Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1991, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1991, Side 28
36 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1991. Menning Hvar er Súrmjólkurþorp? Það kemur fólki nokkuð á óvart þegar það er upp- lýst að um það bil sem skyldunámi lýkur hafa íslensk ungmenni eytt jafnlöngum tíma í að horfa á erlent myndefni í sjónvarpi og öörum myndmiðlum eins og þau hafa eytt í námið. Þetta erlenda myndefni er mis- jafnt að gæðum eins og allir vita og margt af því á harla htið erindi til ungra barna. Smátt og smátt eru augu fólks að opnast fyrir mikil- vægi þess að andæfa gegn einhliða áhrifum myndmiðl- anna og nauðsyn öflugs átaks í barnamenningu er nú almennt viðurkennt. Innlendir höfundar hafa ekki látið sitt eftir liggja og m.a. hafa verið samin og færð upp mjög svo frambærileg ný leikrit fyrir börn á und- anfornum árum. Leikfélag Kópavogs hefur eins og fleiri áhugaleik- félög í nágrenni borgarinnar hugsaö til yngstu leikhús- gestanna og sýnt leikrit við þeirra hæfi reglulega, nú síðast rússneska ævintýraleikinn í Súrmjólkurþorpi, eftir Eduard Uspenski, sem var frumsýnt um síðustu helgi. Gaman hefði verið að sjá úrvinnslu þeirra Ásdísar Skúladóttur leikstjóra og Hlínar Gunnarsdóttur leik- mynda- og búningahönnuðar á ögn verðugra verkefni heldur en þessu tíðindalitla rússneska leikriti því að við uppfærsluna er beitt bæði hugmyndaflugi og vand- virkni sem gerir sýninguna ásjálega og bætir í gloppur og göt textans. Þetta er leikrit fyrir yngstu áhorfendurna og að mörgu leyti í hefðbundnum ævintýrastíl nema hvað það gerist í nútímaþjóðfélagi. Smákrakki fer á flakk og þarf enga utanaðkomandi hjálp við að sjá fyrir sér. Ekki aldeilis. Hann tekur upp hefðbundið lífsmynstur hinna fullorðnu í samfélagi við talandi dýr af öllum sortum og þar með hefur höfundur frítt spil við að koma á framfæri smáskotum á sitt eigið þjóðfélag. Búningar og gervi eru stórgóð. Þarna lifna við kank- vís kisa og hengilmænulegur hundur sem gerast félag- ar Finns karlsins þegar hann stingur af að heiman. Finnur karlinn er strákur sem býr í borg og á heimil- inu er ekkert pláss fyrir ketti. Mamma Finns þolir þá heldur ekki og hann ákveður þess vegna að strjúka burt með kisu, sem hann hefur vingast við, enda er Negrasálmar í Á tónleikum í Bústaðakirkju í gærkvöldi, sem haldn- ir voru til styrktar orgelsjóði kirkjunnar, var flutt efn- isskrá með negrasálmum og annarri léttri tónlist. Flytjendur voru Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar ásamt með Guðna Þ. Guðmundssyni, orgelleikara kirkjunnar, Barnakór Bústaðakirkju og Bjöllukór Bústaðakirkju. Þá sungu einsöng Ingveldur Ólafs- dóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Stefanía Ólafsdóttir. Magnús hljómsveitarstjóri kynnti dagskrána á hnyttinn og skörulegan hátt auk þess sem hann tók lagið inni á milli, að eigin sögn til að undirstrika hve söngkonur kvöldsins væru góðar. Lagavalið var af smekkvísi gert. Uppistaðan voru alþekktir negrasálm- ar sem fyrir löngu hafa fengið hljómgrunn langt út fyrir sín upphaflegu heimkynni. Auk þess var skotiö inn í öðrum lögum af ýmsu tagi, þar á meðal voru lög eftir Magnús Kjartansson. Tónleikarnir hófust á lag- inu Amasing graze þar sem Vilhjálmur Guðjónsson lék einleik á saxófón mjög hreint og fallega. Barnakór og bjöllukór að ógleymdum organistanum komu einn- ig inn í þetta lag og var mikill fjölskyldubragur á út- setningunni. þetta sérstaklega vel máli farinn köttur. Þau leggja upp í langferð og koma sér fyrir í mann- lausu þorpi (allir eru fluttir í nýju blokkirnar) og kom- ' ast bara ágætlega af. í raun gerist fátt annað í leikrit- Leiklist Auður Eydal inu, jafnvel hefðbundinn ijársjóðsfundur er óttalega litlaus og botninn dettur einhvern veginn úr þessu öllu saman. Það var þannig ekki smellinn texti sem hélt ungu áhorfendunum viö efnið á sýningunni heldur miklu fremur ágæt frammistaða leikara og skemmtilegir búningar. Það má alveg bóka að börnin eru alveg eins og loftvog og ókyrrast um leið og athyglin dofnar. Ingimundur K. Guðmundsson og Jóhanna Pálsdóttir stóðu sig með prýði í veigamestu hlutverkunum, þeirra Finns karlsins og Kisu. Ingimundur gat meö göngu- lagi og hreyfingum gert sig hæfilega smábarnalegan án þess að beita afkáralegum ýkjum og flutti textann vel. Runólfur Einarsson var líka ágætur í gervi hunds- ins. Hvutti er svolítið stirðbusalegur og seinn að hugsa, skemmtileg andstæða kisu sem er ráðagóð, léttfætt og hefur mjúkar hreyfingar. Gervin eru í leikfangastíl og reyndar leikmyndin líka, þetta er svona leikfanga- land, þar sem allt getur gerst. Aðrir leikarar komust vel frá sínu og eins og fyrr sagði var vönduð og góð úrvinnsla af hálfu leikstjóra og annarra aðstandenda einkennandi fyrir sýninguna. Leikfélag Kópavogs sýnir: í SÚRMJÓLKURÞORPI Höfundur: Eduard Uspenski Leikgeró: Ritva Siikala Þýóing úr finnsku: Kristin Mantyla Leíkstjóri: Ásdis Skúladóttir Leikmynda- og búningahönnun: Hlín Gunnarsdóttir Ljósahönnun: Alexander Ingvar Ólafsson Bústaðakirkju Stjörnur kvöldsins voru söngkonurnar þijár, Diddú, Ingveldur og Stefanía, sem í orðsins fyllstu merkingu sungu sig inn í hjörtu viðstaddra. Diddú sýndi mikil tilþrif og lék sér að bláu nótunum, rödd Ingveldar var sérlega litrík og silkimjúk en Stefanía sýndi fjölhæfni Tónlist Finnur Torfi Stefánsson sína í sömbu, jasslagi og vögguvísu. Gagnrýnandi DV laumaðist til að líta í kringum sig á áheyrendur meðan á söngnum stóð og voru þar fá andlit sem ekki voru sýnilega hrærð og víða glitraði tár á hvarmi. í lokin tóku aftur þátt barnakórinn og bjöllukórinn og var þá sungið hiö fallega lag Magnúsar, Ég þakka. Kirkjan var troðin af fólki út úr dyrum á þessum tónleikum og má vænta þess að skjótt fyllist orgelsjóð- urinn ef þessu verður fram haldið. Myndgáta verður síðan gengist fyrir stuttum og skemmtilegum kynningarfundum á Náttúrufræðistofu Kópavogs. Fyrsta ferðin verður farin laugardaginn 4. maí og verður hún helguð íslenska hestinum. Lagt verður af stað frá inngangi Hús- dýragarðsins kl. 13.30. Farið verður aust- ur fyrir fjall, komið við hjá hrossarækt- endum og að því búnu farið á stóðhesta- sýningu hjá Stóðhestastöð ríkisins í Gunnarsholti. Farareyrir er 600 kr. á mann. Kynningarfundur verður síðan haldinn á fóstudagskvöld kl. 20.30 í Nátt- úrufræðistofu Kópavogs, Digranesvegi 12. Listahátíð æskunnar Listahátíð æskunnar lauk formlega 28. apríl sl. Enn gefst þó tækifæri til að skoða nokkrar myndhstarsýningar á verkum barna og unglinga til 18. maí nk. Þær eru í Spron í Breiðholti, Útvarpshúsinu (Pantanir fyrir hópa í s. 693000), anddyri Borgarleikhússins og í menntamálaráðu- neytinu sem er opið virka daga kl. 8-16. Andlát Ágústa Guðrún Árnadóttir frá Hábæ í Þykkvabæ lést í hjúkrunarheimil- inu Skjóli 2. maí. Jódís Ólafsdóttir, Merkjateigi 7, Mos- fellsbæ, lést í Landakotsspítala 2. maí. Gauja K. Baird fædd Magnúsdóttir frá Melshúsum, Seltjarnarnesi, lést í Flórída, Bandaríkjunum, 1. maí. Kristín Bjarnadóttir, Blönduhlíð 3, lést í Hvítabandinu 30. apríl. Kristín G. Einarsdóttir Syre andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, sjúkradeild, miövikudaginn 1. maí. Hartwig Toft, fyrrv. kaupmaöur, Baldursgötu 39, lést að morgni 1. maí. Sigríður Lúðvíksdóttir, Hjallaseli 55, áður til heimilis á Reynimel 28, lést á heimili sínu 1. maí. Jardarfarir Vilborg Helgadóttir frá Móeiðarhvoli verður jarðsungin frá Oddakirkju laugardaginn 4. maí kl. 14. Árni Guðmundsson, frá Teigi í Grindavík, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 4. maí kl. 11 f.h. Útför Guðríðar Stefaníu Sigurðar- dóttur, fyrrv. stöðvarstjóra Pósts og síma, Grundarfirði, Dalbraut 20, Reykjavík, verður gerð frá Grundar- fjaröarkirkju laugardaginn 4. maí kl. 14. Boðið verður upp á rútuferð frá Bifreiðastöð íslands kl. 10. Útfór Arents Hafsteins Arnkelsson- ar, Buðlungu, Grindavík, fer fram frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 4. maí kl. 14. Þórólfur Jón Egilsson rafvirkja- meistari, Hlíf II, ísafirði, verður jarð- sunginn frá ísafjarðarkapellu á morgun, laugardaginn 4. maí, kl. 14. Útför Steinvarar Jónsdóttur frá Sól- heimum, Grímsnesi, er lést í Hrafn- istu í Reykjavik 27. apríl, fer fram frá Gaulverjabæjarkirkju laugardaginn 3. maí kl. 14. Ráðstefnur Hugbúnaðargerð - nýir straumar Skýrslutæknifélag íslands gengst fyrir ráöstefnu með yfirskriftinni Hugbúnað- argerð - nýir straumar í Höföa á Hótel Loftleiðum miðvikudaginn 8. maí kl. 13-17.10. Mjög er vandað til dagskrár ráð- stefnunnar, en þungamiðja hennar er erindi bandariska ráðgjafans Mary H. Wells um hlutbundna hugbúnaðargerð (object oriented technology). Mary er ein af frumkvöðlum þessarar nýju aðferðar- fræði við smíði hugbúnaðar sem nú fer sem eldur í sinu um tölvuheima. Dr. Oddur Benediktsson mun fjalla um áhrif hlutbundinnar hugbúnaðargerðar á hug- búnaðariðnaðinn og Vilhjálmur Þor- steinsson um hlutbundna hönnun í reynd. Nýjum staðli um notendaskil, SAA/CUA, verður gerð skil í erindi dr. Jóns Þórs Þórhallssonar, Margrétar Ar- nórsdóttur og Ásgerðar I. Magnúsdóttur. Loks mun Sæmundur Sæmundsson kynna svonefnda „ungversku", sem er ritháttur fyrir breytunöfn og fl. Ráð- stefnustjóri er Halldór Kristjánsson, for- maður Skýrslutæknifélagsins. Þátttaka tilkynnist skrifstofu SÍ í síma 27577 eigi síöar en 7. maí. Skrifstofan veitir allar nánari upplýsingar. Safnadarstarf Árbæjarkirkja. Vorferð sunnudagaskól- ans verður farin á sunnudag. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 1 eftir hádegi og haldið til Hraungerðis í Ámessýslu. Foreldrar eru velkomnir með börnum sínum. Áætl- uð heimkoma um kl. 5 síðdegis. Tilkynriiiigar Kynning á íslenska hestinum í Húsdýragarðinum Í sumar verður Náttúruverndarfélag Suðvesturlands í samvinnu við Upplýs- ingaþjónustu landbúnaðarins með kynn- ingu á íslenskum húsdýrum sem nefnist Húsdýrin okkar. Á háÚs mánaðar fresti verður sérstök kynning á einu íslensku húsdýranna. Kynningarferðir, svonefnd- ar búferðir, verða farnar og dýrin sótt heim í þeirra eðlilega umhverfi. Lagt verður af stað frá Húsdýragarðinum í Laugardal.-í tengslum viö hverja ferð Svört mappa Konan, sem fann svarta möppu og hringdi í símsvara 657080, er vinsamleg- ast beðin að hringja aftur í sama númer eða s. 41968. íslenska alfræðiorðabókin Fyrsta upplag af íslensku alfræöiorða- bókinni er 7500 sett og hafa nú þegar selst um 3000 eintök. Salan hefur gengið fram- ar öllum vonum og nýlega var lokiö við að selja úr fyrsta gám og hafist handa við að selja úr þeim næsta. Á myndinni eru f.v. Sigríður Harðardóttir, Órlygur Hálfdánarson og Dóra Hafsteinsdóttir. Islandsmót í Svarta-Pétri íslandsmót í Svarta-Pétri var haldið á Sólheimum í Grímsnesi þann 1. apríl sl. Mótið var opið öllum, ungtun sem öldn- um, sem áhuga hafa á þessari þjóðlegu spilaiþrótt. Katla Þorleifsdóttir, átta ára grunnskólanemi, bar sigurorð af öðrum þátttakendum og hreppti titilinn íslands- meistari í Svarta-Pétri 1991. Þátttakendur voru alls 55. Heimilið vill koma á fram- færi sérstöku þakklæti til fyriitækja sem gáfu veitingar og aukaverðlaun sem veitt voru á mótinu. Þau eru: Nói-Síríus, Skif- an hfi, Heildverslun Ásbjöms Ólafssonar, Kárabakarí, Sanitas hf. og Meistarinn hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.