Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1991, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1991, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 22. APRÍL 1991. 49 Lífsstm Verðkönnun Verðlagsstofnunar á hársnyrtingu: Verðhækkanir umfram yísitölu Hæsta og lægsta verð auk meðalverðs Lægsta verð kr. Hæsta verð kr. Meðalv. mars '91 kr. Meðalv. júní '90 kr. Verð- breyting i% Karlar Klipping 800 1980 1191 1080 10,3% Hárþvottur 140 631 287 264 8,7% Konur Klipping 800 2760 1257 1121 12,1% Permanent, stutt hár 2270 4605 3077 2793 10,2% Hárlagning, stutt hár 800 1640 1118 1025 9,1% Hárþvottur 150 631 289 262 10,3% Böm ' Klipping 700 1310 954 871 9,5% Verðlagsstofnun gerði fyrir skömmu verðkönnun á tíu þjónustu- liðum hjá 150 hársnyrtistofum á höf- uðborgarsvæðinu. Þar var kannað verð á klippingu karla, kvenna og barna, permanenti, hárlagningu og hárþvotti. Sams konar könnun var framkvæmd í júní á síðasta ári fyrir níu mánuðum. Þegar þessar tvær kannanir eru bornar saman kemur í ljós að þjónustuliðirnir hækkuðu að meðaltali um 10,6% á tímabilinu. Það vekur einnig athygli hversu mik- ill verðmunur er á milli hársnyrti- stofa, meira en 100% verðmunur á Neytendur dýrustu og ódýrustu stofunum. í könnuninni var miðað við algeng- asta verð sem tekið er fyrir þjón- ustuna á hverri hársnyrtistofu því verð getur verið mishátt á sömu stöfu eftir því hve mikil vinna er lögð í þjónustu við hvern viðskiptavin. í úrvinnslu á könnuninni var ekki tek- iö tillit til mismunandi gæða þjón- ustunnar heldur var eingöngu um verðsamanburð að ræða. Enda er það svo hjá flestum að þeir eiga sér sína uppáhaldshársnyrtistofu. Af 150 stofum, sem kannaðar voru, var veröið óbreytt á 6 stofum frá síð- ustu könnun en hafði hækkað um 1-5% á 23 stofum. Meðaltalshækkun um 6-10% varð á 38 stofum og hækk- _un um 11-15% á 33 stofum. Átján stofur höíðu hækkað sína taxta að meðaltali um 16-20% en 6 stofur um meira en 21%. Meðalhækkun var mjög mismunandi eftir stofum, allt frá 0-28%. Hárgreiðslustofan Lilja í Garða- stræti í Reykjavík var ódýrasta hársnyrtistofan samkæmt könnun- inni en þar á eftir komu rakarastofan Hárflikk á Miklubraut og Hár Fix að Sléttahrauni í Hafnarfirði. Dýrustu hársnyrtistofurnar voru Salon VEH stofurnar að Álfheimum, í Húsi Verslunarinnar og á Laugavegi. Munaði þar meira en 100% á verði og á þeim ódýrustu. Hér á töflunni til hliðar getur að líta hæstu og lægstu verð á einstök- um þjónustuhðum og útreiknaö meðalverð á stofunum 150. Til við- miðunar er meðalverðið i síðustu könnun sem Tramkvæmd var í júní á síðasta ári og verðbreyting í pró- sentum. Meðalhækkun þjónustuliða er allt frá 8,7% á hárþvotti sem virð- ist hafa hækkað minnst og 12,1% á klippingu fyrir konur sem er mesta verðhækkunin. Á sama tíma og meðaltalshækkun á þjónustuliðum hársnyrtistofa er 10,6% hefur launavísitala hækkað um 7,5% en framfærsluvísitalan hækkað um 3,9%. Því er greinilegt aö hækkanir á verðlagi stofanna eru umfram almennar hækkanir. ÍS Þjónustuliðir hársnyrtistofa hækkuðu að meðaltali um 10,6% á níu mánaða tímabili sem er nokkuð umfram al- mennar verðhækkanir á tímabilinu. Verðkönnun: Litlar breyting- ar á verði Verðlagsstofnun hefur annast effirht með verði á aðföngum til bænda frá gerð kjarasamníng- anna í febrúar á síðasta ári. Gerð var verökönnun á 28 sölustöðum víðs vegar á landinu nu fyrir skömmu og ef hún er borin sam- an við sambærilega könnun sem gerð var fyrir ári koma fram óverulegar breytingar á flestum vöruliðum. Meðalverð lækkaði á tveimur vöruliðum en hækkaði á einum en að öðru leyti voru breytingar innan við 1,5%. Hins vegar kom fram nokkur verð- munur á einstökum vörutegund- um. Af vörum sem teljast til aðfanga til bænda má nefna fóöur og byggingarvörur ýmiss konar, varahlutir í heyvinnuvélar og vörum til heyvinnslu. Meðalverð lækkaöi á kúafóðurblöndu um 9,7% að meðaltali og hreinsuðu fóðurlýsi um 12,7%. Girðingar- lykkjur hækkuöu hins vegar að meðaltali um 6,8%. Breytingar á meðalverði á öðr- um aðföngum eru vart merkjan- legar. Verðmunur á einstökum vöruliðum vari sumum tilfeilum allmikill. Fimm lítra brúsi af hreinsuðu fóðurlýsi kostaði frá 535 krónum og upp í 884 krónur. Það er um 65% verðmunur. Eitt tonn af fiskimjöh kostaöi frá 33 þúsund og upp í 46 þúsund krón- ur en það samsvarar 39% verð- mun. Eítt kíló af girðingarlykkj- um kostar frá 212-347 krónum. Það er 64% verömmmr. í heild má segja að verðhækk- anir hafi verið óverulegár á þessu tæpa ári sem Uðið er irá síðustu kömimi Verðlagsstofnunar á að- fóngumtilbænda. ÍS EIGUM TÖLUVERT ÚRVAL AF BÍLUM Á CA 200-600 ÞÚS. Á GÓÐUM KJÖRUM, JAFNVEL ENGIN ÚTBORGUN!!! BILA HÚSIÐ B I SÆVARHÖFÐA 2 674848 í húsi Ingvars Helgasonar YFIR 100 BÍLAR Á STAÐNUM OG 1200 Á SKRÁ! BMW 520i árg. 1990, ekinn 30 þ. km, sjálfskiptur, rafmrúður o.fl. Ath. skipti á ódýrari. Verð 2250 þús. Toyota Hilux Turbo dísil árg. 1985, ekinn 82 þ. km, 5 gíra, upphækkað- ur, splittað framan og aftan o.m.fl. Ath. skipti á ódýrari. Verð 1480 þús. MMC Lancer 1500 GLX árg. 1989, ekinn 26 þ. km, sjálfskiptur, rafm. í rúðum o.fl. Ath. skipti á ódýrari. Verð 850 þús. Cherokee Laredo 4,0L árg. 1988, ekinn 62 þ. km, sjáifskiptur, spil, upphækkaður, 33" dekk, bretta- kantar o.fl. Ath. skipti á ódýrari. Verð 2150 þús. Ford Bronco XLT árg. 1987, ekinn 54 þ. km, 5 gira, 32" dekk, króm- felgur o.fl. Ath. skipti á ódýrari. Verð 1600 þús. Eigum einnig árg. ’84, ’85, '86 og 1988. Subaru 1800 Coupé Turbo 4x4 árg. 1988, ekinn aðeins 43 þ. km, sjálf- skiptur, topplúga, 135 hö, aukadekk á felgum o.fl. Ath. skipti á ódýrari. Verð aðeins 1230 þús. Nissan Sunny 1600 SLX árg. 1989, ekinn 29 þ. km, 5 gíra, vökvastýri. Ath. skipti á ódýrari. Verð 800 þús. Eigum allar árg. af Sunny! Subaru Legacy 1800 Sedan 4x4 árg. 1990, ekinn aðeins 8 þ. km, sjálfskiptur, rafmrúður o.fl. Aðeins bein sala. Verð 1430 þús. Eigum einnig station Legacy. Nissan Patrol Turbo dísil árg. 1989, ekinn 55 þ. km, 4,2L vél, 5 gíra, upphækkaður, 33" dekk o.fl. Ath. skipti á ódýrari. Verð 2450 þús. Eigum aliar árgerðir af Subaru a staðnum! MMC Lancer 1800 GLX ST 4x4 árg. 1988, ekinn 50 þ. km, 5 gíra, topp- lúga, álfelgur, rafmrúður o.fl. Ath. skipti á ódýrari. Verð 980 þús. Eig- árg. 1987. Volvo 440 GLT árg. 1989, ekinn 29 þ. km, 5 gíra, álfelgur, rafmiúður, samlæsing o.fi. Ath. skipti á ódýr- ari. Verð 1100 þús. Subaru 1800 GL Sedan árg. 1990, ekinn aðeins 4 þ. km, 5 gira, raf- mrúður, topplúga, aukadekk o.fl. Ath. skipti á ódýrari. Verð 950 þús. Toyota Corolla 1300 DX árg. 1987, ekinn 62 þ. km, beinskiptur, útvarp o.fl. Ath. skipti á ódýrari. Verð 570 þús. Subaru Justy J10 4x4 árg. 1988, ekinn 42 þ. km, 5 gíra, útvarp. Ath. skipti á ódýrari. Verð 530 þús. Eig- um einnig Justy J12 árg. 1989. Audi 100 CD árg. 1987, ekinn 47 þ. km, sjálfskiptur, rafdr. rúður og sæti, tölva, álfelgur o.m.fl. Ath. skipti á ódýrari. Verð 1480 þús. Sérlega góð greiðslukjör!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.