sem er í 50 ára flokki, kastaði 44 metra og Val- björn Þorláksson, sem er í 55 ára flokki, kastaði 43,36 metra. -VS hjá Njarðvík Þórsarar eru stigi á eftir Breiða- bliki í úrslitakeppni 2. deildar karla í handknattleik eftir sigur á Njarðvík á Akureyri á fóstu- dagskvöldið, 26-17. Breiðabhk og Þór heyja einvígi um hvort liðið fylgir HK upp í 1. deiidina. Njarðvíkingar léku síðan við Völsung á Húsavík á laugardag og náðu þar að sigra, 22-23. Stað- an í úrslitakeppnimn er þessi: HK....... 7 6 10 191-131 17 UBK...... 6 5 1 0 135-102 12 ÞórAk.... 6 4 1 1 159-127 11 Njarðvík.... 8 3 1 4 160-173 7 Vöisungur 8 1 0 7 168-230 2 Keflavik.... 7 0 0 7 123-173 0 > • Keflavík sigraði ÍR, 19-11, í 2. deild kvenna á fóstudagskvöld- iö- . Sabatim vann • Gabriela Sabatini frá Argent- tnu sigraði Steffi Graf frá Þýska- iandi í úrslitum á tennismóti i Flórída i Bandaríkjunum i gær. Leikurinn var mjög jafn en Sa- batini hafði betur í tveimur lotum, 7-5 og 7-6. -GH • Bjarni Friöriksson í hörðum átökum við Guenet frá Frakklandi í undanúrslitaglímunni i gær. Þó hér sjái í iljar Frakkanum tókst honum að verjast og lagði síðan Bjarna að velli. Símamynd Reuter Opna breska meistaramótið í júdó Bjami vékk brons í Crystal Palace - lagði flóra af fimm mótherjum sínum, þar af tvo með fullnaðarsigri Gunnar Sveinbjömsson, DV, Englandi: Bjarni Friðriksson hreppti brons- verðlaun í -95 kg flokki á opna bresk- a meistaramótinu í júdó sem fram fór í Crystal Palace íþróttahöllinni í Lon- don um helgina. Bjarni byrjaði á að sigra Charlton frá Bretlandi á „ippon“, fullnaðar- sigri, í fyrstu umferð. Síðan mætti hann Pilikian frá Frakklandi og sigr- aði hann á „yuko“. Þriðji'mótherji hans var Brady frá Bretlandi og þar vann Bjami á „wasari". SigraðiFrakka í glímu um bronsið Meö þessu var hann kominn í undan- úrslit og glímdi þar við Guenet frá Frakklandi. Bjarni tapaði á „was- ari“, og missti þar með af því að glíma til úrslita um gullið. í staðinn barðist hann við enn einn Frakkann, Pesque, um bronsið, og þá glímu vann Bjarni á „ippon", og þar með voru bronsverðlaunin hans. Það var Þjóðverjinn Meiling sem sigraði Guenet í úrslitaglímunni, en keppendur í flokknum voru 25 tals- ins. Undirbúningur fyrir Evrópumeistaramótið DV ræddi við Bjarna eftir mótið og spurði hann hvort hann væri ánægð- ur með árangurinn, en Bjarni fékk silfurverðlaun á þessu sama móti í fyrra. „Ja, verður maður ekki aö vera það? Þetta mót er fyrst og fremst undirbúningur fyrir Evrópumeist- aramótið sem verður í Prag um miðj- an næsta mánuð, og ég stefni að því að vera á toppnum þegar að því kem- ur,“ sagði Bjarni. Halldór komst í aðra umferð Fimm aðrir íslendingar tóku þátt í mótinu. Halldór Hafsteinsson vann andstæðing sinn í fyrstu glímu í -86 kg flokki á „ippon“ en tapaði síðan fyrir Finna í 2. umferð og var þar með úr leik. Hinir íslensku keppendurnir, Sig- urður Bergmann, sem keppti í +95 kg flokki, Þórir Rúnarsson, sem keppti í -95 kg flokki, Karl Erlingsson og Eiríkur Ingi Kristinsson, sem kepptu í -71 kg flokki, töpuðu allir í fyrstu umferð og féllu því strax úr keppni. íslensku keppendurnir koma allir úr Ármanni, nema Sigurður, sem er frá Grindavík. Alls tóku um 600 keppendur þátt í mótinu í Crystal Palace og komu þeir frá 21 landi. Góður árangur á mjög sterku móti „Þetta er verulega góður árangur hjá Bjarna því mótið var mjög sterkt," sagði Michal Vachun, hinn tékkneski landsliðsþjálfari íslands, í samtah við DV. „Menn verða að gæta þess að ís- land er lítil þjóð og það má ekki gera of miklar kröfur til þess alltaf sé komið heim með gullverðlaunin. í íslenska hópnum voru strákar sem hafa lítið keppt á stórmótum og það var mikil og dýrmæt reynsla fyrir þá að taka þátt í þessu móti,“ sagði Michal Vachun. Tékkinn vann bæði mótin - Ásta HaHdórsdóttir varð í fyrsta og öðru sæti Peter Jurko frá Tékkóslóvakíu sigraði í karlaflokki á báðum alþjóð- legu svigmótunum sem fram fóru á Seljalandsdal við ísaijörð á fostudag pg laugardag. Ásta Halldórsdóttir frá ísafirði vann fyrra kvennamótið en Malgorzata Mogore Tlalka frá Frakklandi það síðara. Á föstudag sigraði Peter Jurko á samanlögðum tíma 1 mínútu, 28,31 sekúndum. Valdemar Valdemarsson varð annar á 1:30,30 og Arnór Gunn- arsson þriðji á 1:30,41. Fjórði varð síðan Örnólfur Valdimarsson. Af 15 keppendum voru fimm íslenskir. Á laugardag var sigur Tékkans ekki alveg jafn öruggur en þá fékk hann tímann 1 mínúta, 21,90 sekúnd- ur. Annar varð Mathias Femström frá Svíþjóð á 1:22,77 og þriðji Atle Hovi frá Noregi á 1:24,74, en hvorug- ur þeirra var með á fóstudag. Arnór Gunnarsson var fremstur af sex ís- lendingum, hafnaði í fjórða sæti. Er- lendu keppendurnir voru niu. í kvennaflokki á íostudaginn sigr- aði Ásta á 1 mínútu, 23,07 sekúndum. Franska stúlkan varð önnur á 1:23,85 og Harpa Hauksdóttir þriðja á 1:28,78. Sú franska, sem er 28 ára gömul og langelst keppenda í kvennaflokki, sigraði á laugardag á 1 mínútu, 28,19 sekúndum. Asta Halldórsdóttir varð önnur á 1:28,95 og Ragnheiður Agn- arsdóttir þriðja á 1:33,86. Tiu stúlkur kepptu á fóstudag en átta á laugardag og var Mogore Tlalka eini erlendi keppandinn. Keppnin nefnist Icelandair Cup, eða Flugleiðabikarinn, og heldur áfram á Akureyri í dag og á morgun með keppni í stórsvigi. -VS • Ásta Halldórsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Værktype:
Samling:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Sprog:
Årgange:
41
Eksemplarer:
15794
Registrerede artikler:
2
Udgivet:
1981-2021
Tilgængelig indtil :
15.05.2021
Udgivelsessted:
Nøgleord:
Beskrivelse:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Sponsor:
Tidligere udgivet som:

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar: DV íþróttir (15.04.1991)
https://timarit.is/issue/193365

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

DV íþróttir (15.04.1991)

Gongd: