Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1991, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1991, Síða 10
Útlönd Eftir þvi sem heimildir í Argentínu herma á Maradona að hafa failið fyrir brögðum lögreglunnar sem kom lögreglukonu í bólið með honum og hélt uppi njósnum um kappann. Símamynd Reuter Maradona tekinn með nakinni lögreglukonu Helsta íþróttablað Argentínu telur sig hafa heimildir fyrir því að knatt- spyrnukappinn Diego Maradona hafi verið gómaður á dögunum nakinn með lögreglukonu sem einnig var án klæða. Mál þetta hefur vakið að nýju uppnám í Argentínu en í þessu sama samkvæmi þykir sannað að kappinn hafi neytt kókaíns. Maradona hefur brugðist ókvæða við þessum fréttum og hótar að stefna blaðinu fyrir meiðyrði. Lög- reglan hefur gengið í hð með Mara- dona í þessu máli og segir að frétt blaðsins sé röng. Margir efast þó um að lögreglan hafi hreinan skjöld í þessu máli, telja að hún vilji vernda starfsmenn sína gegn hneyksli. Lögmaður Maradona segir að frétt- in sé helber uppspuni og spáir því að blaðið eigi eftir að greiða háar fjár- hæöir fyrir tiltækið. Blaöið, sem heit- ir E1 Grafico, seldist upp á skömmum tíma eftir að þaö kom út. Þeir hjá E1 Grafico bera heimildar- menn innan lögreglunnar fyrir sög- unni. Þar er fullyrt að lögreglukon- an, sem er ljóshærð og 25 ára, hafi vingast við Maradona aö boöi yfir- manna sinna til að njósna um hann. Starf hennar hafi leitt til þess að Maradona hefði veriö tekinn við kókaínneyslu og eigi yfir höfði sér fangaVÍSt. Reuter FÖSTUDAGUR 3. MAf 1991. íhaldsflokkurinn tapar í kosningum í Bretlandi: Verkamannaflokkurinn krefst þingkosninga - úrslitin áfall fyrir John Major forsætisráðherra Allt útlit er fyrir að breski íhalds- flokkurinn tapi verulegu fylgi í sveit- arstjórnarkosningunum sem fram fóru á fimmtudag. Þrjátíu milljónir manna eru á kjör- skrá en ekki var kosið í London og Wales. Þegar búið var að telja úr 330 kjör- dæmum af 369 leit út fyrir að íhalds- flokkurinn hefði tapað verulegu fylgi en bæði Verkamannaflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn unnið veru- lega á. „Viö höfum aukið fylgi okkar um allt land og því ætti John Major að efna til kosninga nú,“ var krafa Neil Kinnock, leitoga Verkamannaflokks- ins. Það er þó talið ólíklegt að forsætis- ráðherrann, John Major, boöi til kosninga í júní þar sem báðir stjórn- arandstöðuflokkarnir unnu á í þess- um kosningum. „Við eigum harða baráttu fyrir höndum,“ sagði umhverfismálaráð- herra landsins, Michael Heseltine, sem flýtti fyrir falli Margrétar Thatc- her, fyrrum forsætisráðherra, með því að bjóða sig fram gegn henni í leiðtogasætið. íhaldsflokkurinn missti töluvert fylgi í Suður-Englandi þar sem hann taldi sig hafa mikil ítök en þar hefur minnkandi hagvöxtur sagt verulega til sín undanfarið. Þetta var fyrsta prófraunin sem John Major forsætisráðherra hefur þurft að ganga í gegnum síðan hann náöi kjöri í nóvember síðastliðnum. Það veltur á úrslitum þessara kosn- inga hvort hann efnir til allsheijar- kosninga í júní og nú spá menn því Allt útlit er fyrir að breski Ihaldsflokkurinn tapi töluverðu fylgi í sveitarstjórn- að svo verði ekki. Reuter arkosningunum sem fram fóru á fimmtudag. Teikning Lurie Ákærður fyrir að nota ekki barnastól Réttarhöld eru hafin í Flórída yfir manni sem talinn er hafa orðið vald- ur að dauða þriggja ára dóttur sinnar með því að láta líðast aö móðir henn- ar sæti undir henni í framsæti bif- reiðar. Fólkið lenti í alvarlegu bíl- slysi og beið dóttirin bana. Ákæran er byggð á því að það hafi verið vítavert gáleysi að sitja undir stúlkunni i framsæti bifreiðarinnar í stað þess að hafa hana í öruggum bamastól. Þetta er í fyrsta sinn sem mál af þessu tagi er höfðað. Það hefur vakið reiði í Bnadaríkjunum því flestir telja að faðirinn, Ramiro de Jesus Rodriguez, sé saklaus þótt færa megi rök fyrir því aö dóttirin hafi látist vegna gáleysis. Það gerir málið enn harmrænna að í hinni örlagaríku ferð voru foreldrar stúlkunar að ná í meöul handa henni veikri. Litið er á málið sem prófmál og það er aðeins Rodriquez sem er ákærður en ekki móðir stúlkunnar. Þau hjón komu frá Nigaragva fyrir þremur árum og tala ekki ensku og vita að því er virðist lítið um hvað málið snýst. Ákæruvaldið er hins vegar ekki í vafa um að Rodriquez hafi gerst sekur um manndráp fyrir gá- leysi og ætlar að fá hann dæmdan. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.