Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1991, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1991, Qupperneq 9
9 FJðSTUDÁGl/R)3; Mkí 1991 Utlönd Vildi lausnar- gjald fyrir systur sína Tólf ára kínverskur drengur rændi yngri systur sinni og hót- aði að myrða hana ef foreldrarnir borguðu ekki lausnargjald. Hann vildi fá 100 þúsund yuan fyrir systur sína en það svarar til 1,6 milijóna íslenskra króna. Móðir þeirra systkina hóf þegar samningaviðræður og bauð 70 þúsund yuan fyrir dótturina á sjö vikna afborgunum. Strákur neit- aði, sagðist ekki hika við að stytta systur sinni aldur og móðirin varð að sætta sig viö upphaflegu kröfuna. Þegar kom að því aö greiða var strákurinn þó handsamaður og afhentur lögreglunni. Tahö er að fleiri hafi verið í vitoröi með hon- um og leitar lögreglan nú þeirra. Karl Bretaprins ræðstgegn einkahifreiðum Karl Bretaprins er að þvi er virð- ist svarinn andstæðingur einka- bíla. Símamynd Reuter Karl Bretaprins hefur einu sinni enn vakið furðu landa sinna, nú með þvi að fara hörðum orðum um einkabfla. Á ráðstefnu í Madrid á Spáni f gær sagði hann að bílarnir væru viðsjárgripir og afskræmdu margar fagrar borgir. Benti hann á að oft færi betur á að fólk ferðaðist á reiðhjólum. Bretum kemur þó ekki svo mjög á óvart þótt prinsinn láti áht sitt á umhverfismáium í Ijósi. Hann er mikill áhugamaöur um meng- unarvarnir og heilbrigt iíf. Prins- inn er reyndar ehuiig vanur að ráðast gegn ýmsura öðrum löst- um í fari nútímamanna og fyrir skömmu sakaði hann landa sína um að vera að gleyma karhnum honum Shakespeare. Bandaríkjamenn vildukaupa Grænland Bandaríkjamenn buðu Dönum að kaupa Grænland af þeim í lok síðariheimsstyrjaldarinnar. Fyr- ir landið átti að greiða hundraö þúsund dollara í gulh en það svara til um fimmtíu mihjarða tslenskra króna á núvirði. Þessar upplýsingar eru nýkomnar fram í dagsljósið í skjölum í safni bandarísku stjórnarinnar í Was- hiiigton. í skjölunum kemur fram að bandarískir embættismenn töiuðu um að gera Dönum svipað tilboð og Rússar fengu í Alaska á sínum tíma. Þessar ráðagerðir fóru þó út um þúfur því að Danir neituðu að seija Grænland. Bandaríkjamenn hættu líka við þessi áform þegar samningar náðust um herstöðvar á Græn- landi og hagsmunir þeirra voru tryggðir. Nú er verðið að loka herstöðinni í Syðri-Straumfirði en þar voru aöalbækistöðvar Bandaríkjamanna á Græniandi. Stöðin í Thule verður hins vegar rekináfram. iteuterog Ritzau Hörmungamar í Bangladesh melri en nokkum óraði fyrir í fyrstu: Um 40 þúsund lík eru þegar fundin - á annað hundrað þúsund menn fómst og tíu miUjónir em í nauðum Forsætisráðherra Bangladesh hef- ur farið fram á alþjóðlega aðstoð við fólk á hörmungarsvæðunum í landinu. Talið er að tíu milljónir manna séu þar í nauðum eftir að mikill hvirfilbylur gekk yfir landið fyrr í vikunni. Því fer fjarri að björgunarmenn hafi komist til allra staða þar sem bylurinn gekk yfir. Þeir telja þó að á 'annað hundrað þúsund manns hafi látið lífið. Þegar hafa nærri fjörutíu þúsund hk fundist en jafnvel er talið að aldrei veröi fullvíst hve margir fórust. Begum Khaleda Zia forsætisráð- herra ávarpaði þjóð sína í sjónvarpi í gærkveldi og sagði að tjónið nú væri meira enn nokkru sinni áður þegar hvirfilbyljir heföu gengið yfir landið. Tjón af völdum slíkra bylja er þó árvisst vor og haust í Bangla- desh og kostar jafnan fjölda fólks líf- ið. Þegar veðrið var verst náði vind- hraðinn um 235 kílómetrum á klukkustund. i kjölfarið fylgdi flóð- bylgja sem gekk yfir lægstu svæði landsins. Mikill fjöldi manna býr á eyjum í óshólmum stórfljótanna Ganges og Brahmaputra og þar hefur manntjón orðið mest. Taiið er að flóðbylgjan hafi náð sex metra hæð en landið nær ekki nema rétt upp fyrir sjávarborðið. Milljónir manna líða miklar hörmungar í Bangladesh og er óttast að á annað hundrað þúsund menn hafi farist í miklum hvirfilbyl. Uppskera er einnig ónýt og búsmali fallinn þannig að horfurnar eru ekki bjartar fyrir það fólk sem eftir lifir. Símamynd Reuter Björgunarstörf hafa gengið mjög erfiðlega. Skip, sem eru í höfnum upp með fljótunum, komast ekki til ós- hólmanna vegna þess að árnar eru stíflaðar. Því er eina ráðið aö flytja hjálpargögn með þyrlum. Flugfloti landsmanna varð þó illa úti í veðr- inu, einnig fórust mörg skip. Mikill ótti er við að farsóttir breið- ist út vegna þess að allt vatn er meng- að og lík manna hggja víða eins og hráviði. Þá féll mikið af búsmala manna í óshólmunum. Engin leið er að urða það allt og eru hræin tekin að rotna í hitunum. Á sumum eyjum hafa flestir íbú- arnir látið lífið. Björgunarmenn hafa borið þær fréttir að á eyju þar sem 80 þúsund menn bjuggu séu 40 þús- und látnir. Á öörum eyjum er ástand- ið svipað. Björgunarmenn segja hörmungar fólks á þessum stöðum ólýsanlegar og ekki von um að úr rætist á næstunni þótt alþjóðleg að- stoð berist. Ríki Evrópubandalagsins hafa þeg- ar heitið verulegri aðstoö. Þar hafa töluverðir fjármunir verið lagðir til kaupa á matvælum sem nóg er til af í bandalagslöndunum. Hjálparstarf fer þó hægt af stað, enda var í fyrstu ekki gert ráð fyrir að hörmungarnar væru svo miklar sem raun ber vitni. Reuter Tvítugur maður misþyrmlr ungum drengjum: Of ungur til að f ara í f angelsi Tvítugur djöfladýrkandi í borginni Perth í Ástralíu, Scott Gozenton, var nýlega dæmdur í þriggja ára skil- orðsbundið fangelsi fyrir að -hafa misþyrmt ungum drengjum kynferð- islega. Játning mannsins liggur fyrir þar sem hann viöurkennir að hafa með- höndlað unga drengi á ósiðsamlegan hátt og jafnvel ráðist á þá og viljað þeim iht. Sumir drengjanna voru yngri en þrettán ára. Á meðan á réttarhöldunum- stóð benti lögfræðingur Scotts á að sjálfur hefði umbjóðandi hans tilheyrt trú- arreglu djöfladýrkenda frá fjórtán ára aldri og að hann hefði fengið fyr- irskipun um að fiölga nýhðunum í reglunni. Lögfræðingurinn greindi einnig frá því að Scott, fyrrum skátaforingi, gengi undir nafninu „Dauði“ innan reglunnar og að hann hefði tekið þátt í mánaðarlegu kynsvalli með fullorðnum jafnt sem börnum innan reglunnar frá unga aldri. „Hann er ekki í sama flokki og þeir menn sem eru mörgum árum eldri en þeir sem þeir áreita,“ sagði ástralski dómarinn sem kvað upp úrskurðinn. „Hann er einungis tví- tugur og því væri það óréttlátt að afskrifa hann,“ bætti hann viö. Reuter Júgóslavía: Níu lögreglu- mennmyrtir í það minnsta niu króatískir lögreglumenn létu lífið í skot- bardaga við menn af ættum Serba í nótt. Atburðir þessir hafa á ný aukið hættuna á að horgarastríö brjótist út en lengi hefur verið róstusarat í ríkinu. Tildrög bar- dagans eru ekki Ijós en Króatar segja að Serbamir hafi veitt lög- reglumönnunum fyrirsát. Serbar eru minnihlutahópur í Króatíu ogtefiasigundirokaða. Reuter ■ ■ ::: Hjá okkur fæst gott úrval hvers kyns veiðibúnaðar. Allt frá miklu úrvali veiðistanga og hjóla í fjölda verðflokka, til fyrirtaks veiðifatnaðar á hagstæðu verði. Við seljum aðeins viðurkennd merki. Opið mánudaga - fimmtudaga kl. 09 - 19, föstudaga til kl. 20 og á laugardögum og sunnudögum frá kl. 10 til 16. £?Abu Garcia & * * t HARDY Scientific Anglers Barbour Hafnarstræti 5 • Símar 1 67 60 og 1 48 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.